Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðný Magnús-dóttir Öfjörð var fædd 23.3. 1922 að Hæli í Gnúpverja- hreppi. Hún lést á Kumbaravogi 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórdís Ragn- heiður Þorkelsdótt- ir, f. 10.3. 1892 í Reykjavík, d. 15.4. 1950, og Magnús Þórarinsson Öfjörð frá Fossnesi í Gnúp- verjahreppi, f. 21.7. 1888, d. 25.4. 1958. Árið 1923 fluttist hún með for- eldrum sínum að Skógsnesi í Gaulverjabæjarhreppi og ólst þar upp. Systkini Guðnýjar, sem nú eru á lífi eru: Margrét, f. 5. 6. 1923, Skúli, f. 9.4. 1928, og Ás- hildur, f. 30.9. 1930, en látin eru Þórarinn, Ragnheiður og óskírð stúlka. Hinn 28.10. 1944 giftist Guðný eftirlifandi eiginmanni sínum Kristjáni Eldjárn Þorgeirssyni frá Hæringsstöðum í Stokkseyrar- hreppi, f. 20.9. 1922. Þau hófu búskap að Brandshúsum í Gaulverjabæjar- hreppi árið 1945 og bjuggu þar til 1948, er þau fluttu að Skógsnesi. Börn Guðnýjar og Krist- jáns eru: 1) Magnús, f. 7.4. 1944, dósent við Háskóla Íslands. 2) Erlingur, f. 8.8. 1945, húsasmiður í Mosfellsbæ. 3) Þór- dís, f. 26.10. 1946, grunnskóla- kennari á Selfossi. 4) Þóroddur, f. 10.1. 1949, kaupmaður á Selfossi. 5) Þorgeir f. 23.12. 1952, bílstjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna. 6) Davíð, f. 20.5. 1964, tölvufræð- ingur á Selfossi. Afkomendur Guðnýjar og Kristjáns eru 40 talsins, þar af eru tveir látnir. Útför Guðnýjar fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku amma. Fyrir um það bil tveimur árum, þegar ég var að þakka þér fyrir hvað þú hefðir alltaf verið góð, tókst þú af mér það loforð að skrifa um þig þegar þú féllir frá. Ég lofaði þér því, en bjóst ekki við að það yrði svo stutt þangað til. Það sem stendur upp úr í minningunni er að þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur krakkana. Það var alveg sama hvort þú varst að baka, raka dreif, reyta arfa, elda eða hvað það nú var sem sveitakona þurfti að gera, þá fengum við alltaf að vera með í verkunum. Það má segja að dvölin hjá þér hafi verið skóli án þess að maður tæki eftir því. Til dæmis lærði ég að hekla og baka hjá þér. Þegar við krakk- arnir vorum í Skógsnesi höfðum við mikið frelsi til að leika okkur. Við áttum nokkur bú úti, en hvert bú hafði sína sérstöðu, t.d. var eitt í vélakirkjugarðinum, annað með eld- húsdóti og eitt með leggjum og smá- steinum. Við vorum líka með bú inni með matarumbúðum og stundum með einhverju góðgæti. Þér fannst nauðsynlegt að við værum ekki að- gerðarlaus eða að okkur leiddist ekki. Stundum vorum við kannski full athafnasöm en ég man ekki eftir því að þú hafir skammað okkur þó að við kæmum blaut eða rifin inn. Ég man einu sinni eftir því að mér og Dagnýju fundust buxurnar sem við vorum í orðnar eitthvað lúnar. Þá fórum við upp á hlöðuþak og rennd- um okkur niður. Þegar við komum inn sögðumst við hafa flækt okkur í gaddavír. Þú sagðir að mömmur okkar yrðu nú ekki glaðar. Ég held að þú hafir alveg vitað upp á okkur skömmina, því að við sáum glottið þegar þú fórst inn í eldhús. Í þínum frítíma safnaðir þú alls konar „drasli“, annað hvort bara til að eiga það eða til að föndra úr því ýmsa nytjahluti. Þú hefðir átt að vera eins og dóttir mín ætlaði að vera þegar hún var sex ára. Hún ætlaði að vera bóndakona alla daga nema á miðvikudögum, þá ætlaði hún að vera listakona. Þú varst lista- kona á ýmsum sviðum, þú ræktaðir fallegan garð, og það var alltaf girni- legt hlaðborð hjá þér, hvort sem það voru gestir eða bara heimilisfólkið. Ég er fegin því að hafa getað þakkað þér fyrir allt á meðan þú lifð- ir og hafðir heilsu. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar. Vertu sæl. Þín Gréta eða Margrét Erlingsdóttir. Nú líður ömmu í sveitinni vel. Við vorum heppin að eiga ömmu í sveit og fá að kynnast lífinu þar, enda alltaf velkomin þangað. Stund- um var hjólað niður eftir, svona meira til þess að leika sér og reyna hve lengi við værum að komast þessa rúmu tuttugu kílómetra. Við urðum samt ekki að miklu liði og þvældumst fremur fyrir, óðum upp fyrir stígvélin eða ötuðum okkur út. Það var ekki einu sinni hægt að láta okkur gefa hænunum vegna ótta við hanann og þá varð amma að koma með. Amma ólst upp við kjör, sem ólík voru okkar. Við þekkjum ekki að þvo á bretti, en getum snúið takka á þvottavél. Við höfum ekki borið neysluvatn í bæ, en látum heitt eða kalt vatn renna úr krönum, ótæpi- lega. Amma gekk langa vegleysu í barnaskóla, en við komumst vart milli húsa án þess að setjast upp í bíl. Sameiginlegur fataskápur fjölskyld- unnar í Skógsnesi var ekki stór. Okkar skápum er varla hægt að loka fyrir fataflóði. Amma ólst upp við dauft skin olíulampanna, en ef rafmagnið fer af hjá okkur er það í minnum haft. Ömmu var nægjusemi í blóð borin og gerði ekki kröfur um veraldleg efni. Amma sagði okkur sögur af álfum og fleiru, föndraði með okkur úr skeljum eða blómum og minnti okk- ur á að fara með bænirnar okkar. Oliver Ingvar heimsótti langömmu sína s.l. haust og fór með Faðir vor fyrir hana, af svo mikilli innlifun, að hún sagði: „Ég held að þú verðir prestur.“ Elsku amma. Hvíl í friði. Hafðu þökk fyrir allt. Guð veri með afa í sveitinni. Þessi garður minn Rís upp á nýju vori Klæðist himni og jörð (Gunnar Dal.) Guðný, Dagrún og Áslaug Ingvarsdætur, Oliver Ingvar Gylfason, Einar Þorgeirsson. Ég sit í sveitinni hjá afa og ætla hér að skrifa nokkur minningarorð um hana ömmu mína. Hún amma var hress og skemmti- leg og mikill fróðleiksbrunnur um margt sem ungan mann þyrsti í að vita. Mér er það sérstaklega minn- isstætt þegar ég var fjögurra ára og átti von á litlu systkini. Þetta var að vori til og verkin í blómagarðinum að hefjast. Þar var amma í essinu sínu við að hreinsa ofan af beðum og snyrta til fyrir sumarið, ég bara smá peð þá í pössun hjá ömmu að reyna að hjálpa henni. Amma var mjög natin við að yrkja garðinn sinn og passaði upp á að hafa hann fallegan og það var hann í orðsins fyllstu merkingu. Amma gekk til allra þeirra verka úti við sem hún var beðin um, og miklu meira en það, af mikilli vand- virkni og ósérhlífni. Ég man til dæmis eftir þegar amma var að þvo mjaltatækin og hún tók mig með út í mjólkurhús. Þetta þótti mér mikið sport og að fá að fylgjast með afa ljúka mjöltum. Ég þorði samt ekki inn í fjós því ég var svo hræddur við kýrnar. Amma taldi þetta ekkert mál, tók í höndina á litla stráknum, leiddi hann inn í fjós, sýndi honum kálfana og að kýrnar væru bundnar á básana þannig að þær gætu ekki gert mér neitt. Hún sagði að kýrnar væru hræddari við mig en ég við þær. Eftir þetta þorði ég alltaf inn í fjós. Einnig er mér minnisstætt að það átti að fara að smala fénu til rúnings og afi var búinn að ná í alla reiðhest- ana. Mikil var tilhlökkun í litla stráknum að fá að smala í fyrsta sinn á hesti. Ég bar þetta undir afa því mér fannst ég leikandi geta smalað á hesti, sjö ára og hafði nýlokið reið- námskeiði. Afi taldi það af og frá. Strákurinn var auðvitað leiður yfir þessu en þá kom amma til skjalanna og leysti málið. Þar sem við vorum nógu mörg ákvað hún að fara á hon- um Sauðburðar-Rauð og ég var sett- ur á bak Þófa. Amma teymdi hestinn hjá mér í smalamennskunni, málinu var bjargað og strákurinn alsæll að fá að taka þátt í þessu. Amma var hin dæmigerða ís- lenska kona af „gamla skólanum“, lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, heldur gekk hún til þeirra verka sem hún taldi vera sín og sinnti þeim eins og henni var einni lagið. Hún sagði til dæmis aldrei: „Nú vaskið þið upp, ég ætla að hvíla mig á meðan,“ held- ur vaskaði hún upp og fór svo kannski að baka eða brjóta saman þvott, því orðið hvíld var ekki til í hennar orðabók. Hún amma sá um kaffið fyrir mjólkurbílstjórann í fjölda ára og alltaf voru kræsingar á borðum. Hún fór á fætur á morgnana fyrir allar aldir og var byrjuð að vasast í eldhúsinu. Maturinn hjá henni var frábær eins og annað sem hún gerði. Alltaf var amma boðin og búin að taka á móti okkur barnabörnunum til lengri eða skemmri dvalar í sveit- inni. Hún taldi það ekki eftir, hversu mörg við vorum í einu eða ærslafull. Hún gerði líka margt skemmtilegt með okkur barnabörnunum, fór í gönguferðir upp í Litlu-Kot eða ann- að og sagði okkur sögur. Amma mín, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, öll þau sum- ur sem ég vann hjá þér og afa. Ég mun alltaf muna eftir þér. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Kristján Eldjárn Þorgeirsson (yngri). Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur eftir erfið veikindi. Það er sár tilfinning að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að leggja með þér á borð eða tína með þér rifsber í garðinum og grínast, sem við gerðum nú í ófá skiptin. Þegar ég lít til baka eru mörg góð augnablik sem við áttum saman sem eru mér ómetanleg núna. Við sátum oft tímunum saman, spiluðum og töl- uðum um sögur úr sveitinni. Það er einn sólríkur sumardagur sem er mér ofarlega í minni. Þá tók- um við okkur til og fórum í lautar- ferð út á mýri með súkkulaði og kleinur og þú kenndir mér nöfnin á bæjunum í kring. Já, amma mín, það var nú margt sem þú kenndir mér sem ekki má læra af bókum og ætla ég mér að kenna það mínum afkom- endum í framtíðinni. Nú um síðustu jól áttum við góða stund saman. Þú komst frá Kumb- aravogi og eyddir jólunum uppi í sveit með afa, Dísu og fjölskyldu og mér. Þá var glatt á hjalla og Oliver Ingvar var hrókur alls fagnaðar. Þetta voru án efa með þeim bestu jólum sem ég hef átt og þakka ég fyrir að hafa fengið að eyða þeim með þér. Það er eitt sem ég man eftir sem þú sagðir oft við mig og Guðnýju: „Þakka ykkur fyrir að vilja vera hjá okkur.“ En mig langar að snúa þessu við og segja: „Þakka ykkur fyrir, amma og afi, að hafa viljað hafa okkur.“ Því ég veit ekki hversu oft ég hef komið til ykkar þegar mér hefur liðið illa og verið tekið með opnum örmun og fundið svo mikla væntumþykju og öryggi. Þegar ég var yngri var Skógsnes mitt annað heimili. Ég vildi bara segja það að ég met það mikils allt sem þú hefur gert fyr- ir mig á þessum 17 árum og ég vona að ég geti einhvern tímann endur- goldið þér það. Margs er að minnast, margs er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Bless, amma mín, megir þú hvíla í friði. Þín sonardóttir, Margrét Birgitta Davíðsdóttir. Elsku amma. Ég á eftir að sakna þín mikið. Það var alltaf svo gaman að koma upp í sveit og fara með þér í göngutúra og finna fallega steina í steinasafnið okkar. Það var líka svo gaman að liggja með þér í garðinum og borða rifsber og láta þig segja sér sögur af þér og systkinum þínum. Það er mjög tómlegt að koma upp í sveit og það vantar þig en ég veit að nú hittir þú loksins systur þína, bróður þinn og foreldra þína eftir áralanga fjarveru. Ég veit líka að þú munt ábyggilega tína fallega steina og rifsber á himninum, eins og þér fannst svo gaman að gera. Láttu þér líða vel, amma mín, því þú átt það skilið. Þín sonardóttir, Guðný Kristrún Davíðsdóttir. Elsku amma, mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Þeg- ar ég heimsótti þig síðast átti ég ekki von á því að það væri í hinsta sinn. En ég er samt fegin að þú fékkst hvíldina því þú varst búin að vera svo lasin. Þú áttir engan þinn líka. Þú varst amma með stóru Ai. Þolinmæði þín og natni í garð okkar krakkanna var engu lík. Það var ekki til sá hlutur sem við krakkarnir í Skógsnesi tók- um okkur ekki fyrir hendur og alltaf sýndir þú okkur jafnaðargeð, sama hvað á gekk. Meira að segja þegar ég og Gréta frænka tókum eldhúsið í okkar hendur til að baka og gera karamellur. Þótt þú værir sjálf með smábarn þegar við barnabörnin fór- um að koma eitt af öðru var alltaf nóg hjartarúm fyrir okkur öll. Hjá þér lærði ég heilmikla handavinnu og var oft ótrúlegt hvað þú gast gert fallega hluti úr litlu efni. Þú varst mér mikil vinkona. Til þín var alltaf hægt að leita hvort sem var með ráð eða vandamál. Þegar ég eignaðist mín eigin börn, þótti þeim jafnvænt um að koma til ykkar afa í Skógsnes og mér. Þér féll aldrei verk úr hendi og það var sama hvað þú gerðir, þú gerðir allt svo listavel. Það væri hægt að skrifa heila bók um manngæsku þína, ást og um- hyggju. En minningarnar um þig eru margar og geymi ég þær í hjarta mínu. Elsku afi. Ég votta þér og systk- inum pabba mína dýpstu samúð. Guð geymi þig, elsku amma mín. Dagný Magnúsdóttir. Elsku amma mín, þá er komið að því sem ég var lengi búin að kvíða, en vissi náttúrulega að hverju stefndi. Mig langar fyrst og fremst að þakka þér fyrir þær ómetanlegu stundir sem ég átti í Skógsnesi frá því að ég var barn og fram á þennan dag, og nú seinni árin með Björk og börnunum. Alltaf fannst börnunum mínum gaman að koma í Skógsnes og fá heimareykt hangikjöt og vera í „kaffi“ því þeim fannst það hvergi eins gott. Þakka þér fyrir þolinmæð- ina sem þú hafðir gagnvart mér og Davíð þegar við vorum að gera eitt- hvað af okkur. Aldrei voru neinar skammir, t.d. ef maður kom blautur frá hvirfli til ilja eftir að hafa velt bátnum út í flóði, heldur teppi, heitt kakó og nýbakað bakkelsi. „Látið nú fara vel um ykkur,“ sagðirðu. Það á eftir að ylja mér um hjarta- ræturnar að minnast hangikjöts- lyktarinnar út á ísinn á norðurflóð- inu þegar við vorum að skauta og ilmsins af nýbökuðum flatkökum sem lagði um allt á morgnana. Þakka þér fyrir sögurnar sem þú sagðir mér af fólki og tröllum yfir kvöldkaffinu, stundirnar þegar þú last fyrir mig á kvöldin og breiddir yfir mig og settir auka teppi yfir tærnar (sem ég reyndar geri enn) og þakka þér fyrir að láta allt eftir mér þegar ég var krakki. Ég hafði örugg- lega gott af því! Takk fyrir allt. Kristján Eldjárn Magnús- son og fjölskylda. Mín fyrstu kynni af Guðnýju voru fyrir nær 18 árum er ég kynntist yngsta syni hennar. Ári síðar 1. 3. ’84 kom eldri dóttir okkar í heiminn. Heimili Guðnýjar og Kristjáns var notalegt, hreinlegt og alltaf nægur og góður matur á borðum. Guðný var vinnusöm, góð kona og ól upp myndarlegan barnahóp. Ég bjó hjá þeim í eitt ár eftir að yngri dóttirin fæddist 9. 4. ’89. Stuttu síðar slitum við samvistir, en alltaf héldust vinaböndin milli mín og fyrrverandi tengdaforeldra minna. Telpurnar mínar voru alltaf velkomnar og þeim þótti gaman að vera hjá afa og ömmu í Skógsnesi. Eldri dóttir okkar hefur verið öll sín 16 jól hjá afa og ömmu í Skógsnesi og flest sumur ævi sinnar. Betri tengdaforeldra hefði ég ekki getað fengið. Síðustu kynni mín af Gyðnýju voru á Elli- og hjúkrunarheimilinu á Kumbaravogi, þar sem ég vinn. Á þeim stað dvaldi hún síðasta hálfa ár ævi sinnar. Hún var alla tíð glettin og stutt í gamansemina. Vel var hugsað um Guðnýju á Kumbaravogi, en undir það síðasta var hún mjög veik. Nú er raunum hennar lokið. Hún er í faðmi Guðs. GUÐNÝ MAGNÚS- DÓTTIR ÖFJÖRÐ            '$     3;66 : 3>- = !( 55! <? .2 )'! ! #    3   #  # 4  552 .  4) ! &!   6! 3 &! ;  8/ 6%  4) ! 3 )   3 &! ,  3 )  0! 3 &! * '+ !# &! 3+  )  .)! .! &! 4) ! ,  )   6! 3+ &! ; !  .!  )   3+ 3+ )  .!  / "#5 & &! "  3+ )    * ' &! 4) 3+ )  !'# !'5  &! 4) ! 4) ! )   * '+ "  &! : '!%' 4) ! &! !'# "#5 & ) /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.