Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 38
skammta, einkenni MS, en allir ap- arnir sem ekki höfðu verið með- höndlaðir höfðu einkenni. Í tveim af þeim þrem sem höfðu fengið með- alstóra skammta komu fram ein- kenni, en mun hægar, segja vísinda- mennirnir. Á meðan á rannsókninni stóð gengust aparnir ennfremur undir segulómskoðun. Í ljós komu alvar- legar skemmdir á varnarhimnunni, af völdum sjúkdómsins, í tveim af þeim öpum sem ekki höfðu verið meðhöndlaðir og í einum af þeim sem fengið höfðu meðalstóra skammta. Í öpunum sem fengu stóra skammta komu í ljós lít- ilvægar skemmdir, og segir í rannsóknarniðurstöðunum að það bendi til þess, að meðferðin bæli sjúkdóminn niður en lækni hann ekki. Engar aukaverkanir komu í ljós í þessari rannsókn, og ekki heldur í fyrri rannsókn, sem gerð var á músum, segir Len- ardo. Og þar eð meðferðin bein- ist eingöngu að biluðum hluta ónæmiskerfisins myndi hún ekki gera fólk veikt fyrir sýk- ingum, segir hann ennfremur. Niðurstöðurnar birtast í febr- úarhefti Journal of Immun- ology. Fyrirtækið sem þróaði prót- ínið sem notað er við meðferðina hefur farið fram á að fá að gera tilraunir með það á fólki, segir Lenardo, en vildi ekki spá um hvenær það gæti hafist. Helstu áhyggjuefnin, vegna tilrauna á fólki, eru mögulegar aukaverk- anir og eituráhrif. Í tilraunun- um á öpunum og músunum komu vísindamennirnir sjúk- dómi, áþekkum MS, af stað, því að dýrin taka sjúkdóminn ekki sjálf með sama hætti og fólk, segir Lenardo. Dr. Sophia Sharfstein, tauga- líffræðingur við læknamiðstöð Nass- au-háskóla í Bandaríkjunum, lét í ljósi varfærna bjartsýni vegna nið- urstaðnanna. „Þetta væri bylting ef þetta reynist duga á menn,“ segir hún, „vegna þess að þetta myndi lækna sjúkdóminn, en ekki bara virka á einkennin. En við megum ekki gleyma því að rannsóknir, sem gerðar eru á dýrum, skila ekki alltaf sama árangri fyrir fólk.“ BANDARÍSKIR vísindamenn segjast hafa fundið upp meðferð sem stöðvi í raun framgang sjúkdóms, sem er ekki ósvipað- ur heila- og mænusiggi, í öpum. Reynist þessi meðferð einnig virka á fólk, segja vísindamenn- irnir, gæti þetta greitt götuna fyrir árangursríka meðferð við MS og öðrum ónæmiskerfis- sjúkdómum á borð við gigt og sykursýki af gerð I. MS-sjúkdómurinn kemur fram þegar ónæmiskerfið bregst ranglega við taugafrum- um í heilanum og mænunni sem aðskotahlutum. Ónæmiskerfið gerir þá árás og sendir tilteknar hvítar blóðfrumur – svonefndar t-frumur – til að eyða varnar- himnunni sem þekur tauga- frumurnar. T-frumurnar gera árás þegar þær mæta litlum einingum mót- efnisvaka. Í þessu tilviki, segja vísindamennirnir, er mótefnis- vakinn prótínið sem varnar- himnan er búin til úr. En vís- indamennirnir, undir stjórn dr. Michaels Lenardos, uppgötv- uðu að þegar t-frumurnar kom- ast í snertingu við mikið magn mótefnisvakans eyða þær sjálf- um sér. „Það virðist óneitanlega mót- sagnakennt að meðferð, sem er fólg- in í því að gefa meira af þessum sama mótefnisvaka og veldur sjúkdómn- um, skili árangri,“ segir Lenardo. Hann og samstarfsfólk hans gaf níu silkiöpum sjúkdóm ekki ósvipað- an MS. Í hálfan mánuð var þrem ap- anna gefnir stórir skammtar af prót- íninu sem varnarhimnan er gerð úr, svonefndu myelin-prótíni; þrír apar hlutu enga meðhöndlun; og þrír fengu meðalstóra skammta af mót- efnisvakanum. Eftir nokkra mánuði sýndi enginn apanna, sem höfðu fengið stóra Von um nýja meðferð við MS? The New York Times Syndicate. TENGLAR .............................................. Journal of Immunology: www.jimmunol.org Grínleikarinn heimsþekkti Richard Pryor tekur við verðlaunum fyrir framlag sitt til kvikmyndanna. Pryor þjáist af MS-sjúk- dómi og hefur unnið að því að auka þekk- ingu almennings á þessum erfiða sjúkdómi. Reuters 38 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ K O R T E R HLUTVERK læknarita á meðal annars að vera það að veita læknum að- gang að nýjustu stefnum og straumum í faginu og hvað varðar fregnir af áhrifum nýrra lyfja standa ritin sig vel. En ritgerðir um klín- ískar lyfjatilraunir veita ekki mjög góðar upplýs- ingar um hættur og aukaverkanir, að því er ný könnun leiðir í ljós. Læknar sem reiða sig á fagtímarit til að fylgjast með fá ófullkomna mynd af því hversu örugg lyfin, sem þeir skrifa upp á, eru – og gæti þetta misræmi reynst sjúklingum hættulegt. „Sérfræðingar sem reiða sig á læknarit til þess að ganga úr skugga um hversu öruggt lyf er myndu ekki fá mjög góðar upplýs- ingar, og þessi uppgötvun vekur raunverulega áhyggjur,“ sagði Thomas J. Moore, heilbrigðismála- sérfræðingur við George Washing- ton-háskóla í Bandaríkjunum, sem hefur kynnt sér niðurstöðurnar. Moore segir að bandaríska mat- væla- og lyfjaeftirlitið (FDA) safni betri upplýsingum en flestir læknar gefi sér ekki tíma til að heimsækja vefsetur stofnunarinn- ar. „Birtingarhneigð“ Læknarit eiga þegar í höggi við „birtingarhneigð“ sem ýtir undir að jákvæðar niðurstöður séu frem- ur birtar en neikvæðar, að sögn sérfræðinga. Þá standa ritin enn fremur frammi fyrir mögu- leikanum á hagsmunaárekstri sem er fólginn í því að birta niðurstöður rannsókna á lyfjum sem framleið- endur lyfjanna hafa sjálfir kostað. Nýja rannóknin, sem greint er frá í Journal of the American Med- ical Association, var unnin af dr. Joseph Lau og samstarfsmanni hans, dr. John Ioannidis, við New England-læknamiðstöðina í Boston í Bandaríkjunum. Vísindamennirnir tveir könnuðu 192 ritgerðir í fagtímaritum, þar sem greint var frá niðurstöðum klínískra rannsókna á lyfjum við sjö algengum kvillum, þar á meðal HIV, hjartaáfalli, bráðri ennisholu- sýkingu og háum blóðþrýstingi hjá öldruðum sjúklingum. Rannsóknir sem kostaðar voru af hinu opinbera og þær sem gerðar voru í Bandaríkjunum voru líklegri til að taka á óæskilegri svörun og eiturvirkni lyfjanna, segja vísinda- menn. En í heild átti hvort um sig við um aðeins 39% og 29% ritgerð- anna. Í helmingi ritgerðanna var ekki minnst einu orði á eituráhrif. Jafnvel virtustu tímarit voru ekki ónæm fyrir þessu. Og þótt að í þrem af hverjum fjórum ritgerðum væri tekið fram hversu margir sjúklingar hættu þátttöku í tilraununum vegna auka- verkana voru í aðeins 46% tilfella gefnar nákvæmar útskýringar á því hvers vegna þátttöku var hætt. „Þegar óhallkvæmir hlutir ger- ast væri mikilvægt að vita hverjir þeir voru og hversu alvarlegir þeir voru í stað þess að steypa þeim saman í einn flokk,“ segir Lau. Niðurstöðum um öryggi var einnig flaustrað af og tóku einungis jafnmikið pláss á síðu og nöfn og stofnanatengsl höfunda. Ófullnægjandi umfjöllun um áhættuþætti FDA krefst þess að fylgst sé með lyfjum eftir að markaðssetningu þeirra er lokið og geta vandamál komið upp síðar. En Lau segir að ef betur væri greint frá áhættu- þáttum meðan á tilraunum stendur gæti það komið í veg fyrir að vandamál komi upp síðar. Þegar allt komi til alls, segir Lau, verði vísindamenn og fagrit að vera betur vakandi fyrir því að birta niðurstöður um áhættuþætti. „Oftast koma fram upplýsingar um gagnsemi en upplýsingum um áhættuþætti er ábótavant,“ segir Lau. „Án slíkra upplýsinga fá læknar aðeins að sjá eina hlið máls- ins.“ Dr. Carolyn Clancy, fram- kvæmdastjóri miðstöðvar er fylgist með niðurstöðum og árangri rann- sókna og er deild í Heilsugæslu- rannsóknastofnun Bandaríkjanna, sem kostaði rannsókn Laus, segir að næsta skref sé að komast að því hvers vegna breitt sé yfir upplýs- ingar um áhættuþætti. Vísindamenn safna þessum upp- lýsingum, segir Clancy, þannig að þær virðast með einhverjum hætti detta upp fyrir þegar niðurstöður til birtingar eru unnar úr hráum gögnum, ef til vill vegna þess að vísindamenn hafi þær ekki með í handritum sínum eða ritstjórar fagritanna fjarlægi þær. Nýta ber Netið Hvað varðar lausnir á þessu seg- ir Clancy að fagrit gætu bætt við sérstökum undirgreinum um óæskilega svörun, rétt eins og birt- ar séu heimildaskrár og samantekt (á ensku „abstract“). Auk þess gæti Netið gegnt hlutverki miðstöðvar fyrir nákvæmar upplýsingar um klíniskar tilraunir. Niðurstöður rannsókna oft fá- orðar um auka- verkanir lyfja The New York Times Syndicate. Fá læknar sem reiða sig á fagtímarit nógu góðar upplýsingar um þau lyf sem í boði eru? Í Bandaríkjunum telja ýmsir ástæðu til að efast um að svo sé. TENGLAR .............................................. Journal of the American Medical Association: http://jama.ama-assn.org/ Associated Press Þekkir læknirinn aukaverkanirnar? TILRAUNIR með bóluefni gegn HIV-veirunni, sem veldur alnæmi, hafa skilað svo góðum árangri í öpum að gert er ráð fyrir að til- raunir með þátttöku fólks geti hafist síðar á þessu ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lyfjarisanum GlaxoSmithKline. Fyrirtækið birti yfirlit yfir 161 tegund lyfja og bóluefnis sem það hefur í þróun. Þar kemur fram að bóluefni hafi megnað að vernda apa fyrir því að sýkjast af HIV- veirunni, sem veldur þessum hættulega sjúkdómi. Að sögn Jean Stephenne, eins af forstjórum fyrirtækisins, reyndist bóluefnið hafa megnað að vernda apana gegn smiti í minnst eitt ár. Í máli hans kom fram að bóluefnið væri einstæð blanda sem unnin væri úr HIV-sameind- um auk þess sem hún hefði að geyma efni til að auka virkni ónæmiskerfisins. Þessa blöndu yrði væntanlega unnt að nota bæði sem bóluefni og í meðferð- arskyni eftir smit með öðrum lyfj- um gegn alnæmi. Jean Stephenne sagði að fyrstu tilraunir með bóluefnið í mönnum ættu að geta hafist síðar í ár en á næsta ári væri gert ráð fyrir að kannaðir yrðu möguleikar á not- um þess við meðferð alnæmis- sjúklinga. Bóluefni gegn HIV London. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.