Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 59
Mjög
got
t
verð
!
H
TH
H
Ö
N
N
U
N
Lyktarlaus.
Fjarlægir á
auðveldan hátt öll
óhreinindi af stáli.
Gefur góðan glans.
STÁLFÆGILÖGUR
Í LESBÓKINNI 3. febrúar sl.
skrifar Eiður Guðnason sendi-
herra Rabbþátt, þar sem hann
bregst drengilega við í baráttunni
gegn orðglópum og kæruleysis-
legu tali. Hann víkur þar mjög vin-
samlega að mér, og er mér ljúft og
skylt að þakka það. Við þessa
þáttasmíð mína er ómetanlegur
styrkur að því að eiga sér góða
bandamenn og baráttusystkin.
Annars hefði ég löngu gefist upp.
En ég á mörgum margt að þakka.
Nú ætla ég að taka obbann af
málglapasyrpu E.G. og reyna eftir
mætti að endursegja hana á því
máli sem telja mætti viðunandi
(ekki ásættanlegt). Áður en að því
kemur, tek ég í streng með Eiði,
þar sem hann andæfir því sjón-
armiði sem fyrr og síðar hefur ver-
ið uppi, að engu skipti hvernig tal-
að sé og ritað, bara ef það skiljist.
Þessu var til dæmis herra Guð-
brandur Þorláksson að mótmæla í
orði og verki, svo sem í formála
Sálmabókar 1589. Íslenskt mál er
hvorki brúkunarhestur né hjól-
börur, heldur gimsteinn sem for-
sjóninni hefur þóknast að fá okkur
til varðveislu og fágunar, síbreyti-
legt listaverk. En nú skal hyggja
að dæmum þeim sem Eiður tók:
1) „Efnahagur landsins hefur
hnignað.“ Þetta ætti að vera:
Efnahag. Einhverju hnignar. Ef
til vill má finna undantekningar-
dæmi.
2) „Laus störf á Landsspítali –
háskólasjúkrahús.“ Þarna á vitan-
lega að beygja nafn þessarar
virðulegu stofnunar og láta for-
setninguna á stýra annaðhvort
þolfalli eða þágufalli.
3) „Það er skömm að því hvað
hún hefur litla fjármuni úr að
spila.“ Á að vera litlum fjármun-
um. Forsetningin úr stýrir þágu-
falli.
4) „Sjáið þið fyrir hvenær þessu
fer að lægja aftur?“ Eitthvað læg-
ir, ekki „einhverju“. „Stormur
lægir stríður“, sagði skáldið, og
þolfall er kannski ennþá betra:
Storminn lægir.
5) „Hnoðmörinn bættur út í.“
Þarna á að vera þágufall: Hnoð-
mörnum o.s.frv.
6) „Starfsmenn dýragarðarins.“
Eignarfall af garður er garðs.
Karl og kerling bjuggu í garðs-
horni.
7) „Verulegt magn af laxi í kví-
unum var dauður.“ Magn er hvor-
ugkyns, magnið var dautt.
8) „Safna fyrir krabbameins-
sjúkum börnum.“ Í þessu dæmi á
fyrir að stýra þolfalli. Safna fyrir
krabbameinssjúk börn.
9) Og nú tekur steininn úr:
„Kristjana er kvænt fjögurra
barna móðir.“ Er fjögurra barna
móðir lesbía? Auðvitað var Krist-
jana gift.
10) „Verði ekki orðið að kröf-
um...“ Á auðvitað að vera: orðið
við kröfum.
Látum þetta duga í bili, en um-
sjónarmaður ítrekar þakklæti sitt
til Eiðs Guðnasonar.
Nikulás norðan kvað:
Já, víst er ég valtur og gleyminn,
viðutan, hræddur og feiminn,
en mér gagnast á móti
sá gæðanna kvóti,
að vera hættur að frelsa heiminn.
Umsjónarmaður er þakklátur
leiðarahöfundi Morgunblaðsins 7.
febrúar sl. Þar kemur m.a. fram
að Danir eru nú að vakna til vit-
undar um tungumál sitt og átta sig
á því til fulls hversu kærulausir
þeir hafa verið gagnvart máls-
pjöllum, einkum fyrir áhrif frá
ensku. Danski rithöfundurinn
Kirsten Rask (óskyld Rasmusi
Kristjáni) skrifar svo: „... það er
jafnmikill efniviður til í ensku og
dönsku, við vitum bara of lítið um
okkar eigið tungumál. Það verður
til þess að við höldum að við ráðum
við enskuna en gerum það ekki.
Við tölum það sem ég kýs að kalla
kartöfluensku, kjánalega samsuðu
sem gerir okkur að athlægi.“
Í forystugreininni stendur einn-
ig: „Hvorki dönsku né íslensku
verður bjargað með því að leggja
minni rækt við ensku og ensku-
kennslu.“ Þetta er hárrétt. Hall-
dór Laxness sýndi á sínum tíma
fram á, hversu vankunnátta í
dönsku varð orsök ýmissa mál-
glapa Íslendinga. Umsjónarmaður
hefur svo tínt til dæmi sem sýna
að vankunnátta í ensku (þó menn
haldi annað) leiðir af sér ambögur
og ómyndartal ýmissa Íslendinga.
Góð kunnátta í öðrum tungumál-
um verður til þess að við getum
forðast að sletta þeim. Ég vísa á
grein Halldórs Laxness í Eimreið-
inni 1974.
Framar í þessum þætti hafði ég
skrifað um móðurmál okkar og
fagna ummælum Vigdísar Finn-
bogadóttur sem tekin eru upp í
leiðarann 7. febrúar.
„Tungumál fámennrar þjóðar
er gersemi og hún verður sterkari,
leggi hún rækt við það í alþjóða-
umhverfi. Kasti hún tungunni,
glatar hún virðingunni og hverfur
í þjóðahafið. Líti hún hins vegar á
alþjóðavæðinguna sem ögrun til
að rækta eigin tungu hlotnast
henni virðing og styrkur í sam-
félagi þjóðanna.“
Hlymrekur handan kvað:
Í rogastans Dýrfinnu rak,
hún rauk upp með háreysti og brak;
það var ekki gaman,
hún varð ötuð öll saman,
þegar öndin flaug afturábak.
Af hverju er sagt að maður sé
sallarólegur? Á það eitthvað skylt
við karlkynsnafnorðið salli? Ég
held ekki. Mér þykir trúlegast að
hér hafi myndast eitt orð úr þrem-
ur. Ég ímynda mér að þetta hafi
verið sæll og rólegur, borið fram í
einni bunu, og breyst svo í eitt orð:
sallarólegur. Alkunna er að æ [aí]
missir oft seinni þáttinn, einfald-
ast, á undan tvöföldum samhljóða.
Sall og blessaður, segja menn
stundum. Oft þarf ekki tvöfaldan
(langan) samhljóða til. Tvö sam-
hljóð, sitt af hvoru tagi, nægja.
Sögnin að ætla verður atla í fram-
burði. Ég hef hins vegar aldrei
heyrt nafnorðsmyndina atlun.
Aftur á móti þekkjast framburð-
armyndirnar fakka fyrir fækka og
stakka fyrir stækka. Séð hef ég
ritað „starfræði“ eða „starffræði“
fyrir stærðfræði, en vera má að sú
orðmynd sé að einhverju leyti al-
þýðuskýring, svona eins og þegar
að leita dyrum og dyngjum = leita
alstaðar vel og vandlega, breytist í
að leita með dunum og dynkjum.
En höldum okkur við breyt-
inguna æ verður a. Í skóla nokkr-
um mátti að afloknu prófi heyra
háværar raddir nemenda sem
töldu að þeir, sumir hverjir, hefðu
ýmist verið hakkaðir eða lakkað-
ir, þegar einkunnir voru gefnar.
Hvort tveggja verður víst að telj-
ast vondur verknaður, þó hið
seinna sé illskárra. Það ættu menn
að minnsta kosti að geta lifað af.
Auk þess fær Telma Tómasson
stig fyrir „á vonarveli“; kann sem
sagt að beygja orðið vonarvölur
(u-stofn). Fréttir Bylgjunnar á
hádegi 13. febr. Sömuleiðis frétta-
stofa Ríkisútvarpsins (fara fyrir
lista), ekki „leiða hann“.
ÍSLENSKT MÁL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1.099. þáttur
UM ÞESSAR
mundir er Lands-
virkjun að undirbúa
lagningu enn einnar
háspennuloftlínunnar
um þessa sveit s.s.
„Sultartangalínu 3“
að spenni- og aðveitu-
stöðinni Brennimel í
Hvalfjarðarstrandar-
hreppi en hún gegnir
síauknu hlutverki
hvað varðar dreifingu
á raforku um lands-
kerfið. Þessi há-
spennulína á að verða
400 þúsund volt (400
kV) og mun hafa tvö-
falt meiri flutnings-
getu á raforku en fullstækkað ál-
ver Norðuráls á Grundartanga
þarf á að halda miðað við 300.000
tn. ársframleiðslu.
Landsvirkjun stefnir að því að
hún verði öll reist á möstrum og
turnum á um alls 120 kílómetra
leið. Hér í hreppnum eru 3 há-
spennuloftlínur (aðveitulínur) fyr-
ir. Fyrst skal nefna
Hvalfjarðarlínu, 220
kV sem kemur inn í
Hvalfjarðarstrandar-
hrepp yfir Botnsvog í
Þyrilsnes skammt frá
bænum Þyrli. Þaðan
liggur hún í vestur,
norðan þjóðvegar
framhjá fjölda heimila
og sumarbústöðum á
leið sinni um Hval-
fjarðarströndina og
endar á Brennimel.
Hrauneyjafosslína,
220 kV kemur niður í
Grafardal austanverð-
an, liggur síðan um
Draghálsland, um
Kornahlíð, meðfram Geitabergs-
vatni endilöngu, þá norðan við
Glammastaðavatn, klýfur síðan
báðar stærstu gróðurvinjar sveit-
arinnar þ.e. Eyrarskóg og Svarf-
hólsskóg sem er samfelldur Vatna-
skógi að vestan um leið og hún
þverar Svínadal til suðurs. Í Eyr-
arskógi og Svarfhólsskógi eru
stærstu sumarhúsabyggðir sveit-
arinnar. Hún fer svo um Lambadal
yfir Miðfellsmúla og kemur niður í
skógi vaxna Saurbæjarhlíðina á
Hvalfjarðarströnd rétt austan við
bæinn Kalastaði og að lokum sam-
hliða Hvalfjarðarlínu að Brenni-
mel. Vatnshamralína 132 kV kem-
ur sunnan yfir Skarðsheiði og
þvergirðir hreppinn að vestan-
verðu á leið sinni að Brennimel.
Búskaparhættir í Hvalfjarðar-
strandarhreppi hafa tekið miklum
breytingum síðustu 2 áratugi og
margir bændur aflagt eða minnkað
við sig hefðbundinn búskap en
þess í stað farið út í ýmiskonar
ferðaþjónustu. Um 400 sumarbú-
staðalóðir hafa verið skipulagðar
hér og fer fjölgandi. Tilkoma Hval-
fjarðarganga gerir þessa sveit eft-
irsóknarverðari til slíkra nota um
leið og svæðið nýtur þess að al-
menn og óviðkomandi umferð
minnkar. Veruleg skógrækt er
stunduð bæði hjá bændum (nytja-
skógrækt) og einnig hjá hinum
fjölmörgu sumarbústaðaeigendum.
Þá hafa menn í vaxandi mæli gert
sér betur grein fyrir mikilvægi
snyrtilegs umhverfis hér sem ann-
ars staðar og lagt sig mikið fram
til að fegra, hreinsa og græða
landið. Hvalfjarðarstrandarhrepp-
ur var verðlaunaður árið 1999 fyrir
framúrskarandi árangur í um-
hverfismálum og útnefndur snyrti-
legasti hreppurinn á Vesturlandi.
Að þessari útnefningu stóðu
Skessuhorn ehf. í samvinnu við
Sorpurðun Vesturlands, Búnaðar-
samtök Vesturlands og Vegagerð-
ina.
Undanfarið hafa fulltrúar frá
Landsvirkjun og Línuhönnun hf.
farið hér um sveitina og kynnt
landeigendum hugmyndir sínar
um hugsanleg línustæði fyrir hina
nýju Sultartangalínu en þar koma
fjölmargar leiðir til greina að
þeirra mati. Á þeim fundum hafa
menn skipst á skoðunum af fullri
alvöru og prúðmennsku. Það skal
engu að síður upplýst að íbúar
Hvalfjarðarstrandarhrepps eru
gjörsamlega mótfallnir öllum hug-
myndum um fleiri háspennulínur
um sveitina sína, enda eru þær 3
fyrir sem fyrr greinir. Því til stað-
festingar hafa íbúar frá hverju ein-
asta heimili hér ritað nöfn sín á
lista þar sem slíku verklagi er al-
gjörlega hafnað. Ennfremur hafa
nær 100% sumarbústaðaeigenda
og eigendur annarra fasteigna í
Hvalfjarðarstrandarhreppi ritað
nöfn sín á listann, alls 511 manns.
Þá hafa allar sveitarstjórnir í
hreppunum sunnan Skarðsheiðar
þ.e. Hvalfjarðarstrandarhrepps,
Leirár- og Melahrepps, Skil-
mannahrepps og Innri-Akranes-
hrepps, formlega lýst yfir stuðn-
ingi við sjónarmið heimamanna.
Sömuleiðis hreppsnefnd Kjós-
arhrepps, bæjarráð Akraness,
Samtök sveitarfélaga í Vestur-
landskjördæmi, Búnaðarsamtök
Vesturlands, Náttúruverndarsam-
tök Íslands, Náttúruverndarsam-
tök Vesturlands, Umhverfisnefnd
Hvalfjarðarstrandarhrepps, Sól í
Hvalfirði og fleiri. Undirskriftirn-
ar og allar stuðningsyfirlýsingarn-
ar voru afhentar forstjóra Lands-
virkjunar 5. febrúar sl. að loknum
fundi með honum þar sem nokkrir
fulltrúar sveitarfélagsins kynntu
viðhorf heimamanna.
Hvalfjarðarstrandarhreppur vill
ekki fórna meira af skógi vöxnum
hlíðum né öðru landi undir fleiri
háspennuloftlínur enda er það
þegar upptekið eða frátekið til
annarra nota. Um þetta ríkir slík
samstaða að hún á sér ekki for-
dæmi hérlendis. Það er orðið tíma-
bært að ráðamenn Landsvirkjunar
staldri við og íhugi í alvöru breytt
verklag við lagningu háspennulína
þar sem farið er um blómlegar
sveitir og í námunda við heimili og
önnur híbýli fólks. Oft verða stór
landsvæði óbyggileg með öllu auk
annarra óþæginda og lýta sem
loftlínur valda í okkar viðkvæmu
náttúru. Landeigendur hafa hafa
hingað til mátt sín lítils í viðskipt-
um sínum við Landsvirkjun vegna
lagninga háspennulína um bújarðir
og önnur eignarlönd. Nú er mál að
linni. Til skemmri tíma litið er
kostnaðarsamara að leggja jarð-
strengi og fulltrúar Landsvirkjun-
ar hafa upplýst að þeirra hlutverk
sé að finna ódýrustu leiðina og því
muni þeir ekki leggja til að neinir
jarðstrengir verði lagðir hér. Hér
virðast mannleg sjónarmið þurfa
að víkja fyrir skammtímagróða.
Vert er að hafa í huga að lagning
jarðstrengja á vissum svæðum er
sá umhverfiskostnaður sem getur
vegið upp á móti þeim marghátt-
aða skaða sem háspennuloftlínur
valda. Samkvæmt upplýsingum frá
Landsvirkjun hyggjast þeir ekki
láta staðar numið eftir þessa línu-
lögn að Brennimel, heldur áforma
þeir „hringtengingu“ þaðan til höf-
uðborgarsvæðisins með annarri
loftlínu líklega samhliða Hvalfjarð-
arlínu að Geithálsi. Báðar þessar
línur eiga að verða verulega stærri
en fyrirliggjandi línur. Það er
óþolandi að Landsvirkjun geti
gengið svo harkalega á rétt hundr-
uða manna að þeir bíði stórtjón af
bæði á eignum sínum og tilfinn-
ingum. Og það er andleg áþján að
eiga sífellt yfir höfði sér heilsu-
spillandi rafmengun.
21. öldin er hafin. Tækni og
þekking á sviði háspennujarð-
strengja og lagning þeirra tekur
stöðugum framförum. Það væri
Landsvirkjun til sóma ef hún til-
einkaði sér hana og sýndi um leið
íslenskri náttúru meiri nærgætni.
Fyrir það myndi hún uppskera al-
menna virðingu fólksins sem bygg-
ir þetta land.
Línudans Landsvirkjunar
Háspennulínur
Það er óþolandi að
Landsvirkjun geti geng-
ið svo harkalega á rétt
hundruða manna, segir
Reynir Ásgeirsson, að
þeir bíði stórtjón af
bæði á eignum sínum og
tilfinningum.
Höfundur er bóndi, Svarfhóli.
Reynir
Ásgeirsson
2001