Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 57
DÓMSMÁLARÁÐHERRA lem-
ur höfðinu við steininn og end-
urtekur sömu klisjuna aftur og aft-
ur frammi fyrir alþjóð: Það eru
engin vandamál hjá
lögreglunni í landinu,
segir ráðherrann. Og
það þótt öllum sem
vita vilja sé kunnugt
um það óyndi og þann
kurr sem er meðal
lögreglumanna í
Reykjavík og víðar
vegna erfiðra starfs-
skilyrða, lélegra kjara
og fleiri þátta. En ráð-
herrann lætur sem
ekkert sé og segir
líka: Það var aldrei yf-
irvinnubann. Þetta
endurtekur hann jafn-
vel þótt þeir sem finna
það á eigin skinni, lög-
reglumennirnir sjálfir, hafi sýnt
ítrekað fram á hið gagnstæða.
Í réttarríki þurfa löggæslumálin
að vera í lagi. Það eru þau ekki um
þessar mundir, enda þótt þeir sem
sinna lögreglustörfum séu upp til
hópa hæfir einstaklingar, dugmikl-
ir með starfsmetnað, þrátt fyrir lág
laun, erfiðan vinnutíma og oft of
lítið þakklæti frá meðborgurum
sínum – hvað þá yfirboðurum sín-
um.
Lögreglustjóri
staðfestir bann
Fram hefur komið í umræðu um
starfsskilyrði lögreglunnar, að síð-
astliðið haust var sett á yfirvinnu-
bann á þá deild lögreglunnar, sem
hvað mestur þrýstingur er á, fíkni-
efnadeildina sem svo er nefnd.
Ráðherra segir slíkt bann aldrei
hafa verið sett, enda þótt fyrir liggi
að starfsmenn deildarinnar voru
kallaðir fyrir hinn 11. september
síðastliðinn og þeim tilkynnt þessi
ákvörðun vegna þess að pening-
arnir væru búnir. Og fulltrúar lög-
reglumanna hafa greint frá því og
fjölmennur fundur þeirra staðfest
það. Hvaða ástæðu hafa lögreglu-
menn til að segja ósatt um þessi
mál eða misskilja fyrirmæli? Spyr
sá er ekki veit.
Og síðan virðist sem lögreglu-
stjóranum í Reykjavík sé skipað af
ráðherra að senda út fréttatilkynn-
ingu, þar sem fram kemur að yf-
irvinna hafi farið úr meira en þrjú
þúsund klukkustundum samtals í
júlímánuði á fíkniefnadeildinni á
síðastliðnu sumri niður í fjögur
hundruð tíma í september. Þetta
eigi síðan að þýða, að ekkert yf-
irvinnubann hafi verið í gildi, held-
ur bara samdráttur.
Þetta yfirklór er svo aumt, að
fátt er til jafnaðar. Segir það ekki
einmitt alla söguna, þegar dregið
er allt að því áttfalt úr yfirvinnu
milli mánaða og jafnframt að þá
væri yfirvinnukvóti september-
mánaðar uppurinn eftir eingöngu
fjóra til fimm daga samkvæmt
normaldreifingu?
Eftir það væri bann, því kvótinn
væri fylltur. En yfirvinnubannið
var bann – það varð enn frekar
ljóst, en áðurgreindar tölur bera
með sér, þegar Lúðvík Berg-
vinsson alþingismaður upplýsti í
sjónvarpi á dögunum, að hann
hefði tölur undir höndum um skipt-
ingu þessara örfáu yfirvinnutíma í
septembermánuði. Þar kom fram
að ekki einn einasti tími var nýttur
til rannsókna á fyrirliggjandi eða
nýjum fíkniefnamálum, heldur voru
tímarnir hluti af kjarasamningi
lögreglumanna, s.s. vegna unninna
matartíma og vegna vinnu starfs-
manna deildarinnar við óskyld
störf. Það er og enda þekkt í lög-
reglunni að undir ákveðnum kring-
umstæðum verður að kalla lög-
reglumenn til ýmissa starfa
burtséð frá deildaskiptingu.
Og verum minnug
þess að sölumenn
dauðans fremja ekki
glæpi sína fyrst og
fremst á dagvinnu-
tíma. Myrkur nætur-
innar er þeirra kjör-
tími. Þá þarf heimild
til yfirvinnu hjá út-
vörðum almennings,
lögreglunni í landinu,
til að hægt verði að
bregðast við.
Þrengt að
lögreglunni
Og það sem meira
er: Þessi samdráttur,
þetta bann á nauðsyn-
legt vinnuframlag lögreglumanna
til að sinna skylduverkum, var
einnig fyrirskipað á aðrar deildir
lögreglunnar. Sem dæmi um hinn
viðvarandi samdrátt sem er hjá
lögreglunni má nefna að rannsókn-
ardeild lögreglunnar, sem er gert
að rannsaka m.a. auðgunarbrot,
kynferðisbrot og líkamsárásir, hef-
ur einnig verið skorin niður hvað
vinnumagn varðar. Nú er yfir-
vinnukvóti lögreglumanna í þeirri
stóru deild aðeins 30 klukkustundir
á mann í mánuði, en var í fyrra 50
klukkustundir. Og það er sama
hvernig á stendur. Ef kvótinn er
fylltur eru málin sett á ís. Og af-
leiðingin er vitaskuld sú að órann-
sökuð eða lítt rannsökuð mál
hrannast upp.
Og mannfæðin í almennu deild
lögreglunnar í Reykjavík er slík að
endrum og eins er ekki hægt að
manna bílaflota deildarinnar.
Að berja
höfði við stein
Það er satt að segja ótrúlegt að
ráðherra dómsmála skuli neita
staðreyndum. Sólveig Pétursdóttir
sagði ósatt, eða var „mötuð“ á
röngum upplýsingum. Hún yrði
alltént maður að meiri ef hún við-
urkenndi mistök sín. Og það er
einnig með öllu óskiljanlegt að ráð-
herrann skuli ekki, fremur en fyll-
ast pirringi, fagna áhuga stjórn-
arandstöðunnar á því að bæta
starfsskilyrði fíkniefnalögreglu-
manna og löggæslunnar í heild á
höfuðborgarsvæðinu og landinu
öllu. Það er auðvitað megintilgang-
ur af hálfu okkar þingmanna Sam-
fylkingarinnar sem höfum látið
þessi mál okkur varða, að styrkja
löggæsluna.
Dómsmálaráðherra ræddi þessi
mál við áðurnefndan Lúðvík Berg-
vinsson alþingismann um daginn
og virtist mestan áhuga hafa á því
hvar hann fengi upplýsingar um
vinnufyrirkomulag lögreglumanna,
en minni áhyggjur af því hvað
þyrfti að laga. Lét ráðherrann í
veðri vaka að athuga þyrfti með
þennan „leka“ – þ.e. hvaðan þing-
maður þjóðarinnar fengi upplýs-
ingar um starfshætti ríkisstofnun-
ar, sem hefur það verkefni að gæta
öryggis, laga og reglna í þjóðfélag-
inu! Það fannst ráðherranum
skrýtið! En það skal ráðherrann
vita, að ef hann hyggst grípa til
þeirra örþrifaráða, að reyna að
þagga niður í boðberum válegra
tíðinda, þá verður því ekki tekið
með þegjandi þögninni. Lögreglu-
menn eiga annað og betra skilið en
að verða eltir uppi vegna þess að
þeir segja sannleikann. Því verður
enda tæpast trúað að slíkar norna-
veiðar hefjist.
En ef slíkt gerist munu þing-
menn ekki taka létt á slíkri mis-
beitingu valds.
Enn von
Það er enn von fyrir dómsmála-
ráðherra – þótt það renni hratt úr
stundaglasinu. Nú á hann að söðla
um. Leita samkomulags við Alþingi
um auknar fjárveitingar til lög-
gæslumála í landinu, opna umræðu
um nauðsynlegar endurbætur og
ráðast í þær í góðu samkomulagi
við alla hlutaðeigandi aðila. Ráð-
herrann þarf að komast út úr hinu
þrönga flokkspólitíska stöðuveit-
ingaferli, sem hefur einkennt
ákvarðanir hans og endurspegla að
verulegu leyti æðstu stjórn lög-
reglunnar og m.a. leitt til trún-
aðarbrests í röðum lögreglumanna.
Ef ekki ríkir gagnkvæmt traust
milli dómsmálaráðherra og al-
mennra lögreglumanna í landinu,
eins og ástandið núna ber vott um,
þá er vá fyrir dyrum.
Ég starfaði sem lögreglumaður
um nokkurra ára skeið fyrir all-
mörgum árum og þekki því vel til
þessara starfa, þótt margt hafi
breyst í samfélaginu frá þeim tíma
og störf lögreglumanna um leið.
En eftir samtöl mín við fjölda-
marga lögreglumenn á síðustu dög-
um og vikum er ljóst að það er vík
á milli vina, þar sem annars vegar
eru almennir lögreglumenn og hins
vegar æðstu yfirmenn með ráð-
herra sjálfan í broddi fylkingar.
Svo erfitt er ástandið orðið að al-
mennir lögreglumenn verða að
grípa til þeirra örþrifaráða að efna
til fjölmenns fundar til að halda
sínum hlut gagnvart ráðherra og
öðrum yfirmönnum. Við svo búið
má ekki standa. Lögreglumenn
eiga betra skilið. Allur almenning-
ur líka.
Dómsmálaráð-
herra í stríði við
lögregluna
Guðmundur Árni
Stefánsson
Löggæsla
Ef ekki ríkir gagn-
kvæmt traust milli
dómsmálaráðherra og
almennra lögreglu-
manna í landinu, segir
Guðmundur Árni
Stefánsson, er vá
fyrir dyrum.
Höfundur er þingmaður í Sam-
fylkingunni.
Neytendasamtökin
eiga erindi við þorra
neytenda í landinu þótt
aðeins hluti þeirra leggi
samtökunum beint lið
með félagsgjöldum. Að
mínu viti eru flestir
sammála um að starf
samtakanna sé mikil-
vægt þótt stjórnvöld
hafi hingað til ekki sýnt
það nægilega skýrt í
verki. Því verða Neyt-
endasamtökin nú sem
fyrr að byggja starf sitt
að mestu á félagsgjöld-
um frá almenningi og
ljóst er að hver nýr
félagsmaður gerir sam-
tökunum kleift að efla starf sitt og
þjónustu.
Vandað neytendastarf með viða-
mikilli þjónustu við almenning er
kostnaðarsamt. Stjórnvöld í ná-
grannaríkjum okkar skilja þetta og
líta reyndar á margt af því sem þar-
lend samtök neytenda gera sem sjálf-
sagða, samfélagslega þjónustu. Hér
er meðal annars átt við aðstoð við að
ná fram rétti sínum og vandaðar upp-
lýsingar um verð, gæði og framboð af
vörum og þjónustu. Þessa þjónustu
fjármagna Neytendasamtökin nú að
langmestu leyti með félagsgjöldum.
Neytendur þurfa
upplýsingar og aðstoð
Allur sá fjöldi neytenda sem leitar
til Neytendasamtakanna eftir upplýs-
ingum og margvíslegri aðstoð er til
marks um mikilvægi þessarar þjón-
ustu. Í fyrra leituðu til að mynda yfir
fjögur þúsund manns eftir aðstoð og
ráðum hjá Neytendasamtökunum.
Leiðbeininga- og kvörtunarþjónusta
Neytendasamtakanna er mikilvæg til
að tryggja að neytendur geti fengið
leiðbeiningar og aðstoð við að ná fram
rétti sínum, sé á honum troðið. Alltof
algengt er að reynt sé að hlunnfara
neytendur eða brjóta á rétti þeirra
með ýmsum hætti, stundum viljandi
en oftar af einskæru þekkingarleysi.
Upplýsingaþjónusta Neytendasam-
takanna er einnig mikilvæg fyrir
neytendur og samfélagið allt. Þjón-
ustan stuðlar að því að neytendur fái
góða yfirsýn yfir mark-
aðinn með hlutlausum
upplýsingum um verð,
gæði, úrval og fleira.
Þjónusta samtak-
anna er einnig nauðsyn-
legur þáttur í því mark-
aðshagkerfi sem við
höfum kosið að búa í en
liður í því er að jafna að-
stöðu almennings og
þeirra sem selja vörur
og þjónustu. Færa má
fyrir því sterk rök að
þjónusta Neytendasam-
takanna spari bæði ein-
staklingum og sam-
félaginu öllu mikla
fjármuni. Illa ígrunduð
kaup á ýmsum heimilistækjum og
þjónustu og langvarandi deilur um
réttindi og skyldur neytenda og selj-
enda kosta dýrmætan tíma og oft
mikla fjármuni.
Þjónusta við félagsmenn
Nú er verið að hringja til neytenda
í því skyni að fjölga félagsmönnum og
auka þar með slagkraft Neytenda-
samtakanna. Það er samdóma álit
þeirra sem hringja að afstaða neyt-
enda gagnvart samtökunum sé já-
kvæð. Árgjöld félagsmanna eru lang-
stærsti tekjuliðurinn og því skiptir
slík jákvæðni miklu máli. Árgjaldið er
aðeins 2.950 krónur og félagsmenn fá
miklu meiri þjónustu en aðrir hjá
Neytendasamtökunum og má þar
nefna að minnsta kosti sex atriði:
Neytendablaðið fimm sinnum á ári.
Fullan aðgang að heimasíðu Neyt-
endasamtakanna, en þar eru gæða-
og markaðskannanir á læstum síð-
um sem eru eingöngu fyrir félags-
menn. Þar er að finna fleiri kann-
anir en þær sem birtast í
Neytendablaðinu. Þeir félagsmenn
sem ekki hafa aðgang að Netinu
geta fengið þessar kannanir sendar
í pósti endurgjaldslaust.
Gott verð á útgáfuritum Neytenda-
samtakanna og neytendasamtaka í
nágrannalöndum okkar.
Upplýsingaþjónusta áður en kaup
eru gerð.
Endurgjaldslaus aðstoð leiðbein-
inga- og kvörtunarþjónustunnar ef
vandamál koma upp eftir að kaup
hafa farið fram og neytandinn nær
ekki fram rétti sínum einn síns liðs.
Ef þú ert félagsmaður geturðu
hvatt vini þína og ættingja til að ger-
ast félagsmenn. Ef hringt er í þig bið
ég þig að taka okkar fólki vel og fá
Neytendablaðið sent. Það má alltaf
ganga úr samtökunum sýnist manni
svo. Ef þú ert ekki félagsmaður og
ekki hefur verið hringt í þig, hvet ég
þig til að hafa samband við Neytenda-
samtökin í síma 545 1200 eða í tölvu-
pósti; ns@ns.is. Það borgar sig ein-
faldlega að vera félagsmaður í Neyt-
endasamtökunum.
Sterk samtök í
þágu neytenda
Jóhannes
Gunnarsson
Höfundur er formaður Neytenda-
samtakanna.
Þjónusta
Færa má fyrir því sterk
rök, segir Jóhannes
Gunnarsson, að þjón-
usta Neytendasam-
takanna spari bæði ein-
staklingum og sam-
félaginu öllu mikla
fjármuni.
Bankastræti 3,
sími 551 3635
Póstkröfusendum
Lífrænar jurtasnyrtivörur
Hálskremið — hálskremið
BIODROGA
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r