Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRARKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 á morg- un, sunnudag, sr. Svavar A. Jóns- son. Barna- og unglingakór Akur- eyrarkirkju syngur. Kvöldmessa með fjölbreyttri tónlist á sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Félagar úr Æskulýðsfélagi kirkjunnar að- stoða. Kór Menntaskólans á Akur- eyri syngur undir stjórn Guð- mundar Óla Gunnarssonar. Krossbandið flytur létta tónlist. Boðið verður upp á kaffi, mjólk og kökur í safnaðarheimili eftir messu. Biblíulestur kl. 20.30 á mánudagskvöld. Tíu boðorð, fjöl- skyldubörn og einangrun, séra Guðmundur Guðmundsson. Mömmumorgunn kl. 9 á þriðjudag. Á miðvikudag verður haldið upp á 10 ára afmæli mömmumorgna í Akureyrarkirkju í Safnaðarheim- ilinu frá kl. 10 til 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtu- dag. Bænaefnum má koma til prestanna. Unnt er að kaupa léttan hádegisverð í safnaðarheimili á eft- ir. GLERÁRKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Barnakór Glerárkirkju syngur undir stjórn Björns Þór- arinssonar. Blokkflautuhópur úr Giljaskóla leikur og Ósk ræðir við börnin. Kyrrðar- og tilbeiðslustund verður í kirkjunni kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera á mið- vikudag kl. 12 til 13, helgistund, fyrirbænir og sakramenti. Léttur hádegisverður í safnaðarsal að helgistund lokinni á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og börn á fimmtudag frá kl. 10 til 12. Æfing barnakórs Glerárkirkju kl. 17.30 á fimmtudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, sunnu- dag, bæn kl. 19.30 og almenn sam- koma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Súpa, brauð og bibl- íufræðsla kl. 19 á miðvikudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðs- brotning kl. 20 á laugardag. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Aldurs- skipt kennsla þar sem allir fá eitt- hvað við sitt hæfi. Reynir Valdi- marsson sér um kennsluna. Vakningasamkoma sama dag kl. 16.30. Flutt verður fjölbreytt lof- gjörðartónlist og Yngvi Rafn Yngvason predikar. Fyrirbæna- þjónusta, krakkakirkja og barna- pössun. Bænastundir alla virka morgna kl. 6.30. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun í Stærra-Árskógskirkju. Umsjónar- maður er Sif Sverrisdóttir og und- irleikari Steinunn Þorsteinsdóttir. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag, í Hríseyjar- kirkju. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morg- un, sunnudag, kl. 11 í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri. KAUPANGSKIRKJA: Sunnudag- inn 4. mars verður messa með sunnudagaskólaívafi í Kaupangs- kirkju kl. 11:00. Kæru foreldrar, látum oss keppa aðeins við sjón- varpið og tölvuleikina og mæta með börnin í kirkjuna. Foreldrar væntanlegra fermingarbarna eru og velkomnir og vonandi verður tími á eftir til skrafs og ráðagerða. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Æskulýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur fyrir allt prestakallið með fjölskylduguðsþjónustu í Möðruvallakirkju sunnudaginn 4. mars kl. 11:00. Gunnhildur Vala Valsdóttir syngur einsöng við und- irleik Pavels Panasiouk. Sara Benediktsdóttir og Sesselía Ólafs- dóttir leika á altflautu og selló. Hljómsveitin „Ungir stríðsmenn Krists“ syngur og leikur. Ferming- arbörn flytja bænir og börn úr kirkjuskólanum syngja. Mikill al- mennur söngur. Mætum öll og njótum samveru í húsi Guðs. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun. Almenn samkoma á Sjónarhæð, Hafnarstræti 63, kl. 17 sama dag. Fundur fyrir 6–12 ára krakka á Sjónarhæð kl. 17.30 á mánudag. Kirkjustarf FRUMKVÖÐLASETUR Norður- lands var stofnað í gær en tilgang- ur þess er að efla nýsköpun á Norð- urlandi, styðja frumkvöðla á svæðinu, aðstoða þá við öflun áhættufjármagns og veita þeim ráð- gjöf við að stofna og reka fyrirtæki sín. Skrifstofur Frumkvöðlaseturs Norðurlands verða á þremur stöð- um, á Akureyri, Dalvík og Húsavík. Þar verður tekið á móti frumkvöðl- um, lagt mat á viðskiptahugmyndir þeirra og ráðgjöf veitt sem og stuðningur. Urðir hf., nýstofnað félag í eigu Sparisjóðs Svarfdæla og Kaup- félags Eyfirðinga, er stærsti eig- andi setursins en aðrir stórir eig- endur eru Tækifæri hf., iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og Nýsköpun- arsjóður atvinnulífsins. Bakhjarlar og ráðgjafar hins nýja frumkvöðlaseturs koma frá virtum stofnunum og öflugum einkafyrir- tækjum. Komið verður á fót teymi reyndra atvinnurekenda sem fúsir eru að taka þátt í stjórnun fyr- irtækja frumkvöðlanna sem aðstöðu hafa hjá Frumkvöðlasetri Norður- lands. Þeirra hlutverk verður að miðla reynslu, þekkingu og tengslum til frumkvöðlanna og hjálpa þannig til við að koma fyr- irtækjum þeirra á legg. Þá munu sérfræðingar frá Iðntæknistofnun, Útflutningsráði Íslands, Viðskipta- þjónustu utanríkisráðuneytisins, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, Há- skólanum á Akureyri, Byggðastofn- un og fleiri þjónustustofnunum at- vinnulífsins heimsækja frumkvöðla- setrið reglulega. Dagleg starfsemi setursins verður í nánu samstarfi við Impru sem er þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja á Iðn- tæknistofnun. Lyftistöng á landsbyggðinni Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði fund þar sem starfsemi Frumkvöðlaset- urs Norðurlands var kynnt síðdegis í gær og sagði m.a. að ánægjulegt væri að setrið væri fjármagnað að mestu með einkafjármagni, en miklar breytingar hefðu orðið í þjóðfélaginu á síðustu árum hvað varðar aðgang að áhættufjármagni. Hún sagði starfsemi setursins tryggða næstu fimm ár en til lengri tíma litið ætti það að hafa burði til að standa á eigin fótum. Fyrst um sinn yrði um eins konar tilrauna- starfsemi að ræða að hún teldi að slík setur gætu orðið til víðar á landsbyggðinni og orðið þar lyfti- stöng. Brýna unga fólkið til dáða Í máli Björns Rúrikssonar stjórnarmanns í KEA kom fram að með því að styðja við frumkvöðla- hugsun og starfsemi tengda nýj- ungum væri verið að brýna unga fólkið til athafna ásamt því að hvetja Norðlendinga til dáða. Hann sagði KEA vilja standa fremst í flokki þeirra sem sporna vildu við ótímabærri og óskynsamlegri byggðaröskun og félagið gerði sér grein fyrir mikilvægi atvinnuupp- byggingar á landinu öllu með sér- stakri þýðingu þess að auka fjöl- breytni atvinnulífs. Morgunblaðið/Margét Þóra Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirrita samninginn. Næstur kemur Arnar Sigurmundsson frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífs- ins og þá Magnús Friðgeirsson frá Iðntæknistofnun. Frumkvöðla- setur stofnað FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ Urð- ir ehf. sem er í eigu Sparisjóðs Svarfdæla og Kaupfélags Eyfirð- inga hefur verið stofnað en meg- inmarkmið þess er að efla nýsköp- un í atvinnulífi á Dalvík og nágrannabyggðum. Eitt fyrsta verkefni Urða er þátttaka í stofn- un Frumkvöðlaseturs Norður- lands, en félagið leggur fram allt að helmingi af stofnfé setursins og mun skapa því öfluga starfsað- stöðu á Dalvík. Koma á fót Tækni- garði Dalvíkur Hlutafé Urða er 60 milljónir króna og verður það greitt á næstu 5 árum, en eignarhlutur félaganna tveggja er jafn. Um 20 milljónum króna af stofnfénu verður varið til Frumkvöðlaseturs Norðurlands, en 40 milljónum króna til fjárfest- inga í fyrirtækjum á sviði hátækni og hugbúnaðar sem hafi starfsemi við utanverðan Eyjafjörð. Urðir munu nú þegar verja 10 milljónum króna til að stofna hlutafélagið Tæknigarð Dalvíkur, en ætlunin er að hlutafé í því fyr- irtæki verði alls 25 milljónir króna, þannig að um 60% hlutafjár koma frá öðrum félögum. Hlutverk þess er að reka þjónustufyrirtæki á sviði tölvutækni, hugbúnaðargerð- ar og fjarvinnslu í núverandi skrif- stofuhúsnæði KEA við Hafnartorg á Dalvík. Tæknigarður Dalvíkur mun einnig annast útleigu á skrif- stofuhúsnæðinu og tölvutengingar þar en náin samvinna mun verða á milli hans og Frumkvöðlaseturs- ins, sem starfa mun í sama húsi. Í tengslum við stofnun Urða hafa Sparisjóður Svarfdæla og Kaupfélag Eyfirðinga gert sam- komulag við Háskólann á Akureyri um að hann taki þátt í að koma at- vinnustarfsemi á sviði hátækni, hugbúnaðargerðar og fjarvinnslu á fót. Háskólinn mun veita þekking- arlega ráðgjöf á sviði sjávarútvegs, rekstrar og upplýsingatækni, tengja þróunar- og nemendaverk- efni við starfsemina á Dalvík og efna til námskeiða og endurmennt- unar á þessum sviðum. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að ekki verði langt að bíða þess að ný störf skapist á Dalvík í tengslum við þetta verkefni. Hagsmunir fóru saman Jóhann Antonsson stjórnarmað- ur í Sparisjóði Svarfdæla sagði að bæði félögin, sparisjóðurinn og KEA ættu að baki langa sögu, en þau voru stofnuð á ofanverðri 19. öld. Miklar breytingar hefðu orðið á atvinnuháttum og hefðu for- svarsmenn þessara félaga fljótt fundið að hagsmunir þeirra færu saman hvað það varðar að stuðla að nýsköpun á svæðinu og skapa ný atvinnutækifæri. Þannig hefði skrifstofuhúsnæði KEA á Dalvík, yfir 700 fermetrar að stærð, staðið autt um skeið vegna þeirra breytinga sem orðið hafa í rekstri félagsins. Með sam- eiginlegu átaki myndi fljótt verða breyting þar á. Sparisjóður Svarfdæla og Kaupfélags Eyfirðinga stofna fjárfestingafélag Urðir eiga að efla nýsköp- un á Dalvík VETURINN hefur verið með ólík- indum mildur hér í Grímsey það sem af er þessu ári. Snjókorn sáust ekki og bátar voru á sjó dag eftir dag. Fólki hér fannst eins og veturinn hefði gleymt því að koma. En örlítið minnti hann nú á sig síðustu vikuna í febrúar með vestanvindum og snjó- komu. Fréttaritari hitti Alfreð Garð- arsson á bryggjunni og fékk upplýs- ingar um sjósókn þessa dimmustu vetrarmánuði ársins. Alfreð stofn- aði útgerðina Bratta 1995 en hann gerir út 2 báta, Hafölduna og Kon- ráð, ásamt bræðrunum Bjarna og Svafari Gylfasonum sem stofnuðu útgerð- arfélagið Básavík, á vormánuðum 1999. Þessir ungu, harðduglegu at- hafnamenn gera út bátana og vinna allt saman. Alls fóru þeir 17 róðra í janúar og fengu 47 tonn. Í febrúar var aflinn hjá þeim þremmenn- ingum 30 tonn þrátt fyrir heila bræluviku. Alfreð sagði að það væri rífandi uppsveifla í Grímsey – menn væru að kaupa kvóta eða leigja og ungir menn væru að koma inn í útgerðina sem þekktist varla annars staðar á landinu. Alfreð taldi að stuðningur Byggðastofnunar við bakið á kvóta- litlum eigendum skipti þarna veru- legu máli. Í vetur hafa 8 línubátar gert út frá Grímsey, einn netabátur og einn á dragnót. Alfreð sagði frá því að óvenjumikil steinbítsgengd hefði verið í febrúar, svo mikil að menn hafa jafnvel fengið meira en tonn af steinbít á dag sem hefði þótt góður vikuafli í fyrra. Hugsanleg ástæða fyrir þessu er talin vera aukin hlý- indi í sjónum. Sem sagt „sumartíð“ við heim- skautsbaug í janúar og febrúar – sem viðbót við aðra ljúfa mánuði þessa vetrar. Sumartíð við heimskautsbaug Morgunblaðið/Helga Mattína Bjarni, Alfreð og Svavar á bryggjunni í Grímsey. Grímsey. Morgunblaðið. FIMMTU tónleikar Tónlistar- félags Akureyrar verða á morgun, sunnudag, kl. 16 í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. Þar mun Blás- arakvintett Reykjavíkur koma fram ásamt Philip Jenkins píanó- leikara. Flutt verða verk eftir Tryggva M. Baldvinsson, Atla Heimi Sveinsson, Poulenc og Moz- art. Philip hefur frá árinu 1989 gegnt stöðu yfirprófessors í píanó- deild Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow. Hann kenndi um tíma við Tónlistarskól- ann á Akureyri og hefur oft sótt Ísland heim síðan og leikið með ís- lenskum tónlistarmönnum. Tónleikar í Laugaborg SÝNING blaðaljósmyndara hefur verið sett upp í Ráðhúsinu á Dalvík í boði Sparisjóðs Dalvíkur. Sýningin hefur að geyma um 150 úrval ljós- mynda eftir 33 blaðaljósmyndara á Íslandi, sýningin var í Listasafni Kópavogs – Gerðarsafni 27. janúar til 11. febrúar 2001, þar sem hún var sótt af hátt á fjórða þúsund gesta á tveim vikum. Sýningin á Dalvík var opnuð í gær, föstudag. Sýning á Dalvík ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.