Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 43 fánsdóttur a. agðir u?“ ð Þingeyr- 41 til þess láturgerð. Hulda fjör- og sýndist aðfastlega æri ekkert da taldi að n trúði á a dreymdi kil áhrif á n í dag. komin til fara yfir sinn brast bólakaf og kaðalstiga veg upp til inu. Pétur g ég sagði g komin.“ ngað hefur tu hvað þú gær.“ með mér t á trúmál hef ég lítið ar sagt að Gullna hlið Davíðs Stefánssonar hefði ekki verið komið á fjalirnar þegar þetta var. Þessi draumur breytti talsvert afstöðu minni til trú- mála. Fimmtán ára tók ég að mestu við heimilinu vegna útivinnu mömmu. Ég fór ekki í Kvennaskólann, ég þurfti þessi kannski ekki, ég lærði svo mikið í matargerð og saumaskap af mömmu. En ef ég hefði getað farið í skóla hefði ég viljað verða hús- mæðrakennari. Ég mótaðist óneit- anlega mikið af þeim anda sem ríkti í kringum Kvennaskólann. Hjónaband og barneignir Snemma fór ég að vinna á sím- stöðinni á Blönduósi og fór svo til Reykjavíkur og vann þar m.a. hjá Sigfúsi í Heklu og á bæjarskrifstof- unum í Reykjavík. Meðan ég starfaði í Heklu tók ég nokkurn þátt í póli- tísku starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, átti m.a. þátt í að velta stjórn Iðju. Síðar fór ég til starfa á símstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Á því tímabili kynntist ég og giftist Friðriki Eiríks- syni sem var bryti hjá Íslenskum að- alverktökum. Fyrir hjónaband eignaðist ég son- inn Óðin Má Jónsson sem er smiður og dótturina Bryndísi Þráinsdóttur kennara, sem ólst upp á Staðastað hjá Þráni bróður mínum og konu hans Soffíu Þorgrímsdóttur. Við Friðrik eignuðumst þrjú börn sam- an, Eirík Valdimar, sem tók við hús- inu í Orlando og hefur komið á fót veitingahúsi þar ytra sem virðist ætla að ganga vel, Súsönnu við- skiptafræðing og Þorvald Björn, en hann lést fimm mánaða gamall, hann þyngdist aldrei um eitt gramm eftir fæðinguna. Höfðum sterkan vilja til að komast vel áfram Fljótlega eftir að við Friðrik gift- um okkur keyptum við okkur kjall- araíbúð í Nökkvavogi, en við höfðum sterkan vilja til að koma okkur í sem bestar aðstæður og til að svo gæti orðið þurftum við eðlilega að vinna mikið. Ég brá m.a. á það ráð að verða ráðskona á sumrin, fyrst norður í Þingeyjarsýslu og síðar í veiðihúsinu við Hítará. Á veturna vann ég það sem til féll og ég gat barnanna vegna. Tildrög þess að ég fór sem ráðs- kona vestur á Mýrar var að mamma hringdi til mín og bauðst til að taka Súsönnu litlu ef ég gæti farið, það hafði kona ætlað að vinna þarna en komst ekki. Ég fór með Eirík tveggja ára og tólf ára barnapíu, við sváfum öll í einu herbergi í veiðihús- inu, þar sem ég var ráðskona á sumr- in hjá laxveiðimönnum í 21 ár. Það var ánægjulegur tími. Góður tími í lífi mínu Ég kynntist þar mörgu skemmti- legu og þekktu fólki. Þarna kom m.a. margt útlent hjónafólk og sumt af því bauð mér heim. Í sambandi við þetta starf mitt ferðaðist ég m.a. til Hong Kong, til Barbados, til Kaup- mannahafnar, Parísar og víðar. Ég fór oftast með dóttur minni eða manninum mínum. Í gamla húsinu við veiðihúsið bjó eldra fólk sem ég átti við góð og hlýleg samskipti. Þetta var góður tími í lífi mínu. Ég fékk þessa vinnu m.a. vegna kunnáttu minnar í matseld og ég lagði mig fram um að elda sem allra bestan mat fyrir gestina í veiðihús- inu. Ég notaði talsvert íslenskan mat, m.a. var skyrið vinsælt og fisk- urinn. Mér hefur alltaf fundist gam- an að búa til alls konar mat. Í lok þessa ráðskonutímabils brá ég mér út til Kaupmannahafnar til að læra að smyrja brauð hjá henni Idu Dav- idsen. En ég var þá að byrja að veikj- ast af krabbameininu. Ég setti eigi að síður upp brauðstofu að Nóatúni 17 og rak hana í sex ár, en varð þá eins og fyrr kom fram að selja stof- una vegna veikindanna. Mér finnst ég hafa unnið óþarflega mikið Núna þegar ég ligg hér og lít yfir líf mitt þá finnst mér að ég hafi unnið óþarflega mikið um dagana, það hefði dugað minna en kappið var mikið og ég vildi komast áfram. Við hjónin eignuðumst líka falleg hús, fyrst við Hamrahlíð og síðan á Arn- arnesinu, það hús byggði Óðinn son- ur minn. En hefði ég unnið minna hefði ég haft tíma og tækifæri til þess að gera ýmislegt af því sem mig langaði til að gera og ekki verið eins þreytt og ég var oft. Maður á að eyða minna, ekki um efni fram og láta sér líða betur, það er mín niðurstaða nú. Ýmislegt gerði ég þó af því sem mig langaði. Ég hef haft gaman af að ferðast og einnig hef ég unnið tals- vert að handavinnu. Ég hef til að mynda talið út einar níu Thorvald- sensmyndir – ef fólk veit hvað það þýðir, og einnig hef ég saumað yfir tólf rókokkóstóla, þetta og margt, margt fleira, taldi ég út sporin í. Ég byrjaði raunar snemma að prjóna og sauma, ég man að ég prjónaði átta ára marga litla hunda sem mamma gaf í jólagjöf og fötin mín saumaði ég frá unga aldri. Þá gerði ég margt fal- legt upp úr gömlum flíkum sem ég venti. Ég saumaði líka mest allan fatnað á börnin mín þegar þau voru lítil. Þetta var annað samfélag þá, fólk varð að bjarga sér á öllum svið- um, þá var svo margt ólíkt því sem nú er.“ Ég er stundum full saknaðar Það hefur vissulega verið reynt að gera það sem unnt hefur verið til þess að Sigríður Þóra fengi bata og í seinni tíð að gera líðan hennar sem bærilegasta. Um tíma var hún á Líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi, en hún handleggsbrotnaði og fór þá á Landspítala við Hringbraut og eftir það á Landakot. „Ég hef verið margskorin víða um kroppinn, en því er nú víst hætt, hins vegar tek ég stera og fæ af því svo- kallað „moonface“. Mér finnst þessi sjúkdómur furðu lengi að taka mig,“ segir Sigríður Þóra. „Ég get ekki sagt að ég kvíði um- skiptunum, þegar ég kveð þennan heim, ég losna þá við þjáningarnar,“ bætir hún við. „En ég er stundum full saknaðar. Ég vildi gjarnan vera lengur hjá fólkinu mínu. Um það þýðir hins vegar ekki að tala. Ég held ekki að það sé erfitt að deyja og það er sama hvor kosturinn er: hvort heldur við tekur eilíf hvíld, ef ekkert er eftir þetta líf, eða þá að við tekur eitthvert annað líf – sem ég hallast nú fremur að núna. Ég hef ekki lifað þannig að sú vist ætti að vera verri hjá mér en öðrum. Að öllu samanlögðu kvíði ég engu og læt hverjum degi nægja sína þjáningu – í orðsins fyllstu merkingu.“ úin að mikið ns er í dag. Krabbamein er t í baráttunni við en leggur a Þorvaldsdóttir segir hér ttu sinni við krabbamein ttum sögu sinnar. óru Þor- tist með ugardag- ar sagði uðu á að fum sér, f öðrum, ri veg... g fremst og ró.“ Morgunblaðið/Gollisdóttir SAMEIGINLEG evrópsk ör-yggis- og varnarmálastefna(ESDP) er liður í því stóraverkefni að skapa Evrópu pólitíska sjálfsvitund. Stefnan mun gera Evrópusambandinu (ESB) kleift að leika hlutverk í heiminum sem samsvarar íbúafjölda þess og efnahagsstyrk. Sem slík leggur hún afgerandi mikilvægan þátt til hinnar pólitísku víddar Evrópusamrunans. ESDP mun gera álfu sem býr yfir mikilli velmegun og efnahagslegum styrk mögulegt að axla að meira leyti ábyrgðina á öryggi Evrópu en hingað til, en þetta er þróun sem bandamenn okkar í Norður-Amer- íku hafa lengi óskað sér að sjá. Hún er einfaldlega skynsamlegt og skipulegt svar við ákveðinni þróun í alþjóðakerfinu við upphaf nýs árþús- unds. Þeir sem vilja gera úr henni hugmyndafræðilegan árekstur eða tækifæri til að spilla tengslunum yfir Atlantshafið hafa misskilið eitthvað. Meginmarkmið ESDP er að bæta hernaðarlega viðbragðsgetu. Aðild- arríki ESB hafa sett sér skilgreind markmið um aukningu hernaðar- getu, þannig að árið 2003 verði þau fær um að senda hersveitir á vett- vang – og grípa ef þörf krefur til búnaðar og herstjórnarkerfis NATO – til að inna af hendi hvers kyns verkefni á sviði friðargæzlu og átakastjórnunar. Þau hafa enn frem- ur ákveðið, að bæta úr göllum á her- stjórnunarkerfi, fjarskiptum, leyni- þjónustu- og herflutningagetu sinni. Sérfræðingar NATO hafa aðstoð- að við að skilgreina hvers konar her- sveitir það eru sem nauðsynlegar eru til að uppfylla þessi markmið. Grundvallarviðmið kerfisbundins mats á því hvort hernaðargetan sé í samræmi við sett markmið hafa ver- ið ákveðin og ættu að hjálpa aðild- arríkjunum sem í hlut eiga að tryggja að skuldbindingar þeirra á þessu sviði í nafni ESB séu í sam- ræmi við þátttöku þeirra í hernaðar- áætlanagerð NATO. Reynsla síðustu ára hefur sýnt, að til þess að koma aftur á friði á átaka- svæðum og koma samfélagslegri uppbyggingu í eðlilegt horf þarf meira en að senda hermenn á vett- vang. Það er bráðnauðsynlegt að gripið sé til hinna ýmsu „borgara- legu“ aðgerða til þess að koma á stöðugleika þegar hörð átök hafa verið stöðvuð: lögregla, dómarar, embættismenn og sérfræðingar í öll- um greinum sem geta hjálpað stofn- unum viðkomandi ríkis til að verka á ný og það á sjálfbæran hátt. Á leið- togafundi Evrópusambandsins í Feira í Portúgal í júní 2000 var sam- þykkt markmið um lögregluaðstoð í svona tilvikum. Kveðið var á um, að ESB-ríkin myndu til samans leggja til 5000 lögreglumenn til að senda á vettvang þar sem koma þarf á stöð- ugleika á slíku hremmingasvæði; þar af eiga 1000 lögreglumenn að geta verið mættir á innan við 30 dög- um frá því ákvörðun er tekin um að senda þá. Jafnvel hin beztu tæki til að grípa inn í óheillavænlega atburðarás eru til lítils gagns ef við höfum ekki jafn- framt viðeigandi stofnanir og kerfi til að beita þeim þannig að gagn sé að. Fastanefnd öryggis- og varnar- mála í Brussel mun stöðugt fylgjast með ástandinu í heiminum og hjálpa til við að skilgreina utanríkismála- stefnu sambandsins. Á ögurstundu er það hlutverk nefndarinnar að vega og meta valkostina sem þykja koma til greina sem viðbrögð ESB. Hún mun sjá um hernaðarlega sam- hæfingu og pólitíska stýringu hern- aðaraðgerða. Hermálanefnd, sem æðstu yfir- menn varnarmála aðildarríkjanna eiga sæti í, en staðgenglar með að- setur í Brussel sinna að öllu jöfnu, mun veita ráðgjöf í hernaðarlegum málefnum og semja tillögur fyrir stjórnmála- og öryggisnefnd ESB og ráðherraráðið. Hún mun sjá um hernaðarlega stýringu hermála- starfsliðs ESB. Formaður hermála- nefndarinnar mun sitja fundi ráð- herraráðsins þegar taka á ákvarðanir á sviði varnarmála. Hermálastarfslið ESB, sem mun hafa á að skipa um 100 liðs- mönnum herja aðildar- ríkjanna, mun starfa við að fylgjast með ástandi mála í heiminum frá sjónarhóli evrópskra hermálasérfræðinga, leggja mat á ástandið og vinna að áætlanagerð á hermálasviðinu. Hinum „borgara- lega“ hluta skrifstofu ráðherraráðs- ins mun fyrir sitt leyti verða veittar nægilegar valdheimildir til að sinna bæði hernaðar- og borgaralegri hlið kreppustjórnunar. Þessar nýju stofnanir munu koma til liðs við þær sem voru settar á fót þegar á árinu 1999, þ.e. skrifstofa talsmanns ESB í utanríkis- og ör- yggismálum sem ég fer fyrir, og áætlana-, skipulags- og aðvörunar- deildin (Policy Planning and Early Warning Unit). Síðarnefnda skrif- stofan skilar sínum skýrslum beint til mín og hún hjálpar til við að henda reiður á og greina tilfelli þar sem hagsmunir ESB gætu verið í húfi og að gera tillögur að því hvern- ig brugðizt skuli við til að verja þessa hagsmuni. Hefðbundnar aðferðir Evrópu- sambandsins við ákvarðanatöku hafa reynst illa til þess fallnar að sinna kreppustjórnun með skilvirk- um hætti, en til þess þarf hraða, ein- falt kerfi og skýrar boðleiðir. Ég hef lagt til nokkrar reglur til að leggja til grundvallar slíku kreppustjórnunar- starfi og hafa þær þegar hlotið bless- un aðildarríkjanna og annarra stofnana ESB – einkum og sér í lagi framkvæmdastjórnar- innar, sem mun gegna lykilhlutverki í kreppustjórnun ESB, innan sinna valdmarka. Á næstu mánuðum verður unnið að því að út- færa þessar reglur nákvæmlega og verður útkoman úr þeirri vinnu grunnurinn að handbók um kreppu- stjórnun á vegum ESB. Loks verður að efna til æfinga til að sannreyna hvort hið nýja kerfi virkar eins og skyldi. Allir eru sammála um að „betra er heilt en gróið“, þ.e. betra er að hindra átök en að byggja upp eftir að þau hafa farið úr böndum. Í sam- ræmi við samþykktir leiðtogaráðs ESB hef ég, í samstarfi við fram- kvæmdastjórnina, samið stefnumót- andi skýrslu um hindrun átaka og var hún kynnt í desember sl. Meðal helztu niðurstaðna hennar er sú, að ESB og aðildarríkin hefðu þegar lagt heilmikið í að beita sér á átaka- svæðum, en allt þetta þyrfti að ger- ast fyrr og með samræmdari hætti til að skila hámarksárangri. Í kreppustjórnunaráformum sín- um er ESB mjög umhugað að eiga náið samstarf við Atlantshafsbanda- lagið og þriðju ríki. Þetta samstarf byggir á sameiginlegum gildum og því, að aðildarríkin eru staðráðin í að vinna með ESB að því að leysa úr hvers kyns aðsteðj- andi hættum. Við höfum metnað til að þróa okkar eigin getu en þó þann- ig að það sem þegar er fyrir hendi hjá NATO sé ekki tvöfaldað; fyrir hin ellefu ríki sem bæði eru í NATO og ESB er augljóslega enginn akkur í því að eyða fé og fyrirhöfn í að byggja upp kerfi í nafni ESB sem þegar er fyrir hendi hjá NATO. Það sem ákveðið var [á leiðtoga- fundi ESB] í Nice miðar því að nánu samstarfi við NATO og að evrópsku NATO-ríkin sem ekki eru í ESB verði höfð með í ráðum, svo og ríkin sem sækjast eftir aðild að sam- bandinu og Kanada, Rússland og Úkraína einnig. Samráðsfyrirkomulagið við þriðju ríki mun sjá fyrir reglulegu samráði og nauðsynlegu gegnsæi, bæði á tímum þegar ekkert sérstakt er um að vera og á krepputímum. Sérstaka athygli munu evrópsku NATO-ríkin sex njóta, sem ekki eru í ESB, svo sem Ísland og Tyrkland, með tilliti til sérstaks framlags þeirra til evr- ópskra öryggismála. Verkefnið sem nú bíður ESB er að koma áætlun aðildarríkjanna um að efla hernaðarlega getu sína í fram- kvæmd og gera sameiginlegu örygg- is- og varnarmálastefnuna, ESDP, virka á næsta ári. Aðildarríkin verða að leggja til það sem þarf til að byggja upp skilvirkar hraðsveitir sem eru færar um að fást við hvers konar kreppu- stjórnun og þá borg- aralegu kerfisuppbygg- ingu, án hverrar við gætum ekki haldið úti trúverðugri kreppustjórnunarstefnu. Um leið og allt sem til þarf hefur skilað sér mun ESB axla þá auknu ábyrgð á alþjóðavettvangi sem til er ætlazt af því. En til þess þarf sam- bandið líka að efla samstarf sitt við alþjóðlegar og svæðisbundnar sam- starfsstofnanir sem einnig helga starf sitt því verkefni að viðhalda friði og öryggi um allan heim og í Evrópu. Við stefnum ekki að því að ýta undir ófrið heldur að viðhalda friðnum. Að móta öflugri Evrópu AP Javier Solana, t.h., ræðir á ráðherraráðsfundi ESB í Brussel í vikunni við Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sem þetta misserið er í forsæti ráðherraráðsins. Áherzla verður á samráð við evr- ópsku NATO- ríkin utan ESB Til skilvirkrar kreppustjórnunar þarf hraða og skýrar boðleiðir Dr. Javier Solana er æðsti talsmaður Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum og fyrrverandi fram- kæmdastjóri Atlantshafsbandalags- ins, NATO. Öryggis- og varnarmálastefna Evrópusambandsins eftir Javier Solana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.