Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 13
og vandræðagangur í skipulagsmálum staðið í vegi fyrir uppbyggingu. Auk þess hefur ekki verið mótuð nógu skynsöm stefna varð- andi gömul hús. Það stendur Laugaveginum fyrir þrifum í dag. Ég hef lagt á það áherslu að sú stefna sem fylgt hefur verið samrýmist ekki því sem við Reykvíkingar leggjum áherslu á; að þetta sé aðalverslunargata mið- borgarinnar. Það gengur ekki að segja að einhver gata eigi að vera aðalverslunargata bæjarins og neita svo mönnum um að fara út í þær aðgerðir sem eru nauðsynlegar til að styrkja verslunina. Ótalmargt annað má nefna. Fjárframlög til uppbyggingar fyrir aldraða eru nánast horf- in, þrátt fyrir digurbarkaleg kosningaloforð. Ingibjörgu Sólrúnu er tíðrætt um valdníðslu á öðrum bæjum, en þegar hún varð borg- arstjóri lét hún þau orð falla að nú ætti að hreinsa til eftir valdatíma sjálfstæðismanna. Þessu var fylgt eftir af fullum þunga. Af 80- 90 starfsmönnum, sem fluttu úr gömlu borg- arskrifstofunum yfir í Ráðhúsið 1992, eru innan við 10 eftir. Við höfum horft upp á síauknar álögur á borgarbúa en samt er haldið þannig á fjár- málum borgarinnar að það stefnir í mikið óefni. Það er búið að tvöfalda skuldir að raungildi. Það er búið að hækka skatta upp í topp og maður spyr sig hvað myndi gerast við þessar aðstæður ef ytri aðstæður yrðu óhagstæðari og tekjur borgarinnar færu að dragast sam- an. Markmið R-listans er að þenja út rekstur og koma að alls konar starfsemi. Eitt dæmi um þetta eru hugmyndir R- listans um að láta Orkuveitu Reykjavíkur setja á fót sérstakt pöntunarfélag. R-listinn er núna að undirbúa að setja á laggirnar fyr- irtæki sem á að taka að sér innkaup fyrir ein- staklinga og hugmyndin er að rukka fyrir þjónustuna um leið og orkugjöldin. Þarna getur verið um að ræða alls kyns vörur og þjónustu. Þetta verður eins konar risavaxið pöntunarfélag eða kreditkortafyrirtæki. Þessi tillaga sýnir vel hvað hugmyndir R- listans um hlutverk hins opinbera ganga langt.“ Borgin fari nýjar leiðir í rekstri Vilt þú að borgin taki þau verkefni sem hún sinnir að einhverju leyti öðrum tökum en gert er í dag? „Að sjálfsögðu þarf að verða gagnger breyting á. Við viljum til dæmis að borgin fari nýjar leiðir í rekstri. Við höfum lagt áherslu á kerfisbreytingar í skólamálum. Ég tel mjög brýnt að við losum um miðstýr- inguna í skólakerfinu og að við sköpum því fólki sem þar starfar, skólastjórunum, kenn- urunum og öðru starfsfólki, tækifæri til þess að sjá alfarið um reksturinn. Ég á þá við að borgin geri þjónustusamning við þá sem taka þetta að sér. Sama viljum við sjá gerast í leikskólanum. Við þurfum að efla einkarekst- ur þar líka. Við þurfum að bjóða upp á miklu fjölbreyttari lausnir. Það hefur sýnt sig að einkareksturinn er ódýrari fyrir skattborg- arana og hvers vegna eigum við þá ekki að ýta undir hann? Við höfum alla möguleika á því að tryggja gæði þjónustunnar. Um leið og við erum búin að losa okkur út úr rekstrinum sjálfum erum við miklu öflugri eftirlitsaðili með því að þeim gæðastöðlum sé fylgt sem skilgreindir eru í slíkum samningum. Það er þetta sem þarf að gerast sem víðast í borgarkefinu. Borgin á ekki að teygja anga sína út um allt. Við eigum að takmarka þau umsvif sem opinberir aðilar standa í. Við eigum eins og frekast er kostur að fela einstaklingum að leysa málin. Það má gera þetta í félagsþjónustunni. Það má gera þetta í öldrunarmálum og í íþróttamálum. Þar hef- ur að vísu R-listinn staðið fyrir tilraun, en ég vil að við göngum lengra. Við getum t.d. boð- ið út rekstur sundstaða. Við eigum líka að fara að undirbúa okkur í að breyta Orkuveitu Reykjavíkur í hlutafélag um leið og það verð- ur tímabært. Almennt þurfum við að umbreyta borg- arkerfinu í átt til meiri nútíma væðingar en nú er. Þegar núverandi meirihluti talar um nútímavæðingu þá virðist það helst snúast um að vera á eilífum stjórnunarnámskeiðum og fundum. Breytingarnar eiga að snúast um að losa um tök hins miðstýrða kerfis og koma hlutunum út til aðila sem bera ábyrgð á rekstrinum.“ Ég heyri á þér að þú ert alls ekkert að hætta í stjórnmálum. „Nei, ég hef margar hugmyndir um hvern- ig standa eigi að rekstri borgarinnar og hvernig eigi að stjórna henni. Mér finnst gaman að stjórnmálum og þess vegna er ég í þeim. Ég hef mjög sterka pólitíska vitund og Sjálfstæðisflokkurinn, sem á djúpar rætur í samfélaginu, hefur hugsjónir og skýrt mót- aða stefnu þvert á það sem gildir um núver- andi meirihluta. Það hefur raunar komið ákaflega skýrt fram að R-listinn hefur enga pólitíska sýn.“ FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 13 FRUMVARP Valgerðar Sverris- dóttur viðskiptaráðherra um sölu á eignarhlutum ríkisins í Búnaðar- banka Íslands og Landsbanka Ís- lands hefur verið samþykkt í báð- um stjórnarflokkunum og segist ráðherra vonast til að geta lagt það fyrir Alþingi innan hálfs mánaðar. Ríkið á um 70% í hvorum banka og fram hefur komið að kannaður verði áhugi kjölfestufjárfesta á kaupum á stórum hlutum í bönk- unum tveimur. Í því sambandi verði litið sérstaklega til erlends fjármálafyrirtækis. Spurð að því hversu stóran hlut stæði til að selja einum fjárfesti sagði Valgerður að engin ákvörðun lægi fyrir um það og í raun væri allt opið í þeim efnum. Innt álits á því hvort Kaupþing, sem er næst- stærsti hluthafi Búnaðarbankans, væri æskilegur kjölfestufjárfestir, sagðist Valgerður ekkert vilja kveða upp úr um það fyrir fram hver væri heppilegur í þessu tilliti og sagðist ekki vita hvort Kaup- þing hefði áhuga á þessu nú. Fyrir nokkrum misserum átti sér stað talsverð umræða um stærð eignarhluta einstakra aðila í bönkum og hvort æskilegt væri að setja ákveðin takmörk við stærð eignarhlutar hvers og eins. Ýmsir lýstu sig fylgjandi slíkum tak- mörkunum. Samhliða frumvarpi um söluna á eignarhlutum í bönk- unum tveimur nú, mun viðskipta- ráðherra leggja fram frumvarp sem felur í sér aukið eftirlit með virkum eignarhlutum í bönkum. Frumvarpið gengur hins vegar ekki það langt að banna stóra eign- arhluti, aðeins að ef einhver vilji eignast yfir 10% í banka þá verði hann að sækja um leyfi til Fjár- málaeftirlitsins og fá sérstaka heimild. Valgerður var spurð að því hvort umræður hefðu orðið um þetta at- riði og hvort aðrar leiðir hefðu ver- ið skoðaðar en sú sem varð fyrir valinu. Hún sagði málið hafa verið skoðað gaumgæfilega í ráðuneyt- inu og í aðalatriðum séu fjórar leið- ir færar til að minnka líkur þess að einstakir hluthafar geti haft óæski- leg áhrif á rekstur banka. Í fyrsta lagi sé hægt að setja bann við eignarhaldi einstakra hluthafa umfram ákveðin mörk, í öðru lagi megi takmarka atkvæð- isrétt, í þriðja lagi sé unnt að setja sérákvæði um yfirtökutilboð og í fjórða lagi sé sú leið fær að auka eftirlit með stórum hluthöfum. Valið hafi verið að fara síðast- nefndu leiðina í því frumvarpi sem nú liggur fyrir og um það hafi ekki orðið ágreiningur þegar hún lagði það til. Fjármálaeftirlitið getur bann- að kaup á stórum hlut í banka Hún sagði að Eftirlitsstofnun EFTA hafi gert athugasemdir við reglur um hámarkseignarhlut í bönkum í Noregi. Stofnunin sé þeirrar skoðunar að takmörkun af þessu tagi brjóti í bága við ákvæði EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns. Þegar af þessari ástæðu hafi ekki verið talið fært að fara þá leið hér á landi að banna eignarhald umfram tiltekin mörk. Í fylgiskjali með frumvarpinu eru nefndar nokkrar ástæður til viðbótar. Þar er bent á að löggjöf sem takmarkar eignaraðild ein- stakra hluthafa skerði möguleika fjármálafyrirtækja til að fjár- magna fjárfestingar sínar með út- gáfu nýrra hluta og að erlend félög sem bjóða þjónustu hér á landi væru ekki undir þessar takmark- anir sett og þess vegna myndi þetta skerða samkeppnisstöðu ís- lenskra fyrirtækja. Þá kemur fram að slíkar reglur mundu gera nýjum aðilum erfiðara fyrir að koma inn á markaðinn og hefði þannig slæm áhrif á samkeppni auk þess sem hagræðing í bankakerfinu yrði erf- iðari. Eins og segir hér að ofan er mið- að við að sá sem vilji eignast meira en 10% í banka verði að sækja um leyfi til Fjármálaeftirlitsins, en hvaða heimildir hefur Fjármála- eftirlitið til inngripa? Valgerður segir að Fjármálaeft- irlitið gæti einfaldlega bannað kaupin ef það teldi ástæðu til. Heimildir Fjármálaeftirlitsins til viðvarandi eftirlits séu víðtækar og það geti haldið áfram eftirliti þótt búið sé að leyfa hlutabréfakaupin. Aðalatriði málsins segir hún að sé að í frumvarpinu sé verið að taka á og fyrirbyggja hugsanlegar óæskilegar afleiðingar þess að einn aðili eigi stóran hlut í fjármálafyr- irtæki. Þetta sé gert í stað þess að takmarka stærð eignarhlutarins, enda sé stærðin sjálf ekki höfuð- atriði, heldur hugsanleg misnotk- un í krafti stærðarinnar. Stórir hluthafar banka sæta sérstökum reglum samkvæmt nýju frumvarpi Athugasemdir við takmörk á hámarkseignarhlut í Noregi Morgunblaðið/Ásdís Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra. ÞJÓÐMINJASAFN Íslands og Landsvirkjun undirrituðu í gær samstarfssamning til þriggja ára sem metinn er á um 50 milljónir króna. Það voru þau Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sem undirrituðu samninginn í húsakynnum Þjóð- minjasafnsins við Suðurgötuna, en miklar framkvæmdir standa þar yfir og er húsið nánast fok- helt. „Það er mikilvægt fyrir Þjóð- minjasafnið að ná sem bestu sam- starfi við landsmenn og atvinnu- lífið,“ sagði Margrét. „Þessi samningur mun koma til með að styrkja uppbyggingu safnsins, en það mun gegna mikilvægu hlut- verki í framtíðinni, bæði fyrir ímynd þjóðarinnar og sjálfsmynd landsmanna.“ Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórnar Landsvirkj- unar, sagði að það væri stefna fyrirtækisins að hlúa að menning- ararfi þjóðarinnar. Hann sagði að líklega væri þessi samningur sá stærsti sem fyrirtæki hefði gert við menningarstofnun. Markmið samningsins er að efla samstarf Þjóðminjasafnsins og Landsvirkjunar og nýta krafta þeirra beggja til að ná fram sam- eiginlegum stefnumiðum. Lands- virkjun gerist svokallaður bak- hjarl Þjóðminjasafnsins bæði með stuðningi við einstök verkefni og markaðssetningu í því skyni að efla starfsemi safnsins þannig að ímynd beggja njóti góðs af. Á meðal þess sem felst í samn- ingnum er að Landsvirkjun mun, að frumkvæði þjóðminjaráðs, kalla saman hóp valinna forystu- manna atvinnulífsins sem eru reiðubúnir að gerast verndarar Þjóðminjasafns Íslands og þjóð- minjavörslunnar. Landsvirkjun mun styrkja endurskoðun og út- gáfu á skrá yfir friðlýstar forn- leifar í landinu. Framleiddir verða staðlaðir skildir til að merkja um 700 friðlýstar minjar um land allt, en merkustu stöð- unum verða gerð skil með sér- stökum upplýsingaskiltum. Í samningnum er kveðið á um að Landsvirkjun styrki kynningu og kostun á nýrri grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, sem opnuð verður í árslok 2002. Þá mun Þjóðminjasafnið undirbúa og setja upp sýningu í samvinnu við Byggða- og náttúrusafn Árnes- inga á gripum í eigu safnsins í kynningaraðstöðu Landsvirkj- unar í Ljósafossstöð. Samkvæmt samningnum munu Þjóðminjasafnið og Landsvirkjun eiga samstarf um að vekja athygli á starfsemi safnsins á menning- ardegi Evrópu. Einnig mun Þjóð- minjasafnið veita Landsvirkjun ráðgjöf við mat á þörf fyrir forn- leifarannsóknir í tengslum við mat á umhverfisáhrifum. Þjóðminjasafnið og Landsvirkjun undirrita 50 milljóna samning Morgunblaðið/Jim Smart Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, undirrita fimmtíu milljóna króna samstarfssamning til næstu þriggja ára. HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðuneytið úrskurðaði á mánudag að vísa frá erindi Gunn- ars Þórs Jónssonar læknis um að ráðherra hlutist til um að forráða- menn Landspítala – háskóla- sjúkrahúss veiti honum starf og starfsaðstöðu í samræmi við úr- skurð Hæstaréttar þar að lútandi. Gunnar vann sem kunnugt er mál í Hæstarétti þar sem hann kærði Landspítalann fyrir ólög- mæta uppsögn, en honum var vik- ið úr starfi í júlí árið 1999. Þá gegndi hann stöðu prófessors í slysalækningum við Háskóla Ís- lands og fylgdi embættinu starfs- aðstaða á slysadeild Landspítala Fossvogi sem og yfirlæknisstaða. Síðan dómurinn gekk hefur Landspítalinn greitt Gunnari laun yfirlæknis en forráðamenn spítal- ans hafa ekki verið tilbúnir til að veita honum starfsaðstöðu við spítalann. Þetta kærði Gunnar með stjórnsýslukæru til Heil- brigðis- og tryggingaráðuneytis- ins sem nú hefur verið svarað. Í svarinu segir að samkvæmt dómsúrskurði Hæstaréttar hafi það einungis verið á valdi Háskóla Íslands, sem veitti Gunnari pró- fessorsembættið, að segja honum upp störfum og því hafi uppsögn Landspítalans verið ólögmæt. Á grundvelli þessara raka lítur ráðuneytið svo á að HÍ sé vinnu- veitandi Gunnars og því geti hann ekki krafið Landspítala um efndir ráðningarsamningsins. Á þeirri forsendu beri Gunnari að beina kröfu sinni um starfsaðstöðu að Háskólanum og því heyri málið ekki undir heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra. Í yfirlýsingu Gunnars Þórs, sem birtist í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, kemur fram að hann hyggist kæra þennan úrskurð til umboðsmanns Alþingis. Heilbrigðisráðuneytið um kæru Gunnars Þórs Jónssonar Vísar mál- inu til HÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.