Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ HVERFISNEFND Grafar- vogs hefur einróma lýst ánægju með þá ákvörðun embættis borgarverkfræð- ings að breyta fyrirhuguðum áformum um fyrsta áfanga framkvæmda við mislæg gatnamót á mótum Vestur- landsvegar, Víkurvegar og Reynisvatnsvegar og gera þá rampa til að draga úr umferð- arálagi. „Það verður tekinn stærri áfangi strax en ráð var fyrir gert,“ sagði Ólafur Bjarna- son, framkvæmdastjóri áætl- anasviðs borgarverkfræðings í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að breytingin í fyrsta áfanga fælist í því að tiltekið hringtorg, sem manna á milli var kallað Dropinn, verði lagt niður og þess í stað verði strax lagður rampur fyrir umferð á leið úr Graf- arholti inn á Vesturlandsveg. Hann sagði að ástæða breytinganna væri sú að borgin hefði viljað koma til móts við athugasemdir íbúa, en þeir höfðu lýst áhyggjum af því að framkvæmdirnar leiddu til umferðaröngþveitis á annatímum þegar umferð úr Grafarvogi mætti umferð úr Grafarholti við hringtorgið. Íbúasamtök Grafarvogs sendu Skipulagsstofnun at- hugasemdir þess efnis þegar framkvæmdirnar voru í mats- ferli vegna umhverfisáhrifa. Ólafur sagði að í framhaldi af athugasemdunum hefðu sérfræðingar borgarinnar rýnt betur í málið og fundist fyrrgreind leið ágætis mála- miðlun. Hann sagði að afleið- ing breytinganna yrði sú að 30–40 milljóna króna kostn- aður við framkvæmdirnar félli til fyrr en orðið hefði mið- að við upphaflegar áætlanir. Hverfisnefnd Grafarvogs, sem skipuð er þremur póli- tískum fulltrúum og tveimur fulltrúum íbúasamtaka, gerði einróma bókun á fundi sínum sl. þriðjudag þar sem hún lýs- ir ánægju með þær breyting- ar sem gerðar hafa verið á fyrirhuguðum framkvæmd- um. „Hverfisnefndin ítrekar þá ósk sína að bæði nefndin og íbúasamtökin fái að fylgjast með framvindu mála,“ segir í bókuninni. Borgaryfirvöld taka tillit til athugasemda íbúa við mislæg gatnamót á Vesturlandsvegi                                                                                  ,- . $ ,-%  . $          Rampar leysa hring- torg af hólmi Grafarholt BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar felldi á fimmtudag tillögu Samfylkingarinnar um að sér- fróðir aðilar verði fengnir til að vinna mat á umhverfisleg- um áhrifum nábýlis fyrirhug- aðra skóla- og íþróttamann- virkja á Hörðuvallarsvæðinu við elli- og hjúkrunarheimilið Sólvang. Tillagan gerði ráð fyrir að sérstaklega yrði hug- að að hávaða- og hljóðmengun. Morgunblaðið sagði frá til- lögunni í síðustu viku og greindi jafnframt frá því að forsvarsmenn Sólvangs, heilsugæslustöðvar bæjarins og Hafnar, félags sem rekur fjölbýlishús fyrir aldraða á Sólvangssvæðinu, væru and- víg byggingaráformum bæjar- yfirvalda á svæðinu og óttuð- ust að uppbyggingin leiddi til aukins ónæðis og umferðar- vandræða. „… hugur meirihlutans til aldraðra og sjúkra“ Á bæjarráðsfundinum var tillagan afgreidd á fimmtudag og felld með þremur atkvæð- um meirihlutans gegn tveimur atkvæðum Samfylkingar- manna. Bókað er í fundargerð að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks geti ekki fallist á tillögu og grein- argerð bæjarráðsmanna Sam- fylkingarinnar henni til stuðn- ings en bendi á að bæjar- yfirvöld hafi þá skyldu að uppfylla svo sem kostur er all- ar reglugerðir er lúta að stað- setningu bygginga á svæðinu. „Á kynningarferli deiliskipu- lags gefst bæjarbúum tæki- færi til að gera athugasemdir við fyrirhuguð byggingar- áform og framlagt deiliskipu- lag,“ segir í bókuninni en hið umdeilda deiliskipulag fer í lögformlegan kynningarferil á næstunni. Bæjarráðsmenn Samfylk- ingarinnar bókuðu á móti að afstaða meirihluta bæjarráðs í garð þeirra eldri íbúa sem hafa búsetu á Sólvangssvæð- inu og hagsmuna þeirra varð- andi heilbrigði og umhverfi sé dæmalaus. Meirihlutinn ætli að láta ítrekaðar athugasemd- ir og mótmæli allra hagsmuna- aðila heilsugæslu og öldrunar- þjónustu á svæðinu við skipulagshugmyndunum og afleiðingum þeirra sem vind um eyru þjóta. „Slíkur er hug- ur meirihlutans til aldraðra og sjúkra,“ segir minnihlutinn. Sannfærðir um ágætt sambýli Meirihlutamenn svöruðu með bókun þar sem segir: „Það er sannfæring meirihluta Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks að sambýli grunnskólanema og þeirra sem starfa og búa á Sólvangs- svæðinu verði með ágætum. Það eru því alrangar fullyrð- ingar að tillögur meirihluta Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks gangi út á það eitt að valda íbúum og starfs- fólki ónæði með starfsemi skólabygginga á svæðinu. Það hlýtur að vera kappsmál bæj- aryfirvalda að skapa góð skil- yrði fyrir allar stofnanir á svæðinu. Ummælum bæjar- ráðsmanna Samfylkingarinn- ar hvað varðar hug meirihluta til íbúa á svæðinu er því vísað á bug.“ Tillaga um mat á nábýli skóla og Sólvangs felld Hafnarfjörður SKÍÐASVÆÐIÐ í Bláfjöll- um er nú opið þótt snjór sé með minnsta móti. Aðeins er opið í stólalyftunni í Kóngs- gili og þangað hafa áhuga- samir skíðamenn sótt og greitt fullt verð fyrir daginn þótt brekkurnar séu færri en menn eiga að venjast á þess- um árstíma því norðurleiðin er lokuð og engar diskalyftur opnar. Starfsfólk skíðasvæðanna hefur unnið við það síðustu daga að ýta snjó og þekja snjólaus svæði í Kóngsgili. Einnig eru gönguskíða- menn farnir að leggja leið sína í Bláfjöllin þar sem lögð hefur verið 3 km göngubraut. Byrjendur geta hins vegar rennt sér í Sleggjubeins- skarði á Hengilssvæðinu þar sem byrjendalyftan hefur verið opnuð. Morgunblaðið/Golli Loksins skíðafæri Bláfjöll ÚTVARPSSTÖÐIN Einar er það allra heitasta í Mos- fellsbæ þessa dagana, að sögn umsjónarmanna hennar og feðra, Halldórs Halldórs- sonar og Kristjáns Sturlu Bjarnasonar, sem eru nem- endur í 10. bekk Varmárs- kóla. En síðastliðinn mánu- dag, 26. febrúar, hófu nemendur eldri bekkja skól- ans rekstur útvarpsstöðv- arinnar í samvinnu við Félagsmiðstöðina Bólið. Út- varpað hefur verið alla daga síðan frá kl. 14–22 en ævin- týrinu lýkur annað kvöld, 4. mars, kl. 22, enda var ekki að öðru stefnt í upphafi en hafa útvarpsstöðina starfandi nema í viku. Er sent út á FM 105,5. Hafa unglingarnir keppst við að safna auglýs- endum alla vikuna, en þann- ig er leiga tækjabúnaðarins sem þarf í útvarpsreksturinn fjármögnuð. Nemendur gera auglýsingarnar sjálfir, og er þar á stundum leikið með til- þrifum. „Þetta byrjaði með því að við tveir ásamt vini okkar, Steinþóri Hróari Steinþórs- syni, heyrðum í fyrra upp- töku úr útvarpsþætti frá Sel- tjarnarnesi og þá kviknaði sú hugmynd að setja eitthvað svipað á laggirnar hér,“ sögðu þeir Halldór og Krist- ján. „Þegar við svo könnuðum jarðveginn hérna var okkur sagt, að þetta væri sjálfsagt mál; ef við myndum sjálfir útvega auglýsingar myndu umsjónarmenn félags- miðstöðvarinnar sjá um að útvega nauðsynleg tæki til útsendingar. Auglýsinga- söfnunin gekk vel og svo fengum við líka styrk frá Mosfellsbæ og hvaðeina, svo að dæmið gekk upp. Þá send- um við út í eina viku, meðan á þemadögum stóð. Nafnið sjálft er bara grín; okkur langaði að persónugera stöð- ina og þetta varð úr. Við höfðum áhuga á að endurtaka þetta í ár og leit- uðum eftir því, og það var jafn auðsótt mál og síðast. En núna er allt mun betur skipulagt, enda renndum við þá dálítið blint í sjóinn með þetta. En þetta er bara í eina viku, eins og í fyrra.“ Enginn hörgull á dag- skrárgerðarfólki Að sögn þeirra félaga hef- ur gengið vel að fá nem- endur til að vera með þætti, en öllum er skylt að koma með handrit, eða a.m.k. drög að því sem á að fjalla um. Í fyrra vantaði slíkt aðhald og því varð dálítið um hlátur og vitleysu í beinni útsendingu. Aðallega eru þáttastjórn- endur í 7.–10. bekk. „Það er nokkuð jöfn skipt- ing á milli kynja, en þó eru kannski ívið fleiri strákar; enginn verður samt útundan, allir komast að sem vilja. Þetta eru mjög mismunandi þættir – óskalög, spjall, spurningaþættir o.s.frv. Yf- irleitt er hver þáttur 1–2 tíma langur, en við erum dá- lítið frekir með það að heimta 2 klukkutíma af nem- endum í senn.“ „Þetta er búið að vera mjög gaman og allir hlusta á stöðina, a.m.k. hér í Mos- fellsbæ. Nemendur Varmárskóla komnir í útvarpsrekstur Það allra heitasta í dag Mosfellsbær Morgunblaðið/Golli Þegar Morgunblaðið leit í heimsókn í útvarpsstöðina Einar var þátturinn „Kemur í ljós“ í loftinu. Hér eru útvarps- stjórarnir Halldór og Kristján að baki umsjónarmönnum þáttarins, Aðalsteini Benediktssyni og Gísla Jónssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.