Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 27
LIÐSMENN íslömsku hreyfingar-
innar Taliban í Afganistan voru í gær
sagðir hafa skotið sprengjum á tvær
af þekktustu styttum heims, 2.000 ára
gömul Búddha-líkneski, þrátt fyrir
tilraunir sendimanns Sameinuðu
þjóðanna til að bjarga höggmyndun-
um.
Heimildarmenn úr röðum talibana
í Kabúl sögðu að sprengjuvörpum og
fallbyssum hefði verið beitt til að eyði-
leggja tvö risastór Búddha-líkneski
sem höggvin voru í klett í héraðinu
Bamiyan í miðhluta Afganistan fyrir
2.000 árum. Annað þeirra er 53 metra
hátt og stærsta standandi Búddha-
líkneski heims og hitt 38 metra. Af-
gönsk fréttastofa í Pakistan skýrði
enn fremur frá því að talibanar væru
að safna sprengiefni til að sprengja
líkneskin.
„Þeir beita öllum þeim vopnum
sem þeir hafa á Búddha-líkneskin,“
sagði embættismaður í Kabúl sem
vildi ekki láta nafns síns getið.
„Sprengiefni, svo sem byssupúður,
hefur einnig verið sett undir líkneskin
til að gereyða þeim.“
Frances Vendrell, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna
og sendimaður þeirra í Afganistan,
kvaðst hafa gert utanríkisráðherra
Taliban-stjórnarinnar grein fyrir
reiði þjóða heims vegna tilskipunar
leiðtoga Taliban um að eyða öllum
styttum í landinu. „Ég bað hann að
færa leiðtogunum þau skilaboð að til-
skipunin myndi stórskaða ímynd Tal-
iban erlendis og vera vatn á myllu
óvina hreyfingarinnar,“ sagði Vend-
rell.
Sendimaðurinn kvaðst vona að
fréttirnar um að Talibanar væru þeg-
ar byrjaðir að eyðileggja stytturnar
væru rangar. „Ég vona að þetta sé
ekki rétt vegna þess að viðbrögð
þjóða heims verða mjög neikvæð.“
Talibanar komust til valda í Kabúl
1996 og hafa náð 90% Afganistans á
sitt vald. Þeir hafa reynt að fá önnur
ríki til að viðurkenna Taliban-stjórn-
ina, en andstæðingar hennar halda
enn sæti Afganistans á allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna þótt þeir
ráði aðeins yfir norðausturhorni
landsins. Tilskipun leiðtoga Taliban,
Mohamads Omars, um að eyða ætti
öllum styttum Afganistans hefur vak-
ið reiði meðal þjóða út um allan heim.
Jafnvel múslímar í Pakistan, helstu
stuðningsmenn talibana, hafa hvatt
þá til að hætta við að eyðileggja stytt-
urnar. Sádi-Arabía og Sameinuðu ar-
abísku furstadæmin, sem eru ekki
með sendiráð í Kabúl, eru einu ríkin
sem hafa viðurkennt Taliban-stjórn-
ina fyrir utan Pakistan.
Um það leyti sem Vendrell ræddi
við utanríkisráðherrann skýrði menn-
ingarmálaráðherra Taliban-stjórnar-
innar fréttamönnum frá því að byrjað
væri að eyðileggja stytturnar. „Utan-
ríkisráðherrann hlustaði með athygli
á það sem ég hafði að segja en ég fékk
engin loforð um að tilskipuninni yrði
ekki ekki framfylgt,“ sagði Vendrell.
„Afturhvarf til
villimennsku miðalda“
Vendrell sagðist hafa lagt til að
stytturnar yrðu fluttar frá Afganistan
og skýrt utanríkisráðherranum frá
því að Metropolitan-listasafnið í New
York hefði boðist til að kaupa þær.
Stjórn Indlands bauðst einnig til að
taka við styttunum og lýsti aðförinni
að þeim sem „afturhvarfi til villi-
mennsku miðalda“.
Talibanar segja að styttur, sem
þeir kalla „skurðgoð“, og allar myndir
séu í andstöðu við lögmál íslams og
markmiðið með tilskipuninni sé að
koma í veg fyrir „skurðgoðadýrkun“.
Þeir hafa bannað sjónvarp og allar
myndir af fólki og fyrirskipað kaup-
mönnum að eyðileggja allar styttur
og myndir í verslunum sínum.
Talibanar hafa einnig bannað kon-
um að ganga í skóla, vinna úti og fara
af heimilum sínum án þess að vera
með blæjur. Karlmönnum hefur verið
bannað að raka sig.
Talibanar eyðileggja fornar styttur í Afganistan þrátt fyrir hörð mótmæli
Fallbyssur
gegn líkn-
eskjum
Kabúl. Reuters, AFP.
Reuters53 m hátt Búddha-líkneski, sem talibanar hyggjast eyðileggja, sést hér yfir litlum bæ í héraðinu Bamiyan.
SAKSÓKNARINN í Þelamerkur-
héraði í Noregi sló því föstu í fyrra-
dag, að Terje Søviknes, varaformað-
ur norska Framfaraflokksins, hefði
ekki gerzt sekur um refsivert athæfi,
en öll spjót hafa staðið á Søviknes síð-
ustu þrjár vikur eftir að sautján ára
stúlka gaf sig fram og hélt því fram að
hann hefði nauðgað sér í janúar í
fyrra.
Søviknes, sem auk þess að vera
næstæðsti maður í Framfaraflokkn-
um er forseti bæjarstjórnar í sveit-
arfélaginu Os utan við Björgvin, hitti
stúlkuna á ársfundi ungliðahreyfing-
ar flokksins í janúar 2000 og viður-
kennir að hafa sængað með henni.
Með úrskurði sínum hefur saksóknari
nú komizt að þeirri niðurstöðu, að for-
sendur fyrir nauðgunarákæru skorti.
Umfjöllun norskra fjölmiðla um
málið hefur fallið saman við frétta-
flutning af innanflokksdeilum úr
Framfaraflokknum og misheiftarleg-
um pólitískum ádeilum á hann.
Vinsæll í sinni heimabyggð
Søviknes lýsti því yfir um leið og
úrskurður saksóknarans lá fyrir, að
hann hygðist taka aftur upp störf sem
forseti bæjarstjórnar Os nk. mánu-
dag, en óljóst væri í bili hvort hann
héldi áfram sem varaformaður Fram-
faraflokksins. Carl I. Hagen hafði áð-
ur lýst því yfir að hann óskaði þess að
Søviknes yrði áfram varamaður sinn,
að því gefnu að hann fengi engan
dóm.
Skoðanakönnun meðal íbúa Os
sýndi, að yfirgnæfandi meirihluti vildi
að Søviknes, sem varð 32 ára í fyrra-
dag, tæki aftur til starfa fyrir bæj-
arfélagið.
Varaleiðtogi
Framfara-
flokksins
laus mála
Ósló. Morgunblaðið.
FJÁRMÁLARÁÐHERRA Þýska-
lands, Hans Eichel, mun vera að
íhuga að hækka virðisaukaskatt í því
skyni að hjálpa til við fjármögnun líf-
eyriskerfisins, að því er fram kemur
í dagblaðinu Berliner Zeitung á mið-
vikudag.
Í blaðinu segir að Eichel hafi
áhyggjur af því að tekjur af umdeild-
um „umhverfisskatti“ á óendurnýj-
anlega orkugjafa séu lægri en
stjórnvöld hafi reiknað með. Því
verði að leita annarra leiða til að fjár-
magna lífeyriskerfið, sem er í mikl-
um vanda. Í Þýskalandi er við lýði
svonefnt gegnumstreymiskerfi, en
ekki uppsöfnunarkerfi eins og hér á
landi.
Búist hafði verið við að umhverf-
isskatturinn skilaði um 22 milljörð-
um marka, eða um 900 milljörðum
króna, í ríkiskassann á næsta ári og
átti megnið af því fé að renna til líf-
eyriskerfisins. En nú óttast stjórn-
völd að tekjurnar verði um einum
milljarði marka minni og samkvæmt
Berliner Zeitung skoða þau meðal
annars möguleikann á að hækka
virðisaukaskatt til að brúa bilið.
Virðisaukaskattur er nú 16% í
Þýskalandi og telur dagblaðið að
skatturinn þyrfti að hækka um allt
að 2% til að ná því markmiði.
Vandi lífeyrissjóðakerfis Þjóðverja óleystur
Fjármagn aukið með
hærri virðisaukaskatti?
Berlín. AFP.