Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 62
UMRÆÐAN 62 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚNA! UPPHAF aðildar Ís- lands að Schengen- svæðinu má rekja til ársins 1995, þegar for- sætisráðherrar Norð- urlandanna lýstu yfir því að það þjónaði best hagsmunum norræna vegabréfasambandsins að löndin hefðu sameig- inlega jákvæða afstöðu til þátttöku í Schengen- samstarfinu, enda var stjórnvöldum á Norð- urlöndunum umhugað um að viðhalda hinu norræna vegabréfa- sambandi. Vinnubrögð stjórn- valda í Schengen-ferlinu, sjálfsköpuð tímaþröng og skortur á vandaðri umræðu um málið endurspegla starfshætti ríkisstjórnar sem telur sig ekki þurfa að stuðla að upplýstri umræðu um svo mikilvægt mál sem aðild Íslands að Schengen-ferlinu er. Ég leyfi mér t.d. að efast um að stjórnmálamenn hafi almennt gert sér grein fyrir því árið 1995 til hvers samstarfið myndi leiða. Eða var það hald manna að með þátttöku í Schengen gengi Ísland langleiðina inn í Evrópusambandið, án þess þó að sitja við fundarborðið þar sem endanlegar ákvarðanir um samstarf- ið eru teknar? Sérlausn stóð aldrei til boða Schengen-samstarfið felur í sér aukna samvinnu í baráttunni gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi og af- nám landamæraeftirlits á innri landamærum svæðisins. Ekkert bendir til þess að sérlausn fyrir Ís- land hafi einhvern tíma verið inni í myndinni hvað varðar samstarfið og því ljóst að valið stóð á milli þess að vera fullir þátttakendur í því, ellegar standa utan þess. Samfylkingin styður aðild Íslands að Schengen-svæðinu. Það skal hins vegar tekið fram að sú afstaða þýðir ekki að þar með hafi Samfylkingin kvittað undir innflytjendastefnu Evrópusambandsins, síður en svo. Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að Ísland verði með, eins og önnur Norðurlönd, frá fyrsta degi og lagt sig í framkróka við að full- vissa landsmenn og eftirlitsnefndir ESB um að allt verði til reiðu í tæka tíð. Verkefnið er bæði stórt og kostn- aðarsamt. Ýmsum finnst nóg um – þó sérstaklega þeim sem vilja ekki reka útlátamikla utanríkisstefnu. Umfjöllun um kostnaðinn við samn- inginn verður þó að bíða betri tíma. Afnám hindrana innan Schengen Hugmyndin um frjálsa för ríkis- borgara um lönd ESB, Noreg og Ís- land, endurspeglar sumt af því besta sem hugmyndin um bandalag Evr- ópuríkja byggist á. Afnám slíkra hindrana ýtir undir aukin samskipti á öllum sviðum samfélagsins og ferðalög, og þar með, vonandi, undir gagnkvæman skilning og virðingu á milli manna og þjóða í álfunni. Að því leyti stuðlar Schengen að langþráðri opnun, þar sem vegabréfsáritun verður óþörf í ferðalögum á milli landanna. Þrátt fyrir þetta ber að gjalda varhug við vaxandi áhuga rík- isstjórna ESB-landanna – í mismikl- um mæli þó – á því að nota Schengen til þess að réttlæta strangari skilyrði um innflytjendur frá lönd- um utan ESB. Fyrir nokkru var staddur hér á landi Grígorí Javlinskí, for- maður Jabloko-flokks- ins í Rússlandi og fyrr- verandi forsetafram- bjóðandi þar í landi. Í viðtali við Javlínskí kom fram að jákvætt viðhorf Rússa í garð ESB og NATO mótað- ist ekki síst af því hvort ferðafrelsi væri tryggt um álfuna, m.a. með af- námi vegabréfsáritana fyrir rússneska ríkisborgara. Aukið ferðafrelsi væri meðal þeirra þátta sem stuðluðu að aukinni þekkingu al- mennings á lýðræðislegum stjórnar- háttum, svo að dæmi sé nefnt. Það er vert að taka ummæli Javlinskís al- varlega. Ég er ein þeirra sem telja að það þjóni hagsmunum Evrópu allrar að afnema slíkar hindranir, ekki bara innan Schengen-svæðisins heldur um álfuna þvera og endi- langa. Aukin harka í málefnum innflytj- enda, farandverkafólks og við mót- töku þeirra sem beiðast hælis innan vébanda ESB er mér áhyggjuefni, m.a. vegna þess að sú stefna er ekki haldbær til framtíðar. Hún elur á sundrungu og tortryggni á milli manna og þjóða. Auk þess fær Evr- ópa ekki þrifist án aðflutts vinnuafls. Að því leyti eru hagsmunirnir ekki bara á annan veginn þegar innflytj- endur eru annars vegar. Andúð í garð útlendinga Vaxandi tilhneigingar til flokkun- ar í okkur og hina; ríka og fátæka; hvíta og litaða; gætir víða í evrópsk- um stjórnmálum. ESB fer ekki var- hluta af þessari þróun og ef marka má nýlega umfjöllun í hérlendum fjölmiðlum förum við Íslendingar, því miður, ekki varhluta af henni heldur. Schengen-upplýsingarkerfið á að tryggja skilvirkari og nánari sam- starf lögregluyfirvalda á svæðinu við að hafa hendur í hári glæpamanna. Í grundvallaratriðum er lítið við það að athuga. Hins vegar verður að tryggja að meðferð upplýsinganna sé traust og engin hætta sé á því að þær verði misnotaðar, hvort heldur er af stjórnvöldum eða embættis- mönnum sem starfrækja upplýs- ingakerfið. Eftirfarandi dæmi skýrir vel þá hættu sem fyrir hendi er. Kona frá Nýja-Sjálandi fékk ekki að fara inn í Holland árið 1998 til þess að heim- sækja höfuðstöðvar Greenpeace- samtakanna, vegna þess að frönsk stjórnvöld höfðu skráð hana sem „óæskilegan útlending“ – væntan- lega vegna þess að hún var talin akt- ívisti með óæskilegar skoðanir. Með slíkri skráningu er upplýsingakerfið ekki lengur tæki til þess að hand- sama grunaða afbrotamenn, heldur tæki til þess að hafa pólitíska stýr- ingu á því að fólk með „óæskilegar“ skoðanir komi ekki inn í landið. Staða hælisleitenda Dyflinnar-samningurinn, sem er hluti Schengen-pakkans, var sam- þykktur á Alþingi á dögunum. Hann kveður á um málsmeðferð hælisbeið- enda á Schengen-svæðinu. Hér er um skynsamlega nálgun á viðfangs- efnið að ræða, en ýmislegt hangir á spýtunni sem ekki var augljóst við fyrstu skoðun. Samfylkingin gerði fyrirvara við afgreiðslu samningsins á Alþingi, þess efnis að fullnægjandi lagaumhverfi væri ekki fyrir hendi hér á landi. Í gildi eru lög frá 1965 um eftirlit með útlendingum. Jafnframt er til umfjöllunar á Alþingi frumvarp til laga um útlendinga, sem er viðamik- ið og þarfnast ítarlegrar skoðunar. Ný lög um útlendinga þurfa að tryggja réttindi hælisbeiðenda og innflytjenda með mun ótvíræðari hætti en nú er gert. Þar verður Al- þingi m.a. að skilgreina fyrsta hæl- island (first country of asylum). Að auki skal það nefnt að íslensk lög leyfa ekki fingrafaratöku í samræmi við efni Dyflinnarsamningsins, en öxull hans er mikill gagnabanki fingrafara hælisbeiðenda sem inn á Schengen-svæðið koma. Þar er m.a. kveðið á um að taka eigi fingraför af börnum ofan í 14 ára aldur. Í ljósi þessara staðreynda verður að spyrja hvort stjórnvöld hér á landi hyggist nota Schengen-samninginn sem skálkaskjól til lítilla eða engra breyt- inga á móttöku hælisleitenda. Schengen: Nýtt járntjald? Að lokum langar mig að varpa fram þeirri spurningu hvort Scheng- en-samningurinn geti þegar á reynir – og að því gefnu að vaxandi harka í málefnum innflytjenda í Evrópu framkallist í lagasetningu Evrópu- ríkja – reynst nágrönnum okkar í austri jafnmikill farartálmi og járn- tjaldið gamla, sem féll góðu heilli fyrir ellefu árum? Vestur-Evrópa hefur ekki efni á því að loka dyr- unum á vinnufúsar hendur útlend- inga. Þörfin fyrir erlent vinnuafl er fyrir hendi, eins og Íslendingar vita manna best og það sama á við um ríki ESB. Það væri óskynsamlegt af ábyrgum stjórnmálamönnum að horfast ekki í augu við þá staðreynd og gera sitt til þess að tryggja frjálsa för fólks um álfuna, öllum til hags- bóta. Með þátttöku í Schengen er Ísland ekki aðeins útvörður samningssvæð- isins, heldur leggur hún ríkar skyld- ur á herðar okkar að setja í landslög ákvæði sem í raun tryggja vernd og skjól flóttamanna og réttláta máls- meðferð þeirra sem hingað kjósa að koma í leit að vinnu og ef til vill að lífshamingjunni. Það verkefni bíður nú Alþingis Íslendinga. Ísland, Evrópusamband- ið og innflytjendur Þórunn Sveinbjarnardóttir Schengen Samfylkingin styður aðild Íslands að Scheng- en, segir Þórunn Svein- bjarnardóttir, en þar með hefur hún ekki kvittað undir innflytj- endastefnu ESB. Höfundur situr á þingi fyrir Samfylkinguna. TAÍLAND er undravert land á mörgum sviðum. Menning þjóðar- innar stendur á gömlum merg, enda voru Taílendingar brautryðj- endur á mörgum sviðum á undan öðrum nágrannaþjóðum í Suðaust- ur-Asíu, sem Íslend- ingar eru rétt að byrja að kynnast. Vin- sældir Taílands hjá ferðamönnum, sem kynnst hafa landi og þjóð, eiga sér varla hliðstæðu. Læknislist hefur lengi staðið hátt í Taílandi, og nú bjóða sjúkrahús í Bangkok bæði upp á heildar- rannsóknir á heilsu- fari og heilsubótar- dvöl á sérhæfðum stofnunum. Í byrjun aldarinnar, þ.e. í janúar sl., var ég að vanda gestur ferðakaupstefnu Asíu- landanna, sem að þessu sinni var haldin í Brunei, hinu örsmáa sold- ánsdæmi á Borneó. Var vel til hennar vandað eins og áður og margar spennandi nýjungar kynntar í ferðaþjónustu. Eitt vakti athygli mína öðru fremur: Þekkt sjúkrahús í Bang- kok, sem rekið er af aðventistum eftir bandarískri fyrirmynd, kynnti þar nýjungar í heilsukönn- un og meðferð. Ég hafði frétt áð- ur, að nokkur sjúkrahús í Taílandi hefðu tekið upp líka tilhögun og ákvað nú að kynna mér málið hjá fulltrúa sjúkrahússins á kaupstefn- unni. Það er alkunna að almenningur er að verða sér meira meðvitandi um gildi heilsunnar og opnari fyrir heilsusamlegu líferni, hollri fæðu og nægri alhliða hreyfingu. Grund- vallaratriði er að þekkja ástand sitt og vera á verði um einkenni sjúkdóma. Þegar mér var boðið að koma á sjúkrahúsið og gangast undir allsherjar úttekt á líkama mínum og heilsu á einum degi sló ég strax til. Ekki aðeins hjarta og nýru Þrátt fyrir ágæta heilsuþjónustu á Íslandi fannst mér freistandi að vita að hvaða niðurstöðu læknar í Bangkok kæmust um ástand mitt. Tveimur dögum eftir umrætt boð var ég kominn í móttöku sjúkra- hússins kl. 9 að morgni. Allt var undirbúið fyrir komu mína og byrjað á að taka skýrslu. Síðan hófst rannsókn á ýmsum deildum, hjarta- og æðadeild, blóðsýni tekin fyrir heildarrannsókn, öndunar- færi, röntgenmyndataka og sneið- myndataka af brjóstholi, kviðar- holi og meira að segja heila- skönnun. Tók þetta lungann úr deginum, en boðið var til hádeg- isverðar í lokin. Rannsóknin var mjög vel skipulögð og sú ýtarleg- asta, sem ég hef gengist undir. Sumar niðurstöður lágu fyrir síðla dags, hinna vitjaði ég tveimur dög- um síðar. Fór ég þá í viðtal við tvo lækna sjúkrahússins, annan amer- ískan, hinn indversk-taílenskan. Létu þeir í ljós undrun sína yfir því, hve líkamsástand mitt væri gott, og spurðu hvað ég hefði gert til að tefja tímaklukkuna um 20 ár, eins og þeir komust að orði! Aðvörun eða uppörvun Ég borgaði sjálfur rannsókn mína á sjúkrahúsinu, en öll þessi rannsókn og vandaður frágangur heildarskýrslu um hana kostaði ekki nema um 30 þúsund íslenskar krónur, og komu þá engar trygg- ingar til. Mér fannst þeirri upp- hæð vel varið, því að ég tvíefldist af bjartsýni og kröftum. Mér leik- ur grunur á, að slík rannsókn mundi kosta nokkru meira á Ís- landi, að tryggingarupphæð tal- inni. Fátt tel ég manni nauðsyn- legra að vita en staðreyndir um eigin ástand, annaðhvort til viðvör- unar eða, ef gott reynist, til upp- örvunar og hvatningar í eigin lífi og starfi. Ekkert er meiri gleði- frétt en sú, að þrátt fyrir allt volkið, álagið og baslið sé ástandið betra en hægt er að vænta, og enginn al- varlegur sjúkdómur merkjanlegur. Um leið er það áhrifa- mesti hvatinn til að standa vörð um það líf og heilsu, sem manni er gefin, og rækta hana á alla lund. Heilsuferðir til Taílands Reynsla mín af Sjúkrahúsi aðventista í Bangkok er svo góð, að ég hef nú gert samning við spítalann um svipaða þjónustu og hér var lýst. Margir trassa að fylgjast með heilsu sinni, þar til í óefni er komið og of seint snúist til varnar gegn sjúkdómum. Sumpart er það vegna ímyndaðs tímaskorts, stundum af ótta við að horfast í augu við veruleikann, í sumum tilvikum ekki hægt að komast að í rannsókn nema að löngum biðtíma liðnum. Sumum hentar betur að leysa dæmið í einu lagi ef hægt er, og einn dagur er ekki of mikil fórn til að komast að sannleikanum, þegar um heilsuna er að tefla. Sjúkrahúsið, sem ég greini hér frá, rekur heilsustofnun á róleg- um, fögrum stað í nágrenni Bang- kok. Þar er boðið upp á heilsudvöl, t.d. 5 daga „afstressun“ með dag- skrá alla dagana, fræðslu og skemmtun í bland. Fullt heilsufæði er innifalið og heilsunudd daglega. Jafnlangt námsskeið er í gangi fyrir fólk, sem á í erfiðleikum með að hætta að reykja, heilsudvöl fyr- ir fólk sem vill léttast til fram- búðar og þar með bæta líðan sína og lífslíkur. Heimsklúbbur Ingólfs – Príma gengst fyrir fyrstu heilsuferðinni til Taílands hinn 11. apríl næst- komandi, og er miðað við 20 manna hóp með aðstoð fararstjóra. Dvöl á heilsustofnuninni kostar ekki nema 5.000–6.000 kr. á dag með fullu fæði og meðferð innifal- inni. Gengið er útfrá 5 daga dvöl á stofnuninni, sem hægt er að fram- lengja, en að auki kynnis- og skemmtiferð um Taíland í 10–15 daga. Von er á fulltrúa umrædds sjúkrahúss til Íslands á næstunni, og mun hann verða gestur á aðal- fundi og árshátíð Íslenska Taí- landsvinafélagsins á Hótel Sögu hinn 11. mars nk. Hefst fundurinn með kvöldverði og myndasýningu frá Taílandi, þar sem nýjungar verða kynntar og frekari upplýsingar veittar um heilsuferðirnar. Heilsuferðir til Taílands Ingólfur Guðbrandsson Höfundur er tónlistarmaður og ferðafrömuður. Ferðanýjung Læknislist hefur lengi staðið hátt í Taílandi. Ingólfur Guðbrandsson segir að nú bjóði sjúkra- hús í Bangkok upp á heildarrannsóknir á heilsufari og heilsubót- ardvöl á sérhæfðum stofnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.