Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 75 DAGBÓK DÚNDUR TILBOÐ Yfirhafnir tvær fyrir eina Greitt fyrir dýrari flíkina Opið laugardag frá kl. 10—16 Mörkinni 6, sími 588 5518 HJ ALISU´ Ármúla 44, 3. hæð sími 553 7337 Ein besta nuddstofan í bænum er að opna í Ármúla 44. Verið velkomin í opið hús í dag, 3. mars, kl. 15-17. JEFF Meckstroth er einn af bestu spilurum heims og þekktur fyrir áræði sitt og útsjónarsemi í úrspilinu. Nú er lesandinn í hans sporum í suður, sem sagnhafi í þrem- ur gröndum. Spilið er frá landsliðskeppni Bandaríkja- manna árið 1992 og félagi Meckstroths er auðvitað Edic Rodwell, en mótherj- arnir Norman Kay og Edgar heitinn Kaplan, fyrrum rit- stjóri The Bridge World: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 9843 ♥ 1098 ♦ G109 ♣ G43 Suður ♠ ÁG72 ♥ D ♦ Á2 ♣ ÁKD986 Vestur Norður Austur Suður Kay Rodwell Kaplan Meckstr. -- Pass Pass 1 lauf * Pass 1 tígull* Dobl ** 1 spaði *** Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Pass Pass Pass * Sterkt lauf og afmelding. ** Doblið lofar tígullit. *** Krafa og gæti verið lengri litur til hliðar (canapé). Hvernig myndi lesandinn spila með tígulkóng út? Meckstroth og Rodwell spila sterkt laufkerfi sem enginn skilur nema þeir. Sú hugdetta Meckstroths að segja þrjú grönd frekar en fjóra spaða með drottn- inguna blanka í hjarta, sýnir vel stílinn og áræðið. Norm- an Kay og Kaplan voru spila- félagar í marga áratugi og Kay þekkti Kaplan nógu vel til þess að hlýða tillögu hans um útspil og lagði því af stað með tígulkóng. Sagnhafi sér átta slagi og flestir myndu drepa á tígul- kónginn og spila litnum aftur í þeirri fárveiku von að vörn- in skipti ekki yfir í hjarta. En Meckstroth var fljótur að hugsa og nelgdi út hjarta- drottningu í öðrum slag! Norður ♠ 9843 ♥ 1098 ♦ G109 ♣ G43 Vestur Austur ♠ 1065 ♠ KD ♥ ÁG532 ♥ K764 ♦ K7 ♦ D86543 ♣ 752 ♣ 10 Suður ♠ ÁG72 ♥ D ♦ Á2 ♣ ÁKD986 Kaplan tók slaginn á kónginn og eftir nokkrar vangaveltur ákvað hann að fría tígulinn, spilaði drottn- ingunni og meiri tígli, enda með „örugga“ innkomu á spaða. Og þar með var ní- undi slagurinn mættur. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STEFÁN Kristjánsson (2385) og Dagur Arngríms- son urðu Norðurlanda- meistarar í skólaskák í sín- um aldursflokkum en keppninni lauk fyrir skemmstu í Laugum í Dala- sýslu. Í stöðunni hafði Stef- án svart gegn Allan Rasmus- sen (2253) frá Danmörku. 30...Hxe4! 31. dxc6 Eftir 31. fxe4 myndi svartur svara því vel með 31...Dxe4+ 32. Df3 Hxh4+ 33. Kg1 Bc5+ og svartur vinnur. 31...Df6! Svartur velur snotra vinn- ingsleið en 31...He2 hefði einnig leitt til vinnings. 32. h5 32. fxe4 myndi leiða til taps eftir 32... Hxh4+ 33. Kg1 Rh3+ og svartur vinn- ur. 32...Rxh5! 33. fxe4 Það dynur á hvítum hver fórnin á fætur annarri. Ekki gat hann þegið þá nýjustu enda eftir t.d. 33. gxh5 Hxh5+ 34. Kg1 Hg5+ 35. Kh1 Dh6+ mátar svartur. 33...Rf4+! 34. Kg1 Rh3+ 35. Kg2 Rxf2 36. Hxf2 Hh2+ og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Árnað heilla LJÓÐABROT Á Glæsivöllum Hjá Goðmundi á Glæsivöllum gleði er í höll, glymja hlátra sköll, og trúðar og leikarar leika þar um völl, en lítt er af setningi slegið. Áfengt er mungátið, og mjöðurinn er forn, mögnuð drykkjarhorn, en óminnishegri og illra hóta norn undir niðri’ í stiklunum þruma. – – – Á Glæsivöllum aldrei með ýtum er fátt, allt er kátt og dátt. En bróðernið er flátt mjög, og gamanið er grátt. Í góðsemi vegur þar hver annan. – – – Grímur Thomsen STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert hrókur alls fagnaðar en ert meira fyrir sjálfan þig og átt því erfitt með að gefa af þér þegar til alvörunnar kemur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Frelsið er dýrmætt en það kostar líka sitt því öllu frelsi fylgir ábyrgð sem ekki er hægt að horfa framhjá. Sýndu þig verðugan að vera frjáls. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú getur ekki ætlast til þess að aðrir trúi á málstað þinn ef þú ert sjálfur í einhverjum vafa. Gerðu því upp hug þinn áður en þú heldur lengra. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ef þér leiðist þá er það eng- um að kenna nema sjálfum þér. Hættu að sitja með hend- ur í skauti og bíða eftir því að aðrir leysi vanda þinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er eitt og annað sem kann að stangast á við það sem þér finnst best. Þá er ekki um annað að ræða en ýta hindr- unum úr vegi og laga mál sitt að staðreyndum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er nauðsynlegt að vera raunsær á möguleika sína því annars verða vonbrigðin svo mikil þegar hlutirnir fara ekki eins og maður vill. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Mundu að lofa ekki upp í erm- ina á þér því fátt er verra en svikin loforð og einkum þegar í hlut eiga litlar manneskjur sem bíða í ofvæni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þótt heimurinn sé alltaf að minnka eru enn margir staðir mjög svo framandi og lítt sem ekkert kannaðir. Ef þig lang- ar á slíkar slóðir skaltu und- irbúa þig mjög vel. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Svik og prettir komast upp um síðir svo þú skalt ekki hugleiða annað en að fara rétt að hlutunum og hafa heiðvirð sjónarmið að leiðarljósi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft að losa þig við þunga byrði sem hefur þjakað þig að undanförnu en um leið skaltu búa þig undir fleiri orrustur áður en stríðið er búið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þegar við vitum hvað við vilj- um þá fara allar tafir afskap- lega í taugarnar á okkur. En láttu það ekki henda þig því þú getur auðveldlega sigrast á öllum erfiðleikum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hugsaðu þig vandlega um þegar kemur að lögfræðileg- um álitaefnum og þú ættir að leita þér ráðgjafar frekar en að vera að velkjast í vafa um hin og þessi atriði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Öll reynsla er dýrmæt og þótt þú sjáir ekki í augnablikinu hvernig reynslan getur nýst þér þá mun renna upp sú stund að þú græðir á því að búa yfir ákveðinni vitneskju. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 3. mars, er sjötugur Guð- mundur Stefánsson, Skip- holti 1 í Hrunamanna- hreppi. Eiginkona hans er Margrét Karlsdóttir. Þau ætla að skemmta sér á hjónaballinu á Flúðum í kvöld. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Hlutavelta Þessar glaðlegu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu til stuðnings Rauða krossi Íslands og söfnuðust 5.300 krónur. Þær heita Tanja Valdimarsdóttir og Aldís María Sigurðardóttir. Þessi er mjög sparneytinn. Með morgunkaffinu FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Póstmanna- félagi Íslands: „Stjórn Póstmannafélags Íslands mótmælir þeirri stefnu Íslandspósts hf. að fá póstþjónustuna í hendur öðrum rekstraraðilum. Þessi stefna hefur leitt til þess að stór hluti lands- manna nýtur ekki þess öryggis í póstþjónustu sem ætlast verður til af fyrirtæki í eigu ríkisins. Nýjasta dæmið er flutningur póstþjónust- unnar í Varmahlíð og Hofsósi yfir til Kaupfélags Skagfirðinga sem mun ætla að samnýta húsnæði og starfs- kraft bensínafgreiðslu til póstþjón- ustu, ljóst er að það fer illa saman. Þar með missa fimm starfsmenn póstþjónustunnar vinnu sína og er ekki séð fyrir hvort þeir hafa mögu- leika á öðru starfi eða þeirra bíður atvinnuleysi auk þess sem sérþekk- ing þeirra á póstþjónustunni hverf- ur. Sérkennileg eru í þessu sambandi þau ummæli samgönguráðherra að flutningur póstþjónustunnar til ann- arra rekstraraðila þýði fjölgun starfa á svæðinu. Væntanlega mun ráðherra skýra sínum komandi kjós- endum í nýju kjördæmi í hverju sú fjölgun felst. Póstmannafélagið bendir á að póstþjónusta er fleira en flutningur á almennum bréfapósti, þjónustan felst líka í flutningi á ábyrgðarsend- ingum, bögglasendingum, fjármun- um og öðrum mikilvægum sending- um sem viðskiptavinir treysta fyrirtækinu fyrir, í ljósi þess að þjón- ustan hefur haft traust landsmanna. Póstmannafélagið minnir á skyld- ur samfélagsins og Íslandspósts hf., sem er fyrirtæki í eigu ríkisins, við alla íbúa landsins óháð búsetu. En í rekstrarleyfi Íslandspósts hf. felst að fyrirtækinu ber að sinna öllum þegnum landsins.“ Póstmenn mótmæla stefnu Íslandspósts Annika Ulltveir-Moe frá Svíþjóð. Mótshaldarar vekja athygli á keppni yngri sýnenda, 10–13 ára, en hún hefst kl. 15.50 á laugardeginum. Á sunnudeginum fer svo fram keppni eldri flokks yngri sýnenda 14–17 ára og deginum lýkur svo með úrslitum sýningar. HUNDARÆKTARFÉLAG Íslands stendur fyrir alþjóðlegri ræktunar- sýningu helgina 3. og 4. mars í reið- höll Gusts í Kópavogi. Dæmdir verða um 260 hundar af 40 teg- undum og hefjast dómar kl. 11 báða dagana. Dómarar að þessu sinni eru Michael McCarthy frá Írlandi og Hundasýning um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.