Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 28
AP Fyrrverandi ráðgjafar Bills Clintons svara spurningum bandarískrar þingnefndar sem rannsakar mál Marcs Rich. Á myndinni eru, frá vinstri, Jack Quinn, Beth Nolan, fyrrverandi lögmenn Clintons, Bruce Lindsey, fyrrverandi ráðgjafi hans, og John Podesta, fyrrverandi skrif- stofustjóri Hvíta hússins. ÞRÍR af helstu ráðgjöfum Bills Clintons réðu honum frá því að veita bandaríska auðkýfingnum Marc Rich sakaruppgjöf áður en Clinton lét af embætti forseta 20. janúar. Þetta kom fram við yfirheyrslu bandarískrar þingnefndar yfir John Podesta, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta hússins, Beth Nolan, lögmanni forsetans og Bruce Lindsey, nánum ráðgjafa hans. Þeir sögðu að beiðnin um að Rich yrði veitt sakaruppgjöf hefði verið rædd á að minnsta kosti tveimur fundum í Hvíta húsinu síð- ustu dagana áður en kjörtímabili Clintons lauk. „Starfsliðið skýrði forsetanum frá því að við teldum að ekki ætti að veita sakaruppgjöf,“ sagði Podesta þegar hann svaraði spurningum nefndar fulltrúadeildarinnar sem rannsakar hvort sakaruppgjöfin tengist fjár- framlögum fyrrverandi eiginkonu Rich til demókrataflokksins og for- setabókasafns Clintons. Beth Dozoretz, fyrrverandi for- maður fjármálanefndar Landsnefnd- ar demókrata, og fyrrverandi eigin- kona Rich, Denise Rich, neituðu að svara spurningum þingnefndarinnar. Rich flúði til Sviss fyrir 17 árum skömmu áður en hann var ákærður fyrir fjárglæfra, skattsvik og ólögleg olíuviðskipti. Þremenningarnir voru spurðir hvort sakaruppgjöfin tengdist fjár- framlögum Denise Rich og þeir svör- uðu því allir neitandi. Þeir sögðust hafa lagst gegn sak- aruppgjöfinni og talið að Clinton myndi ekki veita hana. Podesta og Nolan sögðust hafa álitið að Clinton hefði fallið frá því að gefa Rich upp sakir á fundi í Hvíta húsinu 16. jan- úar, fjórum dögum áður en hann lét af embætti. Ehud Barak, forsætis- ráðherra Ísraels, hefði hins vegar hringt í Clinton 19. janúar og hvatt hann til að veita Rich sakaruppgjöf og það hefði hugsanlega ráðið úrslit- um. „Svo virtist sem hann hafi ekki ætlað að veita hana og að samtalið við Barak hafi verið mikilvægt,“ sagði Nolan. Hún bætti við að afgreiðsla beiðn- anna um sakaruppgjafir hafi ein- kennst af æ meiri glundroða síðustu dagana áður en Clinton lét af emb- ætti. Embættismenn Hvíta hússins hefðu fengið fyrirmæli frá Clinton um að afgreiða eins margar náðunar- beiðnir og kostur væri. Þeir hefðu varla haft við að lesa áskoranir um sakaruppgjafir sem bárust frá þingmönnum, kvikmyndastjörnum, fréttamönnum, fyrrverandi forsetum og fyrrverandi forsetafrúm. Þjarmað að skrifstofu- stjóra Cheneys Demókratar í þingnefndinni þjörmuðu að Lewis Libby, sem var lögmaður Rich þar til í fyrra og er nú skrifstofustjóri Dicks Cheneys vara- forseta. Libby kvaðst vera samþykk- ur skriflegum röksemdum Clintons fyrir sakaruppgjöfinni og sagðist hafa hringt í Rich til að óska honum til hamingju eftir að hún var tilkynnt. Hann fékkst þó ekki til að segja það sem demókratarnir vildu heyra – að hann styddi ákvörðun Clintons. Yfirheyrslur bandarískrar þingnefndar vegna máls Rich Ráðgjafar Clintons höfðu mælt gegn sakaruppgjöf Washington. Reuters, AP. ERLENT 28 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ EIGENDUR þessarar 30 feta löngu skemmtisnekkju urðu fyrir því í fyrrinótt að festa hana á skeri skammt frá Viktoríueyju í Bresku Kólombíu í Kanada. Þegar dagaði og fjaraði var báturinn eins og í lausu lofti en vonast var til, að unnt yrði að draga hann á flot á næsta flóði. AP Á þurru landi og þó minnkaði í janúar í fyrsta sinn í 20 mánuði. Hagfræðingar sögðu þessar upplýsingar sýna að efnahags- ástandið færi enn versnandi. Verð- lækkanir hefðu orðið til þess að hagnaður fyrirtækjanna væri orðinn of lítill og þau gerðu því allt sem þau gætu til að minnka launakostn- aðinn. HAGFRÆÐINGAR spáðu í gær al- varlegri efnahagskreppu í Japan á árinu vegna versnandi afkomu jap- anskra fyrirtækja. „Ástandið í efnahagsmálunum er mjög hættulegt,“ sagði Takao Hatt- ori, hagfræðingur við Tsubasa-rann- sóknastofnunina í Japan. „Hnignun- in mun ágerast verulega á síðari helmingi ársins.“ Skýrt var frá því nýlega að 4,9% vinnufærra Japana hefðu verið án atvinnu í janúar og er það mesta at- vinnuleysi í landinu frá síðari heims- styrjöldinni. Spurnin eftir vinnuafli Verð helstu neysluvara lækkaði um 0,5% í janúar, 0,1% í desember og 0,2% í nóvember. Seðlabanki Japans lækkaði vexti sína um 0,1 prósentustig á miðviku- dag en sú ákvörðun hafði ekki til- ætluð áhrif. Hlutabréfavísitalan Nikkei-225 lækkaði um 3,3% í gær og hefur ekki verið jafnlág í 15 ár. Reynt að koma Mori frá Leiðtogar japönsku stjórnarand- stöðunnar samþykktu í gær að leggja fram tillögu um vantraust á Yoshiro Mori forsætisráðherra á þinginu í næstu viku, hugsanlega á mánudag. Stjórnmálaskýrendur í Japan telja nánast öruggt að Mori láti af embætti á næstu vikum, hver sem niðurstaða atkvæðagreiðslunn- ar um vantrauststillöguna verður. Búist er við að flokksbræður Moris í Frjálslynda lýðræðisflokknum reyni að koma Mori frá til að styrkja stöðu flokksins fyrir kosningarnar til efri deildar þingsins í júlí. Vinsældir forsætisráðherrans hafa snarminnkað vegna ýmissa ax- arskafta hans. Hann nýtur nú stuðnings tæpra 10% kjósenda. Spáð er alvarlegri kreppu Tókýó. Reuters, AFP. Yoshiro Mori Afkoma japanskra fyrirtækja hefur farið hríðversnandi að undanförnu SVISSLENDINGAR ganga á morgun, sunnudag, til þjóðarat- kvæðagreiðslu um það, hvort end- urvekja skuli umsókn landsins um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Fullvíst er talið að tillagan verði felld, en þar sem stuðningsmenn hennar söfnuðu nægilega mörgum undirskriftum bar að bera hana undir þjóðaratkvæði. Svissneska ríkisstjórnin, hags- munasamtök bankanna og annarra atvinnugreina í landinu, voru á móti þessari atkvæðagreiðslu þótt þessir aðilar séu flestir sammála um að það muni koma að því að Sviss gangi í ESB. Það sé hins vegar ekki tíma- bært eins og sakir standa, enda ekki nema rúmt ár frá því tvíhliða samn- ingar Sviss og ESB gengu í gildi. Láta verði betur á það reyna hvern- ig þeir gagnast áður en ESB-um- sóknin verði endurvakin.Tvíhliða- samningarnir voru gerðir í kjölfar þess að Svisslendingar höfnuðu að- ild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) í þjóðaratkvæðagreiðslu í desember 1992, en þar með var að- ildarumsókn, sem svissneska stjórn- in hafði lagt fram árið áður, lögð á hilluna. Fullveldi styrkist með fullri ESB-aðild Rök þeirra, sem fengu því fram- gengt að nú skyldi efnt til þjóðarat- kvæðagreiðslu um endurnýjun að- ildarumsóknarinnar, eru aðallega þau, að landið muni með fullri ESB- aðild styrkja fullveldi sitt og stöðu í alþjóðakerfinu. Ein helzta ástæða andstöðu við ESB-inngöngu Sviss er ótti um hagsmuni hinnar alþjóðlegu bankaþjónustu sem skapar stóran hluta þjóðartekna Svisslendinga. Ákveði Svisslendingar að ganga í ESB verða dagar Fríverzlunarsam- taka Evrópu, EFTA, að öllum lík- indum taldir, þar sem einu löndin sem þá yrðu eftir í samtökunum væru Ísland, Noregur og Liechten- stein. Kosið í Sviss um ESB-aðild- arumsókn Bern. AFP. DANSKIR stjórnmálamenn eru enn sem komið er jákvæðir gagn- vart hugmyndum um að leyfa ein- ræktun mannsfrumna í lækninga- skyni. Danska siðferðisráðið lýsti sig fyrr í vikunni fylgjandi því að leyfa einræktun, sem er fyrsta skrefið í áttina að því að einrækt- un mannsfrumna verði samþykkt á danska þinginu. Talsmenn stjórnmálaflokkanna, sem sæti eiga í vísindanefnd danska þings- ins, eru fylgjandi hugmyndinni svo fremi sem ekki sé um að ræða einræktun manna. Gerður er skýr greinarmunur á einræktun ákveðinna frumna sem nýta má í rannsóknarskyni, t.d. til að leita lækningar við sjúkdómum á borð við alzheimer og parkin- sons-veiki, og einræktun til að skapa nýjan einstakling. Enginn stjórnmálamaður eða þeir sem sæti eiga í siðferðisráði hafa lýst stuðningi við hið síðarnefnda. Siðferðisráðið klofnaði í afstöðu sinni til málsins en meirihlutinn reyndist því þó fylgjandi. Elisa- beth Arnold, talsmaður Radikale Venstre í vísindanefnd þingsins, ber lof á vinnu ráðsins sem gerði ítarlega grein fyrir niðurstöðunni. „Þetta er einn af kostunum við Danmörku. Öfugt við það sem gerist í kaþ- ólsku löndunum sunnar í álfunni getum við rætt þetta viðkvæma mál á ábyrgðarfullan og skynsam- legan hátt. Fyrir sunnan vilja menn ekki snerta á málinu og hafa ekki einu sinni sett lög um ein- ræktun. Nú verður að breyta danskri löggjöf svo að hægt sé að leyfa rannsóknir byggðar á ein- ræktun frjóvgaðra eggja – en með það í huga að koma í veg fyrir að vísindamennirnir geri eitthvað í anda Frankensteins. Danir hlynntir einræktun mannsfóstra Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.