Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 41
VIKULOK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 41
Beinin sem standa útúr eða sjást
inni í kerlingunni og kringum hana
eru aðallega hrossleggir. Um 30
þeirra voru lauslega taldir á haustinu
er leið. Þó sást einnig herðablað úr
kind og fáein önnur sauðarbein. Tals-
verður gróður hefur fest rætur á
norðurhlið vörðunnar og bendir til
þess að einhver næringarefni hafi
verið inni í henni. Þar má sjá mosa,
grös, geldingahnapp, músareyra,
ólafssúru, melskriðnablóm, mosa-
steinbrjót, lambagras og fleira. Suð-
urhliðin er á hinn bóginn vindsorfin
eins og víðast er um aðrar vörður eða
kletta á sandinum því hér er sunn-
anáttin hatramari.
Nokkur ráðgáta er að varða þessi
eða grjóthrúga skuli vera niðri í
nokkuð víðri kvos og ekki sjást fyrr
en næstum er komið að henni. Hún
hefur því naumast verið kennileiti
sem menn áttu að geta greint langt
að. Hún er með öðrum orðum ekki
vegvísir og ekki heldur í neinni sjá-
anlegri vörðuröð. Varla fer samt
milli mála að þetta er Beinakerling
sú er Eiríkur Hafliðason nefnir sem
þekktan áfangastað á leiðinni norður
Sprengisand árið 1770.
Miklar breytingar hafa án efa orð-
ið á þessu svæði síðustu þúsund ár.
Ætla verður að nokkur gróður hafi
verið víða á sandinum fyrstu fimm
hundruð ár byggðar, áður en áhrifa
litlu ísaldar tók að gæta að marki.
Fjórðungsvatn hefur verið mun
stærra og náð lengra vestur í átt að
kvosinni. Vel má því hugsa sér að
kvosin hafi verið grasi gróin fyrir sex
hundruð árum og æskilegur áfanga-
staður fyrir menn og hesta. Hún
kann að hafa haldið því hlutverki þótt
gróðurinn hyrfi, enda ekki í annað
betra skjól að venda. Á hinn bóginn
gefur auga leið að mikil stórviðri
geta geisað á þessum slóðum og ótrú-
legt annað en menn og hross hafi ein-
hvern tímann borið hér beinin. Frá
því er til dæmis greint í Vallaannál
að Vísi-Gísli Magnússon á Hlíðar-
enda í Fljótshlíð missti tugi hesta,
sem ætlaðir voru til brennisteins-
flutninga frá Mývatni árið 1670, en
menn komust af með naumindum.
Hin áleitna spurning er hversu
gömul þessi tiltekna varða sé og
hvert hafi verið hlutverk hennar.
Koma þá allar þær skýringartilraun-
ir til álita sem nefndar voru í upphafi
greinar, einnig nr. 2, því þótt hún
hafi naumast verið vegvísir, gat
þarna verið hjálpræði fyrir vegfar-
endur. Í tilbót kemur sú hugmynd að
hér hafi að fornu verið áætluð miðja
landsins sem margt annað skyldi
mælt út frá og beinakerlingin með
dætrum sínum sé því minjar um
ævaforna og að mestu gleymda há-
menningu. Mjög örðugt er reyndar
að ákvarða miðju landsins á hverjum
tíma, því útlínur þess breytast sífellt,
en þessi staður getur þó aldrei verið
mjög langt frá henni.
Að sinni skal ekki tekin afstaða til
þessara túlkana þótt greinarhöfund-
ur sé að jafnaði hallari undir hina
jarðlegu skilningu þar sem honum er
ekki gefin andleg spektin. Aldurs-
greina þyrfti beinin í vörðunni. Jafn-
vel kæmi til álita að einhver forn-
leifarannsókn yrði gerð á svæðinu til
að komast að því hvaða mann- eða
dýravistarleifar þar sé að finna. Eftir
það gæti orðið auðveldara að geta
sér til um hvaða tilgangi þetta dul-
arfulla mannvirki kunni að hafa þjón-
að. Meðan enn hafa ekki verið gerðar
neinar ráðstafanir til að friðlýsa eða
vernda þessar minjar þykir ekki
ástæða til að gefa upp nákvæm hnit
þeirra.
HEIMILDIR:
Annálar 1400–1800 I, 384. Rv. 1922.
Björn Jónsson. Mæðgurnar á Sprengi-
sandi. Útivist 4, 7–32. Rv. 1978; Leiðrétt-
ingar, Útivist 5, 79. Rv. 1979; Sveinar, Úti-
vist 7, 73–76. Rv. 1981.
Guðmundur Jósafatsson. Skagfirðingaveg-
ur um Stórasand. Árbók Ferðafélags Ís-
lands 1988, 9–25.
Hallgrímur Jónasson. Á Sprengisandi. Ár-
bók Ferðafélags Íslands 1967.
Hrakningar og heiðavegir I, 18, 27–32, 38.
Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson völdu
efnið. Akureyri 1949–1957.
Jón Þorkelsson. Beinakerlingar. Blanda,
406–419. Rv. 1923.
Laugrettemand Eirik Haflidasons paa
Tungufell Underretning om Sprengesand-
en. Landsnefndin 1770–1771, 214-217. Rv.
1961. (Sögurit XXIX)
Steindór Steindórsson. Landið þitt II, 20–
21, 137. Rv. 1968.
Svavar Sigmundsson. Isländskt samhälls-
liv genom tiderna speglat I ortsnamnen.
Gardar VII, 46–62. Lund 1976.
Hvað er ríkjandi gen
og víkjandi gen?
Hugtökin ríkjandi og víkjandi,
höfð um arfgenga eiginleika og erfða-
eindir, eru meðal þeirra elstu í erfða-
fræðinni. Þau má rekja til frumherja
nútímaerfðafræði, Gregors Mendel,
sem birti niðurstöður rannsókna
sinna árið 1866. Mendel gerði til-
raunir með afbrigði af baunagrasi
(Pisum sativum). Hann æxlaði saman
hreinræktuðum afbrigðum sem ólík
voru um gagnstæð einkenni og fylgd-
ist með erfðum einkennanna í tvær
kynslóðir. Þegar hann æxlaði til
dæmis saman afbrigði með gul kím-
blöð og afbrigði með græn kímblöð
höfðu allar plöntur í fyrstu kynslóð
afkomenda gul kímblöð. Þegar af-
komendunum var síðan æxlað saman
innbyrðis höfðu 3/4 afkvæmisplantn-
anna gul kímblöð en 1/4 græn kím-
blöð. Mendel fékk sömu niðurstöðu í
tilraunum með sex önnur einkenni.
Annað einkennið hvarf alltaf í fyrstu
kynslóð afkomenda en kom fram hjá
fjórðungi afkomenda í næstu kyn-
slóð. Mendel kallaði einkennið sem
hverfur víkjandi (recessive) en það
sem eitt kemur fram í fyrstu kynslóð
kallaði hann ríkjandi (dominant).
Af þessum og öðrum tilraunum
sínum dró Mendel þá ályktun að ein-
kenni eða eiginleikar væru ákvarð-
aðir af eindum sem flyttust milli kyn-
slóða með mjög reglubundnum hætti.
Samkvæmt skýringu Mendels eru
tvær eindir fyrir hvern eiginleika í
frumum plöntunnar (til dæmis ein
fyrir gula litinn og önnur fyrir þann
græna í dæminu hér að ofan) en við
myndun kynfrumnanna skiljast þess-
ar eindir að og fer hvor í sína kyn-
frumu. Við samruna kynfrumna
myndast síðan okfruma sem hefur
aftur tvær samstæðar erfðaeindir af
hvorri gerð. Hún verður upphaf nýs
einstaklings. Skýringar Mendels
reyndust réttar og eiga við jafnt um
erfðir dýra sem plantna. Erfðaeind-
irnar hafa síðan árið 1909 verið kall-
aðar gen.
Þegar Mendel gerði tilraunir sínar
voru litningar enn óþekktir og engin
tök voru á að finna erfðaeindunum
stað í lifandi frumum. Nú vitum við
hins vegar að genin eru í langri röð í
litningum sem geymdir eru í frumu-
kjarna. Við vitum líka að venjulegar
frumur í dýrum og plöntum hafa tvö
eintök af litningum og genum; þær
eru tvílitna. Við myndun kynfrumna
helmingast litningafjöldinn og hver
kynfruma fær aðeins eitt eintak af
hvorum litningi í sinn hlut. Þær eru
einlitna en okfruman verður tvílitna.
Það er því fullkomið samræmi milli
hegðunar litninga við myndun kyn-
frumna og hegðunar gena samkvæmt
tilraunum og túlkunum Mendels.
Nú eru gen í raun langar kjarn-
sýruraðir sem ráða gerð prótínsam-
einda. Þótt gen séu vel varðveitt í
frumum geta orðið á þeim ýmiss kon-
ar breytingar, svonefndar stökk-
breytingar, sem oftast eru fólgnar í
umskiptum á einstökum einingum
(kirnum) í kjarnsýruröð gensins.
Slíkar breytingar geta dregið úr
starfsemi þess prótíns sem genið
mótar og þegar verst lætur gert það
algerlega óstarfhæft. Þetta þarf þó
ekki að koma að sök ef heilt eintak af
geninu er á móti. Það yrði oftast nær
ríkjandi en gallaða genið víkjandi.
Komi hins vegar fram einstaklingar
sem eru afhreinir um víkjandi genið
(það er hafa eintak af því á báðum
litningum) getur málið farið að vand-
ast. Sum gen eru það mikilvæg að líf-
verur sem eru arfhreinar um stór-
gölluð eða ónýt eintök af þeim ná
ekki þroska. Þau eru réttilega kölluð
banagen. Þrátt fyrir þetta getur slíkt
gen leynst kynslóð eftir kynslóð í
skjóli ríkjandi gens án þess að við það
verði vart. Önnur víkjandi gen valda
misalvarlegum erfðasjúkdómum.
Því fer þó fjarri að áhrif víkjandi
gena séu alltaf til hins verra. Blár
augnalitur er til dæmis oftast víkj-
andi fyrir brúnum. Einnig má hafa í
huga að áhrif fjölmargra breytinga á
genum eru hverfandi lítil.
Að endingu skal bent á að til eru
ýmis dæmi um skaðleg ríkjandi gen
en áhrif þeirra eru oft flóknari og erf-
iðari að skýra en áhrif víkjandi gena.
Guðmundur Eggertsson,
prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.
Hver er forsenda þess að
skammtafræðin varð til?
Almennt er hægt að segja að
skammtafræðin hafi verið fundin upp
til þess að lýsa eðlisfræðilegum kerf-
um í náttúrunni sem hreyfifræði
Newtons eða svo kölluð sígild eðl-
isfræði gat ekki lýst. Því er hægt að
hugsa skammtafræðina sem betri
lýsingu á ferlum náttúrunnar. Fyrir
mörg kerfi gefur hún því eðlilega
sömu svör og sígilda eðlisfræðin.
En lítum aðeins nánar á ástæð-
urnar fyrir uppgötvun skammta-
fræðinnar. Við erum vönust því að
menn þurfi á henni að halda til þess
að lýsa smásæjum hlutum eins og at-
ómum og öreindum, en þá gleymum
við því að í rauninni urðu eiginleikar
stórsærra kerfa til þess að hún varð
til.
Varmarýmd efna eða hluta eins og
málmbúts segir til um það hve mik-
inn varma (orku) þurfi til þess að hita
bútinn um til dæmis eina gráðu.
Varmarýmdin er háð upphafs-
hitastiginu sem við byrjum með. Ef
við skoðum inn í málmbútinn kom-
umst við að því að varminn er geymd-
ur sem aukinn titringur kristalls-
grindarinnar og aukinn hraði frjálsu
rafeindanna sem geta færst um krist-
allinn og stjórna meðal annars raf-
leiðni hans. Fyrir rúmlega einni öld
tókst mönnum að kæla efni allt að því
niður að alkuli og gátu því mælt
varmarýmd efna frá alkuli og langt
upp fyrir herbergishita með hitun. Í
ljós kom að varmarýmd margra efna
eins og til dæmis málma minnkaði á
sérstakan hátt við lágt hitastig. Ein-
falt var að gera líkan af kristallsgrind
málmsins samkvæmt sígildri eðl-
isfræði og reikna út varmarýmd hans
samkvæmt líkaninu. Til viðbótar var
hægt að lýsa rafeindunum sem gasi
og reikna varmarýmd þeirra einnig. Í
ljós kom að varmarýmd málmsins
samkvæmt þessu sígilda líkani
minnkaði ekki við lágt hitastig.
Þegar málmbútur er hitaður getur
hann farið að glóa, það er að segja að
hann geislar orku sinni út í umhverf-
ið. Eðlisfræðingar komust einnig að
því fyrir rúmlega einni öld að sígilda
eðlisfræðin gat ekki skýrt þessa
varmaútgeislun á réttan hátt. Síðan
bættist við fjöldi annarra hrifa sem
menn geta ekki skýrt út frá hefð-
bundinni eðlisfræði, til dæmis raf-
leiðni hálfleiðara og ofurleiðara, ljós-
geislun einstakra atóma og ísog ljóss
í gasi. Á um það bil þremur fyrstu
áratugum síðustu aldar tókst eðl-
isfræðingum hins vegar að skýra
þessi fyrirbæri og þróa nýja lýsingu á
náttúruferlum sem við köllum
skammtafræði. Nafnið fékk hún
vegna þess að sumar mælistærðir
kerfanna, eins og orka og hverfi-
þungi, geta ekki alltaf tekið hvaða
gildi sem er. Þær eru strjálar eða
skammtaðar.
Hafa ber í huga að ekki er hægt að
lýsa eiginleikum skammtakerfis með
hugtökum sígildrar eðlisfræði. Marg-
ar sígildar spurningar eins og ná-
Vísindavefur Háskóla Íslands
Hvað er
ríkjandi gen?
Spurningar streyma ört inn til Vísinda-
vefjarins og eru áþreifanlegt merki um
áhuga fólks á því að afla sér þekkingar með þessum nútímalega
hætti. Hins vegar ættu gestir að athuga að þeir geta oft fengið svar
við spurningum sínum umsvifalaust með því að nota leitarvél vefj-
arins til að setja inn lykilorð (efnisorð) sem snýr að því sem þeir
vilja vita. Í síðustu viku hafa borist svör frá líffræðingi um íslenska
fjárhundinn og um fjölda sjávardýrategunda í heiminum. Ritstjórn
brá á leik og svaraði spurningu um það hvort þögn væri lykillinn að
hamingju. – Bráðgeru börnin sem sækja námskeið Vísindavefjarins
hafa svarað nokkuð erfiðri spurningu um það, hve langt þurfi að
fara frá jörðinni til að hún sjáist ekki berum augum. Einnig hafa þau
upplýst gesti um heiti tjarnarinnar í Ásbyrgi, um fjölda kanínuteg-
unda, um göngu skordýra eftir veggjum og loftum, um fjölmennasta
sveitarfélag á Austurlandi, moskítóflugur og malaríu, um dýpsta
vatn á Íslandi og um það hver fann upp internetið og GSM-símana.
– Svar sem birtist hér síðasta laugardag frá nemanda í þessum hópi
um hraðfleygustu þotur var því miður ekki fyllilega ótvírætt eða ná-
kvæmt en hefur nú verið lagað á vefsetrinu.
VÍSINDI
kvæm staðsetning og svo framvegis
hafa enga merkingu lengur.
Skammtafræði er í raun og veru ekki
endilega flóknari en sígild eðlisfræði,
heldur einfaldlega öðruvísi og fram-
andlegri við fyrstu kynni. Hún er not-
uð á flestum sviðum eðlis- og efna-
fræði nú á dögum. Rétt eins og
hreyfifræði Newtons og varmafræðin
var undirstaða iðbyltingarinnar er
skammtafræðin undirstaða upplýs-
ingabyltingarinnar. Með skammta-
fræði höfum við öðlast skilning á eig-
inleikum efnis og síðan hagnýtt þessa
þekkingu í rafeindarásum og efn-
isfræði.
Um þessar mundir eru vís-
indamenn, eðlisfræðingar, efnafræð-
ingar og líffræðingar að beita
skammtafræði til þess að þróa nanó-
tækni sem svo er kölluð og mun nýt-
ast okkur á fjölmörgum sviðum á
þessari öld. Segja má að með henni sé
skammtafræðin og sérkenni hennar
hagnýtt með enn markvissari hætti
en nokkru sinni fyrr til þess meðal
annars að meðhöndla örfá atóm eða
sameindir á yfirborði kristalls í
margs konar tilgangi.
Vísanir í mörg önnur svör um
skammtafræði fylgja svarinu á vef-
setrinu.
Viðar Guðmundsson,
prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands.
Hvert er latneska heitið
á íslenska fjárhundinum?
„Svei þér! Þú, Íslands eyrnasperrti
hundur!“ (úr leikritinu Hinrik V. eftir
William Shakespeare, í þýðingu
Helga Hálfdanarsonar).
Íslenski fjárhundurinn nýtur mik-
illar sérstöðu í heimi hundaræktenda
enda hefur þetta afbrigði verið ein-
angrað frá öðrum afbrigðum hunda í
rúm 1.100 ár. Eins og fram kemur
hér á undan minnist hið mikla leik-
ritaskáld Breta, William Shake-
speare, á íslenska fjárhundinn í hinu
klassíska verki sínu um Bretakon-
unginn Hinrik fimmta. Shakespeare
þekkti sæmilega til íslenska fjár-
hundsins vegna þess að á 15. öld var
hann mjög í tísku meðal breskra
hefðarkvenna.
Hin síðari ár hefur áhugafólk um
íslenska hundinn haft vaxandi
áhyggjur af því að þessi einkenn-
ishundur okkar Íslendinga sé að
deyja út. Hér á landi eru nú aðeins
nokkur hundruð hreinræktaðra ein-
staklinga. Sem betur fer eru til hópar
í Evrópu sem hafa ræktað hann sam-
viskusamlega og er þar mikilvægur
genabanki.
Íslenski fjárhundurinn er ekki
dýrategund heldur eitt afbrigði teg-
undarinnar hundur, en latneska heit-
ið á henni er Canis familiaris. Eitt
einkenni tegundar er það að ein-
staklingar af einni tegund geta ekki
átt frjó afkvæmi með einstaklingum
af annarri tegund. Íslenski hund-
urinn getur einmitt átt slík afkvæmi
með hundum af öðrum afbrigðum
eins og nefnt var hér á undan, og þess
vegna er hann ekki tegund heldur af-
brigði. Hið sama á til dæmis við um
íslenska hestinn.
Jón Már Halldórsson
líffræðingur.