Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 29 ÞAÐ er greinilegt að Rannsóknar- stofa í kvennafræðum hitti í mark með því að halda ráðstefnu um konur og Balkanstríðin. Hátíðarsalur Há- skóla Íslands var þéttskipaður í gær- dag við upphaf ráðstefnunnar sem hófst stundvíslega klukkan tvö með sýningu myndbandsverksins Elegy. Yugoslavia Why? eftir listakonuna Rúrí. Myndbandsverkið, sem er frá árinu 1999, leiddi ráðstefnugesti á áhrifaríkan máta að efni ráðstefn- unnar. Að því loknu bauð Irma Erlings- dóttir, forstöðumaður Rannsóknar- stofu í kvennafræðum, ráðstefnu- gesti velkomna og ekki síst framsögumenn ráðstefnunnar, þær Zarönu Papic frá Serbíu, Vesnu Kes- ic frá Króatíu og Vjollcu Krasniqi frá Kosovo. Irma benti í erindi sínu á mikilvægi þess fyrir Íslendinga að leiða hugann að atburðunum á Balk- anskaga, þeir væru fjarri því að vera okkur óviðkomandi. Alþjóðavæðingin hefði enn frekar þurrkað út áhrif landfræðilegrar fjarlægðar. Hvernig vildu atburðirnir til? Irma kynnti síðan til sögunnar fyrsta framsögumann ráðstefnunnar, Zarönu Papic. Zarana, sem er aðstoð- arprófessor í mannfræði við háskól- ann í Belgrad, er kunn fyrir baráttu sína fyrir kvenréttindum og gegn þjóðernishyggju á Balkanskaga auk starfa sinna sem fræðimaður. Hún sagði í erindi sínu að hún hefði frekar áhuga á að svara því hvernig atburðirnir á Balkanskaga vildu til en hvers vegna og benti á að áhugavert væri að velta því fyrir sér, ekki til að velta sér upp úr illsku Serba, heldur til að vara aðra við. „Að mínu mati getur hið sama gerst alls staðar ann- ars staðar.“ Zarana sagðist vilja reyna að skilja hvernig orðræða haturs og illsku varð að venju eftir að gamla Júgó- slavía liðaðist sundur og stríðsátök hófust á Balkanskaga. Til að hjálpa til við skilning á því beitti hún fræðileg- um líkönum. Annars vegar líkani sem lýsti þjóðfélagsgerð kommúnismans. Hugmyndafræði þess byggðist á því að kommúnismi væri hin fullkomna hugmyndafræði sem hefði það að marki að útiloka andstæðu sína, kap- ítalismann. Þessi tími hefði einkennst af tvíhyggju, því kommúnisminn hefði alltaf kallast á við andstæðu sína, kapítalismann. Breyting á hugmyndafræði Með falli hans hefði hins vegar þessi þjóðfélagsgerð þurrkast út og við tekið hugmyndafræði sem hafn- aði tvíhyggjunni og liti á þjóðina sem einn líkama, eina heild. Látið hefði verið að því liggja að allri hugmynda- fræði hefði verið hafnað og þess í stað byggðist þjóðfélagsgerðin nú á göml- um „lögmálum“. Í þessari þjóðfélags- gerð miðaði allt að því að hreinsa and- stæðing hins eina rétta út. Þar á meðal þá sem ekki væru af réttum kynþætti, eða kyni. Í orðræðu hreins- unar væri hins vegar ákveðin þver- sögn fólgin því hreinsun fæli í sér alls kyns ofbeldisverk, þ. á m. nauðgun kvenna. Í þessu nýja þjóðfélagi hefði líka öllum fyrri gildum, t.d. siðferðisleg- um gildum, verið hafnað og sömuleið- is hefðu tengsl sem áður voru góð og gild, t.d. hjónaband milli fólks af mis- munandi þjóðerni, verið bannfærð. Staða kvenna breyttist er Júgóslavía leið undir lok Að máli Zarönu loknu tók Vesna Kesic við. Vesna hefur í skrifum sín- um m.a. rannsakað ofbeldi gegn kon- um í stríðsátökum og samspil þjóð- ernishyggju og nauðgana. Hún hefur og viðamikla reynslu af sálfræðiráð- gjöf við stríðsfórnarlömb. Í erindi sínu lýsti Vesna því hvernig staða kvenna, í lagalegum og pólitískum skilningi, breyttist eftir að kommún- isminn féll. „Í Júgóslavíu fyrrverand- ihöfðu konur alls kyns réttindi sem konur í ýmsum vestrænum löndum gerðu tilkall til, svo sem jöfn laun á við karlmenn og rétt til fóstureyð- inga.“ Vesna sagði að við fall Júgóslavíu hefði þessi staða gjörbreyst og at- hyglisvert væri að velta fyrir sér hvers vegna þær hefðu orðið fórnar- lömb stríðsins með svo hrottalegum hætti sem raun bar vitni. Vesna lagði tvær skýringar fram. Annars vegar hafi öll réttindi sem konur hafi haft í gömlu Júgóslavíu komið að ofan og verið byggð inn í þá ríkisgerð sem henni tilheyrði. Rétt- indin hafi ekki verið sérleg kvenrétt- indi heldur tilheyrt ríkinu. Því var ansi auðvelt að taka þau í burtu þegar Júgóslavía liðaðist í sundur. Þá urðu til ríki sem byggðust á þjóðerni og þar sé komin hin skýr- ingin á því að konur urðu fórnarlömb. Konur hafi verið gerðar að tákngerv- ingi þjóðernis, líkt og tíðkast hefur fyrr, og orðið hentug fórnarlömb fyr- ir óvini þessa þjóðernis. Endurskilgreining á ofbeldi eina jákvæða afleiðing stríðsins Vesna sagði einu jákvæðu afleið- ingu átakanna á Balkanskaga vera að ofbeldishugtakið hefði verið endur- skilgreint og kynferðisglæpir gegn konum féllu nú þar undir. Vjollca Krasniqi, bókmennta- og félagsfræðingur, færði ráðstefnu- gesti enn nær átökunum á Balkan- skaga því hún býr í Pristina í Kosovo þar sem ástand er mjög ótryggt og alþjóðleg bráðabirgðastjórnsýsla fer með völdin. Vjollca er Kosovo-Albani og sagðist hafa upplifað það sjálf hvernig væri að tilheyra menningu hins útilokaða. Vjollca benti á að umræður væru afar mikilvægar til skilnings á hörm- ungunum á Balkanskaga, þar með taldar umræður eins og á ráðstefn- unni í Reykjavík. Að loknum erindum kvennanna þriggja tóku við pallborðsumræður þeirra með þátttöku Vals Ingimund- arsonar, sagnfræðings og Unnar Dís- ar Skaptadóttur mannfræðings. Í þeim varpaði Unnur Dís m.a. þeirri spurningu fram hvernig sjálfsmynd þjóðar verður til og tengslum hennar við kynferði. Í svari sínu benti Vesna á að hugtakið þjóð væri hugtak sem hefði verið búið til af manneskjum og væri því engin óyggjandi sannindi, ekki frekar en skilgreiningar kyn- ferðis. Hugtökin ættu sér því ýmis- legt sameiginlegt, ekki síst ákveðna feðraveldishugsun. Áhrif stríðsins á líf kvenna Eftir hlé var komið að sýningu brots úr heimildamynd Susan Muska og Grétu Ólafsdóttur sem fjallar um fórnarlömb átakanna í Kosovo. Susan og Gréta eru þekktar fyrir mynd sína, Brandon Teena Story. Í máli þeirra kom fram að þær vildu gera mynd sem sýndi áhrif stríðsins á líf kvenna. Við gerð myndarinnar, sem reyndar er enn ólokið, sóttu þær flóttamannabúðir heim og tóku viðtöl við á annað hundrað kvenna. Þær völdu síðan nokkrar úr og fylgdust með þeim er þær sneru til baka á sín- ar heimaslóðir. Myndbrotið sem sýnt var á ráð- stefnunni sýndi vel þær hörmungar sem fórnarlömb stríðsins ganga í gegnum en einnig hvernig orðræða stríðs breiðist til allra er upplifa það. Myndskeið af börnum syngjandi hat- urssöngva eru til marks um það. Að lokinni sýningu myndarinnar var efnt til pallborðsumræðna sem fjölmargir gestir úr salnum tóku þátt í. „Getur gerst alls staðar“ Á fjölsóttri ráðstefnu Rannsóknarstofu í kvennafræðum um konur og Balkanstríðin fléttaðist saman reynsla fræðimanna frá ríkjum Balkanskagans og listamanna frá Íslandi og Bandaríkjunum. Sigríður B. Tómasdóttir fylgdist með. Morgunblaðið/Jim SmartZarana Papic með framsögu á ráðstefnunni Konur og Balkanstríðin en Vjollca Krasniqi og Vesna Kesic hlýða á. Ráðstefna um konur og Balkanstríð á vegum Rannsóknarstofu í kvennafræðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.