Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 49 ✝ RagnheiðurMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 1. desember 1926. Hún lést á Landspít- alanum 23. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Magnús Jónsson, f. 19. sept. 1884 í Svefn- eyjum í Breiðafirði, d. 19. sept. 1959, og Guðrún Kristín Jóns- dóttir, f. 28. mars 1890 í Hólsbúð í Flat- ey, d. 29. maí 1930. Magnús var nafn- kenndur formaður í Flatey. Systk- ini Ragnheiðar voru: Nanna, f. 30. okt. 1915 í Flatey í Breiðafirði, d. 4. júlí 1980, húsmóðir og verk- stjóri í Reykjavík, gift Vernharði Kristjánssyni, f. 19. sept. 1912 í Álftanesi á Kjalarnesi, d. 29. júlí 1985, lögreglumaður í Reykjavík; Jón, f. 29. apríl 1921 í Skálmarnes- múla í A-Barðastrandarsýslu, d. 8. nóvember 1991, garðyrkjumaður í Danmörku og á Íslandi, kvæntur Jensine Kristine Magnússon (f. Schneider), f. 5. jan. 1924 í Stige á Fjóni í Danmörku, d. 18. júlí 1992, húsmóðir. Ragnheiðar átti son með Jóni Bachmann Guðmundssyni, f. 5. júlí 1923, d. 14. okt. 1998, bílavið- gerðamanni. Sonur þeirra er Magnús, f. 28. mars 1947, hús- gagnasmiður. Magn- ús var kvæntur Svanfríði Hagvåg, f. 22. feb. 1949, þau skildu, sambýliskona hans nú er Edda Pálsdóttir, f. 13. sept. 1945. Eiginmaður Ragn- heiðar var Egill Ólafsson, f. 14. okt. 1925 að Hnjóti í Ör- lygshöfn, d. 25. okt. 1999, bóndi, flugvall- arstjóri og safnvörður að Hnjóti. Þau giftu sig 12. ágúst 1954. Synir Ragnheiðar og Egils eru: Ólafur, f. 4. mars 1954, búfræðingur og verktaki, var kvæntur Ásdísi Ás- geirsdóttur, f. 25. feb. 1952, kenn- ara. Egill Steinar, f. 22. maí 1955, d. 18. júlí 1969. Kristinn Þór, f. 14. apríl 1958, bóndi, kvæntur Krist- ínu Valgerði Gunnarsdóttur, f. 3. des. 1962, hjúkrunarfræðingi. Gunnar, f. 9. júní 1962, veitinga- maður, kvæntur Alison Mary Anna Mills, f. 19. okt. 1960, veit- ingakonu. Úför Ragnheiðar fer fram frá Sauðlauksdalskirkju við Patreks- fjörð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kæra mágkona. Okkur hjónin langar með þessum fátæklegu orð- um að minnast þín og Egils heitins, með kæru þakklæti fyrir allt sem þið hafið gert fyrir okkur í gegnum árin. Við þökkum fyrir margar ánægju- legar samverustundir, bæði á heimili ykkar á Hnjóti og eins hér fyrir sunnan. Ekki síður þökkum við ykkur báð- um fyrir að hafa ævinlega haft heim- ili ykkar opið fyrir börnin okkar. Það hefur verið okkur mikil hjálp og gert þeim gott að dveljast í sveitinni hjá ykkur og drengjunum ykkar. Eins hefur það verið ómetanlegt tækifæri fyrir þau til að umgangast afa sinn og ömmu og lifa í nánari tengslum við dýr og náttúru en þau annars hefðu gert. Við vitum að Hnjótur er í huga þeirra eins og annað heimili þeirra og að þið reyndust þeim jafn vel og ykkar eigin börnum. Allir sem fengu að kynnast gest- risni ykkar og heimilisanda vita að það þarf mikinn dugnað til að halda svo stóru heimili til haga. Það hefur þú gert með glæsibrag. Eftir það mikla starf sem þið hjónin hafið innt af hendi hefðum við svo gjarnan ósk- að ykkur rólegs ævikvölds saman. En vegir drottins eru órannsakan- legir. Við sem eftir stöndum munum þó alla tíð búa að litríkum minning- um. Hvílið í friði. Við vottum Magnúsi, Ólafi, Kristni og Gunnari og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð og óskum þeim guðs blessunar. Kærar þakkir fyrir hlýjan hug í okkar garð og barnanna okkar. Sigríður Ólafsdóttir, Ari Benjamínsson, Hafnarfirði. Myndir. Ein er af stórri konu með sterka rödd og vilja úr járni. Þá var ég sjálf ekki há í loftinu. Nokkurra ára og komin ásamt Ingu systur minni með koffortið mitt og snuðið til sumardvalar að Hnjóti, einu sinni sem oftar. Og við vorum aldeilis ekki tvær í þeim sporum. Vorum við ekki hátt í tíu talsins fyrir utan synina fimm á bænum? Börn úr öllum þrep- um þjóðfélagsstigans, héðan og það- an af landinu og á öllum aldri? Það minnir mig. Á fætur! Sækja kýrnar! Inn að borða! Reka kindurnar úr túninu! Út í góða veðrið! Upp að hátta! Svona lét járnviljinn stóru konuna hrópa frá morgni til kvölds, milli þess sem hún eldaði mat, þvoði þvotta, mjólk- aði kýrnar og hélt heimilinu hreinu – og opnu. Og við hlýddum. Öll sem eitt. Ekki endilega um leið, heldur gjarnan eftir nokkur köll. En alltaf beigur og hlýðni. Og mikið gat okkur stundum þótt járnið hart og ósveigj- anlegt. En samræmi var í því. Full- komið samræmi. Það gekk jafnt yfir alla, eigin börn sem sumarbörn, heimalninga og hunda, kálfa og kött. Og þá var ekki auðvelt að finna um- kvörtunarefni. Kaupstaðarferð! Upplifun sum- arsins! Þröngt máttum við sitja í baksæti bílsins, yngstu börnin í hópnum, enda sátt hvert við annað og alsæl. Nú var röðin komin að okk- ur. Síðast fengu eldri börnin að fara. Þar áður unglingarnir. Alltaf til skiptis. Alltaf jafnt fyrir alla. Og við fengum ís og við fengum súkkulaði- kex. Og svo var keypt góðgæti til að gleðja þá sem heima biðu. Enginn út- undan. Fram að tíu ára aldri fannst mér þetta sjálfsagt mál. Auðvitað fengju allir jafnt. Sem unglingur vorkenndi ég stundum bræðrunum á bænum, frændum mínum, sem ekkert afdrep áttu fyrir sína muni. Allt var notað jöfnum höndum. Sem móðir sá ég aftur hve nauðsynlegt þetta fyrir- komulag hafði verið en jafnframt fórnfúst, gjafmilt, réttlátt – og sterkt. Ég átti fullt í fangi með að gera það sama með aðeins tvö eigin börn og örfá önnur í heimsókn. Stóra, sterka Ragna. Svo er eins og hún minnki. En auð- vitað er það ég sem stækka. Við er- um næstum jafnháar. En röddin er jafn styrk og áður og viljinn engu minni. Allir í berjamó með nesti! All- ir í fjöruferð að tína skeljar! Og allir niður í Vaðal að synda! Heitasta dag sumarsins lætur maður ekki framhjá sér fara, þótt fyrirhöfnin sé ærin. Það má ekki gleyma ævintýrunum í amstri dagsins. Lífið er til að lifa því. Duglega, atorkumikla Ragna. Við sem vorum yngst orðin ung- lingar. Farin að taka til hendinni inni og úti. Læra til verka. Ekki lengur í hópi þeirra sem fyrst voru rekin í rúmið því auðvitað voru komin önnur yngri börn. Alltaf ný og ný börn. Börn skyldfólks, vina og kunningja. Og svo barnabörn. Vissulega var meiri ró á veturna. En með afa og ömmu, barna- og ung- lingahópnum og tilfallandi vinnufólki við búskapar- eða safnstörf voru í heimili milli tuttugu og þrjátíu manns. Sumar eftir sumar. Ár eftir ár. Og heimilið auk þess alltaf opið gestum og gangandi. Til kaffiinnlits eða lengri dvalar. Alltaf pláss. Alltaf hægt að dúka fyrir eina fjölskyldu til viðbótar. Búa út svefnpláss fyrir eina fjölskyldu enn. Elstu börnin send út í tjald ef með þurfti. Gestrisnin slík að allir hljóta að minnast, ekki bara ég. Og allt hvíldi á þessari einu konu. Hinni ósérhlífnu og ósíngjörnu Rögnu. Bústýru með meiru. En það er ekki bara sjálf vinnan eða fyrir- höfnin sem gerir heimili hlýtt, opið og vinveitt gestum, heldur viðhorf þeirra sem þar ráða ríkjum. Viðhorf húsráðenda. Ég orðin ráðskona með börnin mín eitt sumar á Hnjóti. Og það er tekið á móti þeim eins og mér áður. Þau eru send eftir mjólkinni, það eldra rekur kýrnar, það yngra hjálp- ar til í búrinu. Bæði læra að drekka kaffitár með molasykri, eins og ég einni kynslóð áður. Jafnt skal yfir alla ganga. Ragna í fótabaði í sólinni úti á stétt. Og börnin í samskonar fótabað skömmu síðar. Ráðskon- ubörnin og barnabörnin hlið við hlið. Við hjálpumst öll að og við uppsker- um öll saman. Hnjótslög hin fyrri og síðari. Ragna alltaf samkvæm sjálfri sér. Og svo lasin. Þótt fæstir fengju að heyra – eða finna. Ragna sem alltaf var til staðar þegar einhvers þurfti með. Þegar eitthvað var á döfinni. Útbúa veislur, ganga frá eftir eitt- hvert ævintýrið, taka þátt í hugdett- um íbúa og gesta. Alltaf opnar dyr að ganga um. Á öllum sviðum. Einu sinni las ég að að baki hvers stór- mennis stæði ævinlega mikil kona. Það sannast óvíða betur en í ævi og starfi hjónanna frá Hnjóti. Það þarf hugrekki, djörfung og alúð til að koma upp heilu byggðasafni, eins og Egill heitinn móðurbróðir gerði. En það þarf líka skilningsríka, sterka og ósérhlífna eiginkonu sem styður við bakið á slíkum hugsjónamanni. Slík kona var Ragna. Það þarf samhent hjón. Slík hjón voru Ragna og Egill. Hér vantar mynd. Ég man. Okkur sinnaðist. Eins og stórum skapkon- um er lagið. Auðvitað verða árekstr- ar. En sem betur fer kunna stórar konur að vinna úr þeim líka. Vinkon- ur aftur. En vináttan hefur breyst. Beigur barnsins er orðinn að virð- ingu þroskaðrar konu og móður. Það er skrýtið að hugsa til þess að þessi tíu til fimmtán barna sumarmamma hafi verið á svipuðum aldri og ég er núna þegar hún vann sín afreksverk. Mér finnst eins og hún hljóti að hafa verið miklu, miklu eldri. Og sterkari. Að ég muni aldrei í atorku eða út- sjónarsemi ná þangað sem hún var. Og lái mér hver sem vill. Hver hefur ekki nóg með sína fjögra eða fimm manna fjölskyldu? Hver vill fimm-, sex- eða sjöfalda það umfang? Kraftakona. Kraftaverkakona. Jafnvel undir það síðasta. Búin að inna af hendi margfalt ævistarf og takast á við sívaxandi veikindi af hetjumóð. Búin að missa son á ferm- ingaraldri, sonardóttur og orðin ekkja. En alltaf jafn framsýn og föst fyrir. Ákveðin í að halda áfram og gera það sem gera þyrfti. Taka því sem taka þyrfti. Ekki jafn stór og í barnshuganum áður, en sterkari ef eitthvað er. Og í minningunni fyrst og fremst hlý persóna með opið hús – og hjarta. Aðsópsmikil kona sem lét verkin tala. Blessuð sé minning hjónanna Ragnheiðar Magnúsdóttur og Egils Ólafssonar frá Hnjóti í Örlygshöfn. Hafið kæra þökk, bæði tvö, fyrir all- ar ykkar gjafir til mín, Sunnu og Mána sem fengum að dvelja með ykkur sumar eftir sumar, ár eftir ár. Og vorum alltaf velkomin, hvernig sem á stóð. Ég veit að þakklæti mitt á samhljóm í hugum systkina minna, Sóldísar, Óla og Ingu, og eflaust þeirra fjölmörgu sem nutu sömu gestrisni og alúðar. Maggi, Óli, Kiddi og Gunni; takk fyrir dýrmæta og lærdómsríka samveru í sveitinni. Guð veri með ykkur öllum og fjöl- skyldum ykkar. Draumey Aradóttir, Lundi, Svíþjóð. Lítil sál í litlum líkama. Myrkrið í stofunni er svo dökkt – þrátt fyrir sumarbirtuna. Það heyrist ekki neitt, engin hljóð fyrir utan klukk- una sem tifar áfram og áfram. Flug- urnar í gluggakistunum eru búnar að gefast upp og berjast ekki lengur fyrir lífi sínu. Þær liggja hljóðar og halda niðri í sér andanum. Eins og ég. Myrkið sækir að okkur og litla sál- in í litla líkamanum þráir skjól í fangi mömmu. En mamma er ekki hér. Mamma kemur ekki fyrr en á morg- un. Og það er óralangt til morguns. Litlu tærnar finna leið út úr svefn- pokanum og út á gólf, hendurnar strjúka tárin úr augunum. Svo trítlar litla hrædda veran niður ganginn og upp að dyrum. Stendur fyrir framan dyrnar í nokkur löng andartök og bíður eftir einhverju. Svo bankar hún ofurvarlega. Opnar hljóðlega og kíkir inn með kökkinn í hálsinum. Þegar hún hefur stunið upp erindi sínu; að hún sé svo hrædd er sæng- inni svipt til hliðar. Á milli Rögnu og Egils er hlýtt. Það er ekki dimmt, á náttborðinu lýsir lampi, og undir sænginni er pláss fyrir hrædda litla sál. Og hlýja. Og hún nægir til að fleyta litlu sálinni yfir nóttina. Þegar hún trítlar aftur til stofu er maginn ekki fullur af tóm- leika heldur hlýju. Ég man eftir óréttlætinu sem fólst í því að mega ekki horfa á Morgun- sjónvarp barnanna. Að þurfa að hlaupa í gegnum kríuvarp á eftir morgunfúlum beljum. En ég man líka eftir sólskininu í eldhúsinu. Sem lék í krullunum á höfði eldhúsdrottn- ingarinnar. Kapall og mjólkurkaffi, djús og fótabað á veröndinni og létt- mjólk í ískápnum fyrir ofnæmis- stelpu úr borginni sem þoldi ekki kúamjólkina. Grautur í boxi fyrir langafa sem þoldi ekki venjulegan mat. Ég man eftir gleðinni þegar hún hringdi úr sveitinni. Bara til að heyra í okkur. Og hlátrinum. Ég átti fjórar ömmur; Siggu ömmu, Laugu ömmu, Rögnu ömmu og Gunnu ömmu. Gunna amma og Ragna amma voru sveitaömmur mínar. Hinar voru borgarömmurnar. Takk fyrir allt, Ragna amma. Þú ert örugglega orðin drottning í englaeldhúsinu þarna uppi einhvers staðar. Og sólskinið leikur sér í englakrullunum þínum. Sunna Dís Másdóttir, Lundi, Svíþjóð. Á sunnanverðum Vestfjörðum er eitt stórbrotnasta landslag á Íslandi. Á umliðnum öldum hefur það fóstrað kjarngott fólk sem sótti sér lífsbjörg við erfiðustu aðstæður. Umhverfi sem útheimti kjark og æðruleysi af börnum sínum. Væru þessir þættir til staðar gaf hafið og bjargið ómælt af gnægtum sínu. Í dag er glíman önnur, fólksfæð. Við sem nú lifum virðumst kjósa okkur aðra vist að móta skap okkar í en landslag mikilla sanda og mikilla sjáva. Landslag sem hefur skapað stórt fólk, með stórt skap, mikinn kjark og æðru- leysi til að takast á við hverja raun. Ragnheiður Magnúsdóttir kaus þessa vist. 1952 kom hún í Örlygs- höfn sem vinnukona á Hnjóti. Fer, kemur svo aftur að ári, festir ráð sitt og gerist húsmóðir á Hnjóti. Við hlið eiginmanns síns, Egils Ólafssonar, tekur hún þátt í merku ævintýri að byggja upp minjasafn sem er helgað lífsbaráttu genginna kynslóða. 30 ár- um síðar gefa þau hjón sýslunni safn- ið sem lét reisa safnahús á Hnjóti til að hýsa það. Ég kynnist Ragnheiði fyrst fyrir um sjö árum og fékk að njóta ómældrar gestrisni hennar. Ekki síður var hún viðræðugóð, hlý, opin og glaðvær. Mér er minnisstætt er við sátum eitt sinn við eldhúsborðið og ræddum hamingjuna. Til að skilja hvað hamingjan er bað ég hana um að nefna mér einhverja hamingju- stund í lífi hennar. Eftir andartaks umhugsun nefnir hún þegar hún var unglingsstúlka, 15 ára, daglangt í heyskap í Breiðafjarðareyjum. Ég bað hana um að útskýra nánar hvað það hefði verið sem gerði þessa stund svona hamingjuríka. Hún svaraði eitthvað á þá leið að það hafi verið svo margt. Umhverfið, kvöld- kyrrðin, vinnan að keppast við að taka saman heyið og bera í bátana, að starfa á móti fólki sem henni þótti til um og að fá að reyna á þrek sitt. Mér hefur löngum þótt þetta merkilegt svar og kannski lýsir það lífshlaupi Ragnheiðar betur en nokk- uð annað. Þrekvirki hennar við upp- bygginguna á Hnjóti við hlið Egils hlýtur að teljast einsdæmi. Gestrisn- in að taka á móti öllum gestunum sem sóttu safnið heim þegar það var á efri hæðinni í Hnjótsbænum var annáluð. Ekki dvínaði gestrisnin þótt safnið væri komið í nýtt húsnæði og heilsan hennar farin að bila. Þá kom ekki síst í ljós viljaþrek Ragnheiðar og skapharka að láta ekki bugast þótt kvalir hljóti oft að hafa verið miklar. Safnið á Hnjóti á Ragnheiði allt að þakka. Síðasta stórvirki hennar við safnið var að halda utanum og stýra veitingum kvenna í sveitinni þegar forseti Íslands sótti safnið heim 26. ágúst á síðasta ári og opnaði form- lega nýja álmu við minjasafnið og vígði Flugminjasafn Egils Ólafsson- ar. Vilji hennar til að athöfnin færi fram með sóma var slíkur að sjúkra- húslega varð ekki til þess að hún sleppti þráðunum úr hendi sér. Þetta var verkefni hún ætlaði sjálf að vinna, þegar svo var, var ekkert sem gat stöðvað vilja hennar. Ég kveð Ragnheiði með djúpu þakklæti og söknuði og votta fjöl- skyldu hennar og aðstandendum samúð mína alla. Með henni er geng- inn enn einn fulltrúinn sem þetta byggðarlag hefur gert að mikilli manneskju. Jóhann Ásmundsson, forstöðumaður Minja- safns Egils Ólafssonar. RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.          !     " "    "    ,    &  01  ()!  )(22!  '/ 3 %  &! !'#  &! 3 %#   '! )  4  &! !  * "#5 & )  "#5 &  )   %#  &! "#  &! " #  "#5 & )    &  &! "  '! ! )    !    )   ' (!# .!  &!   % )'  '    /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.