Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 19
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 19
Hönnun
List
Gullsmiðir
SNJÓRINN hefur látið bíða eftir
sér, en þegar hann er kominn er um
að gera að nota tækifærið og leika
sér úti í snjónum.
Barn
að leik
Morgunblaðið/Ásdís HARALDUR Óskar Haraldsson
varði doktorsritgerð 18. maí sl. í
orkuverkfræði við vélaverk-
fræðideild Kon-
unglega
Tækniháskólans
í Stokkhólmi.
Ritgerðin nefn-
ist „Breakup of
Jet and Drops
During Premix-
ing Phase of Fu-
el Coolant Inter-
actions“.
Leiðbeinendur
voru Bal Raj Sehgal, prófessor við
Konunglega Tækniskólann í
Stokkhólmi og Truc Nam Dinh,
prófessor við University of Calif-
ornia í Santa Barbara í Bandaríkj-
unum. Andmælandi við vörnina
var George Berthoude prófessor
við háskólann í Grenoble og yf-
irmaður hjá Commissariat á l’E-
nergie Atomique (CEA) í Frakk-
landi.
Ritgerðin fjallar um hvernig
bunur og dropar brotna upp í
vökvum eða glasi. Gerðar voru til-
raunir þar sem bunur með mis-
munandi hitastig (frá 0°C til
1.500°C) og eðliseiginleika voru
látnar brotna upp í mismunandi
vökvum og kannað hvaða áhrif það
hefði á uppbrotnunareiginleika
bunanna. Fundin voru áhrif Kelv-
in-Helmholz og Rayleigh-Taylor
ójafnvægis á yfirborði vökva á
uppbrotnunina. Gert var reikni-
líkan þar sem vökvinn umhverfis
bununa var hermdur í Eulerian
hnitakerfinu og ögnum bununnar
var fylgt eftir í lagrangian hnita-
kerfi. Jafnframt var notuð svo-
nefnd Level-Set aðferð til að stað-
setja flötinn milli
bununnar/dropans og vökvans um-
hverfis. Sýnt var fram á að stærð
agnanna er einkum háð tveimur
víddarlausum stærðum, tölum We-
bers og Ohnesorge. Með þessum
hætti var mögulegt að sýna að
þrjú mismunandi uppbrotn-
unarsvæði eru háð áðurnefndum
víddarlausum stærðum.
Rannsóknirnar nýtast á breiðu
sviði, t.a.m. í kjarnorkuiðnaði,
málmiðnaði, brennsluvélum, þotu-
hverflum, Pelton vatnshverflum,
sem og öðrum sviðum þar sem
bunur og dropar brotna upp í agn-
ir eða komast í samband við aðra
vökva. Rannsóknirnar voru styrkt-
ar af, Vattenfall, Sydkraft og SKI
í Svíþjóð, IVO og TVO í Finn-
landi, US NRC í Bandaríkjunum,
HSK í Sviss og fjórðu rammaáætl-
un Evrópubandalagsins.
Haraldur Óskar lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum við
Sund 1990, C.S. prófi í vélaverk-
fræði frá H.Í. 1994, MS prófi í
vélaverkfræði 1996, ritgerðin var
skrifuð við HÍ, námskeið tekin við
The University of Michigan í Ann
Arbor. Samhliða doktorsnámi tók
hann ýmis námskeið á sviði fjár-
mála, afleiðuviðskipta og áhættu-
stýringar.
Haraldur Óskar er sonur
hjónanna Haraldur Haraldssonar
og Ingibjargar Tómasdóttur.
Hann er kvæntur Guðrúnu Pét-
ursdóttur og eiga þau dótturina
Erlu Björg. Samhliða og eftir lok
doktorsprófs starfaði Haraldur
Óskar sem verkfræðilegur ráðgjafi
hjá Sehgal Associates m.a. við ný-
sköpunar og þróunarverkefni fyrir
raforkufyrirtæki. Hann starfar nú
hjá Íslenskri erfðagreiningu hf.
FÓLK
Doktor í
verkfræði
Haraldur Óskar
Haraldsson
ORKUVERÐ heimilistaxta Rafveitu
Hafnarfjarðar lækkaði 1. mars, úr
6,23 krónum fyrir kílówattstund nið-
ur í 5,60 kr, eða um 10%. Taxti fyrir
stærri notendur (afltaxti), miðað við
orkunotkun 400.000 kWh/ári og afl-
topp 100 kW, lækkar einnig um 10%.
Verðlækkunin er möguleg vegna
fyrirhugaðs samruna Rafveitu Hafn-
arfjarðar og Hitaveitu Suðurnesja
og tekur gildi frá og með 1. mars.
Gert er ráð fyrir að gjaldskrár RH
og HS verði að fullu samræmdar á
haustmánuðum. Þá má reikna með
enn frekari lækkun taxta á þjónustu-
svæði Rafveitu Hafnarfjarðar.
Rafveita Hafnarfjarðar
Gjaldskrá
lækkar um 10%
annan hvern
miðvikudag