Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 51 ekki í neina vitleysu.“ En svo þegar þú dast var ég svo hræddur um þig, svo dastu aftur og fórst á sjúkrahús. Ég heimsótti þig og sagði nafnið mitt á sjúkrahúsinu og þú mundir það og þekktir mig. Blessuð sé minning þín. Stefán Grímur Rafnsson. Elsku langafi. Það er svo ótal margt sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa til þín. Þú að slá garðinn með orfi og ljá, að setja nið- ur kartöflur í litla kartöflugarðinn ykkar langömmu, hraðstígur á leið til hestanna með moðpokann á bak- inu, að segja mér sögu uppi í stofu, með tóbakspontuna og kaffibollann við eldhúsborðið, að fara með vísur og ljóð, að faðma mig og óska mér alls hins besta, að þrýsta hönd mína þétt og kveðja. Þetta eru bara örfá brot af því sem ég geymi til minn- ingar um þig. Mig langar að kveðja þig með bæninni sem þið langamma gáfuð mér fyrir mörgum árum en hún mun alltaf fylgja mér og geyma minning- arnar um ykkur: Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. Guð geymi þig, elsku afi lang. Þín Hólmdís. Nú er langri og farsælli lífsgöngu Kjartans í Hrauni lokið. Á kveðju- stundu líða ljúfar minningar um hug- ann. Kærar minningar sem geymdar verða í hugskoti mínu að eilífu. Það voru sannkölluð forréttindi að fá að njóta vináttu Kjartans og tryggðar. Yfir einstökum persónuleika hans var hljóðlát reisn sem lét engan ósnortinn. Hann lifði tímana tvenna og tókst á fágætan hátt að þroskast og vaxa af erfiðleikum jafnt sem hamingjudögum. Hann gaf mikið af sér og má segja að mannkærleikur og góð kímnigáfa hafi einkennt allt hans fas. Sérstaklega minnist ég innihalds- ríkra samverustunda með Kjartani í litlu stofunni í Hrauni þar sem ríkti svo mikil kyrrð og ró að stundum var engu líkara en tíminn stæði í stað. Ég fór ríkari af hverjum fundi og sérstök sálarró og virðing fyllti huga minn þegar ekið var úr hlaði. Kjartan lifði gæfusömu lífi í faðmi dalsins síns í nærri heila öld. Hann skilaði drjúgu dagsverki, hjónaband hans var hamingjuríkt og hann var umvafinn kærleika traustrar fjöl- skyldu sinnar og fjölmargra vina. Það er vart hægt að hugsa sér neitt sælla eða fegurra í lífinu, þegar dag- ur er að kveldi kominn eftir langa og heilladrjúga ævi, en fá að leggjast til hinstu hvílu, sáttur og þakklátur fyr- ir lífið sem guð gaf. Hlýtt og þétt handtak Kjartans, ljóminn í augunum og einlægt brosið sem hann gaf mér þegar ég hitti hann í síðasta skiptið nú á dögunum, verður mitt veganesti á þeirri öld sem nú er gengin í garð. Í minning- arnar mun ég sækja þann styrk sem ég þarf. Verði mér hugsað að veðrahami lægðum í undarlegri kyrrð um óbuganleikans blóm: Ljósbera á mel, lilju á strönd, bláhvíta í fjörumöl, eða burnirót á syllu: þá veit ég ekki fyrr til, vinur minn góður, en ég hugsa til þín og heimti seigluna aftur. Beri mig í eftirleit að upprunans lindum og reyni þar að lesa af lifandi vatninu lögmál þolgæðis og lögmál drengskapar: hvað niðar þá í hlustum nema nafn þess vinar, sem lögmál þau bæði borið hefur ófölskvuð dýpra flestum mönnum í dulu brjósti. (Ólafur Jóhann Sigurðsson.) Með virðingu og þökk. Kristín Sólveig Bjarnadóttir. ✝ Björgvin Ingi-mundarson var fæddur að Garðstöð- um í Garði 25. janúar 1917. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 25. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón- ína Guðmundsdóttir, f. 22.10. 1882, d. 6.3. 1970, frá Húsatóftum í Garði, og Ingimund- ur Guðjónsson húsa- smiður, f. 28.3. 1886, d. 22.5. 1958, ættaður úr Landeyjum. Systkini Björgvins eru Þórunn Þorlaug, f. 1908, d. 1978, Halldór, f. 1912, d. 2001, Guðmundur, f. 1913, Valgerður, f. 1915, Guðni, f.1923, og Ingimar, f. 1926. Á nýársdag 1942 kvæntist Björgvin Bergþóru Ólafsdóttur, f. 12.11. 1923. Foreldrar hennar voru Ólafur Ásgrímsson frá Gljúf- ir í Ölfusi og Guðbjörg Vilhjálms- dóttir frá Stóra-Hofi á Rangár- völlum. Fósturforeldrar hennar voru Anna Sigríður Guðmunds- dóttir, f. 6.12. 1873, d. 21.7. 1951, og Magnús Magnús- son, f. 24.9. 1869, d. 26.9. 1945, frá Króki í Garði. Börn þeirra eru: 1) Anna Magn- ea, f. 19.7. 1941, maki Jósep Bene- diktsson. Eiga þau fjögur börn. 2) Ólaf- ur, f. 22.10. 1942, maki Ella Sjöfn Ell- ertsdóttir. Eiga þau fimm börn. 3) Magn- ús, f. 7.8. 1945, maki Hulda Matthíasdótt- ir. Eiga þau þrjú börn. 4) Inga Jóna, maki Freymóður Jensson. Eiga þau þrjú börn. Björgvin stundaði sjómennsku, gerðist síðan vélstjóri í frystihúsi Gerðabræðra. Árið 1950 stofnaði hann sína eigin fiskverkun sem hann rak um árabil. Björgvin sat í hreppsnefnd Gerðahrepps í fjögur ár og starf- aði um árabil innan Sjálfstæðis- félags Gerðahrepps. Útför Björgvins fer fram frá Útskálakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Með Björgvini Ingimundarsyni kveðjum við góðan dreng og sanna fyrirmynd. Nærri 40 ár eru liðin síðan ég kom fyrst á heimili tengda- foreldra minna á Háteigi þeirra Björgvins og Bergþóru Ólafsdóttur, sérlega hlýr og notalegur staður, sem þau hjón hafa mótað hvort með sínum hætti, heimili þar sem ást og umhyggja hefur setið í öndvegi. Á sínum yngri árum sinnti Björgvin hinum ýmsu störfum, en þegar ég kem suður þangað og lít yfir sviðið þá eru þau hjón útvegsbændur og allt snýst um saltfisk og skreið og hafði svo verið lengi. Björgvin var ákaflega farsæll maður í lífi og starfi. Einstakur dugnaðar- og eljumaður sem aldrei lét sér verk úr hendi falla. Oft hef ég undrast úthald og dugnað tengdaföður míns, en geðslagið er það sem ég öfundaði hann mest af. Með ró og öryggi gekk hann að verki og með ró og öryggi frá verki. Hávaði og gauragangur var ekki að hans skapi. Björgvin átti því láni að fagna að búa við góða heilsu lengstum. Því var það honum mikið áfall þegar hann veiktist fyrir brjósti af krans- æðaþrengslum og varð af þeim sök- um að hægja á allri erfiðisvinnu. En menn eins og Björgvin bera ekki harma sína á torg en þeir sem til þekktu vissu hve erfitt það var fyrir hann að geta ekki lengur gengið að störfum með sama hætti og hann hafði gert um áratuga skeið. Það flokkaðist til hátíða þegar Bergþóra og Björgvin heimsóttu okkur í sveitina og ekki laust við að sumum fyndist togna á tímanum þar til sæist í bíl afa og ömmu enda bíllinn oft troðinn allskonar gjöfum og gottiríi. Björgvin undi sér löngum stundum við ána með veiði- stöng í höndum því hverskyns fisk- veiðar voru hans áhugamál. Það brást ekki að heimilishund- urinn Tryggur elti og sæti yfir veiðimanninum og léti húsbændur sína róa, enda fóru þar miklir mát- ar. Það er um þetta leyti sem þau Björgvin og Bergþóra selja fisk- verkun sína til sonar síns Magn- úsar. Það var góður gjörningur, því nú gat Björgvin eftir sem áður fylgst með og tekið þátt í þeim störfum sem voru honum svo hug- leikin. Fyrir nokkrum árum byggðu þau hjón sér sumarbústað hér fyrir austan og enn og aftur verðum við vitni að þrautseigju og seiglu Björgvins. Björgvin hafði yndi af smíði og verklegum þáttum og undi sér við smíðar og frágang á bú- staðnum. Enda þótt Björgvin hefði mest starfað við sjávarsíðuna leyndi sér ekki áhugi hans fyrir ræktun jarðar og jarðargróða enda kom það berlega í ljós við sumarhús þeirra hjóna hér austur frá hve mikla ánægju hann hafði af útplönt- un og uppgræðslu hverskonar. En allt hefur sitt upphaf og allt sinn endi. Í sumar komu hjónin í Litlabæ aðeins tvisvar. Litlibær er nafn á sumarhúsinu þeirra hjóna. Mér er nær að halda að Björgvin hafi vitað að þetta væru síðustu ferðir hans austur til okkar í sveit- ina. Ógleymanlegur maður er nú all- ur. Hérvistardögum hans er lokið. Ég þakka honum fyrir allt og allt. Tengdamömmu, fjölskyldu og vin- um votta ég samúð mína. Jósep Benediktsson, Varmadal. Elsku tengdapabbi, nú ertu far- inn frá okkur, það er mikil eftirsjá að þér og allar góðu minningarnar streyma fram í hugann. Þú varst alltaf svo hjálpsamur þegar Óli var úti á sjó og ég ein með krakkana, þá gafst þú þér alltaf tíma fyrir okkur. Eins og þegar þú keyrðir mig til læknis í Reykjavík. Svo varst þú svo einstaklega barngóður að öll börn hændust að þér. Þú og Bergþóra voruð eitt í orðsins fyllstu merkingu, svo mikill kærleikur á milli ykkar að maður hafði aldrei kynnst svona. Þið voruð mér sem foreldrar og vil ég þakka þér fyrir það, elsku Björgvin. Blessuð sé minning þín. Elsku tengdamamma, megi góð- ur guð veita þér styrk í sorg þinni. Ella Sjöfn. Elsku afi, með örfáum orðum langar okkur að minnast þín. Þrátt fyrir sorg og söknuð var hvíldin þér kærkomin og við huggum okkur við það. Okkur langar að þakka þér, afi, fyrir að fá að kynnast öllum þeim kærleik og hlýju sem þú sýnd- ir okkur. Alltaf var gott að koma til ykkar ömmu. Þó leiðin væri oft löng fyrir litla fætur, aftraði það okkur ekki að stökkva yfir melinn. Marg- ar yndislegar stundir áttum við á Háteig. Eru minningarnar svo margar og góðar að varla er hægt að telja þær allar upp. Þegar við unnum í fiskhúsinu, breiddum fisk á stakkstæðin, og alltaf máttum við vera að hamra á fínu reiknivélinni þinni í kjallaranum. Höfum við lært margt af þér, afi minn, það var svo gott að tala við þig og fá klappið þitt á bakið. Betri fyrirmynd er ekki hægt að hafa, allur kærleik- urinn á milli ykkar ömmu og góð- vildin í garð okkar og barnanna okkar er ómetanlegur, og vonumst við til að geta miðlað honum til barna okkar og barnabarna. Elsku afi, minning þín mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Elsku amma, missir þinn er mik- ill, megi góður guð styrkja þig og vernda. Þín barnabörn; Bergþóra, Ellert, Arnbjörg, Linda og Harpa. Elsku langafi á Háteigi. Í dag kveður þú okkur með mikl- um söknuði. Það verður erfitt að koma upp á Háteig og sjá þig ekki í horninu þínu, taka glaður á móti okkur. Það er hægt að skrifa enda- laust fallegt um þig, elsku afi, en við ætlum að ylja hjarta okkar með minningum um þig sem varst okkur svo kær guð blessi þig. Þínar, Guðbjörg, Lovísa og Særún. Genginn er á vit forfeðra sinna ljúfmennið Björgvin á Háteig í Garði. Hann var fæddur á Garð- stöðum í Garði 1917, ólst þar upp hjá foreldrum sínum, þeim Jónínu Guðmundsdóttur og Ingimundi Guðjónssyni, og systkinum. Ungur að árum kynntist Björgvin móð- ursystur minni, Bergþóru Ólafs- dóttur, sem hafði verið tekin í fóst- ur hjá þeim sæmdarhjónum í Króki; Magnúsi og Önnu. Felldu þau hugi saman og giftu sig um 1940. Þau eignuðust fjögur börn; þau Önnu Magneu, Ólaf, Magnús og Ingu Jónu. Bæ byggðu þau uppi á melnum fyrir ofan Krókvelli og nefndu hann Háteig. Ég sem rita þessar línur man ýmis leiftur frá dvöl minni úti í Garði eins og við systkinin i Kefla- vík vorum vön að segja. Bjögvin var útvegsbóndi í þann tíma, eins og svo margir í Garðinum; hann átti opinn vélbát sem hann og synir hans, Óli og Maggi, reru á, upp á Sand sem kallað var, þ.e. í Garðsjó- inn fram undan Útskálakirkju, því á þeim tíma gekk þorskurinn í stórum torfum inn í Garðsjó og mátti stundum sjá á bakið á honum undir bátnum. Það sem Björgvin aflaði, verkaði hann í fiskhúsi sínu sem hann reisti sunnan við bæinn. Allt fiskslóg bar hann á melana í kring og fljótlega var hann búinn að gera þá að iðja- grænu túni girtu, sem hann heyjaði, því hann hafði komið sér upp fjár- stofni sem hann hýsti sunnan undir fiskhúsinu.Og þarna við fjárhúsin var hænsnakofinn og kartöflugarð- urinn sem þær rauðu íslensku spruttu svo vel í. Ein mín fyrsta minning úr Garð- inum var það, þegar við Björgvin vorum að taka upp kartöflur í soðið og ég rúmlega 2ja ára og sól skein í heiði, að mér var litið á troðfulla fötuna af kartöflum sem glóðu í miðdegissólinni og hrópaði upp; ( að því er Björgvin minnti mig stund- um á ), „Bögget, Bögget það er að kikna í kappelína hína, Bögget.“ Til þess að geta verkað saltfisk svo vel sé þarf gott vatn og ekki var mikið um það uppi á melnum, að- allega rigningarvatn af þökum. Björgvin réðst þá í það, að láta bora fyrir vatni við húsgaflinn á Háteigi, og viti menn, fyrr en varði streymdi upp kristaltært vatnið sem nýttist fyrir bæ og bú. Alltaf óx saltfiskverkunin og lagði hann fiskreit vestan við túnið þar sem fiskurinn var þurrkaður og stakkaður á víxl. Unnum við krakk- arnir við breiðslu saltfisksins þegar þess var þörf. Var það skemmtileg vinna. Og þegar við komum heim þá beið okkar alltaf bakkelsið góða hennar Bergþóru hans Björgvins. Þarna var heimabakað brauð með reyktum rauðmaga sem hann Björgvin hafði sjálfur reykt og mjólkin góða frá honum Torfa í Miðhúsum. Myndarlegra heimili er vart hægt að hugsa sér. Alltaf höfðu þau hjón fólk í vinnu við vöskun á saltfiskinum stundum eina manneskju og svo fleira fólk þegar umsvin urðu meiri. Þegar ég var lítill þá vann hún Sigga á Kirkjubóli hjá þeim hjónum. En til að lýsa hjartalagi þessara sæmdar hjóna þá tóku þau gamlan mann til sín, sem Pétur Jónson hét og hafði búið á Kolbeinsstöðum og önnuðust hann í ellinni. Hann var ömmubróðir hennar Bergþóru, bróðir Guðbjargar Jónsdóttur frá Varmadal á Rangárvöllum, konu Vilhjálms Gíslasonar frá Stóra-Hofi á Rangárvöllum. Hann Björgvin hafði alltaf nóg að sýsla því maðurinn var fjölhæfur og hann kunni að bjarga sér; mér fannst hann geta næstum allt; verka fisk, salta, herða, reykja, og svo gerði hann við bílana sína og svo stækkaði hann húsið sitt um helming. En hann var ýmislegt að bralla með bræðrum sínum og frændum á yngri árum og þá sér- staklega við að bjarga góssi og ýmsum nytjahlutum úr strönduðum skipum. En þá sögu kunna aðrir betur en ég. Að lokum vil ég þakka þær stundir sém ég fékk að vera með honum Björgvin og hans fólki, er ég var lítill að stíga mín fyrstu spor, því af honum lærði ég fyrst og fremst, gæsku til manna og dýra, virðingu fyrir lífinu, hjálpsemi við náungann og ekki síst iðni og vinnusemi. – Megi minningin um góðan dreng lifa með okkur og styrkja. Erling Rafn Sveinsson. BJÖRGVIN INGIMUNDARSON                        !     " #       $   $ "   "     "  .67 -8""0,-- %          $ & '     (    $ )   &  !% ! *   9  !''! )  %   '& %    %      % )'       % / +       , .: - ;  6- .! ' < "! &   !  ,- '  .   "      / ! # " 0 122 *   "# $ ,  &! = !  ) /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.