Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 47
andi fyrir þá sem á hlýddu. Að sjálf- sögðu átti það vel við þarna en hæfn- in til þess að tala svona nýtist í miklu víðtækara samhengi. Um- ræðuefni hennar var ekki fjarlægðir og stærðir heldur um lífið um borð í bátnum og uppi á snævi þöktu landi. En hún notaði slík orð til þess að gera okkur kleift að skynja og skilja það sem hún talaði um. Þetta var eðlilegur hluti af orðaforða hennar. Á sama hátt geta fullorðnir að sjálf- sögðu séð og rætt um miklu fleiri svið. Meðvituð eftirtekt á stærðum, mælisamhengi, formum, orsökum og afleiðingum í rökréttu samhengi og ýmsu fleiru getur mótað það um- hverfi sem börn og unglingar hrær- ast í og valdið því að miklu færra verður framandi er börn fara í skóla og leggja stund á stærðfræði og ýmsar greinar þar sem stærðfræði er beitt. Vera má að þetta virðist dá- lítið óáþreifanleg ráð en ég á við hversdagslega viðburði tengda sam- veru inni á heimili og í stuttum ferð- um innan bæja eða út fyrir þá. Þar er í raun gnægð tilefna til slíkra við- ræðna og það er ekki síður haldgott veganesti að verða þannig læs og heyrandi á stærðfræðileg hugtök og orðaforða í umhverfi sínu en að æfa reikningsdæmi sem ekki tengjast neinu. Möguleikarnir tengjast oft at- burðum sem börn taka fullan eða talsverðan þátt í. Og spjallið getur vakið frekari umhugsun með þeim sem getur síðan tengst leikjum með spil, teninga og fleira. Í blaðagrein er ekki þægilegt að gefa lipur dæmi um þetta en það mætti gera í skemmtilegum barna- þáttum í sjónvarpi og ekki síst ef vettvangurinn er ekki bundinn við sjónvarpsstofuna heldur farið út fyr- ir hana. Sjónvarpsþættir sem sýna eðlileg samskipti barna og fullorð- inna eru ekki tíðir en þá mætti vel búa til með góðum handritshöfund- um og ráðgjöfum um inntak og um- hverfi. „Vinir“ gætu allt eins verið lítil táta og afi eða hnokki og móð- ursystir sem væru að sinna ýmsum spennandi verkum saman og spjöll- uðu um alla heima og geima í leið- inni. Þau gætu farið í leiktæki, veitt silung, bakað saman, farið í fjall- göngu, sagt grobbsögur og margt fleira. Það væri gaman að fá slíkt efni í sjónvarp og gagnlegt líka. Skertar aðstæður barna og unglinga Í síðustu grein nefndi ég að allt of fjölmennur hópur barna og unglinga byggi við skertar aðstæður í stærð- fræðinámi sínu. Þau hefðu svo tak- markað svigrúm til námsins að þau næðu ekki skilningi á því hvað það felur í sér. Eigi að ræða það mál í einhverri alvöru verður að hætta þeim sið sem hefur viðgengist lengi. Hann felst í því að árvisst er upp- hlaup í blöðum og á mannamótum þegar próf eru lögð fyrir eða nið- urstöður samanburðarrannsókna birtast. Þar þusa menn við náung- ann og goluna og skilja svo ekki hvers vegna mál eru óbreytt árið eftir, og þar á eftir, og þar á eftir... Einstakir atburðir hafa lítið sem ekkert að segja í samhengi sem er jafnmargþætt og það sem við getum kallað menningu stærðfræðináms- ins, eða hvaða augum mennirnir (karlar og konur) líta á stærðfræði og stærðfræðinám. Það þarf annað og miklu meira til eins og fyrr hefur verið komið að í greinunum. Segja má að markhópar séu þrír. Sá sem hefur mest að segja til lengri tíma litið, en er jafnframt fjölmennastur og verst skilgreindur, eru foreldrar og í rauninni þjóðin sjálf. Vísbend- ingarnar og spjallið hér á undan eru til þessa hóps. Hann stendur börn- um og unglingum næst, ver með þeim mestum tíma og skynjar næm- ast hvað þau skilja og mikilvægi þess að þeim líði vel við að spreyta sig. En hér geta fjölmiðlar gegnt mjög mikilvægu hlutverki. Umfjöll- un um nám og skólastarf fær orðið meiri sess en var í fjölmiðlum og það er vel. En fræðsluþáttur fjölmiðla má nýtast enn betur en orðið er sem grundvöllur umræðna hinna yngri og eldri. Í síðustu greinunum mun ég ræða þátt kennslunnar, þær breytingar sem skólastarf stendur frammi fyrir og mikilvægi þess að vel sé að verki staðið. Þar mun ég einnig ræða þátt yfirvalda og ýmsa möguleika at- vinnulífs til að láta gott af sér leiða í þessum efnum. Það eru forsendur fyrir hendi til að byggja upp og mæta nemendum á skynsamlegan og áhrifamikinn hátt. En til þess að svo verði þarf að vinna sameiginlega með markhópunum og á margvísleg- an hátt. Með stærðfræðihugtök á hraðbergi. 10. Eystrasaltskeppnin í stærðfræði í Reykjavík. Keppendur í Alþingi. MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 47 Iðnbúð 1, 210 Garðabæ sími 565 8060 Nýtt Nýtt Afskorin blóm 20% afsláttur í mars hópi yngri nemenda á Laugalandi hvort og þá hvernig leikir barna hefðu breyst frá því að kynslóðir foreldra þeirra og ömmu og afa voru á barnsaldri. Þessi umræða varð síðan kveikjan að því að farið var að lesa upp sögur úr nýrri bók Bjarna Eiríks Sigurðssonar, Bernskubrotum. Eins og fram kem- ur í heiti bókarinnar er um að ræða nokkrar bernskuminningar höf- undar, sem man tímana tvenna. Bjarni Eiríkur rekur minningar sín- ar frá því hann var barn á fyrri hluta nýliðinnar aldar, þar sem hann bjó í sveitinni hjá ömmu sinni og afa, á Höfn og í Hveragerði. Brotin eru ýmist full af sársauka eða gleðirík og hlýleg. Í sumum þeirra er að finna vissan siðferð- isboðskap sem á ekki síst erindi við börn og unglinga, t.d. þann að við berum ábyrgð gagnvart öllu lifandi, mönnum og dýrum. Morgunblaðið/Aðalheiður Nemendur í 3.–7. bekk Laugalandsskóla í lífsleikninámi með kenn- aranum Stefáni Erlendssyni og Bjarna Eiríki Sigurðssyni, sem las úr nýrri bók sinni, Bernskubrotum. MENNTAMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.