Morgunblaðið - 03.03.2001, Page 36

Morgunblaðið - 03.03.2001, Page 36
36 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ BINGÓ kann ekki einungis að vera hin skemmtilegasta iðja heldur má ætla að það hjálpi fólki að viðhalda andlegri getu sinni. Þessi er að minnsta kosti skoðun Julie Winstone, sem nú vinnur að rannsókn- um er tengjast dokt- orsritgerð hennar í sálarfræði. Verkefnið er að kanna hvort bingó-iðkun geti haft jákvæð áhrif á iðkend- ur til langs tíma litið, að því er fram kemur á fréttavef breska rík- isútvarpsins, BBC. Bingó nýtur mikilla vinsælda víða um heim, ekki síst á með- al eldra fólks. Og það er einkum að því sem Julie Winstone beinir sjónum sínum. Hún bendir á að bingó reyni á minnið og sjónina. Að auki þurfi viðkomandi að vera fær um að athuga tölur leiftur- snöggt sem aftur reyni á samræm- ingu sjónar og hreyfingar handa. Julie Winstone bendir á að það sé einmitt þessi geta sem fari minnk- andi er árin færast yfir. Áður hafa langtímaáhrif skákar og brids verið könnuð en þessir leikir reyndust einkum reyna á tileinkaða hæfni sem viðkomandi „geymir með sér“. Þá er um að ræða einstaka leiki/útspil eða röð þeirra sem hægt er að læra og leggja á minnið með tímanum. Slíku er ekki til að dreifa þegar bingó er iðkað, segir Julie Winstone. Í Bretlandi eru níu af hverjum tíu bingóspilurum eldri en sjötugir og flestir nota tvö spjöld eða fleiri í einu. Julie Winstone hyggst nú fá hóp fólks til liðs við sig og fylgjast með því hvernig andleg geta þess breyt- ist. Hún telur hugsanlegt að rann- sóknir hennar leiði í ljós ágæti bing- ós þegar að því kemur að viðhalda andlegri getu. Hún telur einnig að rannsóknin geti leitt í ljós hversu reglulega iðka þurfi bingó til að hægja á hrörnun á þessu sviði. „Vel kann að vera að andleg hrörnun stafi að hluta til af því að viðkomandi hæfileikum sé ekki beitt í sama mæli og áður,“ segir hún í samtali við BBC og minnir á að líkamsrækt geti hægt á ýmsum neikvæðum hliðum öldrunar. Hið sama kunni að eiga við um andlega þætti þessa ferlis. Þann- ig sé t.a.m. vitað að nokkur hluti aldraðs fólks fari sjaldan eða aldrei af heimilum sínum nema til að spila bingó. Associated Press Hollt og félagslega hvetjandi, segja sérfróðir. Bætir bingó minni og snerpu? Læknisfræði Sagt frá vefjagigt og meðferð við henni Lyf Eru lyfjatilraunir á meðal fátækra siðlausar? Sjúkdómar Von um nýja meðferð við MS-sjúkdómi? Alnæmi Tilraunir með bóluefni gegn HIVHEILSA Spurning: Hvað er vefjagigt? Hvernig lýsir hún sér? Hversu al- geng er hún og er til lækning við henni? Svar: Vefjagigt er erfitt fyrir- bæri sem dálítið skiptar skoðanir eru um. Vefjagigt (fibromyalgia) teng- ist síþreytu (chronic fatigue syndrome), sum einkennin eru þau sömu og erfitt getur verið að greina á milli þessara sjúkdóma. Sumir telja þessa sjúkdóma stafa af einhverju sjúkdómsferli í bandvef og vöðvum en aðrir telja þá vera af geðrænum toga. Hver sem orsök vefjagigtar kann að vera er hér um að ræða sjúkdóm sem er algengur og get- ur valdið miklum óþægindum og stundum fötlun. Ef tekið er mið af bandarískum tölum gætu 3–6 þúsund Íslendingar verið með vefjagigt en ég veit ekki til þess að algengi sjúkdómsins hafi verið rannsakað hér á landi. Sjúkdóm- urinn hrjáir einkum konur á barneignaaldri, þó svo að börn, karlmenn og aldraðir geti einnig orðið fyrir barðinu á honum. Vefjagigt er langvinnur sjúkdóm- ur sem einkennist af útbreiddum verkjum í bandvef og vöðvum, þreytu og aumum blettum á viss- um stöðum á líkamanum. Þessir aumu blettir eru á hnakka, hálsi, öxlum, hrygg, efstu rifbeinum að framan, olnbogum, sitjanda, mjöðmum og innanvert á hnjám (allir blettir eru hægra og vinstra megin, samtals 18). Sumir sjúklinganna þjást einn- ig af svefntruflunum, morgun- stirðleika, iðraólgu, þunglyndi, kvíða eða annarri vanlíðan. Sumir lýsa óþægindunum eins og lang- varandi flensu (án sótthita) sem ekki vill gefa sig. Sjúkdómsgreining er erfið vegna þess að fátt eitt einkennir þennan sjúkdóm og greining byggist því aðallega á að útiloka annað. Sumir sjúklingar með vefjagigt hafa gengið í gegnum erfitt ferli með óteljandi rann- sóknum hjá ýmsum læknum þar sem ekkert sérstakt finnst og fá þá tilfinningu að lokum að þetta sé allt kannski bara ímyndun og þeim sjálfum að kenna. Félag bandarískra gigtarlækna hefur sett fram þau skilmerki að sjúk- lingur sé að öllum líkindum með vefjagigt ef hann hafi haft út- breidda verki í minnst 3 mánuði og sé aumur í minnst 11 af þeim 18 punktum sem lýst er að ofan. Vefjagigt getur versnað við líkamlega eða andlega streitu, lé- legan svefn, slys, andleg áföll eða kalt og rakt umhverfi. Stundum batnar ástandið við það að létta á streitu eða bæta svefn en getur komið aftur ef aðstæður versna. Oft er nóg að útskýra málin fyrir sjúklingnum og hughreysta hann en það sem gefst venjulega best eru hæfileg líkamsþjálfun, sjúkraþjálfun og þunglyndislyf. Það getur verið erfitt að fá aum- an og þreyttan sjúkling til að stunda líkamsþjálfun og nauðsyn- legt er að byrja rólega, t.d. með sundi og stuttum gönguferðum, og síðan er hægt að bæta við þjálfunina hægt og sígandi. Rannsóknir hafa sýnt ótvírætt gagn af líkamsþjálfun hjá sjúk- lingum með vefjagigt eða sí- þreytu. Sjúkraþjálfun með nuddi, heitum bökstrum, teygjuæfingum og fleiru hentar sumum vel. Venjuleg verkjalyf gera yfirleitt ekki gagn en væg þunglyndislyf í litlum skömmtum eru stundum til mikilla bóta. Þeim sem reykja getur batnað mikið við að hætta. Langtímahorfur eru yfirleitt góðar og flestir geta losnað við óþægindin að miklu eða öllu leyti ef þeir fá viðeigandi meðferð. Hvað er vefjagigt? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Erfiður sjúkdómur  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. SAMKVÆMT nýrri og viðamikilli vísindarannsókn, sem fram hefur farið á grænu tei, hefur ekkert það komið fram, sem gefur til kynna að neysla þess geti veitt vörn gegn magakrabbameini. Niðurstöður þessar voru gerðar opinberar á miðvikudag en þær er að finna í nýj- asta hefti tímaritsins New England Journal of Medicine. Ofangreind niðurstaða fer ekki saman við ýmsar fyrri rannsóknir, sem gerðar hafa verið á grænu tei. Í þeim reyndist fólk hins vegar þurfa að drekka allt að tíu bolla af grænu tei á dag til að fá fram heilnæm áhrif. Það getur afur ámóti haft stór- aukna kaffínneyslu í för með sér enda þekkt að fólk kýs að taka grænt te inn í formi hylkis. Fyrir rannsókninni fór dr. Yoshit- aka Tsubono, sem starfar við Toh- oku-læknaskólann í Japan. Rann- sóknin fór þannig fram að fylgst var með 26.000 körlum og konum í átta ár. Skráð var neysla viðkomandi á grænu tei og framgangur heilsu þeirra. Þátttakendur voru allir frá Japan og bjuggu í dreifbýli. Spurt var hversu mikils af grænu tei þeir neyttu daglega. Um 40% þátttak- enda reyndust drekka fimm bolla eða meira á dag en 19% kváðust drekka minna en fimm bolla. Á þeim tíma sem rannsóknin náði yfir veiktust 419 þátttakendur af magakrabbameini. Engin marktæk tengsl fundust á hinn bóginn á milli þeirra, sem veiktust og teneyslu við- komandi. Áreiðanlegra form könnunar Kannanir sem þessar þar sem fylgst er með fólki í ákveðinn tíma þykja áreiðanlegri en þær sem eru afturvirkar en þannig hafa flestar fyrri rannsóknir á grænu tei verið. Vísindamennirnir taka á hinn bóg- inn fram að þótt þessi rannsókn sé bæði vel gerð og vel hönnuð sé þörf á frekari könnunum á þessu sviði. Í forystugrein, sem fylgir niður- stöðum rannsóknarinnar í New England Journal of Medicine, segja þeir dr. Takeshi Sano og dr. Mituru Sasako, sem starfa við Krabba- meinssjúkrahúsið í Tókýó m.a.: „Þeir, sem hafa ánægju af því að drekka grænt te ættu að gera það áfram, en þá neyslu skyldu menn ekki binda neinum væntingum í þá veru að hún verði til þess að minnka líkur á því að viðkomandi taki krabbamein í maga.“ Krabbamein í maga er annað al- gengasta dauðamein krabbameins- sjúklinga í heimi hér. Átta ára rannsókn sem tók til 26.000 karla og kvenna Grænt te virðist gagns- laust gegn magakrabba Associated Press Þrátt fyrir mikla neyslu Japana á grænu tei er magakrabbamein al- gengasta krabbameinið þar í landi. TENGLAR .............................................. New England Journal of Medicine: www.nejm.org New York. Reuters.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.