Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 21
Fagradal - Í tengslum við stefnumót-
un á vegum Byggðaþróunarverkefnis
í Vestur-Skaftafellssýslu er íbúum
Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps
boðið til íbúaþings dagana 4.–8. mars.
Verkefninu stýrir Sigurborg Kr.
Hannesdóttir og henni til aðstoðar er
Sædís Íva Elíasdóttir, verkefnisstjóri
fyrir Byggðaþróunarverkefni í Vest-
ur-Skaftafellssýslu.
Sigurborg segir að tilgangurinn
með íbúaþinginu sé að fá fram sjón-
armið íbúanna, leita eftir hver þeir
telja vera helstu vandamálin í sveit-
arfélaginu, hvaða drauma þeir eiga
sér um framtíð þess og loks hvaða
hugmyndir þeir hafa um lausnir. Í
fyrrihluta íbúaþingsins verður safn-
að saman öllum hugmyndum sem
fundargestir vilja koma á framfæri,
ekki þarf að fara í ræðustól heldur
skrifa allir hugmyndir sínar á laus
blöð. Fundir verða bæði á Kirkjubæj-
arklaustri og í Vík og það er mjög
mikilvægt að sem flestir sjái sér fært
að koma og láta í ljós skoðanir sínar.
Með því skýrist hvað er vilji íbú-
anna. Niðurstöðurnar af báðum þess-
um fundum og einnig af undirbún-
ingsfundum sem haldnir hafa verið
með nemendum í grunnskólunum í
Vík og á Klaustri verða svo kynntar í
máli og myndum á sameiginlegum
fundi í Tunguseli í Skaftártungu.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Boðið til íbúaþings
Vestur-Skaftfellinga
Dalvík - Þessi skemmtilega mynd
var tekin um síðustu jól af fimm
ættliðum í beinan kvenlegg. Stoltið
leynir sér heldur ekki á andlitum
kvennanna sem eru frá vinstri þær
Loreley Gestsdóttir, Guðrún Krist-
insdóttir, í fangi hennar er Ellen
Helga Sigurðardóttir, þá Loreley
Sigurjónsdóttir og Svanfríður
Helga Matthíasdóttir.
Fimm ættliðir á Dalvík
Stykkishólmi - Viðskipta- og iðnað-
arráðuneytið stóð fyrir opnun fundi í
Stykkishólmi 28. febrúar. Þar mættu
Valgerður Sverrisdóttir ráðherrra,
Jónína Bjartmars alþingismaður og
Magnús Stefánsson varaþingmaður.
Valgerður hafði framsögu um mál-
efni sem tilheyrðu hennar ráðuneyti
og á eftir urðu líflegar umræður.
Mestar umræður urðu um málefni
RARIK.
Hér í Stykkishólmi er svæðisskrif-
stofa RARIK á Vesturlandi sem veit-
ir mörgum atvinnu. Ráðherra greindi
frá væntanlegu frumvarpi um skipt-
ingu starfsemi RARIK í fjórar sjálf-
stæðar stofnanir. Tilgangurinn væri
að auka samkeppni og þjónustu til
hagsbóta fyrir notendur. Heima-
menn voru fylgjandi því að höfuð-
stöðvar fyrirtækisins yrðu fluttar til
Akureyrar, en lýstu áhyggjum sínum
yfir þeirri óvissu sem ríkti í málefn-
um RARIK og hvert yrði hlutverk
svæðisskrifstofunnar í Stykkishólmi
í framtíðinni. Ráðherra fullvissaði
fundarmenn um að hér yrði rekin
áfram öflug svæðisskrifstofa og að
málin skýrðust á næstu vikum.
Þingmenn voru spurðir út í ýmis
mál sem eru ofarlega á baugi í þjóð-
félaginu. Ekki voru þeir hrifnir af
hugmyndum Kristins Gunnarssonar
um breytingar á kvótakerfinu og
töldu að ekki ætti að gera grundvall-
arbreytingar á kvótakerfinu eins og
hann leggur til.
Bæði Valgerður og Jónína lýstu
þeirri skoðun að Reykjavíkurflug-
völlur ætti að vera á sínum stað og
voru mótfallnar þeim hugmyndum að
leggja hann af. Sjúkra- og áætlunar-
flugi væri best fyrirkomið á flugvelli í
Vatnsmýrinni.
Þá var spurt hvort það væri í anda
Framsóknarflokksins sem bæjaryf-
irvöld í Hafnarfirði væru að gera með
því að einkavæða skóla. Jónína Bjart-
mars sagðist hafa kynnt sér vel hug-
myndir Hafnfirðinga. Hér væru eng-
in einkenni einkavæðingar á ferð.
Hún væri fylgjandi því að gera þessa
tilraun og hún væri spennandi.
Markmiðið væri að auka gæði skóla-
starfsins og tilraunin væri gerð á
ábyrgð sveitarfélagsins. Það yrði
fróðlegt að fylgjast með henni.
Í lok fundarins var Jónína hvött til
að lýsa yfir framboði í starf varafor-
manns Framsóknarflokksins. Hún
vékst undan því og sagðist enn vera
að hugsa málin, en greinilegt var að
hún er ekki búin að útiloka þann
möguleika.
Líflegar umræður
um RARIK á fundi
í Stykkishólmi