Morgunblaðið - 23.03.2001, Side 2

Morgunblaðið - 23.03.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ GESTIR Laugardalslaugarinnar voru þungt hugsi og skeyttu lítið um léttvægt hjal. Sundlaugarnar hafa enda löngum þótt afbragðsvettvangur til skrafs og ráðagerða um þjóðmálin þar sem lausnir finnast á sér- hverjum vanda. Hætt er við að ekki verði jafnhlýtt í laugunum um helgina og var lengst af í vikunni. Morgunblaðið/Jim Smart Nutu veðurblíðunnar ekki þurft nema einn hlýjan dag til að snjóinn tæki upp að fullu. Það er því ótrúlega ljúft að vera búinn með þennan áfanga.“ Guðmundur hefur fram til þessa lagt megináherslu á að nýta hagstætt gönguveður til að ljúka fyrsta áfanganum. Í dag, föstudag, tekur Guðmundur hvíld og leggur aftur af stað á morg- un áleiðis að næsta áfanga sem er Hveravellir. Býst hann við að kom- ast þangað um miðja næstu viku ef allt gengur vel. Hann hefur nú lagt að baki 165 km af 600, eða sem sam- svarar 27,5% af heildarvegalengd- inni til Vopnafjarðar. GUÐMUNDUR Eyjólfsson skíða- göngumaður í leiðangrinum „Frá strönd til strandar 2001“ lauk fyrsta áfanga leiðangursins í gærkvöld er hann kom niður að Brú í Hrútafirði eftir níu daga göngu frá Hornvík. Þar biðu hans nýjar vistir og vara- hlutir. „Það er mikill áfangasigur að hafa lokið Vestfjarðahálendinu og það mátti ekki tæpara standa með snjóa- lög,“ sagði Guðmundur. Í gær var hann 11,5 klst á gangi og var þreytt- ur en ánægður í dagslok. „Á stórum svæðum gekk ég þar sem ekki var nema 5 cm þykkur snjór. Það hefði Fyrsta áfanga skíðagöngu lokið HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi kröfu skipafélags- ins Reederei Nord Klaus E. Old- endorff Ltd. um að staðfest verði lögbann sem sýslumaðurinn í Reykjavík lagði á sínum tíma við því að félagsmenn í Sjómanna- félagi Reykjavíkur hindruðu lestun og losun skipsins MV Nordheim í Sundahöfn í Reykjavík í nóvember 1999. Rakið er í dómi Hæstaréttar að í lögregluskýrslu sé haft eftir Jón- asi Garðarssyni, formanni Sjó- mannafélags Reykjavíkur, að Al- þjóðasamband flutningaverka- manna hafi óskað eftir því að vinna við skipið yrði stöðvuð og fyrir dómi staðfesti hann að þessi samtök hefðu tekið ákvörðun um aðgerðirnar en ekki Sjómanna- félagið. Ekki í stöðu til að gefa skuldbindandi yfirlýsingu Borgþór Kjærnested, starfsmað- ur Alþjóðasambands flutninga- verkamanna hér landi, bar á sama veg um þetta og Jónas, en í lög- regluskýrslu er hins vegar skráð að hann hafi sagt „þá félaga vera í nafni Sjómannafélags Reykjavíkur að stöðva uppskipun úr skipi þessu“. Hæstiréttur taldi að ekki væri talið að Borgþór hefði haft stöðu hjá Sjómannafélaginu til að gefa skuldbindandi yfirlýsingu fyrir félagið. Þá þótti Hæstarétti ekki að skipafélaginu hefði tekist að öðru leyti að sýna fram á að Sjó- mannafélagið hefði staðið fyrir að- gerðunum og var félagið því sýkn- að vegna aðildarskorts. Sjómannafélagið sýkn- að af kröfu um lögbann VÉLSLEÐAMÓT Mótorsportsam- bands Íslands, sem halda átti í Öskju- hlíð í Reykjavík næstkomandi helgi, hefur verið flutt til Dalvíkur vegna langvarandi snjóleysis, sem gert hef- ur vetraríþróttamönnum lífið leitt á láglendi í vetur. Vélsleðamenn hafa þurft að flytja annað mót til í vetur vegna snjóleysisins, þegar móti, sem halda átti á Dalvík í lok febrúar, var valinn staður á Egilsstöðum. Þúsundir tonna af snjó fluttar til Dalvíkurbæjar „Þetta er þriðja árið í röð þar sem snjór er tiltölulega lítill, en við höfum ekki kynnst því fyrr að það snjói nán- ast ekkert í byggð,“ segir Jón Birgir Jónsson, formaður Landssambands íslenskra vélsleðamanna. Á mótinu sem verður á Dalvík um helgina keppa tæplega 40 vélsleða- menn og hafa nokkur þúsund tonn af snjó verið flutt til innanbæjar til að ljúka við að gera brautina tilbúna fyr- ir keppni. Vélsleðamenn leggja áherslu á að halda mótin innan bæjarfélaga í stað þess að velja þeim stað til heiða og fjalla þar sem nægur er snjórinn. Marínó Sveinsson, umsjónarmaður mótsins, segir alla aðkomu að mótun- um og þjónustu á staðnum gera við- burðina mun meira spennandi fyrir áhorfendur en ef mótin væru haldin fjarri byggð. Vélsleðamót flutt til Dalvíkur vegna snjóleysis syðra ÍSLENSK erfðagreining hefur undanfarna mánuði eflt mjög þá deild fyrirtækisins sem vinnur að gagnavinnslu á genarann- sóknum að sögn Páls Magnús- sonar, framkvæmdastjóra sam- skipta- og upplýsingasviðs ÍE. Frá því í haust hafa þrettán stærðfræðingar, þar af níu með doktorsgráðu, auk þriggja doktora í eðlisfræði, verið ráðnir til fyrirtækisins. Þessir starfs- menn tilheyra svokölluðum gagnarannsóknarhópi sem er ætlað að þróa aðferðir og túlka gögn sem verða til við aðrar rannsóknir fyrirtækisins, að sögn Páls. Alls eru tuttugu menn í þessum hópi en Páll seg- ir að efling gagnarannsókna tengist nýlegum samningi ÍE við Roche Diagnostics. Starf- semi hans fellur undir upplýs- ingatæknisvið fyrirtækisins. Páll segir að flestir séu þessir starfsmenn Íslendingar sem koma úr störfum eða námi er- lendis en hafi áður talið sig hafa takmarkaða möguleika á störf- um við sitt hæfi hér á landi. 63 starfsmenn ÍE eru með doktorspróf Að sögn Páls eru starfsmenn ÍE 492, þar af 467 fastráðnir. Meðalaldur þeirra er 32 ár, tveir þriðju eru háskólamenntaðir. Þar af eru 63 með doktorspróf, 81 hefur meistaragráðu, 10 læknar starfa hjá fyrirtækinu og 81 hefur lokið öðru háskóla- námi. Starfsmenn ÍE að nálgast 500 Níu doktorar í stærðfræði ráðnir Keflavík og KR leika til úrslita segir þjálfari ÍR / B3 Þjálfari Búlgaríu óttast íslensku sóknarmennina / B2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag  Á FÖSTUDÖGUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.