Morgunblaðið - 23.03.2001, Side 27

Morgunblaðið - 23.03.2001, Side 27
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 27 Í RÆÐU Guðmundar Haukssonar, stjórnar- formanns Kaupþings á aðalfundi félagsins í gær, kom meðal annars fram að síðasta ár hefði einkennst af auknum umsvifum á öllum sviðum í rekstri Kaupþings. Útrás bankans hefði verið í algleymingi og með skráningu hans á Verðbréfaþing Íslands hefði verið stig- ið stórt skref til eflingar hans. Samhliða mikl- um vexti hefði bankinn skilað góðri afkomu og árið verið enn eitt metárið í rekstri bankans „Arðsemi Kaupþings hefur verið mikil und- anfarin ár. Á síðustu fimm árum hefur arð- semi eiginfjár verið á bilinu 30–60%. Aukin umsvif Kaupþings endurspeglast vel í stækk- un efnahagsreiknings. Niðurstöðutala hans var 23,7 milljarðar í byrjun árs en 62,5 millj- arðar í lok þess. Eigið fé bankans jókst veru- lega á árinu og fór úr 1,9 milljörðum í 4,6 milljarða. Af þessari yfirferð um fjárhagslega stöðu félagsins má vera ljóst að bankinn hefur stækkað og um leið styrkst mikið. Skráning Kauþings á Verðbréfaþingi Íslands í október síðastliðnum markaði mikil tímamót í rekstri bankans. Í útboðinu kom berlega í ljós að fjár- festar eru áhugasamir um að fjárfesta í Kaup- þingi en mjög góð þátttaka var í útboðinu og tæplega 18.000 manns skráðu sig fyrir hlut í bankanum. Stjórnendum Kaupþings er ljóst að styrkur bankans liggur ekki fyrst og fremst í stærð hans og eignum heldur í hæfu og framsæknu starfsfólki og skýrri stefnu í rekstri. Viðvarandi velgengni félagsins und- anfarin ár hefur beint sjónum margra að starfsmönnum Kaupþings. Við vitum að marg- ir þeirra eru eftirsóttir starfskraftar og meðal annars vegna þess voru gerðir kaupréttar- samningar við starfsmenn samhliða útboð- inu.“ Í stjórn Kaupþings voru kosnir Guðmundur Hauksson, Geirmundur Kristinsson, Gísli Kjartansson og Gunnar Pálsson og Tryggvi Jónsson sem komu nýir inn í stjórnina. Arðsemi Kaup- þings 30 til 60% síðustu fimm árin Morgunblaðið/Árni Sæberg Mætt var fyrir hátt í 90% hlutafjár á aðalfundi Kaupþings. INNAN fyrirtækja sem fengu út- hlutað rekstrarleyfi fyrir þriðju kyn- slóðar farsímakerfum á síðasta ári virðist ekki ríkja sama gleði og eft- irvænting nú og þá. Aftenposten greinir frá því að forsvarsmenn þeirra fjögurra fyrirtækja sem fengu leyfi í Noregi séu nú mest upp- teknir af því hversu lengi markaðs- setning 3G-síma. Öll fjögur fyrirtæk- in, Telenor, NetCom, Tele2 og Broadband Mobile, hafa lofað að hefja uppbyggingu þriðju kynslóðar farsímanets á þessu ári en loforð um útbreiðslu eru mismunandi. Fyrir- tækin áttu fund með fulltrúum norska samgönguráðuneytisins í fyrradag og fyrir fundinn hélt Aften- posten því fram að sérstaklega sænska fyrirtækið Tele2 vildi kom- ast að samkomulagi við ráðuneytið um að fresta uppbyggingunni. Fyr- irtækið hefur formlega óskað eftir slíkum fresti við uppbygginguna í Svíþjóð. Á fundinum sjálfum var málið ekki tekið fyrir heldur snerust umræðurnar á fundinum einungis um samvinnu fyrirtækjanna við upp- byggingu farsímanetsins. Margt bendir til þess að 3G-símar verði ekki komnir á markað fyrr en seinni hluta næsta árs. Vilja fresta uppbyggingu þriðju kynslóð- ar farsímanets Ósló. Morgunblaðið. SLÆMT efnahagsástand í Japan hef- ur ekki haft mikil áhrif á sölu íslensku fisksölufyrirtækjanna á Japansmark- að að því er Morgunblaðið kemst næst og hefur markaðurinn þar hald- ist tiltölulega góður. Mikilvægustu tegundirnar sem fara á Japansmark- að eru loðna, karfi af Reykjaneshrygg og einnig grálúða. Miklar sveiflur hafa verið í sölu á loðnu til Japans enda sveiflur á hráefnishliðinni hér heima. Japansmarkaður hefur borgað best fyrir stóran, rauðan heilfrystan karfa. Markaðurinn fyrir karfa og neysla á honum í Japan hefur verið nokkuð stöðug þrátt fyrir slakann í japanska hagkerfinu. Hins vegar er ljóst að gengisfelling á jeni gæti haft mun alvarlegri áhrif fyrir íslensku sölusamtökin og þróun gengis er því helsta áhyggjuefnið. Verðið fyrir karfann hefur haldist óbreytt í jenum en andstaða er gegn verðhækkunum innanlands og ef jenið fellur má telja nokkuð víst að menn hafa mjög tak- markað svigrúm til þess aðbæta sér það upp með verðhækkunum. Lítil áhrif á sölu á fiskafurðum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.