Morgunblaðið - 23.03.2001, Side 34

Morgunblaðið - 23.03.2001, Side 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ VILBERGSDAGAR er yfirskrift tónlistarveislu sem hefst í Garðabæ á sunnudag og stendur í viku, eða fram til laugardags. Um er að ræða ferna tónleika í tónleikasölum bæj- arins þar sem fram koma ungir tón- listarmenn sem eru að feta sín fyrstu spor á listabrautinni og einn- ig margir af kunnustu tónlistar- mönnum þjóðarinnar. Flestir þeir sem koma fram hafa ýmist alist upp í Garðabæ eða eru búsettir þar. Allir listamennirnir gefa vinnu sína til heiðurs minningu Vilbergs Júlíussonar skólastjóra sem lést ár- ið 1999. Í lok hátíðarinnar verður stofnaður minningarsjóður um hann sem er ætlað að styrkja upprenn- andi tónlistarmenn til framhalds- náms og tónleikahalds. Sýnir hug þeirra til Vilbergs Vilbergur var skólastjóri Barna- skóla Garðahrepps, síðar Flata- skóla, frá stofnun árið 1958 þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir 1984. Að sögn Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur, tónmenntakennara og kórstjóra, sem er einn af forsprökk- um Vilbergsdaganna, var Vilbergur mikill hvatamaður að stofnun Tón- listarskóla Garðabæjar og lengi vel fór starfsemi skólans fram innan veggja Flataskóla. Skólakór Garðabæjar var óskabarn Vilbergs og skipulagði hann og stjórnaði fjölmörgum tónleikaferðum hans innanlands og utan. „Hann var mikill frum- kvöðull og hvatti unga listamenn til dáða,“ segir Guðfinna Dóra. Vilbergur stóð fyrir listahátíð í Garðabæ árið 1990, þar sem fram komu 25 ungir listamenn. Þegar haf- ist var handa við und- irbúning Vilbergsdag- anna var haft samband við þá og voru viðbrögðin að sögn Guðfinnu Dóru afar góð. Og seinna bættust fleiri í hópinn, svo dagskrá- in er orðin viðamikil. „Það sýnir kannski hvern hug þau báru til Vil- bergs,“ segir hún. Nokkur ný verk frumflutt Alls munu hátt í 100 manns koma fram á tónleikunum, einleikarar, einsöngvarar, djassleikarar, kórar og samleikshópar. Flutt verða nokkur ný tónverk, m.a. sönglag eftir Huga Guðmundsson, Vocalise fyrir átta sópransöng- konur og eitt selló eftir Hildigunni Rúnars- dóttur og Nocturne fyrir óbó og gítar, líka eftir Hildigunni, Traust eftir Hilmar Jensson, fyrir gítar, selló og tvo slagverks- leikara og verk eftir Pétur Grétarsson. Fyrstu tónleikarnir verða í Kirkjuhvoli kl. 17 á sunnudag. Þar verður flutt ljóða- og kammertónlist eftir sí- gilda höfunda frá gull- öld klassískrar og róm- antískrar tónlistar. Tvennir kvöldtónleikar verða í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, á þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Báðir hefjast tónleikarnir kl. 20 og þar er nýrri tónlist og djass á efnis- skránni. Veislunni lýkur svo með tónleik- um í Kirkjuhvoli laugardaginn 31. mars kl. 17. Þar verða fluttar óp- eruaríur og einleiksverk. Forsala aðgöngumiða er í bóka- búðinni Grímu og kostar miðinn 1.500 kr. Þá er hægt að fá miða sem gilda á alla tónleikana fyrir 5.000 kr. Tónlistarveisla í Garða- bæ til heiðurs minningu Vilbergs Júlíussonar Morgunblaðið/Ásdís Frá æfingu á verki Hildigunnar Rúnarsdóttur, Vocalise fyrir átta sóprana og eitt selló. Verkið verður frum- flutt á tónleikum í Tónlistarskóla Garðabæjar nk. miðvikudagskvöld. Vilbergur Júlíusson EIN brotalömin í íslenska dóms- kerfinu um langan aldur, var skortur á stofnun sem hýsti ósakhæft ógæfu- fólk. Að jafnaði var tæpur tugur slíkra einstaklinga að velkjast innan múra fangelsistofnana, þar sem þeir voru meðhöndlaðir sem ótýndir sakamenn, ekki geðtruflað fólk sem hafði lent uppá kant við réttvísina. Ástandið gjörbreyttist á síðasta áratug með tilkomu réttargeðdeild- arinnar að Sogni í Ölfusi. Þar dvelja þeir nú í öryggisgæslu sem framið hafa alvarleg afbrot en teljast ekki sakhæfir að mati sérfræðinga. Þessi þáttur fjallar um þrjá slíka ógæfu- menn. Einn veittist að drykkjufélaga sínum uppúr þurru og skar á háls, plagaður af sjúkdómi sínum og drykkjuskap. Dæmigert ofbeldis- verk sem einkenndist af sjúkdóms- ástandi. Engin réttargeðdeild var til staðar hérlendis er verknaðurinn var framinn árið 1988 og hrakaði mann- inum í fangelsisstofnunum, uns Sogn var tekið í notkun á 10. áratugnum. Önnur saga af þremur, er af ósak- hæfri konu er sökum geðveiki myrti tvo sambýlismenn sína. Þann fyrri 7́4, hinn 9́1. Hafði þá gengið laus um tíma, fársjúk, hrópandi á hjálp. Hún dvelur á Sogni. Þriðji einstaklingur- inn er karlmaður sem, illa haldinn af geðtruflunum, varð mannsbani. Andlegt ástand mannsins, sem ný- verið fékk frelsið aftur eftir 12 ár á réttargeðdeildinni, virtist geigvæn- legt á tíma verknaðarins. Einsog gangandi tímasprengja og því fór sem fór. Þarft mál að upplýsa almenning um sérstöðu geðsjúkra ólánsmanna, en ósakhæfir teljast þeir sem ráða ekki gerðum sínum vegna stundar- brjálæðis, eru þess umkomnir að fremja jafnvel ægilegustu ódæðis- verk sem einkennast af sjúkdóms- ástandi þeirra. Að sýningu lokinni ættu menn einnig að gera sér ljósa þörf geðdeilda sem Sogns og þá átakanlegu sögu sem býr að baki. Þó svo hún græði engin sár. SÍÐASTI þátturinn í röðinni var á léttari nótunum. Vissulega grafal- varlegt mál, en tók á sig reyfarabún- ing og endaði vel, ef svo má segja. Það er sjálfsagt mörgum enn í minni er íslensk kona slapp naumlega til Íslands frá Bandaríkjunum, ásamt börnum sínum tveim. Þetta gerðist fyrir tæpum áratug og var upphafið á lygilegri framvindu. Eftir sátu feð- urnir í Vesturheimi og brugguðu ráð til að ná börnum sínum aftur. Annar faðirinn a.m.k. hafði fengið löglegt forræði yfir syni sínum og konunnar. Hann sást ekki fyrir, réð gamalreyndan sérsveitarmann til að hafa uppi á drengnum og hinn fað- irinn tók einnig þátt í kostnaðinum. Minnstu munaði, eftir spennumynd- arkennda atburðarás, að það tækist. Sagan af sérsveitarmanninum Feeney og útsmognar barnaráns- áætlanir hans, eru reyndar fyrsta flokks efni í hasarmynd. Það hefur verið notast við verra, svo mikið er víst. Feeney, sem m.a. kom við sögu mistakanna sem urðu er Deltamenn hugðust frelsa hóp gísla úr höndum araba, setti á svið leikrit þar sem komu við sögu sjálfur Sylvester Stallone og Mario Kassar framleið- andi. Nöfn sem hvarvetna kitla hé- gómagirndina. Enda munaði mjóu að fléttan heppnaðist, en Feeney karlinn, endaði ævintýrið austur á Litla-Hrauni. Lokaþátturinn er sér- staklega vel leikinn en sú hlið hefur verið upp og ofan í annars ágætri myndaröð. Sönn íslensk sakamál hafa reynst fróðlegir og vel sviðsett- ir þættir með ágætt afþreyingar- gildi. Höfundum tekist ásættanlega að ganga ekki of langt og fengið þol- endur gjarnan í lið með sér ásamt öðrum sem komu raunverulega við sögu. Unnið af smekkvísi, ef hægt er að nota orðið í þessu samhengi. Þættirnir hafa orðið betri eftir því sem á líður og sýnt að við eigum menn sem ráða vel við þetta sérstaka og vissulega vandmeðfarna efni og form. Aðstandendur eiga hrós skilið, sérstakt þakklæti fær tónskáldið Máni fyrir snjallt stef og einkar við- eigandi tónlist. Feeney og fléttan hans SJÓNVARP S ö n n í s l e n s k s a k a m á l Leikstjóri Einar Magnús Magn- ússon. Handritshöfundur Kjartan Björgvinsson. Tónskáld Máni Svav- arsson. Kvikmyndataka Guð- mundur Bjartmarsson, Einar Magnús Magnússon. Framleiðandi Björn Br. Björnsson. Fram- kvæmdastjóri, búningar og leik- munir Guðrún Helga Arnarsdóttir. Þulur Sigursteinn Másson. Leik- arar Fanney Valsdóttir, Grétar B. Guðmundsson, Hallgrímur Hansen, Jón Auðunn Gunnarsson, o.fl. Sýningartími 30 mín. Íslensk heimildarmynd gerð fyrir sjónvarp. Hugsjón 2001. Sjón- varpið, 18. mars 2001. ÓSAKHÆFUR Leikstjóri Einar Magnús Magn- ússon. Handritshöfundur Kjartan Björgvinsson. Þulur Sigursteinn Másson. Tónskáld Máni Svavarsson. Kvikmyndataka Guðmundur Bjart- marsson, Einar Magnús Magnússon. Framleiðandi Björn Br. Björnsson. Framkvæmdastjóri, búningar og leikmunir Guðrún Helga Arnars- dóttir. Leikarar Bergþór Sigurðs- son, Sigrún Linda Karlsdóttir, Daníel Thorarensen, Friðrik Guð- mundsson, ofl . Sýningartími 30 mín. Íslensk heimildarmynd gerð fyrir sjónvarp. Hugsjón 2001. Sjón- varpið, 11. mars 2001. SÉRSVEITIN Sæbjörn Valdimarsson SÖFNIN á Höfn í Hornafirði verða með opið hús um helgina. Ýmislegt verður á dagskrá og til sýnis verða m.a. munir sem ekki hafa komið fyr- ir almenningssjónir áður. Á morgun, laugardag, verður Gamlabúð, byggða- og náttúrugripasafn, opið frá kl. 14-17. Þar stendur nú yfir sýning á listsköpun barna sem ber yfirskriftina Norræn sérkenni. Kl. 15 á sunnudag verður leiðsögn um safnið í umsjón Björns G. Arnarson- ar. Sérstaklega verður staldrað við í náttúrugripasafni. Pakkhúsið, menningarmiðstöð við höfnina, verð- ur opið frá kl. 14-17. Þar stendur nú yfir sýningin Saga byggðar á Höfn. Sjóminjasafn á neðri hæð verður einnig opið og kl. 16 á sunnudag verður leiðsögn um sýninguna og gengið yfir í Miklagarð undir leið- sögn Gísla Sverris Árnasonar. Bókasafnið opið frá kl. 13-16. Á laugardag kl. 15 verður afhending viðurkenninga og verðlauna til þeirra sem tóku þátt í ljóðasam- keppni barna og ungmenna og verða verðlaunaljóðin lesin upp. Kartöfluhúsið svokallaða, geymsl- ur byggðasafnsins á neðri hæð verða opnar frá kl. 14-17. Gestum er boðið að kynnast nýju geymsluhúsnæði safnsins þar sem margt er til sýnis en sumir hlutir eru nú sýndir í fyrsta sinn. Aðgangur er ókeypis á söfnin. Opið hús hjá söfnum á Höfn Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Vagna Sólveig Vagnsdóttir við eitt verka sinna. Í BAKSAL Gallerís Foldar við Rauðarárstíg verður opnuð sýn- ing á tréskúlptúrum Vögnu Sól- veigar Vagnsdóttur. Sýninguna nefnir listakonan Fólkið úr skóg- inum. Vagna Sólveig er fædd árið 1935 og er í hópi næfista. Hún er sjálfmenntuð og eru verkfæri hennar vasahnífur og efniviður- inn að þessu sinni skógarlurkar og annað sem til fellur. Vagna var með sýningu í Gallerí Fold árið 1999, og sýndi þar grófunnar and- listmyndir ristar í tré. „Ég hef þróað þann efnivið nokkuð áfram í þessari sýningu, og er nú með talsvert fallegri hluti. Þá er ég einnig komin með heilar manns- myndir, og notast við fallega Tré- skúlptúr- ar í Gall- eríi Fold steina í sumum verkunum,“ segir Vagna. Hún bætir því við að kannski megi finna dálítið kukl í verkunum, en það eigi hún ekki langt að sækja, því afi hennar var Þorleifur Jónsson í Hokinsdal sem kallaður var Galdra-Leifur. „Það eru margir sem vilja meina að ég sé göldrótt, enda hefur sú hug- mynd oft loðað við hagleiks- smiði,“ segir Vagna og býður gesti jafnframt velkomna á sýn- inguna sem er opin virka daga kl. 10–18, laugardaga kl. 10–17 og sunnudaga kl. 14–17. Sýningin stendur til 8. apríl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.