Morgunblaðið - 23.03.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 23.03.2001, Qupperneq 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 39 Skaftfell á færi á Seyðisfirði MYNDLISTARSÝNINGIN „Skaft- fell á færi“ verður opnuð í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20 í Skaftfelli, menningarhúsinu á Seyðisfirði. Þeir sem sýna eru sex nemendur Listahá- skóla Íslands ásamt tveimur sænsk- um listnemum og Pétri „pönk“ Krist- jánssyni. Verkin sem fylla Skaftfell að þessu sinni eru unnin með blandaðri tækni á staðnum og á ýmsum verk- stæðum bæjarins. Sýningin er af- rakstur af samvinnuverkefni Skaft- fells – menningarmiðstöðvarinnar, Listaháskóla Íslands og Dieter Roth- akademíunnar. Þeir sem sýna verk sín eru Arnfinnur Amazeen, Baldur Geir Bragason, Elín Helena Everts- dóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Lars Nilsson, Michael Johansson, Páll Banine, Pétur Kristjánsson og Sirra Sigrún Sigurðardóttir. Sýningar- stjórn annast Björn Roth. Fyrirlestur og nám- skeið í LHÍ INA Wudtke heldur fyrirlestur í Listaháskóla Íslands, Skipholti 1, miðvikudaginn 28. mars, kl. 12.30, í stofu 113. Ina er þýskur myndlist- armaður og sýningarstjóri sem býr og starfar í Berlín og m.a. hafa ljós- myndaverk hennar verið sýnd á al- þjóðlegum vettvangi. Árið 1992 hóf hún útgáfu á blaðinu „Neid“ (Öfund) og sem ritstjóri þess stóð hún fyrir og skipulagði margmiðlunarsýning- ar og uppákomur. Í fyrirlestrinum mun hún kynna verkefni sem kemur til framkvæmda í júní í Hollandi en Ina kemur að þessu verkefni bæði sem sýningarstjóri og listamaður. Þar er m.a. fjallað um vald og birt- ingarform þess og mun hún segja frá verkum nokkurra kunnra lista- manna sem taka þátt í sýningunni. Námskeið Námskeið um nýjar aðferðir í grafík hefst á þriðjudag á Grafík- verkstæðinu Laugarnesvegi 91. Kynnt verður Image On sem er ný grafísk ljósmyndatækni. Kennari er Ríkharður Valtingojer myndlistar- maður. Námskeiðið Myndvinnsla III Photoshop hefst mánudaginn 2. apríl í tölvuveri, Skipholti 1. Kennd er vinnsla með „Layers“ og möskun við samsetningu mynda. Kennari er Leifur Þorsteinsson ljósmyndari og umsjónarmaður ljósmyndavers. mennt og yfirleitt, íslensk eru engin und- antekning. Það er því einstaklega ánægjulegt að nú hefur verið bætt um betur með fransk/ belgísku myndinni Kirikou og galdrakerling- in, sem ætluð er einkum smáfólkinu. Sjálf- sagt hugnast hún best svona fimm-sex ára og yngri, texti og teikningar afar einfaldar og fyllir myndin í gatið neðan við hina dæmi- gerðu Disney-teiknimynd. Sögusviðið er frekar óvenjulegt, þorp frumbyggja í Afríku. Íbúarnir eiga um sárt að binda því seiðkerlingin illa, Karaba, heldur MYNDIR fyrir yngstu börnin á bænum sjást nánast ekki í kvikmyndahúsum, al- þeim í heljargreipum. Hirðir af þeim gull og gersemar og étur karlpeninginn. Þegar Kí- rikú litli fæðist er það enginn venjulegur brókarlalli sem opnar augun, heldur altalandi spekingur sem borinn er í heiminn til að koma á friði og sáttum milli seiðskrattans og þorpsbúanna. Þótt hann sé ekki hár í loftinu leggur Kír- ikú til atlögu við nornina, eftir að hafa haldið í mikla ævintýraferð á vit vitringsins afa síns sem hefst við á fjallstoppi, að hætti guðanna. Afinn leiðir Kírikú í sannleikann um hvað plagar seiðkerlinguna Karöbu og hvernig megi fá hana ofan af sínum dáraskap, gera hana jafnvel að hentugu kvonfangi. Svo stúf- urinn arkar af stað. Sem fyrr segir er textinn afar einfaldur, í stíl Litlu gulu hænunnar, og annarra ámóta frumbernskubókmennta. Tónlistin er með afrísku ívafi og teikningarnar af sama toga sáraeinfaldar, lítið lagt í bakgrunn og hreyf- ingar. Innihaldið gamalkunna svart/hvíta æv- intýrið um gott og illt í henni veröld og hverng jákvæðir og góðir leiðtogar koma skikk á hlutina og leysa vandamálin. Myndin vafalaust býsna ásjáleg og óvenju aðgengileg fyrir þann stóra en lágvaxna markaðshóp sem hún er ætluð. Kírikú og galdranornin er með íslensku tali sem bregst ekki frekar en endranær, er vandlega unnið og raddirnar góðar. Einkum þess sem talsetur aðalpersón- una Kírikú; framsögn hins unga Óskars Jör- undarsonar er skýr og áheyrileg. Seiðskrattinn og brókarlallinn KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó , K r i n g l u b í ó , N ý j a B í ó A k u r e y r i „Kirikou et la sorciere“. Leikstjóri/ handrits- höfundur Michel Ocelot. Tónskáld Youssou ŃDour. Teiknimynd m. ísl. talsetningu . Að- alraddir Óskar Jörundarson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Stefán Karl Stefánsson, Guð- mundur Ólafsson, Sigrún Waage, Arnar Jóns- son. Leikstjóri talsetningar Sigurður Sig- urjónsson. Þýðing texta Karl Ágúst Úlfsson. Sýningartími 72 mín. Frönsk/Belgísk/Lux. Angel Film/Góðar stundir. Árgerð 1998. KIRIKOU OG GALDRA- KERLINGIN 1 ⁄2 Sæbjörn Valdimarsson ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.