Morgunblaðið - 23.03.2001, Síða 61

Morgunblaðið - 23.03.2001, Síða 61
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 61 ✝ Símon AndreasMarthensson Ol- sen fæddist á Ísafirði 20. febrúar 1969. Hann lést á heimili sínu laugardaginn 17. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Marthen Elvar Olsen, f. 23. júlí 1945, d. 4. maí 1973, og Lilja Sigurgeirsdóttir, f. 3. mars 1946, frá Ísa- firði. Fósturfaðir Símonar var Hörður Sævar Bjarnason, f. 21. febrúar 1948, d. 25. júlí 1996. Systkini Símonar eru: Hulda Björk Georgsdóttir, f. 29.8. 1966, Kristjana Birna Marthens- dóttir Olsen, f. 11.1. 1968, Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, f. 27.8. 1973, Sigurveig Björg Harðardótt- ir, f. 13.3. 1975, Magnúsína Laufey Harðardóttir, f. 26.3. 1976, og Gísli Rúnar Harðarson, f. 18.11. 1983. Stjúpbræður Símonar eru Bjarni Harðarson, f. 30.8. 1965, og Hörð- ur Albert Harðarson, f. 15.11. 1967. Símon kvæntist hinn 28. ágúst 1992 Guðrúnu Þorkels- dóttur frá Reykjavík, f. 4. desember 1970. Foreldrar hennar eru Sigríður Þóris- dóttir, f. 27.9. 1941, og Þorkell Samúels- son, f. 11.10. 1937, frá Reykjavík. Símon og Guðrún eignuðust þrjá syni. Þeir eru: Baldvin Marthen Símonarson Olsen, f. 3. september 1990, Símon Þorkell Símonarson Olsen, f. 8. ágúst 1992, og Magni Sær Símonarson Olsen, f. 23. desember 1997. Símon ólst upp á Ísafirði en flutti til Reykjavíkur árið 1989. Hann lauk námi í rafvélavirkjun frá Iðn- skólanum í Reykjavík árið 1997. Útför Símonar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Elsku Símon minn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Við fengum allt of stuttan tíma saman, en við nýttum hann vel. Þú varst ekki bara eiginmaður minn, heldur líka minn besti vinur. Ég bið fyrir þér ó, elsku vinur nú allt er hljótt. Eilífðardýrð sé kringum þig. Hvíl vært og rótt, kveðjan er sár, en tárin hylur dauðahljóð hin dimma nótt. Bíði þín sólskin og sumar, ástin mín. Sindri á ný fallegu augun þín. Hjarta mitt hrópar þig á. Hví varstu tekinn mér frá? Logar heit lífsins þrá, gröf þinni græt ég hjá. (Höf. ók.) Símon, þú stóðst þig eins og hetja. Ég kveð þig með söknuði. Þín Guðrún. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elsku pabbi, við elskum þig mjög mikið. Við munum minnast þín alltaf. Þú verður fremst í hjarta okkar. Kveðja, Baldvin, Símon og Magni. Í dag kveðjum við hjónin tengda- son okkar, Símon Andreas Mart- hensson, sem lést eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Á stundum sem þessum spyrjum við okkur áleitinna spurninga um hverf- ulleika lífsinsen fáum engin svör. Símon var einn þessara ungu at- hafnamanna sem framtíðin blasti við. Hann kom inn í líf okkar hjóna þegar hann kynntist Guðrúnu dótt- ur okkar fyrir tólf árum. Þessi ungi maður bar strax af sér góðan þokka enda kom á daginn að hann átti eftir að standa undir þeim væntingum sem til hans stóðu. Fljótlega kom í ljós að hann var í senn hörkudug- legur og mikið ljúfmenni. Þau Guð- rún byrjuðu búskap sinn hjá okkur og skapaðist strax mikil vinskapur á milli okkar. Fljótlega kom í ljós að tengdasonurinn var mikill Liver- pool-aðdáandi og varð sá áhugi hans oft tilefni heitra umræðna og skoð- anaskipta, enda tengdafaðirinn á bandi höfuðandstæðinganna og harður United-maður. Þá var hann einnig mikill aðdáandi þungarokks og sýndi okkur fram á að sú tegund tónlistar er ekki aðeins mæld í desi- belum heldur er þar líka að finna fallegar melódíur sem hrífa jafnt unga sem aldna. Símon á ættir sínar að rekja til Ísafjarðar þar sem hann ólst upp í stórum systkinahópi og hefur án efa fengið í veganesti þá seiglu og bjartsýni sem einkenndi hann alla tíð. Þau Guðrún eignuðust þrjú börn sem nú eru þriggja, átta og ellefu ára. Þau voru alla tíð mikl- ir félagar og afar samhent í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Þegar Símon var 25 ára ákvað hann að hefja nám í rafvélavirkjun og var að ljúka námi í því fagi þegar hinn mikli vágestur barði á dyr. Það var auðvitað mikið áfall fyrir okkur öll en Símon var þó mjög vongóður í upphafi enda var hann í góðum höndum lækna og tók allri meðferð vel. Í síðasta mánuði tók að síga á ógæfuhliðina þegar sjúkdómurinn tók sig upp á ný og þá varð ekki aft- ur snúið. Símon Andreas var mikill fjöl- skyldufaðir og reyndist börnum sín- um góður faðir allt fram á síðustu stundu. Hann bjó yfir mikilli þraut- seigju og lét aldrei á sér bilbug finna þrátt fyrir andstreymi. Hann var baráttumaður og var staðráðinn í að heyja þessa orrustu fram á síð- ustu stundu. Hann var svo lánsamur að fá að dvelja í faðmi fjölskyld- unnar til enda og sofnaði svefninum langa, íklæddur Liverpool-peysu, snemma á laugardagsmorgun. Að leiðarlokum erum við hjónin þakklát fyrir að hafa fengið tæki- færi til að njóta samvista við tengdason okkar þann tíma sem hann var hjá okkur. Eftir standa minningar um góðan dreng sem var ekki aðeins góður tengdasonur, sem reyndist dóttur okkar og barna- börnum vel, heldur ekki síður vinur og félagi sem sárt er saknað. Bless- uð sé minning góðs drengs. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn út heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þorkell Samúelsson, Sigríður Þórisdóttir. Hvað getur maður sagt? Yndis- legur bróðir er hrifinn frá okkur í blóma lífsins. Það eru ekki til nein orð yfir þann sára söknuð sem við nú öll upplifum. En það er þó hugg- un harmi gegn að ég trúi því að nú sértu, Símon minn, í öruggum hönd- um hjá guði og að þar sértu búinn að hitta hann pabba aftur og Hödda og alla hina. Þú háðir hetjulega bar- áttu við hræðilegan sjúkdóm, en nú er sú barátta loks á enda og ég veit að nú líður þér loksins vel. Þú skilur eftir þig mikinn fjársjóð minninga og einnig þrjá yndislega syni sem nú eiga um sárt að binda. En ég trúi því að við eigum eftir að hitta þig aftur, Símon minn, en þangað til á ég yndislegar minningar um bróður sem ég alltaf gat treyst á að kæmi mér í gott skap með hrekkjaglotti sínu og ljúfu viðmóti. Ég elska þig, Símon, og þú verður ávallt í hjarta mínu. Þú varst sonur, þú varst bróðir, þú varst eiginmaður, faðir og vinur. Hvað eigum við nú öll að gera án þín? Minningin um þig er nú það eina sem við eigum eftir, hana mun- um við varðveita í hjörtum okkar svo lengi sem við lifum. Þín systir Martha Lilja. Sofðu engill, senn er nóttin nærri, svanirnir fela höfuð undir væng. Dagurinn hefur gefið okkur gjafir, gefur nóttin sína mjúku sæng. Sofðu engill, finndu fagra drauma fuglar í laufi lokað hafa brá. Dagurinn bakvið fjöllin hefur farið, friðarnóttin felur okkur þá. Sofðu engill, sólbjartur á vanga, svífur máni yfir höfin breið. Dagurinn gaf þér visku kjark og vonir, verndar nóttin þig á langri leið. (Friðrik Erlingsson.) Það má með sanni segja að hver dagur hafi gefið Símoni frænda okk- ar visku, kjark og vonir. Viskuna og kjarkinn notaði hann sér og sínum til handa, og vonina hélt hann ótrauður í allt fram til þess síðasta jafnvel þótt hann vissi að hann ætti sér enga von um bata og betri heilsu. Í fimm ár hefur þessi ungi frændi okkar þurft að taka á allt öðrum vandamálum heldur en hafa hrjáð okkur hin, vandamál okkar hinna hafa verið lítilfjörleg í samanburði við hans, hann barðist fyrir lífi sínu eftir að hafa greinst með ólækn- anlegt krabbamein. Þeirri baráttu er nú lokið, fjötr- arnir eru leystir og frelsið fengið og við verðum að trúa því hversu sárt sem okkur þykir það að Guð hafi ætlað honum annað hlutverk á öðr- um og betri stað. Við minnumst Símons sem ljúfs frænda sem gott var að vera návist- um við, fjörmikill lítill strákur sem óx upp og varð að ábyrgðarfullum ungum manni. Þótt hann flyttist til Reykjavíkur þegar hann stofnaði heimili og eignaðist fjölskyldu átti Ísafjörður alltaf sérstakan sess í hjarta hans enda mamma hans og systkini búsett hér og hingað kom fjölskyldan hans í fríum til að heim- sækja þau að ógleymdri Möggu ömmu, sem hann bar alla tíð mjög fyrir brjósti. Það var í þessum ferðum sem við frændfólkið hittumst, því Símon og Guðrún voru dugleg að efla fjöl- skyldu- og vináttubönd við fólkið sitt hér fyrir vestan. Við viljum að lokum kveðja kær- an frænda og þakka honum allar þær góðu stundir sem hvert eitt okkar átti með honum í bæði leik og starfi. Við eigum fallegar minningar sem við munum varðveita í hjörtum okkar alla tíð, við biðjum honum Guðs blessunar í nýjum heimkynn- um vitandi það að nú líður honum vel. Í veikindum Símonar hefur þung raun verið lögð á litlar herðar. Synir hans þrír hafa ásamt Guðrúnu konu hans staðið þétt með honum í þessari baráttu öðrum fremur, tek- ist á við sigra og ósigra, vonir og vonbrigði. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur sendum við til ykkar, elsku Guð- rún, Baldvin, Símon og Magni. Missir ykkar er mikill og fá orð sem geta huggað á slíkri stundu en við biðjum Guð um að gefa ykkur styrk og styðja ykkur í sorginni þar til birtir til á ný. Við sendum einnig okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til þín, elsku Lilja, til systkina Símonar, tengda- fjölskyldu og Möggu „ömmu“. Megi minningin um góðan dreng sefa sár- asta söknuðinn. Börn Sigrúnar Sigurgeirs- dóttur frá Ísafirði. Ég geng sömu göturnar, hitti sama fólkið, geri sömu hlutina og ég gerði með þér. Þótt dagurinn sé sá sami er það ekki sama nóttin. (Bubbi Morthens.) Elsku Símon. Það er sárt að þurfa að kveðja þig, vinur. Betri vin er ekki hægt að hugsa sér en þig, Símon. Alltaf var hægt að leita til þín og tala við þig um alla hluti. Nægar minningar eigum við sam- an sem við munum varðveita. Hvíl þú í friði, elsku Símon. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Gunna, Baddi, Símon og Magni litli, Lilja, Magga amma, Sísí og Keli. Sorg ykkar er mikil. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Jóna, Grétar og börn. Elsku Símon. Með nokkrum fá- tæklegum orðum viljum við kveðja þig og þakka þann tíma sem við nut- um návistar þinnar. Á þessari kveðjustund eru okkur efst í huga erfið veikindi þín og hvað þú tókst öllum tíðindum, góðum og slæmum, með mikilli rósemd og aldrei höfum við séð þig skipta skapi eða vera í fýlu. Síðustu dagana varstu meira og minna rænulaus en þegar þú opn- aðir augun fylgdi oftast bros sem yljaði þeim sem nærri voru um hjartarætur. Nú hefur þú yfirgefið þessa jarðvist og ekki sérðu fleiri leiki með Liverpool í sjónvarpinu, en Liverpool var liðið þitt, liðið sem þú dáðir og dýrkaðir. Margar minningar streyma um hugann og eiga þær allar það sam- eiginlegt, að alltaf varstu í góðu skapi og með bros á vör, enda varstu hvers manns hugljúfi. Þessar minningar munum við geyma sem dýrmætar perlur og víst er að þín verður sárt saknað. Við eigum erfitt með að lýsa aðdáun okkar yfir dugnaði Guðrúnar konu þinnar og strákanna þinna þriggja á þessum erfiðu tímum. Þau eru hetjur. Einn- ig dáðumst við að stuðningi Kela og Sísíar við þessa særðu fjölskyldu svo og margra annarra. Guð blessi ykkur öll. Elsku Guðrún, Baldvin, Símon Keli og Magni, við vottum ykkur og þá einnig Lilju, Möggu Olsen, Kela og Sísí svo og systkinum Símonar, mágum og mágkonum og öðrum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum og biðjum Guð að veita ykkur styrk. Blessuð sé minning Símonar Andreasar Marthenssonar Olsen. Sveinsína Björg og Sigurbjartur. Elsku Símon. Mig langar að kveðja þig og þakka fyrir góð kynni. Ég mun sakna þín og geyma minn- ingu um þig í hjarta mínu. Guð blessi þig. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd ein og besta móðir Ber hann þig í faðmi þér. Allir þótt þér aðrir bregðist aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, –– Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) Ég votta Guðrúnu, Baldvini, Magna og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Þinn frændi, Sindri Freyr Sigurbjartsson. Elsku Símon frændi. Það er svo sorglegt hvað lífið er ósanngjarnt, að hrífa svona ungan og hraustan mann í burtu. Ég gleymi því aldrei hvað Kolla frænka sagði þegar afi og Höddi kvöddu þennan heim. Hún sagði við Sverri son sinn að Guð vantaði besta skipstjóra og stýrimann í heimi og hann valdi þá. Ætli þín bíði ekki bara stórt og mikilvægt verk þar sem þú ert núna. En þú sem áttir svo yndislega konu og þrjá mynd- arlega stráka. Símon minn, ég vona að þjáning þín sé á enda. Minning þín mun lifa í hjarta mínu alla ævi. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem.) Elsku Guðrún, Baldvin, Símon Keli, Magni, Lilja og systkini Sím- onar, Magga Olsen og aðrir ástvinir. Ég votta ykkur innilega samúð mína í þessum mikla missi. Guð gefi ykkur styrk. Þín frænka Telma Dögg. SÍMON ANDREAS MARTHENSSON OLSEN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.