Morgunblaðið - 23.03.2001, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 23.03.2001, Qupperneq 64
MINNINGAR 64 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorvaldur Krist-jánsson fæddist 14. janúar 1916 á Suðureyri við Súg- andafjörð. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut 18. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristján G. Þor- valdsson, verkstjóri og hreppsnefndar- maður á Suðureyri, f. 9. maí 1881, dáinn 8. júlí 1968, og kona hans, Arnfríður Guð- mundsdóttir húsmóðir, f. 8. nóv- ember 1892, d. 26. október 1986. Systir hans var Kristín Kristjáns- dóttir kjólameistari, f. 22. mars 1917, d. 19. apríl 1990. Börn henn- ar eru: Kristján Örn Ingibergsson og Þuríður Ingibergsdóttir. Eftir barnaskólagöngu í Súg- andafirði stundaði Þorvaldur nám við Héraðsskólann á Laugarvatni árin 1932 til 1934. 1939 tók hann fiskimannapróf á Akureyri. Hann starfaði sem stýri- maður á ýmsum bát- um frá Súgandafirði til 1945 að hann fór í farmennsku sem há- seti um borð í Kötlu til ársins 1958. Frá þeim tíma stundaði hann trillu- sjómennsku á sumr- in frá Súgandafirði og síðar frá Bolung- arvík, til ársins 1990. Jafnframt starfaði hann á vetrum fyrst sem háseti á skipum Eimskipa- félags Íslands og síðar sem vakt- maður hjá Landssímanum. Þor- valdur hélt heimili í Reykjavík með systur sinni frá 1965 og eftir fráfall hennar allt til þess tíma að hann flutti á haustmánuðum 2000 að Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Þorvalds fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mig langar til að minnast nafna í nokkrum orðum. Hann sýndi mér og fjölskyldu minni mikla hlýju og vel- vild. Við vorum mjög nánir nafnarnir og áttum góðar stundir saman. Þorvaldur var mikill heimsmaður og hafði siglt víða um lönd. Hann var góður sögumaður og hafði ríka frá- sagnargáfu. Hann gaf sér líka tíma til að hlusta á áhugamál mín, þó að aldursmunur á okkur væri talsverður. Síðustu ár var það hefð að Þorvald- ur fagnaði nýju ári með fjölskyldunni og borðaði með okkur á nýársdag. Hann var líka alltaf til staðar á stórum stundum fjölskyldunnar og var ótrúlega minnugur á afmælis- og tyllidaga og hringdi þá í okkur og samfagnaði okkur. Það hefur veitt mér mikla gleði að hafa átt hann að og er ég mjög þakk- látur fyrir dýrmætar minningar um góðan mann. Þorvaldur Örn Valdimarsson. Með örfáum línum langar mig að kveðja frænda minn og vin Þorvald Kristjánsson eða Valda Kitt eins og hann var alltaf kallaður. Þótt andlát hans hafi borið brátt að vissi ég að hverju stefndi en heilsu hans hafði hrakað mjög síðasta hálfa árið. Á uppvaxtarárum mínum fyrir vestan var Valdi í farmennskunni og var þess alltaf beðið með tilhlökkun þegar hann kom vestur í frí því að ávallt kom hann með kærkomnar gjafir frá útlandinu. Valdi var einstaklega frændrækinn og hélt sambandi við frændfólk sitt með heimsóknum og símtölum. Eins var með vini hans frá skólaárunum eða farmennskunni. Hann gleymdi þeim ekki enda með eindæmum mannglöggur og minnugur. Við þekktum hann sem traustan, heiðar- legan og vinnusaman mann sem ekki mátti vamm sitt vita í einu eða neinu. Margar voru sögurnar sem hann sagði okkur yngra fólkinu frá reynslu sinni og ævintýrum á þeim árum sem hann var í farmennskunni, sérstak- lega tímabilinu þegar Katlan var leigð til Kúbu og siglt var í Karíbahafinu og niður til Ríó. Valdi fylgdist vel með þjóðmálum til sjós og lands. Hann var mikið snyrtimenni og ávallt vel klæddur og bar sig vel. Um leið og ég og fjölskylda mín sendum Kristjáni, Þuríði og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð, þökk- um við Þorvaldi af alhug fyrir alla hans tryggð og ræktarsemi. Valdimar Ólafsson. Sunnudagsmorgunninn 18. mars rann upp óvenjufagur. Sólin hellti geislum sínum yfir fjörðinn okkar fagra, hann glampaði eins og spegill og speglaði tignarleg fjöllin er voru komin í skellóttan búninginn þrátt fyrir árstímann. Maðurinn skynjaði nálægð vorsins eftir óvenjulega léttan vetur til þessa og það gerðu dýrin einnig, selur synti í sjónum á leið sinni inn fjörðinn í átt að Selárdal, sjö svan- ir svifu yfir þorpið á leið sinni út í Dal- inn. Þar frammi í Vatnadalnum var þeirra draumaparadís en ég vissi ekki þá að fleiri voru að svífa heim í sína sumarparadís, í Súgandafjörðinn og Selárdalinn, þangað sem ræturnar lágu. Gamall og góður vinur minn Þorvaldur Kristjánsson hafði kvatt þennan heim þá um morguninn. Valdi Kitt eins og hann var jafnan nefndur varð 85 ára gamall. Lengst af var hann léttur og spengilegur rétt eins og ellin vissi ekki almennilega hvern- ig ætti að meðhöndla þennan hægláta en hjálpsama mann. Já, hlýja og hjálpsama, hugurinn reikar aftur um rúma hálfa öld, 54 ár. Þá var einnig vor, reyndar kominn 1. maí, en snjóa- lög og tæknin allt önnur. Þá sást hvergi á dökkan díl í Staðardalnum þar sem lítil stúlka háði baráttu upp á líf og dauða. Presturinn var búinn að gefa henni ópíum til að lina mestu kvalirnar en eina vonin var að koma henni á sjúkrahús í uppskurð. Enginn var síminn og enginn var vegurinn og eina ráðið var að búa vel um hana á sleða og draga hana síðan niður að sjó þar sem lítil skekta var í Stöðinni. Og þaðan var róið inn að brjótnum. En þá var eftir að fá bát frá Suðureyri til Ísafjarðar því heiðin var ófær nema rétt um hásumarið. Og bátar voru all- ir í landi því það var hátíð, 1. maí. En það hafði verið dansleikur og menn með réttindi ekki í því standi að fara með bát. En þá er það ungur maður, fermingarbróðir, frændi og góður vinur móður minnar sem býðst til að fara, ef hann fengi bát. Hann hafði réttindi og var ætíð lítið fyrir að láta vímuefni taka af sér völdin. Og bát- urinn fékkst og annar ungur maður sem vélstjóri. Er mér minnisstætt hvað þeir hlúðu vel að okkur pabba á leiðinni en við vorum mjög sjóveik. Þessum mönnum voru foreldrar mín- ir ævinlega þakklátir og ég leit ætíð á Valda sem lífgjafa minn, þótt launin væru alltof fátækleg. Og vinátta er aldrei metin til fjár og ekki einu sinni eftir fjölda þeirra stunda er fólk eyðir saman. Vinátta er einhver samhljóma strengur er bærist í brjósti einstak- linga og hljóðnar ekki þótt vík sé á milli vina. Og þó að stundirnar verði of fáar glitra þær eins og perlur á bandi minninganna. En þó vaknar alltaf eftirsjáin á kveðjustund. Við mannskepnurnar virðumst vera svo uppteknar á þessari tækniöld, þótt enginn viti af hverju, að góðu áformin gleymast. En ég veit að við nutum bæði þeirra stunda er við áttum sam- an. Valdi átti enga afkomendur en oft sagði hann við okkur hjónin að hann nyti þess að sjá börnin okkar vaxa úr grasi og verða að mönnum og var hann þeim jafnan mjög hlýlegur. Var það bæði vegna fyrrgreinds atviks og eins hins að þau voru afkomendur þeirra fermingarsystkina hans er hann bast hvað sterkustum böndum. Því svo skemmtilega vildi til að tengdafaðir minn var líka fermingar- bróðir hans. Móður mína dáði hann eins og guðaveru og um tengdapabba sagði hann: Við Bjössi brölluðum margt saman, en við vorum aldrei með neina ótukt. Það fólst mikið í þessum orðum. Og ég veit ekki síður að þau töluðu alltaf sérstaklega vel um þennan góða dreng sem var hjálp- samur og greindur en féll kannske ekki alltaf inn í fjöldann. Hann braust til mennta, sem þá var fátítt, og gerð- ist heimsborgari um skeið en fjörð- urinn dró hann ætíð til sín eins og far- fuglana. Hann átti aðeins eina systur og var lengi stoð og stytta hennar og móður sinnar. Mjög gaman var að koma í litla húsið hans hér á eyrinni, Selárdalsbúðina sem jafnan var köll- uð svo, enda í upphafi verbúð frá Sel- árdal. Man ég vel er ég kom þangað í fyrsta skipti með móður minni. Var ég þá 4–5 ára og var hún að sýna mig Sigríði, móðursystur sinni, en hún var amma Valda. Móðir mín fór nú ekki svona skemmtiferðir á hverjum degi og hún var mjög næm á fólk. Og þótt hún legði aldrei nema gott til neins fann ég að menn voru henni miskærir. Og þessi gamla kona var hlý og góð alveg eins og sonarsonur hennar og mér fannst ömmusystir vera hennar nafn. En ég man að mér þótti dálítið skrítið að amma, sem var í fullu fjöri, ætti svona gamla systur en þær voru samfeðra. En faðir þeirra var Frið- bert í Vatnadal en 4 dætur hans af fyrra hjónabandi komust upp en ein dóttir og tveir synir af því seinna. Er frá þeim mikill ættbogi kominn og eins og ætíð þegar þannig er verða tengslin milli einstaklinga mismikil. Suma þekkir maður lítt en öðrum tengist maður órjúfandi böndum þar sem samhljómar titra. Við Valdi átt- um margan samhljóminn, við unnum firðinum og sögu hans og ég fékk hjá honum marga fróðleiksmolana um mannlíf og störf hér áður fyrr. Og þar sem ég var svo hrifin af allri tengingu við fortíðina gaukaði hann að mér ýmsum gömlum munum sem eru mér mjög kærir. Enda tel ég traustar ræt- ur er þola rótleysi nútímans einhverja bestu guðsgjöfina. Þær rætur hafði Valdi við fjörðinn sinn. Við hjónin vor- um stödd hjá dóttur okkar á Seltjarn- arnesinu fyrir tveim árum er við ákváðum að drífa okkur í heimsókn til tveggja kærra vina okkar, það voru þeir Valdi og Friðjón er bjuggu á Meistaravöllum og Nesbala. Er ekki að orðlengja það að þeir tóku báðir yndislega á móti okkur og fórum við frá þeim fögrum perlum ríkari. En þetta voru síðustu heimsóknir heim til þeirra beggja, því þeir eru báðir horfnir yfir móðuna miklu. En þú átt- ir eftir að koma í Súgandafjörðinn, Valdi minn, og þar bauð ég þér upp á súgfirska skötu, hnoðmör og kart- öflur. Ekki merkilega máltíð að sumra mati, en allt heimafengið og í tengslum við fortíðina þar sem hver bjó að sínu og rétti hjálparhönd ef hægt var. Og margt var spjallað um liðna tíð. Hvort ég get endurtekið máltíðina er ég hitti þig næst veit ég ekki en umræðuefni mun ekki skorta. Ég hlakka til og hafðu hjartans þökk mína og minna fyrir allt. Þín vinkona, Þóra. Elsku Valdi minn. Ég á svo erfitt með að átta mig á því að þú sért far- inn. Ég bara trúði því varla þegar mamma hringdi í mig á sunnudags- morgun og lét mig vita að þú værir að fara frá okkur. Heldur bjóst ég bara við að allt yrði orðið eðlilegt eftir smá tíma. En svo hringdi síminn og mamma lét mig vita að þú værir far- inn. Mér þykir leitt að hafa ekki getað verið hjá þér og kvatt þig. Því vil ég kveðja þig núna. Þinn tími var víst kominn og þú vissir það enda tilbúinn fyrir það. Oft talaðir þú um að þetta væri farið að verða gott og trúlega vegna þess að þú hafðir verið svo heilsuhraustur allt þitt líf. Það er nú ekki langt síðan að ökuskírteinið þitt var endurnýjað. En þú fannst það að þú varst farinn að geta lítið keyrt svo þú hættir því stuttu eftir það. Það er nú ekki nema um hálft ár síðan ég hætti að koma til þín á laug- ardögum og hjálpa þér við húsverkin. Að hugsa sér hvað tíminn var fljótur að líða. Ég man svo vel eftir því þegar að ég kom fyrsta laugardaginn til þín, þá var ég rétt að verða 16 ára. Þú sýndir mér verkin sem ég átti að gera. Þetta var kannski ekki mikið en það létti undir með þér. Við fórum í gegn- um þetta saman fyrsta daginn, þú vildir hafa ákveðna röð á þessu því það var auðveldasta leiðin til að vinna þetta. Og í sex ár kom ég til þín tvisv- ar í mánuði og alltaf hélt ég röðinni sem þú kenndir mér að gera þetta í. Eitt sumar fór ég þó í burtu en það var lítið mál fyrir þig. Þú gerðir bara verkin í þann tíma. Ég man svo vel eftir því að þá skrifaði ég þér nokkur bréf yfir sumarið og fékk frá þér til baka. Mér þótti svo vænt um það að fá bréf frá þér alla leið til Danmerkur en það var lítið mál fyrir þig. Það var svo gaman að koma til þín á laugardögum og spjalla við þig því jú þú hafðir yndi af því að segja frá því sem þú hafðir lent í. Þú sagðir mér margar sögur af því þegar þú varst á sjó á þínum yngri árum og svo myndirnar síðan þá fékk ég líka að skoða. Það var nú gaman að kíkja í gegnum þær og svo þegar ég kom úr útskriftarferðinni minni sýndi ég þér myndir frá Ibiza af salthaug- unum. En þangað fórst þú einmitt að sækja salt mörgum árum áður. Þú talaðir alltaf mikið um það að við krakkarnir yrðum að standa okkur vel í skólanum og það væri mikilvægt að mennta sig. Mér þótti alltaf vænt um það hvað þú sýndir manni mikinn styrk og þegar þú kvaddir mig á laug- ardögum með þessum fögru orðum „Guð fylgi þér.“ Í haust fluttir þú svo á Hrafnistu í Hafnarfirðinum og ég flutti á sama tíma inn í Hafnarfjörðinn. Ég var ánægð með það því þá átti ég auðvelt með að koma í heimsókn til þín. Þú varst alltaf svo ánægður að fá mig í heimsókn. Ég bara trúi því varla að ég muni ekki koma til þín þangað oft- ar en svona er víst bara lífið. Það gengur sinn gang. Núna munt þú dvelja við sjóinn sem var líf þitt og yndi. Elsku Valdi minn, ég vil bara þakka þér fyrir allar stundirnar sem þú varðir með mér, takk fyrir að styðja mig og hvetja mig áfram í líf- inu. Þú verður ávallt í hjarta mér. Guð fylgi þér. Þín frænka, Sigríður Kristín Sæmundsdóttir (Sirrý). Kæri Valdi minn. Ég á svo erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Ég gat ekki trú- að því þegar Örn sagði mér að þú værir á spítalanum og værir orðinn mjög veikur og þinn tími væri að koma. Þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að þú værir farinn, ég átt- aði mig ekki á því að þú værir dauð- legur eins og aðrir, ég hélt að þú yrðir alltaf hjá okkur. Mér finnst svo erfitt að hugsa út í það að þú komir ekki lengur á föstudögum til okkar í mat, þó svo að heimsóknunum hafði fækk- að eftir að þú fluttir á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þegar þú komst í heimsókn hafð- irðu alltaf nýja sögu til að segja okkur af ferðalögum sem þú hafðir farið í þegar þú varst ungur og ekki má gleyma sögunum af sjónum. Mér þótti alltaf vænt um að heyra hvað þú hafðir mikla trú á mér í einu og öllu, þá sér- staklega í skólanum. Eitt skipti þegar ég var að koma frá Menntaskólanum á Egilsstöðum komst þú að sækja mig út á flugvöll og við töluðum um það hvað það væri gott að búa úti á landi í litlum bæ og ég sagði þér sögur að austan, þá gerði ég mér grein fyrir því hvað við vorum lík í okkur í svo mörgu sem við gerðum. Ég man svo vel eftir einni heimsókn til þín á Meistaravelli þegar þú varst að sýna mér gamlar myndir og mér fannst svo merkilegt að þú mundir svo vel eftir öllu fólkinu á myndunum þótt þetta hafi verið mjög gamlar myndir, þú varst alltaf svo minnugur á allt. Þegar ég kom heim þennan dag man ég að ég var svo ánægð að við skyldum hafa náð svona vel saman. Þér fannst alltaf gaman að leggja kapal og spilaðir oft olsen olsen við mig þegar ég var lítil og þó svo að ég kunni ekki alveg að spila hann hélstu samt áfram og leyfðir mér að vinna. Mér finnst svo sárt að hugsa til þess, elsku Valdi minn, að þú sem ég hef þekkt allt mitt líf sért farinn frá mér. Ég veit samt vel að þú munt vaka yfir okkur og reyna að leiða okkur á rétta leið í lífinu. Það er svo mikil sorg og söknuður í hjarta mínu núna en tíminn læknar það. Ég mun varðveita allt sem þú hefur sagt mér og gert fyr- ir mig svo lengi sem ég lifi. Valdi minn, ég mun alltaf elska þig af öllu mínu hjarta og geyma minn- inguna um þig næst hjartanu. Megi Guð fylgja þér. Þín frænka, Berta Björg Sæmundsdóttir. Elsku besti Valdi minn! Þá er víst komið að því, kveðjustundin mikla er runnin upp. Það er með tárum og miklum söknuði sem ég kveð þig elsku Valdi minn. Þau eru nú mörg bréfin og kortin sem ég hef skrifað þér en þetta verður víst að vera hið síðasta. Það að þú sért haldinn á vit hins óþekkta, yfir móðuna miklu, skil- ur eftir stórt skarð í hjarta mínu sem aldrei verður fyllt. En þetta er víst gangur lífsins, einhvern tímann kem- ur víst að okkur öllum. Það er margt sem kemur upp í hug- ann þegar ég hugsa til þín, minnis- stæð er mér sérstaklega leikhúsferð okkar tveggja fyrir nokkrum árum. Svo ekki sé nú minnst á allar stund- irnar sem ég hef eytt í að skoða allar myndirnar þínar hvaðanæva úr heim- inum. Mér finnst ég vera að feta í fót- spor þín með öllum þessum ferðalög- um mínum, þetta er svo sannarlega skóli út af fyrir sig. Ég veit þó að ég mun reyna að velja mér lífsbraut með það fyrir augum að gera þig líka stoltan, þér tókst svo sannarlega að gera mér grein fyrir gildum lífsins. Elsku Valdi minn, með tárum kveð ég þig en ég hugga mig við það að þú ert nú kominn í hóp hinna útvöldu þarna hinum megin; kominn til ömmu Stínu og allra hinna sem þar eru. Ástarkveðjur, þín frænka, Íris Lind. Þegar ég fékk fréttirnar um að Valdi Kitt, eins og hann var kallaður, væri dáinn fann ég fyrir tómarúmi í huga mínum og varð hugsað til baka. Það var svo stutt síðan ég hafði heyrt í honum er hann hringdi hingað til Danmerkur á afmælisdegi mínum í byrjun þessa mánaðar. Valdi bar sig þá ágætlega en ég hafði þó áður skynjað á samtölum okkar að heils- unni hafði hrakað mikið frá því sem áður var. Í mínum huga var hann, þrátt fyrir háan aldur, alla tíð hraust- ur á sál og líkama. Valda Kitt man ég fyrst eftir frá því ég var smápatti heima hjá afa og ömmu á Kleppsveginum. Ég man hann byrjaði snemma að kalla mig „nafna“ sem mér þótti mjög merki- legt þá og seinna alltaf vænt um. Valdi Kitt og afi voru bræðrasynir og jafnaldrar. Þeir höfðu alist upp saman á Súgandafirði og fóru m.a. saman í skóla á Laugarvatni. Ég gerði mér í raun og veru ekki grein fyrir því fyrr en nú á seinni árum hvað þeir frænd- ur voru nánir, þrátt fyrir hversu ólíkir þeir virtust vera. Það var alltaf gaman að hlusta á Valda Kitt segja sögur frá fyrri tímum fyrir vestan, forfeðrum og siglingunum sem hann hafði farið. Valdi var stálminnugur og mikill mannþekkjari og maður gat auðveld- lega spurt Valda ef mann þyrsti í að vita eitthvað um ætt sína eða annað fróðlegt að vestan. Við Valdi Kitt héldum alltaf reglu- legu sambandi. Það leið ekki sá af- mælisdagur hjá fjölskyldunni að hann Valdi Kitt hringdi ekki eða birtist í eigin mynd til að óska manni til ham- ingju. Eftir að við urðum nágrannar í vesturbænum átti Valdi það til að líta inn í kaffi, á gönguferðum sínum um hverfið, til að ræða heimsins málefni. Þegar ég flutti búferlum til Danmerk- ur héldum við áfram sambandi í gegn- um síma og þá rifjaði hann oft upp tímann er hann hafði verið í Kaup- mannahöfn og kynni sín af fólki héðan við Eyrarsund. Þann tíma mundi hann eins og gerst hefði í gær og gat auðveldlega lifað sig inn í, þó að langt væri um liðið. Með þessum fáu orðum kveð ég með virðingu og þökk frænda minn og „nafna“, megi hann hvíla í friði. Þorvaldur I. Birgisson, Kaupmannahöfn. ÞORVALDUR KRISTJÁNSSON  Fleiri minningargreinar um Þor- vald Kristjánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.