Morgunblaðið - 23.03.2001, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 23.03.2001, Qupperneq 65
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 65 ✝ Búi Steinn Jó-hannsson úr- smiður fæddist 25. júlí 1931. Hann and- aðist á Spáni 13. mars 2001 eftir stutta legu en rúm- lega árs baráttu við lungnakrabbamein. Búi var einkasonur Ólafíu Sigurðardótt- ur, sem var ættuð frá Ketilsstöðum í Hvammssveit, og fyrri manns hennar, Jóhanns Búasonar úrsmiðs, sem var ættaður frá Hóli í Svínadal. Seinni maður Ólafíu var Kjartan Klemensson frá Fremri-Hunda- dal í Miðdölum. Dóttir þeirra og hálfsystir Búa er Guðríður Erla, búsett í Danmörku. Seinni kona Jóhanns Búasonar var Ellen, af þýskum ættum. Þau voru barn- laus. Ellen fluttist til Þýskalands eftir lát Jóhanns 1967. Búi kvæntist árið 1953 Mar- gréti Sigurðardótt- ur, f. 1. des. 1931, og áttu þau saman tvö börn, Sigurð Örn, f. 15. apríl 1952, og Elsu Hrönn, f. 26. okt. 1953. Þau skildu eftir fárra ára hjónaband. Önnur kona Búa var Guð- björg Edda Guð- mundsdóttir. Þeirra börn eru Aldís, f. 2. mars 1961, og Jó- hann, f. 31. jan. 1965. Þau skildu. Fyrir um áratug kvæntist Búi eftirlifandi eiginkonu sinni, Dóru, sem er ættuð frá Perú. Þau bjuggu síðustu vetur á Spáni, en dvöldu á heimili sínu í Reykjavík á sumrin. Sonur þeirra er Victor Óli, f. 17. nóv. 1994. Búi átti alls nítján afkom- endur, fimm börn, tólf barna- börn og tvö barnabarnabörn. Bálför Búa fór fram 15. mars. Mig langar með þessum orðum að minnast Búa, tengdaföður míns, þótt ég telji aðra til þess hæfari að skrifa um ævi hans og ættir. Búi tók sig til fyrir nokkrum ár- um ásamt Dóru og svo seinna Óla litla, og heimsótti okkur Sigurð og börnin norður í Eyjafjörð. Sam- bandið hafði verið nokkuð slitrótt, en eftir að hann settist í helgan stein, fyrir um fimm árum, urðu ferðirnar tíðari. Við áttum nokkrar ánægjulegar ferðir saman, t.d. út í Fjörður, Flateyjardal, inn í Leyn- ingshóla í Eyjafirði og víðar um Norðurlandið. Og nokkrar ferðir fórum við austur fyrir fjall og um Suðurlandið. Hann hafði mikinn áhuga á landinu, brá sér í stang- veiði með Sigga á meðan við hin settumst í berjamó og naut þess að sitja í sólinni, hann var mikill sóldýrkandi. En ferðirnar sem við áttum eftir að fara og talað hafði verið um á góðum stundum, förum við ekki í bráð, þar sem kallið kom svo afgerandi og ótímabært. Það er auðvelt að lýsa Búa, hann var hár og grannur, bar sig sér- staklega vel, hafði silfurhvítt, þétt hár, og athugul augu. Hann naut þess að klæðast smekklega og hafði unglegt útlit fram á síðasta dag. Hann var sterkur persónu- leiki, yfirvegaður en frekar dulur um sjálfan sig. Hann hafði sér- staklega gott minni, bæði á menn og málefni, fylgdist vel með og miðlaði skoðunum sínum, svo gam- an var á að hlýða. Þeir feðgar ræddu gjarnan um ættir sínar, sem komu úr Borgarfirði og Döl- unum. Búi sagði einkar skemmti- lega frá litríkum persónum, og sérstæðum „karakterum“, sem auðguðu lífið. Hann talaði minnst um sjálfan sig, en var því duglegri að spyrja okkur þegar færi gafst. Öll okkar samskipti við þau hjónin og Óla litla byggðust á gagnkvæmum heimsóknum og samveru til skemmtunar og ánægju, langt frá öllu dægurþrasi og áhyggjum daglegs lífs. Þau hjón voru sérstaklega góðir gestir og góð heim að sækja. Þau sendu okkur bæði að sunnan og utan frá Spáni skemmtilegar gjafir, sem glöddu bæði munn og augu. Allt það erum við mjög þakklát fyrir og ekki síst fyrir samveruna síð- asta sumar á heimili þeirra á Torrevieja, þar sem þau höfðu vet- ursetu og Victor Óli gengur í skóla. Við gátum átt nokkrar stundir með þeim þar, ásamt Elsu og Jóhanni og fjölskyldum þeirra. Það var vitað að hverju stefndi með veikindin og því verða þessar stundir okkur dýrmæt minning. Þrátt fyrir þessi illvígu veikindi, var ekki að sjá annað en að Búi væri hress og í góðu jafnvægi. Hann var þá á sterkum lyfjum og fór reglulega til eftirlits á nær- liggjandi sjúkrahús. Við skynjuð- um að róðurinn var oft erfiður, en hann valdi þetta hlutskipti; að vera þarna úti fjarri sínu kunnuga um- hverfi hér heima. Það lýsir einnig því sjálfstæði sem hann skapaði sér, að vera öðrum óháður og fara sínar eigin leiðir. Það var honum mjög mikilvægt og Dóra gaf hon- um það svigrúm sem hann þurfti. Þar hafði hann fágætan lífsföru- naut sem Dóra var, svo þolinmóð, hlý og jákvæð. Hann lét það líka óspart í ljósi hversu þakklátur hann var fyrir sína „alveg einstöku konu“. Búi hafði um skeið lítið sem ekk- ert samband, en þegar þær dyr opnuðust, kom það okkur á óvart hve áhugasamur hann var um okk- ar daga, um börnin og nú síðast um barnabarnabörnin tvö. Þau heimsótti hann s.l. haust, á einum af síðustu dögunum hér heima. Hann bankaði upp á eitt kvöldið og settist í stofuna hjá dóttur okk- ar í Keflavík, til að hitta þessa yngstu afkomendur sína. Þau litlu tvö; Elma Rósný, eins árs, og Sig- urður Leó, þriggja ára, tóku þess- um myndarlega langafa sínum sér- staklega vel og settust hjá honum í sófann, eins og hann væri þeirra besti vinur. Á starfsferli sínum gegndi Búi fjölbreyttum störfum og stundaði einnig margs konar áhugamál. Hann var athafnamaður og áhuga- samur safnari, átti t.d. fallegt steinasafn. Um skeið stundaði hann fag sitt, úrsmíði og jafnhliða föstu starfi fékkst hann um árabil við húsasmíðar og viðskipti á því sviði. Undir það síðasta var hann starfsmaður hjá Póstinum. Sem lítið dæmi um viðfangsefni hans á lífsleiðinni má nefna, að þegar hann kynntist Dóru, fór hann í spænskunám og náði góðum tök- um á málinu. Það óx honum ekki í augum að bæta við sig tungumáli á efri árum. Við minnumst Búa með þakklæti og virðingu og biðjum honum blessunar og friðar á æðra tilveru- stigi. Ég og fjölskylda mín vottum Dóru og Óla einlæga samúð okkar. Þórunn Erla Sighvats, Akranesi. BÚI STEINN JÓHANNSSON ✝ Ari BjörgvinBjörnsson fædd- ist að Bollastöðum í Blöndudal 29.5. 1924. Hann lést á Landspítala, Foss- vogi,12. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Björn Ei- ríkur Geirmundsson bóndi, f. 25.5. 1891, d. 7.2. 1963, og kona hans Guðrún Jónína Þorfinnsdóttir, f. 9.11. 1895, d. 1.12. 1994. Systkini hans eru Jón Konráð, f. 3.12. 1918, Geir Austmann, f. 20.2. 1920, Garðar, f. 4.7. 1921, Helga Svana, f. 8.3. 1923, Ing- ólfur Guðni, f. 6.1. 1930, Hjördís Heiða, f. 2.4. 1938. Ari kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni Hildigard Stein Björnsson, f. 19.11. 1919, hinn 17.6. 1950. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru 1) Björn, f. 4.6. 1950, búsettur í Reykja- vík. 2) Héðinn, f. 15.10. 1951, kona hans er Kristín Ólafsdóttir, þau eru búsett í Reykjavík. 3) Guðrún, f. 18.11. 1952, hennar maður er Helgi Theodór Andersen, þau búa í Grindavík. Dóttir Guðrúnar er Hafdís Huld, f. 7.12. 1976, sambýlismaður hennar er Rúnar Þór Snorrason, f. 22.8. 1974. Þau eru búsett að Kálfafelli í Vestur- Skaftafellssýslu. 4) Hörður, f. 23.2. 1956 og 5) Hilmar, f. 15.2. 1957, þeir eru báðir búsettir í Reykjavík. Útför Ara Björgvins hefur far- ið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hann Ari föðurbróðir okkar er látinn eftir erfið veikindi og langar okkur frændfólk hans á Hornafirði að minnast hans með nokkrum orð- um. Við vorum svo lánsöm að fá að kynnast Ara á síðari hluta ævi hans. Þó að við værum alltaf mjög vel meðvituð um frændfólk okkar í föðurætt, sem að stórum hluta bjó í Reykjavík, var það ekki fyrr en hringvegurinn um Skeiðarársand opnaðist að við fórum að kynnast því betur og það fór að koma í heimsókn í sveitina okkar í Horna- firði. Við minnumst Ara sem mikils náttúruunnanda. Það var venja hans þegar hann kom í Hornafjörð að fara einn í gönguferðir til þess að hlusta eftir söng náttúrunnar og horfa á okkar fallega umhverfi sem hann kunni svo vel að meta. Við höfðum það oft á orði að þeg- ar Ari hafði boðað komu sína þá brást það ekki að sólin færi að skína og umhverfið skartaði sínu fegursta. Þess vegna hittist svo á að hann komst oft í heyskap og naut hann þess sem sveitamaður að fylgjast með. Ari var hógvær að eðlisfari en glaður og skemmtilegur sögumaður þegar því var að skipta. Við systk- inin nutum þess að sitja og hlusta á hann og föður okkar segja gamlar sögur frá bernskuárum þeirra norð- ur í Húnavatnssýslu. Þá var oft glatt á hjalla í eldhúsinu í Græna- hrauni. Oft þegar við vorum að heim- sækja Guðrúnu ömmu okkar sem bjó á Hrafnistu við Laugalæk í Reykjavík þá gekk hún með okkur yfir holtið í heimsókn til Ara og Hildu á Kleppsveginum. Amma vissi að þar var allaf gott að koma. Þá komum við oft í heimsókn á loft- ið í Raftækjastöðinni þar sem Ara var jafnan að finna við vinnu sína og alltaf gaf hann sér tíma til þess að spjalla og spyrja frétta að aust- an. Kæri frændi, við kveðjum þig með hlýhug og geymum minningu þína í hugum okkar. Hildu, börn- unum ykkar, tengdabörnum, Haf- dísi og öðrum aðstandendum vott- um við innilega samúð og biðjum góðan guð að vera með ykkur. Frændfólkið á Hornafirði. ARI BJÖRGVIN BJÖRNSSON 5   *       /  *  3   0 +3+    0 /  "  /   /     7=#%#< <# )7 7  3!  00   + C <; *!" #-  *   789 ! . 4"   , &  "   . 4"  :)4   !  )  /   +3" ;  <  #<"< 0 0  < < 0 0  8 *6 00  1 < 0 0  0  "+ 00!  +   #"<"' ! (08 "' !   <"D ! 2"D ! +  "< 0 0   #"  00!    !     " Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.