Morgunblaðið - 23.03.2001, Síða 70

Morgunblaðið - 23.03.2001, Síða 70
70 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. KARL Sigurbjörnsson biskup hefur sent út hirðisbréf upp á rúmar 200 blaðsíður, en í því viðrar hann skoð- anir sínar á stöðu þjóðkirkjunnar, hlutverki hennar og tilgangi. Hirð- isbréf þetta var kynnt nokkuð í Morgunblaðinu nýlega. Margt af því sem biskup segir í þessu bréfi sínu er að sjálfsögðu gott og gilt, en þó virk- ar sumt nánast eins og það sé fremur komið frá æfðum stjórnmálamanni en kristnum biskupi. Sums staðar virðist nefnilega koma fram hinn tækifærissinnaði andi málamiðlunar sem reynir stöðugt að forðast hreina og beina túlkun á því sem Orð Guðs segir. Það má til dæmis vel vera að Karl biskup telji það einfalt mál að efna til samtals við múslima, en kristið fólk í Pakistan og víðar hefur átt afskap- lega erfitt með það. Reynsla þess er að múslimar séu ekki til viðtals þar sem þeir eru í meirihluta. Hinsvegar vilja þeir ef til vill ræða málin þar sem þeir eru í minnihluta með það fyrir augum að ná fram auknum rétt- indum og meiri styrk í viðkomandi löndum. Ekki virðist t.d. talebana- stjórnin í Afganistan hafa verið mjög samtalshæf gagnvart umheiminum síðan hún komst til valda og væri Karl biskup leiðtogi kristins minni- hlutasafnaðar í landi þar sem slíkt stjórnarfar væri, hygg ég að sam- talslist hans skilaði litlu. Karl biskup fjallar um samkyn- hneigð í bréfi sínu og í því máli sýnist mér að stjórnmálamaðurinn komi svo sterkt upp í honum að hann kaf- færi biskupinn. „Allir eru velkomnir í kirkju Krists og að altari hans til blessunar og fyrirbænar,“ segir í bréfinu. Fyr- irbænir eru góðra gjalda verðar en blessun verður aldrei lögð yfir það sem er synd. Slík blessun er einskis virði og raunar synd í sjálfu sér. Biskupar verða eins og aðrir dauð- legir menn að standa frammi fyrir Drottni allsherjar á degi dómsins og hafi þeir túlkað boð hans eftir tíð- arandanum en ekki samkvæmt Orð- inu, verða þeir vegnir og léttvægir fundnir. Þeirra er skyldan að hlýða Guðs lögum en ekki að rangtúlka þau eða breyta þeim að geðþótta. Hin heilnæma kenning á að vera þeim samgróin. Lokaorð Biblíunnar ættu því að hljóma hátt með viðvör- un í hjörtum manna með slíka ábyrgð. Ég segi þetta vegna þess að í bréfi sínu virðist Karl biskup velta upp spurningum um hvort taka beri þetta og hitt í Ritningunni alvarlega! Hann segir að víða sé samkynhneigð hafnað í Heilagri Ritningu, en spyr jafnframt hvort þau fyrirmæli séu ótvíræð og sígild. Heyrist mér rétt? Er það biskup í kristinni kirkju sem talar þessi orð? Er hann að veikja tiltrú á Orði Guðs sem er eða á að vera grundvöllur kirkjunnar? Síðan spyr hann hvort samkynhneigð sé meiri synd en ýmislegt annað sem fordæmt er í Biblíunni en nú sé með- tekið sem gott og gilt af flestum. Að afsaka og reyna að viðurkenna eina synd vegna þess að aðrar hafa verið afsakaðar og viðurkenndar er ekki merkilegur rökstuðningur. Stað- reyndin er sú að samkynhneigð er ekki bara víða fordæmd í Ritning- unni, heldur er hún alfarið fordæmd og skilgreind skýrt og greinilega sem synd. Það er ekki á valdi Karls biskups að breyta þeirri skilgrein- ingu. Umburðarlyndi er dyggð, þar sem það miðar að uppbyggingu, en um- burðarlyndi gagnvart synd er heimska. Með því að umbera syndina greiðum við götu hennar um sam- félagið og aukum skaðleg áhrif henn- ar. Ef við gerum slíkt sýnum við ábyrgðarleysi og dómgreindarskort. Við gleymum því að Guð er Guð og lítilsvirðum boð hans. Hver sem það gerir mun síðar meir þurfa að svara fyrir slíkar gerðir. Karl biskup segir svo að lokum um samkynhneigð í bréfi sínu að stað- fest samvist sé sambúð en ekki hjónaband og ennfremur að „engin þjóðkirkja Norðurlandanna hafi treyst sér til að stíga það skref að vígja samkynhneigða sem hjón“. Eðlilega ekki, því með því væru kirkjurnar að brjóta gegn Orði Guðs sem á að vera þeirra eigin grundvöll- ur. En hvernig geta þá viðkomandi kirkjur lýst sig fúsar til að leiða sam- kynhneigða að altarinu og veita þeim blessun? Í hirðisbréfi Karls biskups segir að þeim verði ekki vísað á bug sem leiti blessunar Guðs yfir samlíf sitt. Hvernig getur kirkjan talað um að blessun Guðs geti náð yfir það sem er synd samkvæmt Orði Guðs? Sérhver kirkja sem vill heita krist- in verður að fylgja boðum Heilagrar Ritningar, þeim Andans leiðarvísi sem er hornsteinn siðaðs mann- félags. Óhlýðni við Orð Guðs er graf- alvarlegt mál. Enginn maður getur réttlætt synd og komist heill frá því. „Sjá, að óttast Drottin – það er speki, og að forðast illt – það er viska.“ RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd. Hirðisbréf biskups Frá Rúnari Kristjánssyni: 2001
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.