Morgunblaðið - 23.03.2001, Page 71

Morgunblaðið - 23.03.2001, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 71 Vinningar komu á eftirtalin númer: Ferð fyrir tvo til Benidorm, Mallorka eða Portúgal að verðmæti kr. 190.000 á miða nr. 81189 - 70853 - 43295. Ferð fyrir tvo til Dublinar að verðmæti kr. 80.000 á miða nr. 30568 - 83930 - 70512 - 52694 - 31201 og 111405. Næsti og síðasti aukaútdráttur verður miðvikudaginn 28. mars nk. Slysavarnafélagið Landsbjörg Dregið var í þremur fyrstu aukaútdráttum Slysavarnafélagsins Landsbjargar 7., 14. og 21. mars 2001. KASPAROV fór vel af stað á fyrsta degi heimsbikarkeppninnar í atskák, sem hófst í Cannes á mið- vikudag. Hann er með eins vinnings forystu í sínum riðli að fjórum um- ferðum loknum. Staðan á mótinu er þessi: A-riðill 1. Kasparov 3½ v, 2.–3. Judit Polg- ar, Evgeny Bareev 2½ v., 4.–5. Alex- ander Grischuk, Joel Lautier 2 v. o.s.frv. B-riðill 1. Mikhail Gurevich 3 v., 2.–4. Rustam Kasimdzhanov, Michael Adams, Etienne Bacrot 2½ v., 5.–6. Alexander Morozevich, Vladislav Tkachiev 2 v. o.s.frv. Fjórir efstu keppendur úr hvorum riðli komast áfram. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1996 að Kasparov tekur þátt í skákmóti sem skipulagt er af FIDE. Tíunda Amber- skákmótið Tíunda Amber-skákmótið stendur nú yfir og meðal þátttakenda eru ýmsir af sterkustu skákmönnum heims, þar á meðal heimsmeistar- arnir Kramnik og Anand. Það vakti reyndar mikla athygli þegar í ljós kom, að FIDE hafði sett heimsbik- arkeppni sína ofan í þetta mót og þar með gert þátttakendum þess ómögu- legt að taka þátt í keppninni. Sérstaða Amber-skákmótsins felst í því, að þar mætast keppendur bæði í atskák og blindskák. Nú er fjórum umferðum lokið á mótinu og er staðan þessi: Blindskák 1.–3. Peter Leko, Veselin Topalov, Ljubomir Ljubojevic 3 v., 4.–6. Jer- oen Piket, Vladimir Kramnik, Visw- anathan Anand 2½ v. o.s.frv. Atskák 1.–2. Viswanathan Anand, Vladim- ir Kramnik 3 v., 3.–5. Veselin Topal- ov, Boris Gelfand, Peter Leko 2½ v., 6. Alexei Shirov 2 v. o.s.frv. Sé vinningafjöldinn úr blindskák- inni og atskákinni lagður saman eru þeir Topalov, Anand, Kramnik og Leko efstir með 5½ vinning. Andersson sigraði í Pinamar Ulf Andersson, sænski stórmeist- arinn, sigraði á alþjóðlega mótinu í Pinamar sem nú er nýlokið. Stór- meistararnir röðuðu sér í efstu sæt- in: 1. Ulf Andersson 8 v., 2. Alejandro Hoffman 7½ v., 3. Oscar Panno 7 v., 4.–5. Bent Larsen, Pablo Ricardi 6½ v., 6. Carlos García Palermo 6 v. o.s.frv. Allt eru þetta Argentínumenn fyr- ir utan Andersson og Bent Larsen, sem greinilega hefur náð sér vel eftir erfið veikindi og hafnar þarna í 4.–5. sæti. Jafnaldri hans, Oscar Panno, getur einnig verið ánægður með sinn árangur. Pinamar er við strönd Argentínu, ekki langt frá Mar del Plata. Kínverjar unnu Bandaríkin Landskeppni Banda- ríkjanna og Kína, sem fram fór í Seattle, lauk með sigri Kínverja, 21– 19. Sigurinn var því naumur og það voru Bandaríkjamenn sem tóku forystuna strax í fyrstu umferð og héldu henn þar til Kínverj- arnir sigruðu 6½–3½ í þriðju og næstsíðustu umferð. Á efstu sex borðunum voru sterkustu meistarar hvors lands, en á neðstu borðunum mættust sterk- ustu konur og unglingar landanna. Ekki er hægt að segja að sigur Kín- verja hafi komið á óvart, því fyrir- fram var búist við sigri þeirra. Jón Viktor sigraði á netskákmóti Reykjavíkur Jón Viktor Gunnarsson sigraði á fyrsta Netskákmóti Reykjavíkur sem fram fór á ICC-skákþjóninum sl. sunnudag. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Jón Viktor Gunnarsson 7½ v., 2. Helgi Áss Grétarsson 7 v., 3. Guð- mundur Gíslason 6½ v., 4.–5. Björn Þorfinnsson, Ingvar Jóhannesson 5½ v., 6.–9. Davíð Kjartansson, Kristján Örn Elíasson, Arnar E. Gunnarsson, Sævar Bjarnason 5 v., 10.–11. Friðgeir Hólm, Sigurður Daði Sigfússon 4½ v. o.s.frv. Keppendur voru 20. Jón Viktor Gunnarsson er því Netskákmeistari Reykjavíkur og hlýtur hann að laun- um Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er af Magnúsi V. Péturssyni, skák- áhugamanni og fyrrverandi milli- ríkjadómara í knattspyrnu. Tefldar voru níu umferðir með umhugsunar- tímanum 3 mín. á skák + 2 sek. á leik. Átta komnir áfram í VN-mótaröðinni Páll Agnar Þórarinsson varð efst- ur á fyrra úrtökumóti Viðskiptanets- ins, sem fram fór á Grandrokk sl. laugardag, en þá tryggðu átta vaskir meistarar sér áframhaldandi þátt- töku í keppninni. Seinna úrtökumót- ið verður á Grandrokk á morgun, laugardaginn 24. mars, og þá bætast aðrir átta í hópinn sem teflir í úr- slitakeppninni 31. mars, en verðlaun- in þar nema alls 130 þúsund VN- krónum. Fyrsta VN-mótið var firnasterkt og þar voru m.a. allir verðlaunahaf- arnir af nýafstöðnu hraðskákmóti Íslands. Nokkrir kunnir meist- arar náðu ekki að tryggja sér sæti í úr- slitum, en þeir fá annað tækifæri á laugardag- inn kemur. Tefldar voru níu umferðir og hlutu fjórir skákmenn 6½ vinning: Páll Agn- ar, Jón Viktor Gunn- arsson, Davíð Kjart- ansson og Bragi Þorfinnsson. Næstir komu Sigurður Daði Sigfússon og Stefán Kristjánsson með 6 vinninga en Tómas Björnsson og Sigurður Páll Stein- dórsson hlutu 5 og hálfan. Með ár- angri sínum tryggðu þessir átta skákmenn sér sæti í 16 manna úrslit- um, þar sem teflt verður með útslátt- arfyrirkomulagi. Mótstjórn skipuðu Einar K. Ein- arsson, Hrafn Jökulsson og Róbert Harðarson. Mótið var afar skemmtilegt og fór vel fram. Keppendur voru 26. Skák- menn eru hvattir til að skrá sig til leiks á seinna úrtökumótið nú á laug- ardag. Hrafn Jökulsson annast skráningu á mótið. Sími hans er 897 1609 og tölvupóstfang hrafnj@ya- hoo.com. MR framhaldsskóla- meistari Íslandsmót framhaldsskólasveita fór fram 17. mars. Rétt til þátttöku áttu allir framhaldsskólar og ávann efsta sveitin sér rétt til þátttöku á Norðurlandamóti framhaldsskóla- sveita, sem fram fer í haust. Keppnin hefur verulega látið á sjá á undan- förnum árum, en aðeins tvær sveitir mættu nú til leiks. Það voru skák- sveitir Menntaskólans við Hamra- hlíð og Menntaskólans í Reykjavík. Tefld var tvöföld umferð með 20 mín- útna umhugsunartíma. Báðar viður- eigninrnar fóru 2–2 og var því tefld- ur bráðabani sem MR vann 2½–1½ og er Menntaskólinn í Reykjavík því Íslandsmeistari framhaldsskóla- sveita 2001. Sveit MR skipuðu eft- irtaldir:1. borð Bergsteinn Einars- son ½ v., 2. borð Sigurður Páll Steindórsson 0 v., 3. borð Ólafur Ís- berg Hannesson 3 v. 4. borð Matth- ías Kormáksson 3 v. Skákstjórn var í höndum Ólafs H. Ólafssonar. Stefán Kristjánsson vann á TR-skemmtikvöldi TR-skemmtikvöld var haldið 17. mars. Eftir kynningu á ChessBase- forritun fór fram forgjafarskákmót þar sem umhugsunartíminn var samanlagt 9–10 mínútur og mesti munur var 3 mínútur á móti 7. Röð efstu manna: 1. Stefán Kristjánsson 7½ v., 2.–3. Arnar E. Gunnarsson, Davíð Kjart- ansson 7 v., 4. Ingvar Þór Jóhann- esson 6½ v., 5.–6. Lárus Ari Knúts- son, Sigurður Daði Sigfússon 5½ v., 7.–9. Magnús Örn Úlfarsson, Sigur- björn Björnsson, Ólafur Kjartansson 5 v. 10.–12. Áslaug Kristinsdóttir, Guðni Stefán Pétursson, Jón Viktor Gunnarsson 4½ v. o.s.frv. Fyrirlestur Margeirs í kvöld Í kvöld mun Margeir Pétursson stórmeistari flytja fyrirlestur á skemmtikvöldi skákáhugamanna, sem haldið verður í félagsheimili Hellis, Þönglabakka 1, Mjódd. Fyr- irlesturinn hefst klukkan 20. Mar- geir mun leitast við að svara spurn- ingunni „Hvernig á að tefla eftir að maður hættir?“, en svo sem flestum er kunnugt er nokkuð síðan Margeir hætti atvinnumennsku í skák og beitir nú vinnubrögðum stórmeistar- ans á fjármálamarkaðinn. Fróðlegt verður að fá tækifæri til að heyra í Margeiri, enda hefur honum tekist prýðilega að halda skákstyrkleikan- um þrátt fyrir takmarkaða tafl- mennsku. Margeir mun skýra skákir sem hann hefur teflt eftir að hann hætti atvinnumennsku. Margeir er einmitt frumkvöðull skemmtikvöldanna, en dagskrá þeirra er þannig að fyrst er fluttur fyrirlestur, en að því loknu geta þeir sest að tafli sem það kjósa. Skipt verður í riðla eftir styrkleika, þannig að allir ættu að fá andstæðinga við hæfi. Aðgangseyrir er kr. 500. Hann rennur óskiptur til styrktar alþjóð- legu skákmótahaldi hér á landi. Allir skákáhugamenn eru velkomnir á skemmtikvöldin. Íslandsmót stúlkna Íslandsmót stúlkna (grunnskóla- mót) fyrir árið 2001 verður haldið sunnudaginn 25. mars í húsnæði Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, Reykjavík. Mótið hefst kl. 13:00 og verða tefldar 10 mínútna skákir. Keppt verður í tveimur aldurs- flokkum, 12 ára og eldri og 11 ára og yngri. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki. Skrán- ing er á mótsstað. Skákmót á næstunni 23.3. Hellir. Skemmtikvöld skákáhugamanna 25.3. SÍ. Íslandsmót stúlkna 25.3. SA. Parakeppni 26.3. Hraðskákmót Hellis 29.3. Hraðskákmót Kópavogs 30.3. Skákþing Norðlendinga SKÁK C a n n e s , F r a k k l a n d i 21.–25.3. 2001. HEIMSBIKARKEPPNI Í ATSKÁK Kasparov tekur for- ystuna á fyrsta degi Daði Örn Jónsson Gary Kasparov FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR Handsnyrtivörur frá = og Depend. Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana. Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem, vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá Frábært verð og frábær árangur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.