Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FRAMKVÆMDASJÓÐUR Rík-
isútvarpsins hefur verið lagður
niður með lögum frá Alþingi.
Sjóðurinn var stofnaður með
breytingu á útvarpslögum árið
1970, og þá kveðið á um að 5% af
heildartekjum stofnunarinnar
skyldu renna í sjóðinn. Hlutfallið
var hækkað í 10% með breytingu
á útvarpslögum árið 1979.
Í athugasemdum við frumvarp
um málið, sem samþykkt hefur
verið sem lög frá Alþingi, kemur
fram að þau markmið sem stefnt
var að með stofnun sjóðsins hafi
verið að tryggja viðunandi hús-
næði, tækjakost og dreifikerfi
fyrir starfsemi Ríkisútvarpsins.
Þessum markmiðum hafi verið
náð.
BREYTING á lögum um mál-
efni aldraðra hefur verið sam-
þykkt á Alþingi. Snýr það að sk.
þjónustuhópi aldraðra, sem haft
hefur með höndum að meta vist-
unarþörf aldraðra. Heilbrigðis-
og trygginganefnd lagði fram
frumvarp sem nú hefur verið
samþykkt sem lög frá Alþingi, en
í því felst að samtök eldri borg-
ara taka ekki lengur þátt í vist-
unarmati, en þátttaka fulltrúa
eldri borgara í vistunarmatinu
hefur sætt nokkurri gagnrýni og
hafa allmörg sveitarfélög gert at-
hugasemd við þetta fyrirkomulag.
Hefur sú gagnrýni einkum byggst
á þeirri forsendu að vist-
unarmatið eigi eingöngu að
byggjast á vinnu fólks með fag-
þekkingu á sviði heilbrigðisþjón-
ustu og félagslegrar þjónustu.
Með nýjum lögum er vist-
unarmatið eingöngu í höndum
fagfólks. Samtök aldraðra eiga
eftir sem áður fulltrúa í þjón-
ustuhópi aldraðra á hverjum stað,
en hann mun ekki taka þátt í að
meta vistunarþörf aldraðra.
ÞÁ hefur Alþingi samþykkt
breytingar á lögum um húsa-
leigubætur. Með þeim er ekki
gert skylt að þinglýsa leigusamn-
ingi vegna íbúðar í eigu sveit-
arfélags eða félaga í þeirra eigu.
Einnig eru áhrif skyldleika-
tengsla leigusala og leigutaka
þrengd og mun réttur leigutaka
til húsaleigubóta aðeins falla nið-
ur ef leigusali er skyldmenni sem
býr í sama húsnæði og leigutaki.
Með gildistöku laganna hafa fatl-
aðir sem búa saman á sérstökum
sambýlum fyrir fatlaða rétt til
húsaleigubóta, svo og námsmenn
á framhalds- og háskólastigi sem
leigja á heimavist eða á náms-
görðum. Fatlaðir á sambýlum
eiga því rétt á húsaleigubótum en
Framkvæmdasjóður fatlaðra hef-
ur til þessa að verulegu leyti
staðið undir þeim kostnaði ásamt
leigutekjum.
Samkvæmt úttekt fjárlagaskrif-
stofu fjármálaráðuneytisins má
gera ráð fyrir að auknar hús-
leigubætur til fatlaðra geti verið
á bilinu 30–35 m.kr. á ári. Nokk-
ur óvissa er um áhrif frumvarps-
ins á húsaleigubætur til náms-
manna á framhalds- og
háskólastigi en gera má ráð fyrir
að þær gætu numið um 14–16
m.kr. á ári. Samtals aukast því
húsaleigubætur sveitarfélaga um
44–51 m.kr. á ári með lögunum.
Samkvæmt samningi milli ríkis
og sveitarfélaga greiðir rík-
issjóður árlega framlag til jöfn-
unar húsaleigubóta í Jöfnunarsjóð
sveitarfélaga og nemur það 306
m.kr. árið 2001. Ekki liggur fyrir
endanlegt samkomulag milli ríkis
og sveitarfélaga um hvernig
auknum kostnaði af lögunum
verður mætt.
ANNARRI umræðu um frumvarp
forsætisráðherra um breytingar á
lögum um Seðlabanka Íslands lauk
á Alþingi á miðvikudag og var
frumvarpið samþykkt til þriðju
umræðu með breytingum frá efna-
hags- og viðskiptanefnd. Það ætti
því að geta orðið að lögum frá Al-
þingi í dag.
Með frumvarpinu er lagt til að
sett verði ný heildarlög um Seðla-
banka Íslands, en núgildandi lög
eru að stofni til frá árinu 1986.
Frumvarpið miðar að því að auka
sjálfstæði Seðlabankans og laga
löggjöf um hann að breyttum að-
stæðum á íslenskum og alþjóðleg-
um fjármálamarkaði.
Efnahags- og viðskiptanefnd Al-
þingis segir í áliti sínu um frum-
varpið að þrátt fyrir að samþykki
forsætisráðherra sé í nokkrum til-
vikum áskilið við ákvarðanatöku
innan Seðlabankans hafi bankinn
fulla heimild til að láta í ljós skoð-
anir sínar á efnahagsmálum á op-
inberum vettvangi, sem og að tjá
sig um hugsanlegan ágreining við
forsætisráðherra. Með þessu sé
ráðherra tryggt aðhald í starfi.
Engu að síður sé grunnhugsun
frumvarpsins að Seðlabankinn og
ríkisstjórn Íslands vinni saman að
efnahagsmálum landsins. Nefndin
bendir einnig á að með því að for-
maður bankastjórnar skuli skip-
aður af forsætisráðherra í stað
þess að vera kosinn innbyrðis af
bankastjórnarmönnum sé staða
hans gerð styrkari.
Nefndin lagði til nokkrar breyt-
ingar á frumvarpinu, m.a. á þann
veg að orðalag 2. gr. frumvarpsins
verði gert skýrara, en þar er
fjallað um skipunartíma banka-
stjóra Seðlabankans. „Ekki er um
efnislega breytingu að ræða held-
ur er eingöngu verið að skýra þá
hugsun sem býr að baki ákvæðinu,
þ.e. að heimilt verði að skipa þann
sem tvisvar hefur verið skipaður
bankastjóri einu sinni enn ef hon-
um er í það skipti falin for-
mennska bankastjórnar. Skipunar-
tími bankastjóra getur því
lengstur orðið 21 ár sitji banka-
stjóri tvö skipunartímabil sem
„óbreyttur“ bankastjóri og eitt
tímabil sem formaður bankastjórn-
ar,“ segir þar í áliti nefndarinnar.
Frumvarp um Seðlabanka Íslands
Skipunartími
bankastjóra getur
lengstur orðið 21 ár
ALÞINGI hefur samþykkt, að til-
stuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur,
þingmanns Samfylkingarinnar,
þingsályktun um heildarstefnumót-
un í málefnum barna og unglinga.
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn-
inni að undirbúa heildstæða og sam-
ræmda opinbera stefnu í málefnum
barna og unglinga. Markmið stefnu-
mótunar verði að tryggja hag og vel-
ferð barna og unglinga á öllum svið-
um þjóðlífsins og búa þeim sem best
og jöfnust skilyrði til uppvaxtar og
þroska. Í því skyni verði skipuð
nefnd með aðild forsætisráðuneytis,
félagsmálaráðuneytis, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytis, dóms-
málaráðuneytis, menntamálaráðu-
neytis, umhverfisráðuneytis og
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Á grundvelli stefnumótunar fram-
angreindra aðila verði gerð fimm ára
framkvæmdaáætlun í samráði við
opinberar stofnanir og félagasamtök
sem vinna að málefnum barna og
unglinga, þ.m.t. félagasamtök ung-
linga.
Framkvæmdaáætlunin verði lögð
fyrir Alþingi til staðfestingar eigi
síðar en á haustþingi árið 2002.
Heildarstefnumótun í mál-
efnum barna og unglinga
ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra segir að það sé hvimleitt hvað
menn séu orðljótir og maður verði
bara að sætta sig við að sumir menn
tjái sig þannig, en Sævar Gunnars-
son, formaður Sjómannasambands
Íslands, sagði í Morgunblaðinu í gær
meðal annars að sjávarútvegsráð-
herra væri strengjabrúða Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna.
Árni sagðist eiginlega ekki hafa
annað um svona yfirlýsingar að
segja. Þær dæmdu sig sjálfar og
gengisfelldu tungumálið, þannig að
ef eitthvað virkilega alvarlegt gerð-
ist hér þá vissi hann ekki hvaða orða-
forða menn myndu þá nota.
Spurður um þau ummæli Sævars
að hann hafi gengið á bak orða sinna
með því að láta lögin ná til þeirra
sem höfðu aflýst verkfalli þvert ofan
í fyrri yfirlýsingar sem sjómenn hafi
haft útprentaðar og sem hafi verið
forsenda þess að þeir aflýstu verk-
falli, sagði Árni að allir gætu prentað
þessi ummæli út og séð að þegar þau
féllu hafi hann verið að tala um að
Sjómannasambandið og Farmanna-
og fiskimannasambandið í heild
sinni. Ekki hafi verið um það að ræða
að sjómannasamtökin væru að
brotna upp í mismunandi viðbrögð
við lagasetningunni. Það hefði orðið
ríkjandi ringulreið í þessu kjaraum-
hverfi ef það sama hefði ekki verið
látið ganga yfir alla. Til dæmis hefði
sú staða geta komið upp að sjómenn
væru með margs konar mismunandi
slysatryggingar um borð í sama
skipinu.
Ummæli sem sögð voru við
aðrar kringumstæður
„Þannig að Sævar er að vitna til
ummæla sem voru sögð við aðrar
kringumstæður og um raunverulega
annað umhverfi en við síðan vorum í
þegar þessi ákvörðun var tekin,“
sagði Árni.
Hann sagði að Sævar virtist vera
sá eini af forystumönnum sjómanna
sem hefði skilið þessi ummæli eða
misskilið þau á þennan veg. Það hafi
einfaldlega verið uppi nýjar aðstæð-
ur þegar ljóst var að sumir aflýstu og
aðrir ekki sem hefðu orðið mjög erf-
iðar fyrir alla aðila og ekki síst sjó-
menn.
Svona yfirlýsingar
dæma sig sjálfar
Sjávarútvegsráðherra um
ummæli formanns Sjómannasambandsins
ÞRÁTT fyrir að fundur stæði á Al-
þingi frá kl. 10.30 í gærmorgun,
tókst ekki að ljúka umræðu um
fyrsta dagskrármálið af þeim 56
sem voru á dagskránni. Önnur um-
ræða um frumvarp samgönguráð-
herra um sölu Landssímans stóð
enn yfir þegar Morgunblaðið fór í
prentun á miðnætti og voru þá enn
fjölmargir á mælendaskrá.
Umræðan hófst með því að Árni
Johnsen, formaður samgöngu-
nefndar, mælti fyrir áliti meiri-
hluta nefndarinnar um frumvarpið.
Í því áliti er lagt til að frumvarpið
verði samþykkt og hafnað með öllu
að skilja grunnnetið frá annarri
starfsemi, eins og m.a. Samfylk-
ingin hefur lagt til.
Lúðvík Bergvinsson, Samfylk-
ingunni, lagði áherslu á að Sam-
fylkingin teldi að með því að selja
fyrirtækið í einu lagi væri verið að
skapa einu fyrirtæki yfirburða-
stöðu á markaðinum. Sú staða
gerði alla samkeppni mjög erfiða
og væri ólíklegt að opinberar eft-
irlitsstofnanir gætu tryggt að slíkt
fyrirtæki misnotaði ekki markaðs-
ráðandi stöðu sína.
Steingrímur J. Sigfússon,
Vinstri grænum, sagði sinn flokk
leggjast einarðlega gegn frum-
varpinu og áformum um sölu fyr-
irtækisins. Kom fram í máli hans
að fjarskiptaþjónusta sé ein af
grunnstoðum almannaþjónustu í
landinu og eigi því áfram að vera
sameign þjóðarinnar.
Fastlega má gera ráð fyrir að 3.
umræða um málið fari fram ein-
hvern tímann í dag og frumvarpið
verði að lögum frá Alþingi í fram-
haldi af því.
Löng umræða um
Landssímann
Morgunblaðið/Þorkell
Miklar annir eru núna á Alþingi. Hér ræða þingmenn Vestfjarða saman, þeir Einar K. Guðfinnsson, Kristinn H.
Gunnarsson og Einar Oddur Kristjánsson.
TVEIR starfsmenn Alþjóða-
flugmálastofnunarinnar,
ICAO, eru staddir hér á landi
til að gera úttekt á starfshátt-
um og vinnubrögðum Rann-
sóknarnefndar flugslysa. Sam-
gönguráðherra óskaði eftir
þessari úttekt í tilefni umræð-
unnar sem fram hefur farið um
rannsóknina á flugslysinu í
Skerjafirði 7. ágúst sl.
Þessi úttekt er óháð þeirri
sem ICAO framkvæmdi á
starfsháttum Flugmálastjórn-
ar í september á síðasta ári.
Skýrsla vegna þeirrar úttektar
er væntanleg í lok þessa mán-
aðar, samkvæmt upplýsingum
frá Flugmálastjórn.
Alþjóðaflugmála-
stofnunin
Tekur út
flugslysa-
nefnd