Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR margt löngu var haft eftir Einari Erni Benediktssyni, fyrrum Sykurmola, að Ísland væri í huga hans sjöfréttirnar í útvarpinu, harð- fiskur og meðalmennskupopp. Þótt margt fleira einkenni íslenskt sam- félag þá eru lýsingin um margt ágæt. Okkur Íslendingum hefur að vísu vaxið fiskur um hrygg í poppheim- inum, sbr. Björk og Sigur Rós, en meðalmennskupoppið er engu að síð- ur enn áberandi á hinum íslenska tónlistarmarkaði. Geislaplata sú sem hér er til umfjöllunar, Tímaspurs- mál, ber öll einkenni slíkrar milli- vigtar og hálfkáks. Slíkt og hið sama gerir nýlegt framlag og frammistaða íslenskra í Evróvisjón. Ekki orð um það meir. Kalk er ekki illa spilandi hljóm- sveit. Í lögunum tíu sem plötuna prýða má heyra á köflum afbragðs hljóðfæraleik og söngkonan, Áslaug Helga Hálfdánardóttir, hefur fyrir- taks rödd, allþokkalega tækni og á eflaust meira inni. Vandamál Kalks liggur sumsé ekki í flutningnum heldur sköpuninni. Lögin sem plöt- una prýða eru flest hver heldur óspennandi hljómasamsetningar og laglínur. Smíðarnar eru fremur bíl- skúrslegar; þ.e. þær hljóma eins og sveitin hafi óvartgert þær í ein- hverju andlausu samspili á æfingu. Það er lítið um frumlega og/eða grípandi hluti, og enn vandast mál- ið þegar kemur að textagerð- inni. Innihald textanna er á víxl þokukennt eða barnalegt og oft á tíðum eru laglínurn- ar svo romsu- kenndar að hinn sungni texti verður sjálfvirkt óþjáll og áherslur lenda á afkáralegum stöð- um, framburðarlega séð. Kalk skortir einnig persónulegan stíl. Það er sem liðsmenn sveitarinn- ar viti ekki hvort þeir vilji spila popp eða þungt rokk. Mörg dæmi eru á plötunni um árekstra þessara ólíku tegunda en hið gleggsta er þó eflaust í ballöðunni „Bíðax, sem hreinlega er gjöreyðilögð með einum barnaleg- asta bárujárnskafla sem ég hef lengi heyrt. Þrátt fyrir augljósa vankanta þá þykir mér Tímaspursmál þó ekki al- slæm afurð. Kalk á sína ágætis spretti og sem dæmi þá er „RÚV“ afar vel samið lag og smekklega út- sett. „Dýragarð- urinn“ er og þokkalegt lag með skemmtilegum trompetleik og „Tilbrigði við lífið“ er sömuleiðis hin þekkilegasta smíð; laus við tónlistar- og textalegt torf, og andar vel. Á heildina litið þykir Kalk þó vera enn á hálfgerðu músíktilraunastigi, þrátt fyrir að vera lengra komin í flutningi. Það er vonandi aðeins tímaspursmál hve- nær sveitin nær fullri reisn. Af meðalmennsku TÓNLIST G e i s l a d i s k u r Tímaspursmál, geisladiskur hljóm- sveitarinnar Kalk. Meðlimir hljóm- sveitarinnar eru söngkonan Áslaug Helga Hálfdánardóttir, gítarleik- ararnir Bragi Valdimar Skúlason og Þráinn Árni Baldvinsson, bassa- leikarinn Snorri Hergill Krist- jánsson, trymbillinn Jón Geir Jó- hannsson og hljómborðsleikarinn Guðni Bragason. Lög og textar eru eftir liðsmenn Kalks, að „Future World“ frátöldu, sem er eftir Kai Hansen. Aðstoðarfólk við leik og söng voru Örlygur Benediktsson, Karl Sigurðsson, Inga María Leifsdóttir, Kristbjörn Helgason, Sigrún Jónsdóttir og Viktor Már Bjarnason. Upptökur og hljóðblöndun voru í höndum Guð- mundar Kristins Jónssonar en Jón Skuggi sá um eftirvinnslu hljóðs. Geimsteinn gefur út. TÍMASPURSMÁL Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hljómsveitin Kalk, að loknum vel heppnuðum útgáfutónleikum Tímaspursmáls. Orri Harðarson ÞEIR meðlimir Duran Duran sem eftir eru hafa sent frá sér frétta- tilkynningu á heimasíðu sinni sem segir frá því að þeir stofnmeðlimir sem höfðu sagt skilið við hljóm- sveitina séu gengnir til liðs við hana á ný. Þetta þýðir það að meðlimir Duran Duran í dag eru þeir sömu og voru þegar sveitin var á hátindi frægðar sinnar. Á síðustu plötu sveitarinnar sem hét Pop trash og kom út í fyrra voru þeir Simon Le Bon og hljómborðsleikarinn Nick Rhodes þeir einu sem eftir voru af þeim fimm sem gerðu lög á borð við „Save a Prayer“, „Girls on Film“, „Wild Boys“ og „A View to a Kill“ vinsæl á sínum tíma. Þessi „nýja“ meðlimaskipan kem- ur til við fráhvarf gítarleikarans Warren Cuccurullo sem hefur starfað með hljómsveitinni frá því að Andy Taylor hætti. „Simon og Nick eru að fara að sameina krafta sína á ný við þá Ro- ger, Andy og John Taylor í fyrsta skiptið í 15 ár,“ segir m.a. í tilkynn- ingunni. „Við hlökkum allir mjög mikið til endurfundanna. Það hafa ávallt verið góð efnasambönd og orka á milli okkar þegar við búum til tónlist saman. Við erum spennt- astir fyrir þeim nýju hlutum sem við ætlum að skapa.“ Hljómsveitin hyggst taka upp nýja breiðskífu sem er væntanleg á næsta ári. Það var þá Duran Duran sem sigraði helstu keppinauta sína, Wham, á endanum. Allir 5 upphaflegu meðlimir Duran Duran eru komnir saman á ný Duran Duran lifi Duran Duran þegar þeir voru upp á sitt besta. Sýnt í Gamla bíói (í húsi Íslensku óperunnar) Miðasala í síma 511 4200 og á Netinu - www.midavefur.is Hópar: Hafið samband í síma 511 7060. Fös. 18. maí kl. 20:00 - uppselt Lau. 19. maí kl. 22:00 - nokkur sæti laus Mið. 23. maí kl. 20:00 - uppselt Lau. 26. maí kl. 20:00 - nokkur sæti laus ,FG  $) " ) FH  $) " "?:  $ " ?;  $ ,?I  $                  :  !; # <%  !" # <% <8 # <%  <2 # <%            <% # <%+% <+ # <%+%              !! """    1. júní - Kl. 21.00 Nordic Voices við miðnætursól Norski sönghópurinn Nordic voices flytur kórverk eftir Purcell, Schütz, Reger, Messiaen o.fl. 4. júní - Kl. 20.00 Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar „Frá Tallin til Vancouver“ Mótettukór Hallgrímskirkju flytur mótettur eftir Pärt, Rautavaara, Jennefeldt, Nysted, Barber o.fl. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. MIðasala í Hallgrímskirkju frá kl. 13-18 alla daga. Sími 510 1000 27. maí - Kl. 20.00 Jósúa, óratóría eftir Händel Dramatísk óratóría um fall múranna í Jeríkó í flutningi fremstu listamanna: Nancy Argenta, sópran, Matthew White, kontratenór, Gunnar Guðbjörnsson, tenór, Magnús Baldvinsson, bassi, Schola cantorum, Barokkhljómsveit. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. 29. maí - Kl. 20.30 Das Orchester Damals und Heute frá Köln Verk eftir Vivaldi, Telemann, Händel, Poulenc, Hovhaness og Pärt leikin á gömul og ný hljóðfæri. Einleikarar: James David Christie, orgel, Ilya Korol, barokkfiðla, Patrick Henrich, trompet. Stjórnandi: Michael Willens. 31. maí - Kl. 20.00 Orgeltónleikar Gillian Weir frá Bretlandi Einn fremsti orgelleikari Breta leikur verk eftir Jongen, Reger, Duruflé o.fl. 24. maí - 4. júní SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Lau 19. maí kl. 19 – NOKKUR SÆTI ALLRA SÍÐASTA SÝNING MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Þri 22. maí kl. 20-FORSÝN.- Miðinn kr. 1000 Mið 23. maí kl. 20- FORSÝN.- ÖRFÁ SÆTI Fim 24. maí kl. 20 - FRUMSÝN.- ÖRFÁ SÆTI Fös 25. maí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 26. maí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fös 1. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 2. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Valsýning KONTRABASSINN e. Patrick Süskind Í KVÖLD: Fös 18. maí kl. 20 SÍÐASTA SÝNING Í VOR PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Í KVÖLD: Fös 18. maí kl. 20 - UPPSELT Lau 19. maí kl. 19 - UPPSELT Lau 19. maí kl. 22 -UPPSELT Sun 20. maí kl. 19 -UPPSELT Þri 22. maí kl. 20 - UPPSELT Mið 23. maí kl. 20 -UPPSELT Fim 24. maí kl. 20 -UPPSELT Fös 25. maí kl. 20 -UPPSELT Lau 26. maí kl. 19 -UPPSELT Lau 26. maí kl. 22 -UPPSELT Sun 27. maí kl. 19-UPPSELT Þri 29. maí kl. 20 - AUKASÝNING Mið 30. maí kl. 20 -ÖRFÁ SÆTI Fim 31. maí kl. 20 -ÖRFÁ SÆTI Fös 1. júní kl. 20 - UPPSELT Fös 1. júní kl. 23 - NOKKUR SÆTI Lau 2. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI Lau 2. júní kl. 22 - NOKKUR SÆTI Mán 4. júní kl. 19 - NOKKUR SÆTI Fim 7. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fös 8. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 9. júní kl. 19 - NOKKUR SÆTI Lau 9. júní kl. 22 - NOKKUR SÆTI Sun 10. júní kl. 19 - NOKKUR SÆTI Fim 14. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fös 15. júní kl. 20 -NOKKUR SÆTI Lau 16. júní kl. 19 -NOKKUR SÆTI Lau 16. júní kl. 22 -NOKKUR SÆTI Þri 19. júní kl. 20 Á STÓRA SVIÐI Sýnt á Stóra sviði í tilefni 19. júní, eftir sýningu flytur Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynlífspistla- höfundur, erindi tengt Píkusögum. ATH. ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið Litla svið 3. hæðin   Í HLAÐVARPANUM Í kvöld, föstudaginn 18. maí kl. 23.00 Tónleikar með meiru: Felicidae EVA - bersögull sjálfsvarnareinleikur 30. sýn. mið. 23. maí kl. 21.00 31. sýn. fös. 25. maí kl. 21.00 Síðustu sýningar. Ósóttar pantanir seldar samdægurs.           #$%%&%'' %(()!(( *+"""   ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: ,-./%-0#'1#.-#-.2--# 3  4.  45 "  6  :  !;=8 7)4((!! 7 !"=8 <%%%  <8=8 7 4((!! 7 <2=8 <% 7  +!=8 7 !=2 7  48 *9 7 ;=2  7 "=2 7 !$=28 *9 7 !8=2 7 !2=2  7 <!=28 *9   <+=28 *9   <$=2  9 7 <;=2  9   <"=2   5&:#;-<==21#-- %   9   - <%=8 !$8 *9 7 <$=8 !$8 *9  % >      ?$62&&%@%%%6.1/A=#   /  - <%=8 7 <+=8 7 <$=8 7 +%=8   <=2 7 !%=28 *9   !+=2  9   <<=2 Áhugaleiksýning ársins 2001: =B0?-=%&?#C;B#$ + 2-.#1 ?--:2DD&?#$   &*   EF F ( & >/ 3&9 &     4(% >    """     G       *!   7   8    * H> I7  H ! 552 3000 opið 12-18 virka daga SNIGLAVEISLAN KL. 20 lau 19/5 örfá sæti laus fim 24/5 nokkur sæti laus lau 2/6 Sýningargestum er boðið upp á snigla fyrir sýningu. Sýningum lýkur í júní. Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 lau 26/5 nokkur sæti laus fös 1/6 SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG fös 25/5 kl. 23 MIÐNÆT. AUKASÝN. Síðasta sýning. 530 3030 Opið 12-18 virka daga Hádegisleikhús kl. 12 RÚM FYRIR EINN Frums. þri 22/5 UPPSELT mið 23/5 UPPSELT fös 25/5, mið 30/5, fim 31/5, fös 1/6 FEÐGAR Á FERÐ KL. 20 ATH. Takmarkaður sýningarfjöldi! fös 18/5 UPPSELT lau 19/5 örfá sæti laus sun 20/5 nokkur sæti laus fös 25/5 örfá sæti laus sun 27/5 nokkur sæti laus Á sýningardögum er miðasalan opin fram að sýningu og um helgar er hún opnuð í viðkom- andi leikhúsi kl. 16 ef sýning er um kvöldið. Hópasala er í síma 530 3042 frá kl. 10-16 virka daga. midasala@leik.is — www.leik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.