Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 59
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 59 HÉRNA um árið kynntist ég gull- fallegri og yndislegri stúlku sem var við nám í Þroskaþjálfaskóla Ís- lands. Hún hafði þá þegar lokið menntaskólanámi en það var inn- tökuskilyrði við skólann. Þroska- þjálfanám er nú á háskólastigi. Með okkur tók- ust ástir og hóf- um við fljótlega búskap eins og gengur og gerist. Loks rann upp sá gleðidagur þegar hún útskrifaðist sem fullgild- ur þroskaþjálfi og vorum við þá bæði fullnuma í okkar greinum en ég er lærður járniðnaðarmaður. Nú hugsaði ég gott til glóðarinn- ar að eiga hámenntaða eiginkonu og framtíðin björt. Jafnan hef ég þó haft mun hærri laun en hún þrátt fyrir að mitt nám hafi nú aðeins verið tveggja ára starfsnám og þar inni í aðeins tvær annir í kvöldskóla. Hennar nám var hins vegar fjögurra ára mennta- skólanám og síðan tók við þriggja ára framhaldsnám í þroskaþjálfun. Að námi þessu loknu skuldaði hún kr. 1.600.000,- í námslán en ég var skuldlaus þar sem mitt nám fór fram í kvöldskóla og ég gat unnið með náminu. Þessa dagana sem og síðustu 7 samningslausu mánuðina fer fram kjarabarátta þroskaþjálfa gegn lítt skilningsríkri samninganefnd ríkis- ins sem ekkert botnar í því að 6,9% launahækkun skuli ekki nægja þroskaþjálfa sem hefur 104.714,- með 9 ára starfsreynslu! 6,9% kaup- hækkun á nefnilega að vera jafngóð hvort sem fólk hefur eitt hundrað eða fjögur hundruð þúsund í mán- aðarlaun. Stjórnvöld virðast líta svo á að þroskaþjálfun sé ekki arðbær starfsgrein og miklu verðugra starf að reikna út dráttarvexti og höndla með peninga en að reyna að kenna þessum óheppnu fötluðu einstak- lingum að bjarga sér sjálf. Það er náttúrulega vonlaus fjárfesting að eyða í það. Þroskaþjálfar hafa líka frekar lélegan verkfallsmátt. Fáir finna fyrir verkfalli þeirra, ja nema þá þeir sem eru svo óheppnir að vera foreldrar eða skyldmenni fatlaðs einstaklings. Átt ÞÚ fatlað barn? Ég fer þess hér með á leit við alla sem vettlingi geta valdið að vekja nú athygli á þessu óréttlæti. Megi þeir sem valdið hafa skammast sín niður í tær fyrir það hvernig þeir koma fram við konuna mína! Nú skulum við öll taka hönd- um saman í þessari baráttu og leið- rétta launakjör þroskaþjálfa! Launabarátta þroskaþjálfa hefur e.t.v. hingað til alls ekki verið eins beitt og annarra stétta. Það vill nefnilega svo til að sumir þroska- þjálfar eiga maka í vel launuðum störfum, það er nefnilega eina fólk- ið sem raunverulega hefur efni á að vinna þessi störf? Það á kannski að verastöðutákn og „fínt“ að eiga konu sem er þroskaþjálfi? Þetta er kannski bara eitthvert góðgerðar- starf og ástæðulaust að launa það við hæfi. Reyndar er nú svo langt gengið að stefnir í algert hrun í stéttinni. Þó að fólk sé góðviljað og umhyggjusamt getur því ofboðið sú ósvífni sem því er sýnd og stefna því margir menntaðir þroskaþjálfar í önnur störf . Sem betur fer hafa þeir vandaða menntun sem er mun betur metin annars staðar í at- vinnulífinu. Þeir hafa jú mjög víð- tæka þekkingu og vonandi að sem flestir þeirra fái önnur og betur launuð störf. Langódýrast fyrir þjóðfélagið væri náttúrulega að geyma fatlaða einstaklinga í fjósi og láta ómenntað starfsfólk „passa“ þá. Ég vona bara að ÞÚ eignist ekki fatlað barn. Virðingarfyllst, BALDUR ÖRLYGSSON, eiginmaður þroskaþjálfa, Mosarima 11, Reykjavík. Eignast þú fatlað barn? Frá Baldri Örlygssyni: Baldur Örlygsson STÆRÐARDÝRKUN okkar Ís- lendinga virðist eiga sér lítil tak- mörk. Stundum velti ég því fyrir mér hvort þetta stafi af dulinni minnimáttarkend sem rekja má til raunsærrar sjálfsmyndar þjóðar- innar eða hvort eðlileg líffræðileg löngun hins smáa til að vaxa og verða stór á hér sök á máli. Hvort heldur sem er getur fyrirbærið skapað okkur mikil vandamál og jafnvel verið hættulegt eins og þegar lítið barn telur sig fullorðið og reynir að keyra bíl. Sjávarútvegurinn á Íslandi hef- ur ekki farið varhluta af þessum kenndum. Skip hafa stækkað, vél- ar margfaldast að afli og veið- arfæri einstakra skipa eru farin að verða einhver umfangsmestu mannvirki veraldarsögunnar. Sem dæmi má nefna að stærstu pýra- mídar Egyptalands eru að grunn- fleti svipaðir og stærstu möskvar gloríutrolla nútímans og líklega munu allmargir pýramídar rúmast inni í stærstu nótum okkar og trollum. Ekki hefur þó stærðarviðleitni okkar borið jafn mikinn ávöxt á öllum sviðum. Fiskveiðistjórnkerfi sem í upphafi átti að ávaxta fisk- inn í hafinu og gera okkur kleift að veiða sem aldrei fyrr, samkvæmt lýsingu brautryðjendanna, hefur gjörsamlega brugðist. Þrátt fyrir stöðugt fínriðnara umhverfi og hertara eftirlit hefur fiskistofnum okkar heldur hrakað öfugt við það sem að var stefnt. Ekki skal ég fullyrða að einhver tengsl séu hér á milli og að árangur einnar stærð- ardýrkunarinnar hafi kæft mögu- leika annarrar, þótt grunur minn sé sá, enda er það ekki viðfangs- efni þessarar greinar. Flestar afurðir þessara stærð- aróra okkar hafa á undanförnum árum verið gerðar að útflutnings- vörum og kynntar hér heima sem allsherjarlausnir sem fákunnandi lýður úti í löndum myndi taka opn- um örmum. Sameiningarferli fyrirtækja hér heima sem hvatt var til og stutt af stjórnvöldum leiddi fljótlega til þess að Ísland varð of lítið fyrir þau og lá þá beint við að leggja undir sig hinn stóra heim með nýj- um og stórfenglegum hugmyndum okkar. Til að fjármagna þá útrás varð meðal annars að búa til nýtt fjármálaumhverfi svo almenningur fengi að taka þátt í ævintýrinu beint eða óbeint. Í meira en áratug hefur æðsta „boðorðið“ hér á landi verið sam- eining, stækkun og aftur samein- ing. Ég hef á öðrum vettvangi reynt að gera mönnum grein fyrir takmörkum þessarar hugsunar og sagt mönnum að þegar hinn minnsti sé fallinn sé röðin komin að þeim sem áður var næstminnst- ur og svo koll af kolli og að ein- angrun slíks leikvallar sé andstæð þeim náttúrulögmálum sem okkur er ætlað að búa við í þessari ver- öld. Ekki virðast viðvaranir mínar hafa náð eyrum þeirra sem móta samfélag vort hvað þetta varðar frekar en svo margt annað sem ég hef látið frá mér fara en það er heldur ekki tilgangur þessarar greinar að harma það. Tilraunir stórfyrirtækja okkar til að sigra hinn stóra heim hafa sumar mistekist eins og búast mátti við. Þau hafa í mörgum til- fellum orðið að greiða mikinn her- kostnað undanfarið og þá liggur náttúrlega beint við að flýja aftur heim í hreiðrið. Þegar heim er komið þurfa menn svo að skapa sér svigrúm og halda draumsýn- inni gangandi og andlitinu um leið. Þá er bara að leggja undir sig firði og flóa og flæma undan sér allt smælki sem fyrir verður og láta eins og stríðsherra svo enginn átti sig á brákaðri sjálfsmyndinni. Þetta er ástand sem er að verða óbærilegt fyrir trillukarla á Ís- landi þessa dagana. Mennirnir sem nota og gera gloríurnar eru að reyna að gera út af við doríurnar svo þeir geti haldið áfram að gera fleiri og stærri gloríur. Ég treysti íslensku þjóðinni og forystumönnum hennar til að staldra við og athuga sinn gang við slíkar aðstæður og láta ekki teyma sig til að færa enn meiri fórnir en orðið er á altari stærðardýrkunar- innar. Stórt getur verið ágætt í bland en varasamt er að bera öll eggin í sömu körfunni. SVEINBJÖRN JÓNSSON trillusjómaður, Álfheimum 16, Reykjavík. Um gloríur og doríur Frá Sveinbirni Jónssyni: Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 5. flokkur, 17. maí 2001 Kr. 1.000.000,- 3844B 8888F 11586B 22218B 23104H 26226B 26359F 26749B 27422H 55179H Gullsmiðir Sérpantanir - Hraðpantanir Útvegum varahluti frá Bandaríkjunum í alla ameríska bíla. Höfum ljós í flestar gerðir bifreiða frá Evrópu. Aukahlutir frá RALLY Verðum á sportbílasýningunni í Laugardalshöll 24. - 27. maí. Komið og upplifið dúndurhljómtækin frá: TILBOÐ Á HREINSIVÖRUM Erum með verðlaunavörur frá „Car-Plan“ BÍLLINN VERÐUR SEM NÝR! Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík Sími: 567 1650 - Fax: 567 2922 www.bilabudrabba.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.