Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 43 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Persónuleg þjónusta Slóð á heimasíðu okkar er utfarir.is Símar 567 9110 & 893 8638 leysti jafnan af hendi af stakri trú- mennsku og skyldurækni. Við klúbbfélagar söknum sárt góðs félaga og viljum þakka honum ánægjulegar og giftudrjúgar stundir í starfi og leik gegnum árin um leið og við vottum Fanneyju, sonum og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Bogi G. Hallgrímsson. Jón Hólmgeirsson í Grindavík lést sl. föstudag. Hann var fæddur í Flat- ey á Skjálfanda 15. mars 1934, sonur hjónanna Nönnu Jónsdóttur frá Flat- ey og Hólmgeirs Jónatanssonar sem ættaður var úr Fjörðum. Æska og bernska Jóns var erfið. Nanna veikt- ist af berklum og var langdvölum á sjúkrahúsinu á Akureyri og Kristnes- hæli. Meðan Nanna átti í veikindum sínum annaðist Hólmgeir heimilið og syni þeirra, Jón og þroskaheftan bróður hans, Braga, sem látinn er fyr- ir nokkrum árum. Þá mæddi mikið á Hólmgeiri og raunar ótrúlegt að hon- um skyldi takast að halda saman heimilinu. Ekki gat hann stundað vinnu og annast drengina sína og enga aðstoð var að fá frá ríkinu því að tryggingakerfið var þá ekki orðið til. En með guðs hjálp og góðra manna tókst Hólmgeiri að standast þær miklu raunir sem af veikindum konu hans leiddi. En öll él birtir upp um síð- ir og sú varð og raunin fyrir fjölskyldu Hólmgeirs. Nanna öðlaðist góðan bata veikinda sinna og settust þau að í gömlum torfbæ, Sælandi. Hólmgeir gat farið að stunda vinnu og um svip- að leyti fór að létta kreppunni sem drap íslenskt þjóðlíf í dróma um margra ára skeið. Því var það að Hólmgeir festi kaup á öðrum og betri torfbæ með allgóðu ræktuðu landi ár- ið 1941. Það þótti í töluvert ráðist að gera þessi kaup en bærinn og með- fylgjandi land kostuðu 3600 kr. Þessi bær, Sigtún, var síðasti torfbærinn sem byggður var í Flatey og í honum var búið til 1956. Jón byrjaði að vinna strax og þroski og kraftar leyfðu. Þegar bryggjusmíði hófst í Flatey ár- ið 1946 var ekki vinnu að fá þar fyrir unga drengi en Jón og jafnaldrar hans tveir fengu sér þá árabát og reru til fiskjar með handfæri og veiddu vel. Jón stundaði nám í Gagnfræðaskóla Húsavíkur og lauk þaðan gagnfræða- prófi með sóma. Alla burði hafði hann til aukins náms en hann kaus frekar að snúa sér að öðru. Hann steig mikið gæfuspor árið 1952 er hann fór á ver- tíð til Vestmannaeyja en þar kynntist hann konuefni sínu, Fanneyju Guð- mundsdóttur. Jón byggði hús, Sigtún, í Flatey í stað torfbæjarins og þar bjó hann með fjölskyldu sinni meðan þau dvöldust í Flatey. En fólki fækkaði stöðugt þar uns þannig var komið að ekki var þar lengur byggilegt. Jón og Fanney fluttu til Grindavíkur og sett- ust þar að og mun Jón hafa ætlað að stunda sjó eins og hann hafði áður gert. En örlögin tóku í taumana eins og áður hafði orðið í lífi hans. Hann var matsveinn á síldveiðiskipi frá Grindavík en veiktist og varð að hætta sjómennsku. Er hann hafði náð heilsu að nýju hóf hann störf á bæj- arskrifstofum Grindavíkurbæjar og vann þar alla tíð síðan. Sá er þetta rit- ar hitti Jón sjaldan hin síðari ár en þá var hann jafnan glaður og ánægður enda rík ástæða þess. Eins og áður er sagt var bernska hans oft erfið vegna veikinda og fátæktar. En frá þeim erfiðleikum komst Jón heill og óskemmdur, án þess að láta erfiðleik- ana smækka sig eða fyllast beiskju eins og oft vill verða. Þess í stað efldi mótlætið hann og gaf honum aukna krafta í þeirri baráttu sem þarf til að rísa frá fátækt til bjargálna. Ég man eftir Jóni sem prúðum glaðværum dreng og síðar sem duglegum, þrek- miklum, ósérhlífnum, ungum manni. Hann naut margra lífsgæða í síðari árum, átti fallegt heimili og góðan lífs- förunaut, eignaðist mannvænlega af- komendur og gat því kvatt jarðlífið í sátt við guð og menn. Við Jóhanna sendum Fanneyju og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim allr- ar blessunar. Hjalti Jónasson. Mér vöknar um augu þegar línur eru settar á blað til að kveðja vinnu- félaga og vin til margra ára, Jón Hólmgeirsson. Við Jón kynntumst eftir að hann gekk í Lionsklúbb Grindavíkur árið 1967. Jón hafði þá aðeins búið nokkur ár í Grindavík, flutti til Grindavíkur frá Flatey á Skjálfanda til að stunda sjó en það hafði verið hans aðalstarf frá barnæsku. Jón stundaði ekki lengi sjóinn frá Grindavík, m.a. lágu til þess þær ástæður að hann hafði sýkst af berklum og átti af þeim sökum erfitt með að vinna störf sem kostuðu erfiði og vosbúð. Þó að Jón næði sér að fullu af þeim veikindum, hélt hann ekki aftur á sjó- inn. Hann hafði haslað sér völl á vett- vangi sem átti eftir að verða hans svið lífið út, þ.e. skrifstofumaður hjá Grindavíkurhreppi og síðar bæjarrit- ari hjá Grindavíkurbæ. Þar var réttur maður á réttum stað. Þrátt fyrir að Jón væri ekki langskólagenginn var hans eðlislæga greind slík, að svo erfitt og ábyrgð- armikið starf sem starf bæjarritara er reyndist honum létt. Löggiltir endur- skoðendur, sem árlega fóru gegnum ársreikninga Grindavíkurbæjar, höfðu gjarna orð á því hve vel þeir væru upp í hendur þeirra lagðir. Það var ekki aðeins að Jón væri samviskusamur og afburða starfs- maður Grindavíkurbæjar heldur hafði hann yndi af mannlífi öllu og félagsstarfi. Þó að skrifstofur okkar Jóns lægju nánast saman og við ynnum saman dags daglega hnýttu félagsstörfin okkur sterkari böndum en starfið. Við vorum Lionsfélagar í yfir 30 ár, og starfið og gleðistundirnar innan klúbbsins eru ógleymanlegar. Sér- staklega eru mér í minni allar sum- arferðirnar sem við Lionsfélagar fór- um saman. Í þeim ferðum gerðist margt spaugilegt og kom þá vel í ljós hve Jón hafði létta lund og var tilbú- inn í ýmis uppátæki. Þá vorum við Jón saman í Hjónaklúbbi Grindavíkur ár- um saman og sátum saman í bæjar- stjórn í nokkur ár. Á þeim árum sem Jón sat í bæj- arstjórn gegndi hann ýmsum trúnað- arstörfum fyrir sveitarfélag sitt. Hann átti sæti í sóknarnefnd í fjölda ára og var síðustu 10 árin formaður nefndarinnar. Öllum störfum sem Jón tók að sér sinnti hann af sérstakri samviskusemi og dugnaði og verður því víða vandfyllt í þau skörð sem hann skilur eftir. Það er sárt að horfa á eftir Jóni Hólmgeirssyni, manni sem var jafn- fullur af lífs- og starfsorku og hann var, en þannig er lífið. „Eigi má sköp- um renna.“ Við Helga flytjum þér, Fanney mín, og börnunum innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi æðri máttur styrkja ykkur í sorginni. Halldór Ingvason. Föstudaginn 11. maí setti okkur hljóð hérna heima í Grindavík, er okk- ur barst andlátsfregn okkar kæra vin- ar Jóns Hólmgeirssonar, eftir stutt veikindi sem reyndust alvarlegri en okkur bæjarbúa óraði fyrir. Jón var traustur maður og orðvar, bar hann með sér mikla persónu og fólk bar virðingu fyrir honum. Það verður mikill sjónarsviptir að honum og hans störfum. Jón Hólmgeirsson gegndi mörgum trúnaðarstörfum og var vinsæll mað- ur. Var hann meðal annarra starfa formaður sóknarnefndar Grindavík- urkirkju, gegndi hann því starfi af mikill trúmennsku og vandvirkni í mörg ár allt til dánardags. Kona Jóns er Fanney Guðmundsdóttir, glæsileg kona. Þótti mér þau afar falleg hjón, það geislaði af þeim ástin, hamingjan og gagnkvæm virðing á milli þeirra. Viljum við nú þakka af heilum hug stundir sem við höfðum átt með Jóni Hólmgeirssyni og biðjum Guð að geyma hann og blessa hann. Elsku Fanney mín og fjölskylda, algóður Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina og umvefji ykkur ljósi sínu. Með Jesú byrja ég, með Jesú vil ég enda, og æ um æviveg hvert andvarp honum senda. Hann er það mark og mið, er mæni’ eg sífellt á. Með blessun, bót og frið hann býr mér ætíð hjá. (V. Briem.) Anna Ingibjörg Benedikts- dóttir og fjölskylda. ✝ Svanur Jóhanns-son fæddist á Siglufirði 17. júlí 1937. Hann lést á heimili sínu 11. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Dagrún Bjarnadóttir Hagen, f. 14.6. 1917, og Jó- hann Guðjónsson, f. 17.11. 1917, d. 30.11. 1984. Þau skildu. Systkini Svans eru: 1) Guðrún Anna Ingva- dóttir, f. 7.3. 1934, 2) Inga Steinþóra Ingvadóttir, f. 13.3. 1936, og 3) Líf Hagen, f. 7.10. 1945. Svanur kvæntist Aðalbjörgu Vagnsdóttur 1973, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna Harpa, f. 3.7. 1974, maki Jón Sím- on Fredrikson, f. 1971, dóttir þeirra er Karen Ösp Jóns- dóttir, f. 1999. 2) Stefán Ingi, f. 27.4. 1977. Áður átti Svanur dótturina Sigrúnu, f. 24.4. 1961, með Öldu Kristjánsdóttur, f. 1939. Eiginmaður Sigrúnar er Kristján Sigtryggsson, f. 24.10. 1957, og synir þeirra Daníel, f. 1984, og Sigtryggur, f. 1981. Svanur vann lengst af sem starfsmaður Pósts og síma á Sauðárkróki. Útför Svans fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ekki héldum við að svona fljótt og óvænt þyrftum við að kveðja okkar elskulega bróður og vin, svo allt of fljótt. Við sem vorum búin að ákveða svo margt í sumar. Margt átti að gera í sumarhúsinu, fara í ferðalög og ótal margt fleira. Svani fannst ómetanlegt að vera úti í náttúrunni. Hann var allra hugljúfi sem hon- um kynntust, var hjálplegur öllum og þyrfti að mála, gera við raf- magn eða dytta að var hann boðinn og búinn og gerði allt sem hann kom að óaðfinnanlega. Þannig var Svanur bróðir. Svanur skilur eftir sig þrjú börn, Sigrúnu, Jóhönnu og Stefán auk þriggja barnabarna sem sárt sakna föður og afa. Elsku Svanur, við systur söknum þín sárt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Guðrún Ingvadóttir, Inga Ingvadóttir. Aldur er afstætt fyrirbæri í mörgum tilfellum, eins og hjá Svani frænda sem var síungur og hress, og maður ætlaði að ekki væri á leiðinni neitt. Stundum vildi maður geta spól- að til baka. Okkur langar til að þakka hon- um samfylgdina, þau síðustu ár eftir að hann fluttist á mölina frá Sauðárkróki. Ég veit að þar er hans saknað og minnst með hlý- hug. Við kynntumst Svani upp á nýtt eftir að hann fluttist suður, þau kynni voru alltaf skemmtileg þar sem Svanur bjó sér nýtt heimili í Kópavogi. Hann var ómissandi í fjölskyldu- boðum og minni fjölskylduferðum, eins og upp í sumarbústað, þar sem hann var eins og grár köttur. Reytti af sér brandara og kom mörgum manninum í opna skjöldu með sínu sérstæða skopskyni, hann var ætíð áhugasamur um málefni fjölskyldunnar, stoltur af sínum. Hann notaði hvert tækifæri sem bauðst til að vera uppi í sumarbú- stað með mömmu, og hjálpaði til við að dytta að, bæta og byggja. Þær voru ófáar stundirnar sem hann hafði börnin mín með, kenndi þeim réttu handtökin við að mála, fúaverja, smíða stiga eða skrúfa eitthvað í sundur, þar var aginn og vönduð vinnubrögð í fyrirrúmi en alltaf stutt í glensið og grínið, sem þau minnast Svans sérstaklega fyrir. Við þökkum Svani fyrir óborganlegar stundir og vottum aðstandendum dýpstu samúð okk- ar. Sigríður Gísladóttir og börn. Það er ekki langt síðan ég hitti Svan frænda síðast. Við sátum við eldhúsborðið hjá mömmu í Loga- foldinni og spjölluðum um heima og geima. Ég hafði mætt með bil- aðan lampa sem ég vissi að Svanur frændi mundi laga fyrir mig og var það hið sjálfsagðasta mál. Svanur var einstaklega laghent- ur og þegar hann mætti með stóra verkfærakassann sinn gat hann lagað og gert við alla mögulega hluti. Það er heldur ekki langt síð- an við vorum að mála eldhúsið í Logafoldinni. Svanur sem var mjög nákvæmur og vandvirkur var ekki viss um að píanókennarinn gæti haldið á málningarpensli en eftir smá leiðsögn og æfingatíma gaf hann mér hæstu einkunn. Frændi gat líka verið stríðinn og ég fékk óspart að heyra það þegar ég rak hausinn í blautan vegginn og varð gráhærð á einni svip- stundu. Ég á góðar minningar um frænda sem mér þótti svo innilega vænt um. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Brynja Steinþóra Gísladóttir. SVANUR JÓHANNSSON Hníga tár af hryggð og gleði, hver ein ævistund í veði, ljós og skuggar líða hjá, lengst af mun það skiptast á. Dagur ljómar, dimma þrýtur, drottinn hæða til mín lítur. MARÍA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR ✝ María MargrétJónsdóttir fædd- ist á Lækjarósi í Dýrafirði 27. febrúar 1951. Hún lést á heim- ili sínu 30. apríl síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 8. maí. enginn fær nema aðeins hann upplýst mína braut og rann. Ljómi sól um lönd og geima. Láttu fólkið sorgum gleyma, lát oss vita viljann þinn. Vinur allra, drottinn minn. (Sigurður Norland.) Við minnumst góðr- ar vinkonu með virð- ingu og þakklæti. Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda. Vinkonur í saumaklúbbi. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.