Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 66
FÓLK Í FRÉTTUM 66 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Lífrænn barnamatur • Engin aukaefni. • Enginn viðbættur sykur. • Eins og heimatilbúinn matur. • Fyrir börn á öllum aldri. Ert þú að gefa barninu þínu það besta? Niko heildverslun hf • Sími 568 0945 Bragð náttúrunnar – og ekkert annað Dreifing: Lyfjaverslun Íslands hf. • Sími 540 8100 „ÞETTA er mitt fimmta skipti hér á Cannes“, segir Baltasar að- spurður þar sem hann situr í mak- indum úti undir berum himni í grænum og notalegum garði við skrifstofu norrænu kvikmynda- sjóðanna. „Þetta verður bæði í senn ann- asamara og auðveldara fyrir mann. Hátíðin snýst um að byggja upp sambönd og komast í kynni við fólk í faginu. Það er eina leiðin til þess að koma sér áfram í þess- um óháða kvikmyndabransa. Hing- að koma fulltrúar allra framleið- enda og dreifingaraðila, líka þeirra stóru í Hollywood og því getur maður sparað sér ferðalögin með því að hitta þá alla hér á einum stað, í sólinni við þessa fallegu strönd.“ Ánægður með dr. Artaud Baltasar segir þetta einnig verða minna og minna hark eftir því sem oftar er mætt. Fyrstu skiptin fari næstum alfarið í það að átta sig á aðstæðum og stofna til nýrra kynna. Það breytist mikið þegar maður hafi komist að því hvernig þessi bransi virkar. „Svo er áhuginn náttúrlega orð- inn meiri þegar maður er búinn að sýna að maður getur eitthvað.“ Baltasar hefur í mörg horn að líta í ár því hann þarf að vera í þremur hlutverkum, sem leik- arinn, leikstjórinn og framleiðand- inn. Hann leikur eitt helsta hlut- verkið í No Such Thing, mynd Bandaríkjamannsins Hals Hart- leys, sem frumsýnd var á hátíðinni á dögunum. Baltasar segist hafa haft gaman af því að leika þetta hlutverk ruglaða vísindamannsins dr. Artaud og vera býsna ánægður með útkomuna þótt hann segist átta sig vel á að myndin kunni að falla í misjafnan jarðveg enda hafi verk Hartleys aldrei verið allra. Á leikstjórnarvellinum segist Baltasar vera aðallega að kynna tvö verkefni í Cannes, Hafið og A Little Trip To Heaven. „Svo eru nokkur önnur sem fengu að fljóta með en þau eru mun skemur á veg komin.“ Hvað Hafið varðar þá segir Baltastar handrit þeirra Ólafs Hauks Símonarsonar, höfundar upprunalega leikverksins, vera á lokastigi. Spurður um leikara- skipan í myndinni segist Baltasar vera nýbyrjaður að skipa í hlut- verkin en of snemmt sé að gefa upp nöfn „Við skulum bara segja að myndin muni skarta landsliðinu.“ Baltasar segist ákveðinn í að taka myndina upp á Íslandi og á íslensku þrátt fyrir að hafa verið hvattur eindregið af erlendum fjárfestum að heimfæra söguna í enskumælandi land: „Það hefði vissulega verið freistandi, til að bæta dreifingarmöguleikana, en hitt er annað mál hvort sagan tapi því sem gerir hana góða við stað- færsluna. Ég vil alls ekki hætta á það.“ Baltasar bætir við að hin mikla krafa um að myndir séu á ensku sé dapurleg staðreynd fyrir leikara sem mæla á annarri tungu. Kostnaðaráætlun við myndina er 160 milljónir og Baltasar segir út- lit fyrir að tekist hafi að fjár- magna hana að fullu. Skroppið til himna A Little Trip To Heaven verður gerð eftir handriti Baltasars sem hann byggir á eigin hugmynd: „Ég vil ekki gefa mikið upp um söguna en þetta er tryllir með kómísku ívafi sem byggður er á glæpamál- inu um tvímenningana sem keyrðu fram af klettunum í Hvalfirðinum og brutu lappirnar hvor á öðrum í þeim tilgangi að ná út tryggingafé. Myndin er um par sem stendur í slíku svindli en hann reynir að svíkja út sína eigin líftryggingu, sem skýrir titilinn.“ Sigurjón Sig- hvatsson keypti handritið af Balt- asari eftir að fleiri höfðu borið ví- urnar í það, að hans sögn. Baltasar mun sjálfur leikstýra myndinni og hún kemur til með að skarta enskumælandi leikurum: „Ég tel rangt að fara að básúna á þessu stigi hvaða leikara við höf- um í sigtinu en þeir eru flestum ef ekki öllum af góðu kunnir, eru nafntogaðir Hollywood-leikarar.“ Baltasar segist feginn því að geta haft Sigurjón sér innan hand- ar á meðan hann fótar sig í Holly- wood, þar sem Sigurjón sé þar öll- um hnútum kunnugur. „Það er gott að geta haft einhvern til þess að tala við á íslensku þarna, geta sparkað upp hurðinni hjá honum á sunnudagsmorgnum og svona,“ segir Baltasar og hlær við. Hann segist hafa lagt á það ríka áherslu að fá að stjórna sem flestu um gerð myndarinnar. Hann hafi t.a.m. farið fram á að fá Karl Júl- íusson leikmyndahönnuð til verks- ins og eigi það uppáskrifað að hann eigi lokasvarið ef breyta þurfi handritinu. Um þessar mundir er Bandaríkjamaðurinn Andrew Chapman að endurskrifa handritið og Baltasar heldur vest- ur um haf að lokinni Cannes- hátíðinni til þess að liggja yfir því með honum. Kostnaður við mynd- ina segir Baltasar að komi líklega til með að vera á bilinu 5 til 10 milljónir dollara. Hann segist ekk- ert vera uggandi yfir svo hárri tölu: „Ég væri það kannski ef ég væri að fara að gera 50 milljón dollara mynd. Þetta er eðlilegt skef upp á við frá 101 Reykjavík sem kostaði 2 milljónir dollara og þar vann ég með stjörnu líka. Kostnaðurinn kemur í raun til með að ráðast af því hvaða launaflokki leikararnir sem við fáum um borð eru í en framleiðsluumsvifin verða í sjálfu sér ekkert mikið meiri en í 101 Reykjavík.“ Allt að gerast Tökur á myndinni munu að öll- um líkindum fara fram í Kanada. Baltasar segir útlit fyrir að önnur hvor myndanna fari í tökur í haust, en það komi til með að velta á hvernig undirbúningsvinnan og leikaraleitin fyrir A Little Trip To Heaven gangi: „Það er alveg ljóst að ég geri ekki báðar myndirnar í einu en það skiptir svo sem engu máli hvora ég geri fyrst, hin bíður bara aðeins á meðan.“ Til viðbótar við leikinn og leik- stjórnina er Baltasar einnig kom- inn í framleiðendastólinn því hann hefur fallist á það að gerast með- framleiðandi að næstu mynd Sól- veigar Anspach, Stormy Weather, fyrir nýstofnað fyrirtæki hans og eiginkonunnar Lilju Pálmadóttur, sem ber heitið Sögn á Íslandi en Blue Eyes Productions á al- þjóðavettvangi: „Sólveig hreifst af vinnubrögðum mínum sem fram- leiðandi 101 Reykjavíkur og þótti hún líta vel út. Myndin verður bæði tekin í New York og á Ís- landi og Blue Eyes mun hafa yf- irumsjón með þeim framleiðslu- þætti sem snýr að Íslandstök- unum.“ En hefur Baltasar einhvern tíma til að sinna upphaflega starfinu, leiklistinni? „Það er búið að bjóða mér fjögur hlutverk hérna úti; í finnskri, ítalskri, kanadískri og spænskri bíómynd. Leikaraferill- inn er orðinn ansi fyndinn,“ segir Baltasar að lokum og kímir. Með mörg járn í eldinum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Baltasar Kormákur nýtur veðurblíðunnar í Cannes. skarpi@mbl.is Það er alltaf meira og meira að gera hjá Baltasar Kormáki í hvert sinn sem hann mætir á kvik- myndahátíðina í Cannes. Skarphéðinn Guðmunds- son er staddur á hátíðinni og ræddi við Baltasar. Baltasar Kormákur hefur í nógu að snúast í Cannes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.