Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRSREIKNINGAR Reykjavíkur- borgar fyrir árið 2000 voru lagðir fram til fyrri umræðu í borgar- stjórn í gær. Borgarsjóður skilaði tekjuafgangi upp á 1,9 milljarða króna, ef ekki er tekið tillit til líf- eyrisskuldbindinga upp á 952 millj- ónir. Ásamt lífeyrisskuldbindingum nemur tekjuafgangurinn því tæp- um milljarði króna, eða 967 millj- ónum. Á blaðamannafundi með Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borg- arstjóra í gær kom fram að þetta væri langbesti árangur sem náðst hefði í rekstri borgarsjóðs um ára- bil. Þetta væri annað árið í röð sem borgarsjóður skilaði tekjuafgangi og hefði hann að mestu verið nýtt- ur til að greiða niður skuldir. Í skýrslu Borgarendurskoðunar með ársreikningnum kemur m.a. fram að breytt vinnubrögð við gerð fjárhagsáætlunar og starfsáætlana hafi skilað þeim árangri að sérlega góð fylgni sé milli útkomu og fjár- hagsáætlunar. Borgarstjóri sagði meginniður- stöðu ársreiknings vera þá að þriðja árið í röð væru frávik frá fjárhagsáætlun óveruleg. Skatt- tekjur borgarinnar á síðasta ári námu 21,3 milljörðum króna sem er 170 milljónum umfram áætlun, eða 0,8%. Rekstur málaflokka og fjárfestingar nettó voru samtals 13 milljónir yfir áætlun eða 0,07%. „Þarna hefur tekist mjög vel til. Frávikin frá fjárhagsáætlun eru óveruleg og langt innan skekkju- marka. Það skýrist fyrst og fremst af því að fjármálastjórnunin hefur gjörbreyst á síðastliðnum tveimur árum þar sem stofnunum okkar er úthlutað römmum. Þær hafa frjáls- ræði innan rammans og reynslan sýnir að forstöðumenn stofnana og nefndir borgarinnar eru þeim vanda vaxin og hafa staðið sig mjög vel,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Stóraukin vaxta- byrði skulda Samkvæmt ársreikningunum lækkuðu heildarskuldir borgar- sjóðs að þessu sinni um tæpa 1,5 milljarða að raungildi. Heildar- skuldir í árslok námu 13,9 millj- örðum en voru 14,7 milljarðar á árinu 1999. Af heildarskuldum árs- ins 2000 voru 10,7 milljarðar lang- tímaskuldir, eða 77%, þar af 41% í erlendri mynt. Vegna lækkunar krónunnar um tæp 10% á árinu 2000 urðu áfallnar verðbætur og gengismunur langtímaskulda 408 milljónir umfram almennar verð- breytingar. Raunvextir heildar- skulda borgarsjóðs voru 6,46% samanborið við 0,67% á árinu 1999. „Þarna eru teikn á lofti sem gætu orðið enn meira afgerandi á þessu ári. Við höfum áhyggjur af því, líkt og aðrir sem reka fyr- irtæki, að raunvextir skulda okkar hækka vegna gengisbreytinga,“ sagði borgarstjóri um fjármagns- liðinn. Skuldir sem hlutfall af skatt- tekjum lækka úr 75,8% í 64,5% milli ára, ef lífeyrisskuldbindingar eru ekki teknar með. Skuldir á hvern íbúa lækka um 15 þúsund krónur, eða niður í 126 þúsund krónur, og sagði borgarstjóri að þessar lykiltölur hefðu ekki verið svo hagstæðar í mörg ár. Rekstur málaflokka sem hlutfall af skatttekjum hækkaði úr 79% á árinu 1999 í 81,2% í fyrra. Árin á undan nam þetta hlutfall 83–85%. Á síðasta ári námu launagreiðslur alls tveimur þriðju hluta rekstr- arútgjalda málaflokka. Heildarlaun hækkuðu um 2,9% en meðallaun um 7,1%. Ársverkum fækkaði. Í tilkynningu frá Reykjavíkur- borg kemur einnig fram að á árinu 2000 hafi peningaleg staða borg- arsjóðs, án lífeyrisskuldbindinga, batnað um 1,2 milljarða að raun- gildi. Með skuldbindingum versn- aði hún hins vegar um 1 milljarð. Helsta skýringin er sögð 2,3 millj- arða hækkun lífeyrisskuldbindinga vegna leiðréttinga á forsendum út- reikninga fyrri ára. Aukning heildarskulda um 14 milljarða frá árinu 1996 Samstæðureikningur, sem er samandreginn rekstar- og efna- hagsreikningur borgarsjóðs Reykjavíkur og fyrirtækja hans, var einnig kynntur í gær. Sam- kvæmt þeim reikningi jukust pen- ingalegar eignir um 2,6 milljarða og skuldir um rúma 6 milljarða að raungildi. Peningaleg staða án líf- eyrisskuldbindinga versnaði því um 3,5 milljarða og 6,6 milljarða ef líf- eyrisskuldbindingar eru taldar með. Heildarskuldir samstæðunn- ar, án lífeyrisskuldbindinga, námu 35,8 milljörðum í árslok 2000 og eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa skuldirnar aukist um 14 millj- arða frá árinu 1996 þegar þær námu rúmum 21 milljarði króna. Sú breyting var gerð á sam- stæðureikningi Reykjavíkurborgar í fyrra að ársreikningar byggða- samlaganna; Slökkviliðsins og Sorpu, voru felldir inn í reikning- inn. Hið sama má segja um fleiri fyrirtæki, s.s. Aflvaka, Línu.Net, Hitaveitu Þorlákshafnar og Stál- smiðjuna Slippstöðina. Í reikningn- um eru nú öll fyrirtæki sem borg- arsjóður eða fyrirtæki borgarsjóðs eiga meirihluta í. Skuldaaukning samstæðureikn- ings er einkum rakin til lántöku Orkuveitu Reykjavíkur upp á tæpa 4 milljarða vegna fjárfestinga í virkjunum og veitukerfum, sem og greiðslu af skuldabréfi til borgar- sjóðs. Lántaka vegna dótturfyrir- tækja Orkuveitu Reykjavíkur nam 1,7 milljörðum króna og fór mest af þeim fjármunum til uppbygg- ingar á ljósleiðara-, örbylgju- og tetrakerfum Línu.Nets. Afgreiða á ársreikning Reykja- víkurborgar í síðari umræðu á fyrsta fundi borgarstjórar í næsta mánuði. Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2000 lagðir fram í borgarstjórn Tekjuafgangur borgar- sjóðs 1,9 milljarðar                                                          ! ""# $ %% # $#" # $$ " !"" ! &'#" " &'$% " &!"'"  $  " ' %%' ! %'" %  # !!$%  &!! $ &"!" ' &!#%  $ ! %%!  %#  $"" % !'%#  !!$  &$$  &'#! ! &'!!%  #" $  # %#! ! #$%"  !! # '%"#'  &#"$  &"#! % &''#   ! '#% $ '%$ # '# % !""  '$!  &!!#$  &#!"'  &'   ! "  Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kynnti ársreikninginn 2000 ásamt Helgu Jónsdóttur borgarritara, Önnu Skúladóttur fjármálastjóra og Óskari Óskarssyni, aðalbókara borgarinnar, sem vann nú við síðasta ársreikninginn þar sem hann hættir fyrir aldurssakir í sumar eftir 30 ára starf hjá borginni. FORSTÖÐUMAÐUR samkeppnis- sviðs Samkeppnisstofnunar, Guð- mundur Sigurðsson, er ósáttur við þá gagnrýni sem Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur sett fram á umbeðna rannsókn stofnun- arinnar um verðmyndun innflutts grænmetis. Í blaðinu í gær sagði ráð- herra að niðurstöður Samkeppnis- stofnunar væru ruglingslegar og óljósar og hefur hann beðið ráðgjafa- nefnd sína um inn- og útflutning landbúnaðarafurða að funda með stofnuninni í dag. Bréfið sem landbúnaðarráðherra sendi Samkeppnisstofnun 30. mars síðastliðinn hljóðar svo: „Í tilefni fréttar sem birtist í Morgunblaðinu 29. mars sl. um út- söluverð á papriku hér á landi hefur landbúnaðarráðherra ákveðið að óska eftir eftirfarandi við Sam- keppnisstofnun: Að gerð verði rannsókn á verð- myndun á innfluttri papriku (a. grænni, b. öðrum litum), tómötum, gúrkum, jöklasalati og öðru salati. Í rannsókninni komi fram Fob-verð, Cif-verð, kostnaðarverð (með tolli og öðrum gjöldum) og smásöluverð. Rannsóknin nái yfir tímabilið frá 1.– 15. mars annars vegar og 16.–30. mars hins vegar. Þess er vænst að rannsókninni verði hraðað eftir föngum.“ Bentum á ýmsa fyrirvara Guðmundur segist telja að Sam- keppnisstofnun hafi kannað það sem um var beðið. „Í niðurstöðum okkar leggjum við á það áherslu að könnun okkar nær yfir stutt tímabil, líkt og óskað var eftir af ráðherranum. Af þeim sökum gerðum við þann fyr- irvara að ekki mætti draga of víð- tækar ályktanir af okkar könnun. Niðurstaða okkar ber keim af þeim upplýsingum sem var aflað. Við leggjum áherslu á það í skýrslunni að verðlagning og kostnaður á þess- um vörum er mjög sveiflukennt frá degi til dags og jafnvel innan hvers dags. Við gerum ýmsa aðra fyrirvara og bendum á þá í okkar skýrslu. Ráðherra talar um að það vanti cif- verð grænmetisins en við tökum fram að aðeins einn heildsali af þremur hafi gefið upp cif-verð á ein- stökum tegundum grænmetis. Aðrir gáfu upp cif-verð á einstökum vöru- sendingum sem erfitt er að heim- færa á einstakar grænmetistegund- ir. Af öðrum tæknilegum ástæðum, svo sem samningum innflytjenda við skipafélög, getur verið ómögulegt að finna cif-verð á einstökum tegundum í einstökum vörusendingum. Við tök- um skýrt fram að við staðreyndum þær upplýsingar sem við fengum. Ef það var ekki staðreynt með innflutn- ingsskjölum fengum við yfirlýsingar frá löggiltum endurskoðendum.“ Samkeppnisstofnun ósátt við gagnrýni landbúnaðarráðherra Könnuðum það sem um var beðið BÚIST er við að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Félags frétta- manna hefjist fljótlega eftir helgi, en félagið samþykkti á fundi sínum á miðvikudag, að hefja undirbúning að verkfallsboðuninni. Verði verkfalls- boðunin samþykkt hefst tvisvar sinnum tveggja daga verkfall frétta- manna síðari hluta júnímánaðar, ef ekki nást samningar við samninga- nefnd ríkisins og fulltrúa RÚV. 60 félagsmenn eru í Félagi frétta- manna. Félag fréttamanna Áformar að boða verkfall ♦ ♦ ♦ UMRÆÐUR fóru fram á borgar- stjórnarfundi í gærkvöldi þar sem borgarstjóri kynnti skýrslu yfir ársreikninga Reykjavíkurborgar. Inga Jóna Þórðardóttir gagnrýndi niðurstöður skýrslunnar, sagði meðal annars að skatttekjur, sem hefðu aukist um 6 milljarða, hefðu ekki verið notaðar til að stöðva skuldasöfnun Reykjavíkurborgar eða til að greiða niður skuldir. Meirihlutinn hefði ekki notað þau tækifæri sem buðust vegna góð- æris og aukinna skatttekna, til að búa í haginn fyrir framtíðina en búast megi við að tekjur dragist saman á þessu ári. Inga Jóna sagði að útgjöld borg- arinnar hafa aukist langt umfram verðlagshækkanir, engin viðleitni væri sýnd til að halda aftur af út- gjöldum nema í einstökum mála- flokkum eins og málefnum aldr- aðra þar sem útgjöld hefðu ekki hækkað heldur lækkað. Þá lagði hún til að reikningar í sambandi við fjárfestingar í Línu.Net yrðu skoðaðar nánar og óskaði eftir skýringum á reikningum varðandi þær þar til seinni umræða um árs- skýrslu færi fram. Þá sagði hún að Orkuveita Reykjavíkur væri neydd til að taka erlend lán vegna út- gjaldaþenslu meirihlutans. Hún gagnrýndi ennfremur hve árs- reikningarnir væru seint á ferð. Mikil skulda- aukning í Reykjavík Oddviti sjálfstæðismanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.