Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 20
SUÐURNES
20 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MIKIÐ var að gera við höfnina í
Sandgerði í fyrrakvöld, þegar
menn voru að drífa sig á sjó eftir
langt verkfall. Í Sandgerðishöfn
lágu tveir togarar, fjórir trollbátar,
einn línubátur, tíu netabátar og
fimm eða sex snurvoðarbátar. Skip-
verjar á Baldri áttu eftir að bæta
snurvoðina.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Fara á sjó
Sandgerði
BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hef-
ur ákveðið að ganga til samninga við
skólastjóra grunnskóla bæjarins um
rekstur skólanna í þrjú ár, frá upp-
hafi næsta skólaárs, á grundvelli
samningsstjórnunar. Fá skólastjór-
arnir aukið frjálsræði í rekstri um
leið og fjármagn til stjórnunar er
aukið. Fulltrúar meirihlutans í bæj-
arráði samþykkti tillöguna og annar
fulltrúi Samfylkingarinnar en hinn
fulltrúi Samfylkingarinnar greiddi
atkvæði á móti.
Skúli Þ. Skúlason, forseti bæjar-
stjórnar Reykjanesbæjar, segir að
megináhersla hafi verið lögð á upp-
byggingu skólanna á þessu kjör-
tímabili. Fjárfest hafi verið fyrir tvo
milljarða á tveimur árum. Byggður
nýr grunnskóli, Heiðarskóli, og lagt
í mikinn kostnað við endurbætur á
hinum skólunum þremur til þess að
gera aðbúnað nemenda þeirra sam-
bærilegan. Í framhaldi af þessu hafi
verið ætlunin að styrkja innra starf
skólanna og tillaga meirihlutans,
sem samþykkt var í bæjarráði í gær,
sé liður í því.
Á vegum bæjaryfirvalda hefur
verið undirbúið í eitt ár að taka upp
samningsstjórnun í grunnskólum
bæjarins, að sögn Eiríks Her-
mannssonar skólamálastjóra. Því
var frestað fram yfir kjarasamninga
kennara. Þar komu inn ákvæði um
aukna áherslu á stjórnun í skólunum
með svokölluðum deildarstjórum.
Samsvarar það einu stöðugildi í
hverjum grunnskóla Reykjanesbæj-
ar.
Betri skólar
Í samþykkt bæjarráðs í gær felst
að skólastjórarnir eru ekki bundnir
af deildarstjóratitlinum heldur geta
ráðstafað fjármagninu til að styrkja
stjórnsýslu skóla síns á annan hátt.
Að sögn Ellert Eiríkssonar bæjar-
stjóra geta skólastjórarnir farið mis-
munandi leiðir í þessu efni, eftir að-
stæðum á hverjum stað, þeir gætu
til dæmis ráðið agastjóra eða stigs-
stjóra, ef það væri talið henta betur.
Skólastjórarnir eiga að skila nýju
skipuriti fyrir skólana til skólaráðs
ásamt starfslýsingum fyrir alla
stjórnendur.
Teknar verða upp samningavið-
ræður við skólastjórana um rekstur
skólanna næstu þrjú árin og er mið-
að við að byrjað verði að vinna eftir
þeim 1. ágúst næstkomandi. Samn-
ingurinn mun hafa það að markmiði
að auka rekstrarlegt sjálfstæði skól-
anna, eins og segir í samþykktinni,
stuðla að aukinni hagkvæmni í
rekstri og skapa þannig svigrúm til
umbóta í skólastarfi.
Skúli segir að skólarnir fái með
þessu fjárhagslegt sjálfstæði. Ef
þeir sýni hagnað geti þeir nýtt af-
ganginn árið eftir. Sömuleiðis geti
þeir átt von á að hafa úr minna fjár-
magni að spila ef þeir fari fram úr
fjárveitingum. Jafnframt verði gerð-
ir samningar um fagleg markmið.
Fram fari mat á starfinu og bæj-
aryfirvöld muni hafa eftirlit með því.
Ellert bæjarstjóri segir að með
samningsstjórnun færist ákvarðanir
meira inn í skólana. Vonast hann til
þess að með því fáist betri skólar,
skilvirkari stjórnun og vonandi betri
námsárangur.
Skólastarfi stefnt í voða
Jóhann Geirdal, efsti maður á
lista Samfylkingarinnar, greiddi at-
kvæði á móti tillögu meirihlutans
um stjórnun skólanna. Hann segir
að tillaga um ráðningu deildarstjóra
hafi lengi legið fyrir bæjarráði en
vegna seinagangs í meirihlutanum
hafi hún ekki verið afgreidd. Þetta
sé mikilvægur liður í undirbúningi
fyrir næsta skólaár. Stundatöflur
hafi átt að liggja fyrir í apríl. Þessi
slugsháttur geri allan undirbúning
erfiðari. Nú komi meirihlutinn með
tillögu um að blanda inn í þetta
samningum um samningsstjórnun
og það verði til að tefja málið enn
frekar. Eðlilegra hefði verið að af-
greiða deildarstjóratillöguna nú og
hefja síðan vinnu við samnings-
stjórnun. Telur hann að með þessum
vinnubrögðum sé meirihlutinn að
stefna skólastarfi næsta vetur í
voða.
Eiríkur Hermannsson skólamála-
stjóri telur að undirbúningur næsta
skólaárs geti gengið eðlilega fyrir
sig. Skólastjórarnir hafi fylgst með
umræðum um samningsstjórnunina
og þeir hafi unnið að undirbúningi
tillagna um eflingu stjórnsýslu
hvers skóla fyrir sig, þótt endanleg
ákvörðun hafi ekki legið fyrir fyrr.
Samþykkt að ganga til viðræðna um stjórnun og rekstur grunnskóla Reykjanesbæjar
Skólastjórar fá aukið faglegt
og fjárhagslegt svigrúm
Reykjanesbær
FELIX Bergsson
leikari var í
Grindavík á dög-
unum að fræða
unglinga um um-
burðarlyndi. Felix
flutti atriði úr
leikritinu „Hinn
fullkomni jafn-
ingi“ en sá einleik-
ur var settur upp í
Íslensku óperunni í fyrra og ræddi
síðan við unglingana í 8.–10. bekk.
„Ég er hér á eigin vegum en hér er
þó á ferðinni leikhópurinn „Á sen-
unni“ í samvinnu við samtökin ’78.
Það sem kemur krökkunum mest á
óvart er að þau fá ekki kynlífsfræðslu
heldur er ég hér til að ræða við þau
um umburðarlyndi. Ég kem hér sem
tveggja barna faðir í vesturbænum en
ekki sem perrinn á Vesturgötunni,“
sagði Felix.
Tilgangurinn er að sögn Felix að
samkynhneigðir verði teknir út úr af-
brigðilega kaflanum í kynlífs-
fræðslunni og lífsleikni gefur þessa
möguleika að ræða þessi mál. „Frá-
bært að fara í skólana, krakkarnir
opnir og tilbúnir að ræða og skilja. Ég
upplifi það mjög sterkt í skólunum að
menn vilja nýta þessa lífsleiknitíma til
að ræða m.a. þessi mál,“ sagði Felix
Felix Bergsson leikari
Ræðir um um-
burðarlyndi
Grindavík
Felix Bergsson
TILNEFNINGAR hafa borist bæj-
aryfirvöldum um listamann Reykja-
nesbæjar en bæjarstjóri auglýsti eft-
ir hugmyndum á dögunum. Og fleiri
geta átt eftir að bætast við.
Listamaður Reykjanesbæjar er
útnefndur 17. júní og ber nafnbótina
í fjögur ár.
Bæjarstjóri kynnti framkomnar
tillögur á bæjarráðsfundi í gær og
síðar eiga menningarfulltrúi og
fulltrúar í menningar- og safnaráði
kost á að bæta við hugmyndum.
Tilnefningar
um listamenn
Reykjanesbær
„ÞEIR virtust hafa áhuga á að fá
fyrirtækið til sín og það hefur mikið
að segja þegar maður finnur sig vel-
kominn,“ segir Sævar Svavarsson,
framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar
Norma hf. í Garðabæ. Fyrirtækið
mun flytja starfsemi sína í Voga á
Vatnsleysuströnd, væntanlega í hús
á nýja iðnaðarsvæðinu, um næstu
áramót.
Normi er yfir fjörutíu ára gamalt
fyrirtæki. Það rekur vélsmiðju og
plastverksmiðju í húsnæði sem áður
tilheyrði skipasmíðastöðinni Stálvík
í Garðabæ. Í vélsmiðjunni er mest
unnið við þunga stálhluti, meðal ann-
ars fyrir stóriðjufyrirtæki. Plast-
verksmiðjan sem rekin er undir
nafninu Norm-X hf. framleiðir fiski-
ker og heita potta.
Starfsmenn hafa verið á bilinu 20
til 40 en eru við lægri mörkin nú, að
sögn framkvæmdastjórans. Þar af er
um fjórðungur af Suðurnesjunum og
réði það nokkru um áhuga fyrirtæk-
isins að flytja starfsemina þangað.
Undirbúa húsbyggingu
Normi hf. seldi húsnæðið í Garða-
bæ, en þar er fyrirhugað að byggja
upp svokallað Bryggjuhverfi, og þarf
að skila húsnæðinu af sér um ára-
mót. „Við höfum verið að skoða lóðir
og niðurstaðan var að fara í Vogana,“
segir Sævar. Fyrirtækið mun í upp-
hafi reisa 2000 fermetra verksmiðju-
hús og er verið að undirbúa það.
Vonast Sævar til að unnt verði að
taka húsnæðið í notkun um áramót-
in.
Hefur hann trú á því að mörg fyr-
irtæki muni flytja starfsemi sína á
svæðið á næstu árum, það er að
segja svæðið milli Hafnarfjarðar og
Voga, það muni kannski gerast á
næstu tuttugu árum.
Vélsmiðjan Normi
flytur í Vogana
Vogar
SKIPULAGT hefur verið nýtt iðn-
aðarsvæði í Vogum á Vatnsleysu-
strönd. Er gert ráð fyrir stórum lóð-
um á svæðinu og að þar verði fekar
grófur iðnaður. Þegar er búið að út-
hluta vélsmiðjunni Norma hf. í
Garðabæ 20 þúsund fermetra lóð.
Vatnsleysustrandarhreppur hefur
staðið í miklu markaðsátaki til að
fjölga íbúum sveitarfélagsins. Hefur
lóðum undir 140 íbúðir verið úthlutað,
unnið við gatnagerð, stækkun leik-
skóla og átak gert í umhverfismálum.
Enn eru til í þorpinu nokkrar smærri
lóðir fyrir iðnaðarhúsnæði og segir
Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri að
vegna þess hvað hreppsfélagið standi
í miklum framkvæmdum hafi ekki
verið á stefnuskránni að byggja nýtt
iðnaðarsvæði fyrr en eftir tvö ár eða
svo. Hreppsyfirvöld hafi hins vegar
orðið þess vör að lítið væri eftir af
stórum iðnaðarlóðum á höfuðborgar-
svæðinu og þegar Normi hf. hefði
sýnt áhuga á að fá lóð í Vogum hefði
verið ákveðið að nýta þessar aðstæð-
ur til að koma upp nýju iðnaðarsvæði.
200 þúsund fermetra svæði
Vatnsleysustrandarhreppur hefur
gert samning um kaup og kauprétt á
óskiptu landi Vogajarða, norðaustan
Vogabrautar sem liggur frá Reykja-
nesbraut að Vogum. Keyptir eru
tæplega 54 þúsund fermetrar strax á
um 10 milljónir kr. en kaupréttur
fylgir á 150 þúsund fermetrum til við-
bótar á sama einingaverði. Svæðið
verður tengt núverandi iðnaðarsvæði
með lengingu Iðndals og hringtorgi á
Vogabraut.
Gerð hefur verið tillaga að deili-
skipulagi svæðisins og hún auglýst.
Frestur til að skila inn athugasemd-
um rennur út í byrjun júní.
Gert er ráð fyrir stórum lóðum á
iðnaðarsvæðinu og að þar verði frek-
ar gróf atvinnustarfsemi. Þannig er
stærsta lóðin 20 þúsund fermetrar og
hefur henni verið úthlutað til Norma
hf.
Jóhanna sveitarstjóri segir að þeg-
ar svæðið verður tilbúið verði ráðist í
nýtt markaðsátak til að selja atvinnu-
lóðirnar og nokkrar íbúðarhúsalóðir í
þorpinu.
Nýtt iðnaðarsvæði á Vatnsleysuströnd
Stórar lóðir
fyrir grófari
atvinnustarfsemi
Vogar
♦ ♦ ♦