Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LEIKSKÓLINN Leikhólar í Ólafs- firði hélt sýningu á verkum sem börnin hafa verið að vinna í vetur. Var það ákaflega skemmtileg sýn- ing og margt forvitnilegt sem fyrir augu bar. Á sýningunni voru m.a. textar sem eins konar sýninshorn af tals- máta barnanna. Við birtum hér til gamans nokkur sýnishorn. Nöfn- unum hefur verið breytt.: Palli: „Þú getur alveg kríft (kropið) við borð- ið.“ Villa, Silla og Billa voru að spila: Þá sagði Silla: „Við eigum að drega sjálf.“ Villa svaraði: „Þú átt að segja draugum jafnt.“ Þá sagði Billa: „Það er vitlaust. Þið eigið að segja við dragar jafnt.“ Óli um Eika: „Það er enginn smá andi í honum Eika í dag. Mér bálbrá.“ Þorri: „Ég er hásvangur.“ Öll deildin var að fara í göngu- ferð, allir ólmir í að fara, nema Valdi sem segir: „Ég vil láta skutla mér.“ Mæja var að koma úr íþróttahús- inu þegar hún sér langafa sinn og segir: „Þetta er afi minn, þarna með gamla hattinn.“ Sigga í Barbí: „Míns er að koma til þinsar. Míns heitir Hrólsa.“ Gunna var að leika sér með eina rauða og eina bleika perlu: Hún sagði: „Sjáðu perlurnar, þær eru sikku, tæju, tæi.“ Stína var að gera perlufesti. „Ég var að gera ferlupesti.“ Við morgunverðarborðið var Benni að vanda orðavalið og segir: „Viltu, gerðu svo vel, viltu gefa mér meira brauð.“ Í gönguferð í vetur segir Valli: „Vá, það er gull í þessu“. (Sólin skein á frosin lauf- blöðin). Gulli: „Mamma mín er miklu snillingari, hún kann að skipta um peru.“ Umræður við morgunverðar- borðið í sláturtíðinni: „Við ætlum að láta lifrarpylsuna inn í lifrið. Við er- um búin að borða það.“ Sýning á verkum barna í Leikhólum í Ólafsfirði Mamma mín er „snill- ingari“ Morgunblaðið/Helgi Jónsson Starfsmennirnir Helga Sigurðardóttir, Svandís Júlíusdóttir og Inga Ásgrímsdóttir virða fyrir sér verk barnanna. Ólafsfjörður ÞEGAR Sigurður Jónsson, Siggi valló, lét af störfum hjá Vest- mannaeyjabæ á sl. sumri tóku strákarnir hans í Vallógenginu sig til og báru áburð í brekkur sem liggja niður af Hánni í Vestmanna- eyjum. Nú í vor kemur nafn for- ingjans og gengisins vel fram svo allir bæjarbúar vita hvern var ver- ið að heiðra. Í Vallógenginu hafa margir frægir knattspyrnumenn Eyjanna stigið sín fyrstu spor í atvinnulíf- inu, má þar nefna Ásgeir Sigur- vinsson, Örn Óskarsson, Hermann Hreiðarsson, Bjarnólf Lárusson og fl. og fl. Sigurður Jónasson frá Húsavík var verkstjóri við knatt- spyrnuvellina í Eyjum í áratugi en hann lét af störfum um síðustu áramót sem verkstjóri hjá Vest- mannaeyjabæ. Valló- gengið í brekk- unni Vestmannaeyjar 68 NEMENDUR voru í tónskóla Mýrdalshrepps á nýliðnum vetri en íbúatala hreppsins er 520. Kriszt- ína Szklenár, skólastjóri tónskól- ans, sagði við skólaslit að af 68 nemendum skólans hefðu 33 nem- endur tekið stigspróf í vor.Við skól- ann er starfrækt 26 manna lúðra- sveit sem Zoltán Szklenár stjórnar. Krisztína sagði að þrír nemendur skólans hefðu verið valdir í lúðra- sveit æskunnar en í henni eru úrval nemenda úr tónskólum landsins. Við skólaslitin afhenti Krisztína Fríðu Brá Pálsdóttir verðlaun fyrir hæstu einkunn á stigsprófi við skólann, 89 stig af 100 mögulegum, og tók hún annað stig á saxafón eftir tveggja ára nám. Þau hjón, Krisztína og Zoltán, eru að klára sitt fjórða ár í Vík í Mýrdal og segja þau að í Vík sé mjög gott að búa, bæði gott fólk og fallegt um- hverfi. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Tónskólaslit í Vík. Krisztína Szklenár og Fríða Brá Pálsdóttir. 13% íbúanna í tónskólanum Fagridalur TÓNLISTARSKÓLI Mývatnssveit- ar var með vortónleika í skólanum nú nýlega að viðstöddu fjölmenni. Mátti segja að þriðji hver íbúi sveit- arinnar hafi mætt þar ýmist sem flytjandi eða áheyrandi. Nemendur fluttu þarna 50 verk úr ýmsum flokkum tónlistarinnar og var gerður góður rómur að. Kenn- arar eru 3 við skólann, þau Sigríður Einarsdóttir, Darvo Nömm og Valmarr Valjaots sem jafnframt er skólastjóri. Nemendur í vetur voru ríflega 50 talsins. Fjölmenni á vortón- leikum Mývatnssveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.