Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 22
LANDIÐ
22 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LEIKSKÓLINN Leikhólar í Ólafs-
firði hélt sýningu á verkum sem
börnin hafa verið að vinna í vetur.
Var það ákaflega skemmtileg sýn-
ing og margt forvitnilegt sem fyrir
augu bar.
Á sýningunni voru m.a. textar
sem eins konar sýninshorn af tals-
máta barnanna. Við birtum hér til
gamans nokkur sýnishorn. Nöfn-
unum hefur verið breytt.: Palli: „Þú
getur alveg kríft (kropið) við borð-
ið.“ Villa, Silla og Billa voru að
spila: Þá sagði Silla: „Við eigum að
drega sjálf.“ Villa svaraði: „Þú átt
að segja draugum jafnt.“ Þá sagði
Billa: „Það er vitlaust. Þið eigið að
segja við dragar jafnt.“ Óli um
Eika: „Það er enginn smá andi í
honum Eika í dag. Mér bálbrá.“
Þorri: „Ég er hásvangur.“
Öll deildin var að fara í göngu-
ferð, allir ólmir í að fara, nema Valdi
sem segir: „Ég vil láta skutla mér.“
Mæja var að koma úr íþróttahús-
inu þegar hún sér langafa sinn og
segir: „Þetta er afi minn, þarna með
gamla hattinn.“
Sigga í Barbí: „Míns er að koma til
þinsar. Míns heitir Hrólsa.“ Gunna
var að leika sér með eina rauða og
eina bleika perlu: Hún sagði: „Sjáðu
perlurnar, þær eru sikku, tæju, tæi.“
Stína var að gera perlufesti. „Ég var
að gera ferlupesti.“
Við morgunverðarborðið var
Benni að vanda orðavalið og segir:
„Viltu, gerðu svo vel, viltu gefa mér
meira brauð.“ Í gönguferð í vetur
segir Valli: „Vá, það er gull í
þessu“. (Sólin skein á frosin lauf-
blöðin).
Gulli: „Mamma mín er miklu
snillingari, hún kann að skipta um
peru.“
Umræður við morgunverðar-
borðið í sláturtíðinni: „Við ætlum að
láta lifrarpylsuna inn í lifrið. Við er-
um búin að borða það.“
Sýning á verkum barna í Leikhólum í Ólafsfirði
Mamma
mín er
„snill-
ingari“
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Starfsmennirnir Helga Sigurðardóttir, Svandís Júlíusdóttir og Inga Ásgrímsdóttir virða fyrir sér verk barnanna.
Ólafsfjörður
ÞEGAR Sigurður Jónsson, Siggi
valló, lét af störfum hjá Vest-
mannaeyjabæ á sl. sumri tóku
strákarnir hans í Vallógenginu sig
til og báru áburð í brekkur sem
liggja niður af Hánni í Vestmanna-
eyjum. Nú í vor kemur nafn for-
ingjans og gengisins vel fram svo
allir bæjarbúar vita hvern var ver-
ið að heiðra.
Í Vallógenginu hafa margir
frægir knattspyrnumenn Eyjanna
stigið sín fyrstu spor í atvinnulíf-
inu, má þar nefna Ásgeir Sigur-
vinsson, Örn Óskarsson, Hermann
Hreiðarsson, Bjarnólf Lárusson og
fl. og fl. Sigurður Jónasson frá
Húsavík var verkstjóri við knatt-
spyrnuvellina í Eyjum í áratugi en
hann lét af störfum um síðustu
áramót sem verkstjóri hjá Vest-
mannaeyjabæ.
Valló-
gengið
í brekk-
unni
Vestmannaeyjar
68 NEMENDUR voru í tónskóla
Mýrdalshrepps á nýliðnum vetri en
íbúatala hreppsins er 520. Kriszt-
ína Szklenár, skólastjóri tónskól-
ans, sagði við skólaslit að af 68
nemendum skólans hefðu 33 nem-
endur tekið stigspróf í vor.Við skól-
ann er starfrækt 26 manna lúðra-
sveit sem Zoltán Szklenár stjórnar.
Krisztína sagði að þrír nemendur
skólans hefðu verið valdir í lúðra-
sveit æskunnar en í henni eru úrval
nemenda úr tónskólum landsins.
Við skólaslitin afhenti Krisztína
Fríðu Brá Pálsdóttir verðlaun fyrir
hæstu einkunn á stigsprófi við
skólann, 89 stig af 100 mögulegum,
og tók hún annað stig á saxafón
eftir tveggja ára nám. Þau hjón,
Krisztína og Zoltán, eru að klára
sitt fjórða ár í Vík í Mýrdal og
segja þau að í Vík sé mjög gott að
búa, bæði gott fólk og fallegt um-
hverfi.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Tónskólaslit í Vík. Krisztína Szklenár og Fríða Brá Pálsdóttir.
13% íbúanna í
tónskólanum
Fagridalur
TÓNLISTARSKÓLI Mývatnssveit-
ar var með vortónleika í skólanum
nú nýlega að viðstöddu fjölmenni.
Mátti segja að þriðji hver íbúi sveit-
arinnar hafi mætt þar ýmist sem
flytjandi eða áheyrandi.
Nemendur fluttu þarna 50 verk úr
ýmsum flokkum tónlistarinnar og
var gerður góður rómur að. Kenn-
arar eru 3 við skólann, þau Sigríður
Einarsdóttir, Darvo Nömm og
Valmarr Valjaots sem jafnframt er
skólastjóri. Nemendur í vetur voru
ríflega 50 talsins.
Fjölmenni
á vortón-
leikum
Mývatnssveit