Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 11 FISKVINNSLUHÚS á Aust- fjörðum gátu mörg hver kall- að sitt fólk til starfa áður en verkfallið leystist í fyrra- kvöld. Færeyskir togarar komu þá með ufsa til lönd- unar en á nokkrum stöðum í Færeyjum er verkfall hjá fiskvinnslufólki þannig að vinnsla liggur víða niðri. Þá hafa Færeyingar fengið lágt verð fyrir ufsann t.d. í Skot- landi og því leitað til Íslands með aflann. Togararnir Kólumbus og Nornagestur lönduðu um 120 tonnum af ufsa á Fáskrúðs- firði í vikunni og var aflinn tekinn til vinnslu hjá Kaup- félagi Fáskrúðsfirðinga eftir langa vinnslustöðvun vegna verkfallsins. Samkvæmt upp- lýsingum frá Kaupfélaginu var allt komið í fullan gang í vinnslunni og fólk fegið að komast aftur til vinnu. Um 70 manns starfa í fiskvinnslu hjá Kaupfélaginu og hefur tekist að halda stöðugleika í fram- boði á vinnu þannig að tekist hefur að halda tímabundnum uppsögnum vegna verkfalls í lágmarki. 70–80 í vinnu á Djúpavogi Á Djúpavogi var sömuleiðis landað úr einum færeyskum togara í vikunni. Á milli 70 og 80 tonnum af ufsa var landað þar en aflinn fluttur á suð- vesturhornið til vinnslu. Þá tók Síldarvinnslan í Neskaup- stað við um 120 tonnum úr einum færeyskum togara og þar var fiskverkafólk, um 30 manns, kallað til vinnu eftir nokkurra vikna stopp í verk- fallinu. Vinnsla á síld hefur legið niðri en vonast er til að eitt skip fari fljótlega á veiðar úr norsk-íslenska síldarstofn- inum ef hann fer að láta á sér kræla á miðunum. Samkvæmt upplýsingum frá Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði hafa færeyskir togarar boðið ufsa til vinnslu en því ekki enn verið tekið. Þrátt fyrir verkfall tókst að halda fiskvinnslu í landi, eink- um á humri, gangandi nokkuð lengi á Höfn og í bolfisk- vinnslu fyrirtækisins á Reyð- arfirði fer starfsemin að kom- ast á fullan skrið á ný. Færeyskir togarar landa ufsa á Aust- fjörðum Fiskvinnslan að komast í gang eftir verkfall HEILDARKOSTNAÐUR ríkis- sjóðs við flutning ýmissa ríkisstofn- ana og fyrirtækja og aðlögun þeirra í nýbyggingu einkaaðila í Borgar- túni 21, nemur alls tæplega 313 milljónum króna. Um er að ræða húsnæði sem leigt hefur verið til 20 ára og munu leigugreiðslur á samn- ingstímabilinu ekki verða undir 2,4 milljörðum kr., en leigufjárhæðin er bundin vísitölu neysluverðs. Þessar upplýsingar koma fram í skriflegu svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Lúðvík lagði fram fyrirspurn til ráð- herra um kostnað við Borgartún 21, en þar var farin sú leið að koma sex stofnunum ríkisins fyrir í leiguhús- næði, en binda fjármagn þeirra ekki í eigin húsnæði. Húsnæðið sem hefur verið tekið á leigu er að flatarmáli ríflega 9.000 fermetrar. Ríkið greiddi verktaka hússins um 197 milljónir í viðbót- arkostnað vegna aðlögunar að þörf- um einstaka stofnana og fyrirtækja. Aðlögunarkostnaður sem greiddur var til verktaka nam þannig tæpum 22 þúsund krónum á hvern fer- metra húsnæðis. Aukinheldur greiddi ríkissjóður annan kostnað í tengslum við flutn- ing stofnana, s.s sem vegna hús- gagna, tölvu- og símalagna og fl., alls um 115 milljónum kr. Húsaleigan 10 milljónir á mánuði Húsnæðið var afhent til notkunar á tímabilinu febrúar til maí 2000. Öllum leigusamningum lýkur hins vegar 31. janúar 2020, eða tuttugu árum eftir undirritun þeirra. Rík- issjóður hefur auk þess forleigu- og forkaupsrétt að húsnæðinu. Þegar samningar voru undirrit- aðir við leigusala var leigufjárhæðin 950 kr. pr. fm. fyrir skrifstofuhús- næði á fjórum hæðum hússins (2.–5. hæð). Á jarðhæð var leigufjárhæð 1.250 kr. Ekki reiknast virðisauka- skattur ofan á fjárhæðina. Leigu- fjárhæðir eru allar bundnar vísitölu neysluverðs. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignum ríkissjóðs var húsaleiga fyrir febrúar 2001 kr. 9.975 þús. kr. og skiptist hún með þeim hætti að leiga á mánuði fyrir húsnæði emb- ættis ríkissáttasemjara er 1.216 þús. kr., fyrir Fasteignamat ríkisins 1.500 þús. kr., Barnaverndarstofu 570 þús kr., Löggildingarstofu 1.543 þús kr., yfirskattanefnd 950 þús kr., Íbúðalánasjóð 2.996 þús. kr og Lánasjóð íslenskra námsmanna 1.200 þús kr. Heildarleiga fyrir allt húsnæði ríkisstofnana nemur því tæplega tíu milljónum króna á mán- uði, eða 119,7 milljónum kr. á ári. Löggildingarstofan endurleigir utanaðkomandi aðila um 150 fm af húsnæði sínu og kemur sú fjárhæð til frádráttar ofangreindum leigu- greiðslum. Auk þess hafa stofnan- irnar tekið á leigu 46 bílastæði um- fram þau sem fylgdu húsinu og greiða þær um 366 þús kr. fyrir þau á mánuði, eða tæplega 4,4 milljónir á ári. „Nánast orðlaus“ Lúðvík Bergvinsson segist nánast orðlaus yfir þessum upplýsingum. Hann segir að svo virðist sem kostnaður vegna flutnings og vinnu við aðlögun fyrsta árið sé nálægt 430 milljónum króna og heildar- kostnaður fyrir afnot af húsnæðinu í 20 ár sé um 2,7 milljarðar. „Leigugreiðslurnar eru verð- tryggðar og því er ekki fjarlægt að ímynda sér að þessi upphæð geti allt að því tvöfaldast. Ég hef ekki reiknað það nákvæmlega, en það er ekki ólíklegt að heildarkostnaður vegna húsnæðis þessara sex stofn- ana verði á bilinu þrír til fjórir millj- arðar króna á þessu tímabili. Að loknu samningstímabilinu stendur ríkið eftir að hafa greitt þetta fé og á ekki neitt í húsnæðinu,“ segir hann. Lúðvík bendir á að í þessu tilfelli hafi verið farin leið sk. einkafram- kvæmdar og ríkið hafi gerst leigu- taki en ekki eignast sjálft viðkom- andi húsnæði. Hann segir að verði niðurstaðan sú eftir tuttugu ár að greiddir hafi verið fjórir til fimm milljarðar fyrir leiguhúsnæði án nokkurrar eignamyndunar, þá sé ljóst að byggja hefði mátt og reka fullboðlegt fyrir mun minni fjár- hæðir. „Þessi tilraun lítur því alls ekki vel út í dag,“ segir Lúðvík og kveðst þeirrar skoðunar að nú standi upp á fjármálaráðherra að gera frekari grein fyrir þessu og í framhaldi af því verði metið hvort ástæða sé til frekari aðgerða. Allt húsnæðið leigt af ríkinu Á þorláksmessu árið 1998 skrifaði fjármálaráðuneytið undir viljayfir- lýsingu þess efnis að leigja 2. til 5. hæð óbyggðrar byggingar við Borg- artún 21. Um var að ræða 4.600 fm. skrifstofuhúsnæði ásamt um 1.000 fm kjallara. Húsaleigusamningur var í framhaldinu undirritaður af leigusala og Fasteignum ríkissjóðs og staðfestur í ráðuneytinu 30. mars 1999. Ákveðið var að Fasteignir rík- isins tækju eignina á leigu og end- urleigðu til notenda. Fram kemur í svari fjármálaráð- herra að þegar viljayfirlýsingin var undirrituð hafi um nokkurt skeið verið unnið að því að leysa húsnæð- ismál nokkurra stofnana ríkisins, s.s. Löggildingarstofu, Ríkislög- reglustjóra og yfirskattanefndar. Eftir undirritun hafi komið í ljós áhugi á húsnæðinu hjá fleiri stofn- unum ríkisins. Í framhaldi af því hafi fleiri ríkisstofnanir tekið á leigu hluta af húsnæðinu. Haustið 1999 var orðið ljóst að allt húsið yrði leigt fyrir stofnanir og ríkisfyrirtæki. Á sama tíma hafi legið fyrir ákvörðun um að leysa húsnæðismál Ríkislög- reglustjórans með öðrum og hent- ugri hætti. Höfðaborg eftir gamla smáíbúðahverfinu Fram kemur í svarinu að í samn- ingum við leigusala var leiguverð miðað við ákveðnar skilgreindar forsendur sem fram komu í húslýs- ingum og teikningum. Samkvæmt þeim gögnum var gert ráð fyrir að sameign yrði skilað fullfrágenginni með tveimur lyftum. Að utan yrði húsinu skilað fullfrágengnu með frágenginni lóð og malbikuðum bíla- stæðum. Að innan var gert ráð fyrir almennu og frekar opnu skrifstofu- rými með sameiginlegu mötuneyti á efstu hæð. Nýbyggingin við Borgartún 21 er um margt glæsileg bygging, alls um 9 þúsund fermetrar. Í raun má segja að um tvær byggingar sé að ræða með miklu glerhýsi á milli. Húsið er í eigu byggingafyrirtæk- isins Eyktar ehf., sem einnig reisti það. Aðaleigendur Eyktar ehf. hafa verið frá upphafi byggingameistar- anir Pétur Guðmundsson og Theó- dór J. Sólonsson. Borgartún 21 er stundum nefnt nýja karphúsið þar sem sáttasemj- ari er þar til húsa, en leigjendur þess hafa fremur viljað kalla það Höfðaborg, eftir smáíbúðahverfi því sem reist var á þessum stað í hús- næðiseklu seinni stríðsáranna. Fram kom í viðtali Morgunblaðs- ins við þá Pétur og Theodór fyrir tveimur árum, að vel hefði gengið að fjármagna framkvæmdir við hús- ið. „Ríkið er að fara þá leið að eiga ekki allt það húsnæði, sem það þarf á að halda,“ sögðu þeir. „Það þarf þá ekki að liggja með eins mikið fjármagn bundið í byggingum. Fyr- ir okkur er það líka heppilegur fjár- festingarkostur að hafa allt húsið á útleigu til sama aðila til langs tíma. Í því felst mikið öryggi.“ Leigukostnaður vegna sex ríkisstofnana í Borgartúni 21 er um 120 milljónir á ári #  $   % & (  )       * +     -     ./  0       1,     3   ,         !"#$%%% '#%%%%% "$%%%% !!"#"%%% !"%%% '''"%%% '!!%%% "$%%% !"#!$%%% #&' !%%% $&'$!%%% ((")%%%% &#)!%%%% #'&"'%%% #'!'(%%% #!( "%%% #%)% )%%% ) & ,  $%"$%%% '!%%% '%%%% !"%%% !#%%% '"!%%% #%%%%% '# %%% Flutningur og aðlögun kostuðu 313 milljónir '&$    % & (  )       * +     -     ./  0          *        +,     !%%% $%%%%% $#%%%% $"'%%% $%%%% !%%% !%%%%% !!"'%%%          &'!(%%% )%%%%%% $)&%%%% )' $%%% &%%%%% #'!'(%%% &&%%%%%  !"%%%%% Morgunblaðið/Jim Smart ÚRSKURÐARNEFND fæðingar- og foreldraorlofsmála hefur dæmt Tryggingastofnun til að endurreikna fæðingarorlofsgreiðslur til konu sem lagði inn kæru, vegna þess að tekjur sem hún vann sér inn með námi voru að hluta til notaðar sem viðmiðunar- tekjur fyrir fæðingarorlofsgreiðslur. Konan hafði lokið námi í sjúkra- þjálfun í júní 2000 og unnið fulla vinnu sem sjúkraþjálfari í sex og hálfan mánuð þar til hún fór í barns- burðarleyfi. Hún taldi að sú mán- aðarlega upphæð sem hún ætti rétt á yrði reiknuð frá þeim tíma sem hún kláraði skólann og fór út á vinnu- markaðinn en þar sem hún vann 36% vinnu með skólanum, taldi Trygg- ingastofnun rétt að greiðslurnar skyldu reiknaðar út frá meðaltekjum 12 mánuði aftur í tímann. Í rök- stuðningi kæranda kom fram að ef hún hefði ekkert unnið með skólan- um og lifað eingöngu af lánum, væru meðaltekjurnar reiknaðar út frá síð- ustu sex mánuðum og orlofsgreiðsl- urnar væru þar með mun nær þeim tekjum sem hún missir af í fæðingar- orlofinu. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að líta skuli framhjá því að kærandi hafi verið í 34% hlutastarfi samhliða 100% námi, samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof sé ekki miðað við að foreldri sé í meira en 100% námi eða starfi. Því skuli mánaðarlegar greiðslur til kæranda miðast við meðaltal heild- arlauna á tímabilinu sem hún vann fulla vinnu. Þetta er fyrsti úrskurður sem úr- skurðarnefnd fæðingar- og foreldra- orlofsmála fellir en hún tók til starfa um áramótin um leið og lögin tóku gildi. Útreikningi Tryggingastofnunar á fæðingarorlofi hafnað Hlutastarf með námi lækkar ekki greiðslurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.