Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 60
DAGBÓK 60 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Rich- mond Park kemur í dag. Skógafoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Er- idan fór í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 14 bingó. Árskógar 4. Föstudag- inn 18. og laugardaginn 19. maí verður hin ár- lega handverkssýning í félagsmiðstöðinni. Undirbúningur fyrir sýninguna verður alla þessa viku og mun því hin venjulega dagskrá í handavinnustofunum vera í lámarki af þess- um sökum. Margt muna verður á sýningunni, skemmtiatriði verða báða dagana og mun Gerðubergskórinn koma og syngja fyrir gesti á föstudag kl. 14.30 og á laugardaginn mun Hall- dóra Björnsdóttir leik- kona flytja vorljóð kl. 14.30. Kaffi og meðlæti verður selt á meðan sýningin er. Sýningin verður opin milli kl. 13 og 17 báða dagana. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9 bókband, kl. 9– 16 handavinna og fóta- aðgerðir, kl. 13 vefnaður og spilað í sal. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós. Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Pútttímar í íþróttahús- inu að Varmá kl. 10–11 á laugard. Jóga kl. 13.30– 14.30 á föstud. í dvalar- heimilinu Hlaðhömrum. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan og handavinnu- stofan opin, kl. 9.45 leik- fimi, kl. 13.30 gönguhópur. Handa- vinnusýning föstudag og laugardag frá kl. 13-17 kaffiveitingar. Félagsstarfið Sléttu- vegi 11-13. Handa- vinnusýningin verður föstudaginn 18. maí kl. 13.30-18. Allir velkomn- ir. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 10.30 guðþjónusta, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfingar á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Á morgun, laugardags- gangan kl. 10. Ferð á Njáluslóðir fimmtudag- inn 7. júní nk. og 3 daga ferð til Hornafjarðar 9. júlí Skráning hafin, allar upplýsingar í Hraunseli sími 555 0142. Vegna verkfalls Hlífar verður fyrirhugaðri sýningu á handverki eldri borgara, er átti að vera 17., 18. og 19. maí, frestað um óákveðinn tíma, fylgist með fréttum. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Þriðjudaginn 29. maí verður farin stutt vorferð í Hafn- arfjörð og Heiðmörk. Lagt verður af stað kl. 13. og leið lögð um Hafnarfjörð og þar lit- ast um undir leiðsögn Rúnars Brynjólfssonar. Síðan er ekið um Heið- mörkina, staldrað þar við og Vatnsveita Reykjavíkur skoðuð. Að lokum eru kaffiveitingar í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Brottför frá Glæsibæ kl. 13. Leiðsögn Páll Gíslason og Pálína Jónsdóttir. Skráning hafin. 6.-8. júní ferð til Vest- mannaeyja. Skoð- unarferðir um eyjuna. Gisting á Hótel Þórs- hamri. Nokkur sæti laus. Ath. lækkað verð. 10.-12. júní Skaftafells- sýslur. Þriggja daga ferð um Skaftafells- sýslur, komið að Skóga- fossi o.fl. fallegum stöð- um á Suðurlandi. Gist á Hótel Eddu, Kirkjubæjarklaustri. Ath. þeir sem pantað hafa pláss í Vest- fjarðaferð 2.-7. júlí vin- samlegast staðfestið sem fyrst, vegna fjölda þátttakenda. Upplýs- ingar í síma 588 2111 Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9–12 mynd- list, kl. 13 opin vinnustofa, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Árleg vorsýning, sýnishorn af afrakstri vetrarins, margvísleg handmennt, föstudaginn 18. maí opið kl. 9-16.30, kl. 15 syngja kátir karl- ar, laugardag 19. maí opið frá kl. 13-17, á mánudag 21. maí opið frá kl. 9–16.30. Félags- vist fellur niður á mánu- dag. Gerðuberg, Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar frá hádegi, spilasalur opinn. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silfur- smíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 vefnaður. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta og út- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi og spurt og spjall- að. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi. Handavinnusýning verður sunnudaginn 20. og mánud. 21. maí. Skemmtiatriði, harm- ónikkuleikur og karla- kórssöngur, veislukaffi opið báða daga frá kl. 13-17. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9–12.30 útskurður, kl. 10 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 13 sungið við flygilinn, kl. 14.30 dansað í að- alsal. Miðvikudaginn 23. maí eru pönnukökur með rjóma í kaffitím- anum, föstudaginn 25. maí verður veislukaffi og dansað í kaffitím- anum undir stjórn Sig- valda. Gott með kaffinu. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morgun- stund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 13.30 bingó. Þjónustuíbúðir aldr- aðra, Dalbraut 27. Báta- sýning. Diðrik Jónsson, Dalbraut 27, fæddur 1914, sýnir bátasmíði sína frá undanförnum árum á Dalbraut 27. Sýningin verður opnuð föstudaginn 18. maí nk. og verður opin virka daga frá kl. 13-16. Upp- lýsingar gefur Arndís í síma 568-5377 Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verður á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105, Nýir félagar vel- komnir. Muni gönguna mánudag og fimmtudag. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félags- heimilinu Leirvogs- tungu. Kaffi og meðlæti. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (16-25 ára) að mæta með börn- in sín á laugardögum kl. 15–17 á Geysi, kakóbar, Aðalstræti 2 (gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Seyðfirðingar. Aðal- fundur Seyðfirðinga- félagins verður haldinn sunnudaginn 20. maí kl. 15 á Gjábakka, Fann- borg 8. Mætum vel og stundvíslega. Haukar, öldungaráð. Sumarferðin er 13. júní. Skráning í símum 555- 0176 eða 555-0852. Skagfirðingafélagið í Reykjavík verður með boð fyrir eldri Skagfirð- inga í Reykjavík og ná- grenni í Drangey, Stakkahlíð 17, sunnu- daginn 20. maí kl. 14. Söngsveitin Drangey kemur og syngur. Í dag er föstudagur 18. maí, 138. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Hafið gát á, að enginn missi af Guðs náð, að engin beiskjurót renni upp, sem truflun valdi, og margir saurgist af. (Hebr. 12, 15.) Víkverji skrifar... KRÓNAN þykir eiga undir höggað sækja um þessar mundir. Þær raddir eru farnar að heyrast að best sé að kasta krónunni og fara að huga að því að laumast með einhverj- um hætti inn í evruna. Þeir eru þó fleiri sem telja að rétt sé að halda í krónuna. Fæstir hafa hins vegar átt- að sig á því að til er þriðja leiðin og má þakka hana evrunni. Svo vill til að brátt losna nokkrir gjaldmiðlar, sum- ir mjög öflugir, og þeirra máttkastur sennilega þýska markið. Ljóst er að það myndi styrkja stöðu íslensks efnahagslífs mjög að hafa sterkari gjaldmiðil en krónuna. Evran mundi taka frá okkur dýrmætt hagstjórnartæki, en með því að taka upp þýska markið þegar það losnar væri engu fórnað í þeim efnum. Það er næsta víst að hægt yrði að fá miklar birgðir af þýskum mörkum, bæði seðlum og mynt, fyrir lítið fé þegar þar að kemur – þótt ekki væri nema fyrir þær sakir hvað Þjóðverjar eru meðvitaðir um umhverfi sitt og hlynntir endurnýtingu. Óhætt er að segja að þýska mark- inu myndu fylgja ýmsir kostir. Hér er um að ræða vörumerki sem nýtur mikils trausts. Mætti því ætla að hinn nýji gjaldmiðill Íslendinga yrði mjög eftirsóttur og biði Seðlabankinn þá það óvænta hlutskipti að þurfa sífellt að selja gjaldeyri í stað þess að kaupa. Þá mundi það virka sem agn á Þjóðverja, sem eru fastheldnir á hefð- ir og munu án efa sakna síns gamla gjaldmiðils, að vita af því að þýska markið sé í fullu gildi uppi við heim- skautsbaug. Mætti búast við því að þeir ferðuðust í auknum mæli til Ís- lands til að endurupplifa þá gömlu til- finningu að geta notað þýsk mörk. Síðan væri hægt að ákveða gengi marksins með þeim hætti að Þjóð- verjunum fyndist sem þeir væru að fá gríðarlega mikið fyrir peninginn á Ís- landi og vega þannig upp á móti hinni þýsku sparnaðarhneigð. Ekki má heldur gleyma lykil- hlutverki marksins í að tryggja stöðugleika evrunnar. Það þyrfti síð- ur en svo að breytast þótt þýska markið yrði gjaldmiðill á Íslandi. Hagfræðin segir að ekki borgi sig að geyma öll eggin í sömu körfunni og því væri óþarfi að treysta eingöngu á þýska markið. Við gætum einnig tryggt okkur réttinn að franska frankanum, hollenska gyllininu og fyrir spaugs sakir ítölsku lírunni. Síð- an væri hægt að efla samskiptin við viðkomandi þjóðir með því að hafa franska, hollenska eða ítalska mynt- mánuði. Þær Evrópuþjóðir, sem eru í þann mund að fórna gjaldmiðlum sín- um á altari Evrópuhugsjónarinnar, munu fyllast þakklæti í garð eyþjóð- arinnar í norðri og myndi þessi hlý- hugur án nokkurs vafa skila sér þeg- ar við loks komumst aftur inn í söngvakeppni Evrópu. Um leið gætum við með þessum hætti snúið við taflinu í Evrópumál- unum. Í stað þess að standa með nefið við gluggann og horfa inn í veisluna í hinum eftirsótta Evrópuklúbbi hefð- um við tögl og hagldir í evrópsku efnahagslífi. Og þá er bara að vona að við kunnum með það vald að fara. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 skjálfa, 4 ber að, 7 kjána, 8 úrkomu, 9 for, 11 einkenni, 13 grasflötur, 14 snupra, 15 ómjúk, 17 stöð, 20 reykja, 22 reiði, 23 blæs kalt, 24 vesæll, 25 skynfærið. LÓÐRÉTT: 1 orða, 2 doka við, 3 kven- fugl, 4 urgur, 5 snjó- koma, 6 hroki, 10 sælu, 12 land, 13 hryggur, 15 aftra, 16 tölum um, 18 erfið, 19 mergðin, 20 hugarburður, 21 kasta mæðinni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 strekking, 8 föggur, 9 náðug, 10 ann, 11 skarn, 13 aurar, 15 stund, 18 saggi, 21 ónn, 22 nánös, 23 æfing, 24 brandarar. Lóðrétt: 2 tugga, 3 ekran, 4 kenna, 5 níðir, 6 afls, 7 Æg- ir, 12 Rán, 14 una, 15 senn, 16 unnur, 17 dósin, 18 snæða, 19 gripa, 20 Inga. MIG langar að senda stjórnendum á Hrafn- istu í Hafnarfirði og alls hins góða starfsfólks sem þar vinnur, þakk- læti mitt. Sérstaklega langar mig að þakka Böðvari Magnússyni, sem sér um að halda uppi fjöri. Hann stofn- aði Hrafnistukórinn 21. september árið 2000 og hefur kórinn farið víða til þess að syngja fyrir eldri borgara og gefa af sér á þeim vettvangi. Og ekki má gleyma góðu konunum í fönd- ursal fyrir þeirra hlýju. Ég gæti haldið svona lengi áfram, því af mörgu er að taka. Þakka fyrir mig, Njótandi. Nýi heilbrigðis- og trygginga- ráðherrann ÖRYRKI skrifaði Vel- vakanda eftirfarandi. Það eru miklar vonir bundnar við að nýi heil- brigðisráherrann klári dæmið gagnvart okkur öryrkjum og öldruðum og sýni okkur að það sé fólk í fyrirrúmi, en ekki annars flokks þegnar í þessu þjóðfélagi. Bætur eiga að fylgja launavísi- tölunni. Hvernig væri nú að skattleggja þá sem raka saman gróða á Íslandi í dag, og nota þá fjármuni til að bæta kjör aldraðra og ör- yrkja? Það er nú einu sinni þannig, að sam- starfsflokkur framsókn- ar ræður ferðinni í fjár- málum, en ráðherra framsóknar fær óvin- sælustu og erfiðustu ráðherrastöðuna. Jón Kristjánsson er ekki öf- undsverður af því ráðu- neyti, sem honum er falið og þurfa að sækja allt fjármagn til fjár- málaráðherra til að deila bróðurlega út til aldraðra og öryrkja. Samt sem áður er mik- ils vænst af Jóni Krist- jánssyni til að bæta kjör aldraðra og ör- yrkja. Megi góður guð hjálpa honum að ná settu marki. Tapað/fundið Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust í Garðabæ (Silfurtúni), sunnudaginn 13. maí sl. Upplýsingar í síma 896- 0311. Hálsmen tapaðist SILFURHÁLSMEN, sem er stjarna með hring í kringum, tapað- ist 7. maí sl. Gæti hafa tapast í Leið 3 frá Ár- múlaskóla að Borgar- spítala. Fundarlaun. Upplýsingar í síma 553- 1833. Dýrahald Þrjá kettlinga vantar heimili ÞRÍR litlir kettlingar fást gefins á góð heim- ili. Þeir eru kassavanir. Uppl. í s. 565-3422. Hefur einhver séð Jón svartfót? KÖTTURINN Jón svartfótur hvarf af heimili sínu, Flókagötu 62, 12. maí sl. Hann er bröndóttur, svartur og hvítur, auðþekkjanlegur af svörtum bletti á nef- inu. Hann er með rauða ól og merktur. Þeir sem geta gefið uppl. um af- drif hans eru vinsam- legast beðnir um að hringja í síma 865 2297 eða 562 8389. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir til Hrafnistu í Hafnarfirði SAMHLIÐA ofurmótinu í Dos Hermanas fór fram lokað mót sem var skipað prýðilegum stórmeisturum. Staðan kom upp á milli tveggja þeirra. Hvítt hafði Oleg Korneev (2572) gegn Manuel Rivas Pastor (2429). 19. Rcxe4! Db6 19...dxe4 er svarað með 20. Dc3 og drottning svarts fellur. Framhaldið varð: 20. Rxc5! Dxc5 21. Hxf7 Kg8 og svartur gafst upp um leið enda verður staða hans ekki fögur á að líta eftir 22. Hg7! Kh8 23. Hxh7 Kg8 24. Hg7 Kh8 25. Re6 og hvítur mátar. Lokastaða flokksins varð þessi: 1. Daniel H Campora 6 ½ vinning af 9 mögulegum. 2. Oleg Korn- eev 6 v. 3. Kevin Spraggett 5 ½ v. 4. Roberto Cifuentes Parada 5 v. 5. Manuel Riv- as Pastor 4½ v. 6.–7. Jose Luis Fernandez Garcia og Javier Moreno Carnero 4 v. 8. Ismael Teran Alvarez 3½ v. 9.–10. Josep Oms Pallise og Fernando Vega Holm 3 v. Skákfélag Ak- ureyrar heldur atskákmót sem hefst kl. 20:00 á Hótel KEA á Akureyri í kvöld, 18. maí. Keppninni verður framhaldið á morgun. Umsjón Helgi Áss Grétarsson SKÁK Hvítur á leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.