Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 25 SEX norsk verðbréfafyrirtæki hafa sett fram sína skoðun á markaðsvirði norska olíufélagsins Statoil og liggur matið á bilinu 160–180 milljarðar norskra króna, eða 1.600–1.800 millj- arðar íslenskra króna. Fjárfestingarbankinn UBS War- burg, sem m.a. hefur umsjón með skráningu hlutabréfa Statoil í kjölfar útboðs sem hefst 31. maí, metur fyr- irtækið á 160,5 milljarða norskra króna eða um 1.600 milljarða ís- lenskra króna, að því er fram kemur í Dagens Næringsliv. Norskir fjölmiðlar greina einnig frá vaxandi áhuga franskra og þýskra fyrirtækja á að kaupa hlut í Statoil og eru fyrirtækin Gaz de France og Ruhrgas nefnd í því sambandi. For- svarsmenn beggja félaga hafa lýst yf- ir áhuga á samstarfi við Statoil og for- stjóri Ruhrgas segir líklegt að Ruhr- gas kaupi hlut í væntanlegu útboði. ESA gerir athugasemdir við Statoil-útboð Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hef- ur gert athugasemdir við fyrirhugað hlutafjárútboð Statoil og hefur krafið norsku ríkisstjórnina um svör við því hvort Norðmenn fái sérstök kjör við kaup á hlutabréfum í Statoil. Knut Almestad, forstjóri ESA, hefur spurt hvort hlutabréfin í Statoil verði jafnaðgengileg Norðmönnum og öðrum íbúum Evrópska efnahags- svæðisins eða hvort raunin verði sú að Norðmenn fái forgang. Ef hið síð- arnefnda verður raunin gengur það gegn EES-samningnum, að sögn Almestad. Salan á hlutabréfum Statoil hefst 31. maí nk. og verða allt að 25% hluta- bréfanna seld en fyrirtækið er nú al- gerlega í eigu norska ríkisins. ESA hefur gagnrýnt markaðssetningu hlutabréfanna sem beinist aðallega að Norðmönnum, en inn á hvert heimili í Noregi verður m.a. sent sér- stakt bréf. Gunnar Gjerde, talsmaður norska olíu- og orkumálaráðuneytis- ins, segir í samtali við Aftenposten að allir íbúar Evrópska efnahagssvæð- isins fái vissulega sömu kjör í útboð- inu. Reyndar fái bara Norðmenn sent bréf, en að mati ráðuneytismanna stangist það ekki á við EES-samn- inginn. „Allir munu hafa sama rétt til að kaupa hlutabréf á sama gengi,“ ítrekar Gjerde. Statoil greiðir 70% skatt Aftenposten greinir einnig frá því að norsk olíufélög greiði afar háan skatt af starfsemi sinni á land- grunninu. Þannig greiddi Norsk Hydro 60% skatt í fyrra en Statoil hefur ávallt greitt hærra hlutfall og greiddi t.d. á fyrsta fjórðungi þessa árs 70% skatt. Þegar skráning Statoil er yfirstaðin, 18. júní nk., mun fyr- irtækið greiða hæsta skatthlutfall allra skráðra fyrirtækja í heiminum. Norsk Hydro, sem er stærsta al- menningshlutafélag í Noregi, var áð- ur í þeirri stöðu en lætur hana nú góðfúslega eftir, að sögn nýskipaðs forstjóra, Eivinds Reiten. Statoil 1.600– 1.800 milljarða króna virði Ósló. Morgunblaðið. Í KJÖLFAR hæstaréttardóms í Englandi í vikunni hafa lyfsalar nú misst einkarétt á að selja lyf sem hægt er að kaupa án lyfseðla. Ljóst er að lyfin munu lækka verulega, bæði vegna aukinnar samkeppni en einnig vegna þess að lyfsalar hafa lagt vel á þau til að standa undir löngum opnunar- tíma og sérhæfðu starfsliði. Auk þess sem kjörbúðir hafa verið áfjáðar í að ná til sín þessari vöru munu keðjur eins og Boot’s, sem er lyfsölukeðja er selur einnig snyrtivörur og framkallar filmur, nú hugsa verðlagningu sína upp á nýtt. Boot’s hafði áður lýst því yfir að keðjan hygðist ekki keppa við kjörbúðirnar um lágt verð en hef- ur nú skipt um skoðun. Í viðtali við Financial Times lýsir Steve Russ- ell framkvæmdastjóri Boot’s því yfir að þótt Boot’s styðji viðleitni smályfsala sé keðjunni ekki stætt á öðru en að lækka verðið í sam- ræmi við tilboð kjörbúðanna. Hann bendir einnig á að við afgreiðslu lyfseðlalausra lyfja þurfi oft að veita ráð, svo það dugi ekki bara að setja þau upp í hillu. Í Bretlandi er mikið af litlum lyfjabúðum. Opnunartíminn er misjafn en innan um eru lyfjabúðir sem eru opnar allan sólarhringinn sjö daga vikunnar. Ýmsir halda því fram að margar litlar lyfjabúðir muni nú leggja upp laupana og að það muni einkum bitna á lyfjabúð- um í dreifbýli svo þjónustan þar verði á endanum lélegri. Kjörbúðir geti ekki veitt neina ráðgjöf og þegar lyfjabúðir hverfi verði erf- iðara fyrir neytendur að ná í lyf sem aðeins fáist gegn lyfseðli. Að sögn Financial Times fá lyf- salar um 80 prósent veltunnar fyr- ir afgreiðslu lyfseðla frá heilbrigð- iskerfinu en sextán prósent af hagnaði þeirra koma frá sölu lyfja sem ekki þarf að ávísa af læknum. Lyfsalar eru argir að standa nú frammi fyrir samkeppni við kjör- búðakeðjur og aðra, því ef lyfja- búðum fækki minnki um leið þjón- ustan í heilbrigðiskerfinu. Stjórn Verkamannaflokksins hefur álykt- að lyfjabúðir geti veitt aukaheil- brigðisþjónustu en fækkun búða mun að mati lyfsala draga úr þeim möguleika. Lyfseðlalaus lyf verða seld í bresk- um kjörbúðum London. Morgunblaðið. ÚR VERINU ÁKVEÐIÐ hefur verið að Finn Jeb- sen taki við forstjórastöðu hjá Orkla 2. júlí nk. af Jens P. Heyerdahl. Árs- laun Jebsen verða um 33 milljónir ís- lenskra króna sem er töluvert lægri upphæð en Heyerdahl þáði í laun, um 44 milljónir. Nokkur óróleiki hefur ríkt innan Orkla undanfarið ár. Heyerdahl til- kynnti starfslok sín sem forstjóri á síðasta ári og strax var tilkynnt að Jebsen tæki við. Á aðalfundi Orkla fyrr í þessum mánuði var ljóst að Heyerdahl nýtur ekki stuðnings stórra hluthafa og þykir ólíklegt að hann taki sæti í stjórn fyrirtækisins. Nýtt hluthafaráð var kjörið á aðal- fundinum og mun það sjá um að út- nefna nýja stjórn fyrirtækisins. Bú- ist var við að stjórnin yrði mynduð fyrir maílok en nú hefur verið til- kynnt að það verði í lok júní nk. Jebsen tekur við Orkla 2. júlí Ósló. Morgunblaðið. SLYSATRYGGINGAR fyrir sjó- menn, svokallaðar „kaskótrygging- ar“ sem bæta líkamstjón án tillits til þess hvernig slys ber að höndum, kosta um 280 milljónir króna árlega, að mati framkvæmdastjóra Lands- sambands íslenskra útvegsmanna. Hann segir sjómenn nú þegar njóta betri vátrygginga en aðrar stéttir í landinu. Sjómannasamtökin hafa í kjara- viðræðum við útvegsmenn farið fram á að sjómenn verði tryggðir með þessum hætti en útvegsmenn hafa viljað greiða helming kostnað- arins á móti sjómönnum. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir út í hött að halda því fram að sjómenn séu illa tryggðir til sjós. „Við erum með ábyrgðartrygg- ingar, þar sem bætur eru greiddar samkvæmt skaðabótalögum. Auk þess erum við með slysatryggingar, sem eru betri en almennt gerist hjá öðrum stéttum.“ Friðrik segir engan vafa leika á því að slysatíðni til sjós sé hærri en í flestum störfum í landi. Þess vegna hafi útvegsmenn fallist á að kaupa helming í svokallaðri kaskótrygging- unni á móti sjómönnum, áður en verkfallið hófst. Sjómenn hafi hins- vegar ekki fallist á það. „Við viljum hinsvegar ekki greiða tryggingu fyr- ir slys sem sjómenn verða fyrir í frí- tíma sínum, líkt og sjómenn fara fram á. Slys eru algeng úti á sjó og það er því sjálfsagt mál að tryggja menn fyrir þeim. Auðvitað vilja út- gerðarmenn að sjómenn séu vel tryggðir. Það hefur enginn útgerð- armaður yndi af því að sjómaður fari illa bættur frá borði. Þess viljum við endilega kaupa betri tryggingar en viljum skipta kostnaðinum. Það þurfti að minnsta kosti ekki að fara í verkfall út af þessu atriði. Þessi af- staða okkar lá fyrir áður en sjómenn fóru í verkfall.“ Útgerðin borgar um 65% af slysatryggingu vélstjóra Friðrik segir að samkvæmt kjara- samningi útvegsmanna við Vél- stjórafélag Íslands borgi útgerðin um það bil 65% af kaskótryggingu fyrir vélstjóra. Eins og fram hefur komið sömdu sjómenn á farskipum á síðasta ári um slíka slysatryggingu gegn 10 ólaunuðum yfirvinnustund- um á ári. Friðrik segir að þegar samið var við farmenn hafi kostn- aðurinn við tryggingarnar verið meiri en menn hafi gert sér grein fyrir í upphafi og 10 yfirvinnutímar ekki samsvarað helmingnum af kostnaðinum eins og reiknað var með. Hann segir að líklega kosti um 280 milljónir króna á ári að kaupa hina svokölluði kaskótryggingu fyrir alla sjómenn á fiskiskipaflotanum. Ef samið yrði við alla sjómenn á þeim nótum sem samið var um við vélstjóra myndi tryggingin kosta út- gerðina um og yfir 180 milljónir króna. Þessar tölur eru, að sögn Friðriks, byggðar á upplýsingum frá íslenskum tryggingarfélögum. Hann segir einnig mögulegt að kaupa slík- ar tryggingar frá erlendum trygg- ingarfélögum. „Kaskótryggingar“ fyrir sjómenn á fiskiskipum Kosta um 280 millj- ónir króna á ári RÚMLEGA sex vikna verkfall sjó- manna, sem lauk í fyrrakvöld, hafði mjög takmörkuð áhrif á afkomu og orðspor Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna hf., að sögn Gunnars Svavarssonar, forstjóra SH. SH selur sjávarafurðir á alþjóð- legum mörkuðum og rekur dótt- urfyrirtæki í átta löndum. Í frétta- tilkynningu 10. maí sl. vegna árshlutauppgjörs SH frá janúar til mars kemur m.a. fram að verkfall sjómanna sé farið að setja mark sitt á rekstur nokkurra dóttur- félaga og ljóst að dragist það enn á langinn fari ekki hjá því að hagn- aður minnki frá því sem ella hefði orðið. Birgðahald og innkaup Gunnar segir að með birgðahaldi annars vegar og hins vegar með innkaupum annars staðar frá, hafi almennt tekist að halda þeirri þjónustu uppi sem SH hafi lofað á hverjum markaði. Á þessu kunni þó að vera einhverjar undantekn- ingar, eins og að karfa hafi vantað inn á Þýskaland. „Hingað til eru mjög takmörkuð áhrif á afkomu og okkar orðspor,“ segir hann um áhrif verkfallsins og bætir við að nú sé spurningin hvort náist að veiða upp í kvótann af úthafskarf- anum og eins um gæði karfans. Verði einhver samdráttur í þessum veiðum gæti hann haft áhrif á sölu í Japan. „Við virðumst hafa þolað þetta langt verkfall,“ segir Gunnar og bendir á að þar sem vitað hafi verið um það með þó nokkrum fyrirvara hafi tekist að gera viðhlítandi ráð- stafanir og birgðastaðan hafi því verið góð auk þess sem tekist hafi að fylla upp í göt með fiski annars staðar frá. „Ef þetta hefði dregist lengur hefðu áhrifin orðið meiri en úr því sem komið er slapp þetta fyrir horn,“ segir Gunnar. Á vef Verðbréfaþings Íslands kemur fram að Hólshyrna ehf. hafi selt 104.746.886 kr. að nafnvirði hlutafjár í SH 14. maí. Eignarhlut- ur Hólshyrnu eftir söluna er eng- inn, en var 7%. Einn af helstu eig- endum Hólshyrnu er Róbert Guðfinnsson stjórnarformaður SH, en hann er líka stjórnarformaður Þormóðs ramma-Sæbergs hf., sem keypti umræddan hlut sama dag. Eignarhlutur Þormóðs ramma-Sæ- bergs eftir kaupin er 338.924.124 kr. eða 22,65 % en var 234.177.238 kr. að nafnvirði eða 15,65%. Þá keypti Róbert Guðfinnsson 4.000.000 kr. að nafnverði í SH og Ólafur H. Marteinsson, stjórnar- maður SH og framkvæmdastjóri Þormóðs-Ramma, 2.000.000 kr. að nafnverði hlutafjár í SH en þeir áttu engan hlut fyrir. SH hélt uppi lofaðri þjónustu á mörkuðum Verkfallið hafði takmörkuð áhrif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.