Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 53 Reykjavík, Laugardagur 19. maí.  Grasagarður, kl. 10-12 og 13-15 leiðsögn í Grasagarði (mæta við garðskála).  Elliðaárdalur, kl. 10 fræðslustígur genginn (mæta v. Minjasafn Orkuveitunnar).  Skólpa við Ánanaust, opið fyrir gesti frá 13-16. Sunnudaginn 20. maí n.k. munu umhverfisráð Kópavogs og umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur standa fyrir gönguferð umhverfis Elliðavatn. Gangan hefst kl. 13.00 við Elliðahvamm við sunnanvert vatnið (sjá skilti við Vatnsendaveg) og verður gengið þaðan austur og síðan norður með vatninu. Með í för verða leiðsögumenn sem munu fræða göngufólk um náttúru, lífríki og sögu svæðisins. Áætlað er að göngunni ljúki við Elliðahvamm um kl. 16.00 og verður þar boðið upp á kaffi og veitingar. Bessastaðahreppur Laugardagur 19. maí kl. 11 Á umhverfisdegi höfuðborgarsvæðisins verður laugardaginn 19. maí nk. í Bessastaðahreppi boðið upp á gönguferð frá Kasthúsatjörn kl. 11:00. Gengin verður strandlengjan í fylgd Önnu Ólafsdóttur Björnsson, sagnfræðings. Endað verður í Haukshúsi, þar sem boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Þar mun Anna fjalla um örnefni í sveitarfélaginu, fyrr og nú. Sunnudagur 20. maí kl. 12 til 16 Hjólreiðatúr fyrir fjölskylduna frá Seltjarnarnesi í Hafnarfjörð með viðkomu í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Ferðaáætlun er sem hér segir:  Lagt af stað frá Sundlaug Seltjarnarness kl. 12:00  Fjölskyldugarður í Laugardal kl.13:30  Engihjalli Kópavog kl. 14:30  Garðatorg Garðabæ kl. 15:30  Endað við Víðistaðatún Hafnarfjörður kl. 16:00  Tímasetningar miðast við þegar lagt er af stað frá viðkomandi áningarstöðum, nema í Hafnarfirði  Þátttakendum er í sjálfsvald sett hversu langt þeir vilja hjóla  Á áfangastöðunum verður boðið upp á léttar hressingu.  Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna. Garðabær Sunnudagur 20. maí kl: 13 til 16 Við Vífilsstaðavatn Dagskrá í umsjón umhverfisnefndar og skátafélagsins Vífils í tilefni 25 ára afmælis kaupstaðaréttinda Garðabæjar. Samkomustaður við Vífilsstaðavatn, þar verður reist samkomutjald. Kl: 13 Fjallahjólakeppni barna á aldrinum 9 til 13 ára. Veitt verða verðlaun. Kl: 13 Leikir fyrir börn yngri en 9 ára, við samkomutjaldið.  Veiði í Vífilsstaðavatni er í boði Garðabæjar.  Í boði umhverfisnefndar verður Bjarni Jónsson vistfræðingur við vatnið og fjallar um lífríki Vífilsstaðavatns einnig verður fjölskyldan aðstoðuð við veiðar.  Rútuferðir verða frá Flataskóla og Hofsstaðaskóla frá kl: 12.30 og á meðan dagskrá stendur. Hafnarfjörður Laugardagur 19 maí kl. 13 Straumsvík Dagskrá í umsjá umhvefisnefndar Hafnarfjarðar. Samkomustaður: Listamiðstöðin Straumi. Lovísa Ásbjörnsdóttir verður leiðsögumaður. Kl. 13.00 Mæting að Straumi þar sem leiðsögumaður mun ganga um fjörur og strendur Straumsvíkur. Svæðið er á náttúru- minjaskrá vegna einstæðra lífsskilyrða og mikils fuglalís. Kl. 15.00 Kaffi og kleinur að Straumi. Umhverfis- og útivistardagar á höfuðborgarsvæðinu 19. og 20. maí H j ó l u m s a m a n u m s v e i t a r f é l ö g i n Kópavogur og Reykjavík Sunnudagur 19. maí kl. 13 Seltjarnarnes Sunnudagur 20. maí 11.00 Opið hús í Náttúrugripasafni Seltjarnarness í Valhúsaskóla Almenn kynning á safninu og fræðsla um fugla, steina, og aðra hluti sem má skoða í safninu. Auk þess kynning á ýmsum fræðibókum í eigu safnsins. 12.15 Fuglaskoðun Safnast saman á horni Suðurstrandar og Lindarbrautar og gengið að Bakkatjörn og um fjörur Suðurness undir stjórn Stefáns Bergmanns og Herdísar Erlu Gunnarsdóttur. Þátttakendur hafi með sér kíki og búi sig eftir aðstæðum. Sundlaug Seltjarnarnes Fjölskyldu- garðurinn Engihjalli Garðatorg Víðistaðatún FYRIR skömmu var birt niður- staða svissneskrar rannsóknar sem gaf til kynna að svonefndar UV-síur, sem notaðar eru í fjölda sólvarnar- efna, gætu verið hættulegar heilsu manna. Umhverfisverndarsamtök græningja blésu málið upp í dönsk- um fjölmiðlum og yfirvöld beindu þeim tilmælum til verslana að taka efni með umræddum UV-síum tíma- bundið úr sölu. Í kjölfarið urðu mikl- ar umræður um málið í dönskum fjöl- miðlum og komust flestir álitsgjafar að þeirri niðurstöðu að skaðsemi efn- anna væri langt í frá sönnuð og of langt hefði verið gengið með því að hætta sölu á þeim. M.a. lýsti stjórn- andi svissnesku rannsóknarinnar, dr. Margret Schlumpf, furðu sinni á við- brögðum danskra yfirvalda og sagði að þær vísbendingar sem kæmu fram í rannsókninni réttlættu ekki að um- rædd sólvarnarefni yrðu tekin úr sölu. Í fréttatilkynningu sem hún hefur sent frá sér af þessu tilefni seg- ir að slíkar aðgerðir séu ótímabærar og enn sem fyrr sé mælt með því að fólk noti sólvarnarefni og aðrar þekktar aðferðir til varnar gegn sól- argeislum. Fljótfærni Hollustuverndar Víkur nú sögunni til Íslands. Sama dag og fregnir bárust af umfjöllun um málið í dönskum fjölmiðlum fór Hollustuvernd ríkisins fram á það við heildsala að þeir hættu sölu á öllum tegundum sólvarnarefna, sem hugs- anlega gætu verið skaðleg. Kaup- menn og neytendur tóku tilmæli stofnunarinnar alvarlega og treystu því að þessar aðgerðir væru byggðar á traustum grundvelli en ekki getgát- um. Síðar kom í ljós að með þessum sterku viðbrögðum var Hollustu- vernd í raun að bregðast við frétta- flutningi af málinu hérlendis og er- lendis í stað þess að meta niðurstöður rannsóknarinnar með faglegum hætti. Tilmæli Hollustuverndar voru gef- in út 25. apríl eða sama dag og fregn- ir bárust af viðbrögðunum í Dan- mörku. Tilmælin voru því gefin út í mikilli skyndingu og bendir ekkert til þess að stofnunin hafi gefið sér tíma né lagt nokkra vinnu í að leggja sjálf- stætt eða faglegt mat á umrædda rannsókn eða niðurstöðu hennar. Með þessum vanhugsuðu aðgerðum fékk íslenskur almenningur þau skilaboð frá Hollustuvernd að sól- vörn væri óhollt og jafnvel skaðlegt efni. Þar sem umræddar UV-síur er að finna í fjölmörgum tegundum sól- varnarefna er hætt við að margt fólk líti allar tegundir sólvarnar hornauga hér eftir og takmarki notkunina eða hætti henni alveg. Dæmin sanna að þegar slíkt efni hefur einu sinni verið gert tortryggilegt getur liðið óratími þar til það ávinnur sér traust al- mennings á ný. Það er afar mikilvægt að almenn- ingur geti treyst því að opinberar stofnanir eins og Hollustuvernd byggi aðgerðir sínar á traustum grundvelli en svo var því miður ekki í þessu tilviki. Ekki er sannað að sól- varnarefni með umræddum UV-síum valdi fólki heilsutjóni en hins vegar er það fullsannað að sólböð geta verið hættuleg heilsunni ef ekki eru notuð sólvarnarefni. Áhætta vegna hugsan- legs skaða vegna notkunar sólvarnar er því miklu minni en sú áhætta sem fólk tekur ef það hættir notkun slíkra efna. Aðgát skal höfð í nærveru sólar Ljóst er að húðkrabbamein er vax- andi vandamál hér á landi. Hafa læknar varað fólk við miklum sólböð- um og bent á að góð sól- vörn sé áhrifaríkasta leiðin til að draga úr hættu á húðkrabbameini og öðrum húðsjúkdóm- um. Hinn langi íslenski vetur gerir það að verk- um að fölir Íslendingar eru næmari fyrir sterk- um sólargeislum en margar aðrar þjóðir og þurfa því fremur að hafa sólvarnir sínar í lagi. Sól- varnarefni eru því sann- kallaðar heilsuvörur og mikill ábyrgðarhluti hjá opinberri stofnun að rýra trú almennings á þær að lítt athuguðu máli. Eru það óneitanlega sérkenni- leg vinnubrögð að rjúka til og vara fólk við tegundum sólvarnarefna, sem hafa verið á markaði hérlendis ár- um og áratugum sam- an, án þess að kanna málið ofan í kjölinn. Hollustuvernd dró tilmæli sín til baka með fréttatilkynningu 27. apríl eða tveimur dögum eftir að tilmæl- in voru send út. Í til- kynningunni kemur fram að umrædd efni geti ekki verið hættu- leg við skammtíma- notkun heldur sé um að ræða „hugsanleg skaðleg langtíma- áhrif“. Þá tekur stofn- unin fram að ekki liggi fyrir upplýs- ingar um að efnin séu skaðleg fyrir fólk í því magni sem þau eru leyfð í sólvarnarefnum og ráðleggur fólki að nota viðeigandi sólvarnarvörur til að verjast sólbruna. Vítaverð vinnubrögð Umrædd fréttatilkynning Holl- ustuverndar tekur af öll tvímæli um að betra er fyrir fólk að nota sólvarn- arvörur en sleppa þeim. Hins vegar er ljóst að fljótfærnisleg viðbrögð stofnunarinnar hafa valdið innflytj- endum sólvarnarefna skaða og lík- lega dregið úr trú neytenda á slíkar vörur. Í ljósi þessa gagnrýna Samtök verslunarinnar vinnubrögð Hollustu- verndar ríkisins í nýafstöðnu sól- varnarefnamáli og telja það vera skólabókardæmi um slæm vinnu- brögð við slíkar aðstæður. Kapp er best með forsjá Stefán S. Guðjónsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar – FÍS. Hollustuvernd Samtök verslunarinnar gagnrýna vinnubrögð Hollustuverndar rík- isins í nýafstöðnu sól- varnarefnamáli, segir Stefán S. Guðjónsson, og telja það vera skóla- bókardæmi um slæm vinnubrögð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.