Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 37 ÞAÐ er ekki ofsögumsagt að segja að þaðsé ófremdarástandhér á sjúkrahúsinu vegna launanna. Síðustu samningar okkar skiluðu mjög litlum árangri og við höfum orðið varar við sívax- andi flótta úr stéttinni á síð- ustu misserum,“ sagði Jakob- ína Stefánsdóttir, trúnaðar- maður sjúkraliða á deild 12-G, spurð um vinnuandann á sjúkrahúsinu. Jakobína sagði sjúkraliða almennt vera lang- þreytta eftir að hafa staðið í verkfalli sem skilaði engu af því sem til var ætlast miðað við lengd verkfallstímans. Spurð hvort hún teldi að sjúkraliðar væru tilbúnir í aðrar verkfallsaðgerðir sagð- ist hún ekki telja að svo væri en sjúkraliðar væru hins veg- ar tilbúnir til fjöldauppsagna ef ekkert væri að gert. „Það hefur eiginlega ekkert verið talað við okkur og aðeins örfáir fundnir haldnir. Þegar samninganefndin er svo köll- uð inn á fund er hún varla komin inn fyrir dyrnar þegar fundinum er aflýst,“ sagði Þorbjörg Einarsdóttir sjúkra- liði aðspurð hvernig kjaravið- ræður sjúkraliða gangi. Þor- björg sagði hækkun byrj- unarlauna vera lágmarks- kröfu til að sporna gegn flótta úr stéttinni og reyna að örva nýliðun en hún hefur að sögn Þorbjargar engin verið síð- ustu ár. Gróa Þórarinsdóttir, sjúkraliði á barnadeild Hringsins, sagði óöryggi fylgja því að hafa lausa samn- inga og veruleg launahækkun væri brýn. Gróa benti á að eft- ir átta ára starf væri hún með 116 þúsund krónur í mánaðar- laun og væri komin upp undir launaþakið. Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands hef- ur samþykkt ályktun þar sem sett er fram krafa um 150.000 króna byrjunarlaun og sagð- ist Gróa telja það sanngjarna tölu. Spurð hvort hún væri reiðubúin að fara í verkfall ef til kæmi, sagðist hún ekki kjósa það þar sem síðasta verkfall hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægi starfsins endur- speglast ekki í laununum Þegar hjúkrunarfræðingar sjúkrahússins voru spurðir út í kjaramál sín voru svörin almennt samhljóða orðum sjúkraliða. „Mér líst almennt mjög illa á kjaramál allra hér á Landspítalan- um. Það eru allar stéttir, hjúkrunar- fræðingar, sjúkraliðar og læknar, með lausa samninga og samninga- nefnd ríkisins virðist vera algjörlega áhugalaus um að tala við okkur,“ sagði Þórdís Þorsteinsdóttir, hjúkr- unarfræðingur. „Okkur finnast störf okkar einskis metin og ráðamenn ekki hafa áhuga á því sem við erum að gera. Við teljum okkur vera að vinna mjög gott og metnaðarfullt starf hér á sjúkrahúsinu en það er algjörlega hundsað af yfirvöldum og mikilvægi starfsins endurspeglast ekki að neinu leyti í laununum,“ sagði Þórdís og bætti við að þetta gilti um allar fyrrnefndu stéttirnar. Hún sagði hjúkrunarfræðinga vera með góða menntun eftir langt og strangt nám sem væri ekki metið til launa og það væri því eðlilegt að ný- útskrifaðir hjúkrunarfræðingar sæktu í störf í einkageiranum. „Störf hjá einkafyrirtækjum eru betur launuð, vinnutími er þægilegri og vakta- og starfsálag ekki eins mikið og er hér.“ Aðspurð hvort ekki sé hægt að byggja á árangri síðustu samninga, segir hún svo auðvitað vera. „Við erum ánægðar með aðlög- unarsamningana sem við fengum í gegn síðast en hins vegar eru grunn- launin það léleg og sú staðreynd að vaktaálagið sé það eina sem getur haldið uppi laununum er mjög óeðli- leg. Það er ekkert grín hvað fólk neyðist til að vinna mikið um nætur og helgar frá fjölskyldum sínum að- eins til að geta krafsað inn mann- sæmandi laun.“ Aðspurð hvort hún væri tilbúin í verkfallsaðgerðir svar- aði hún játandi þar sem hún liti á verkfall sem tækifæri til að minna á aðstæður innan stéttarinnar. Inga Valdimarsdóttir hjúkrunar- fræðingur tók undir orð starfs- systur sinnar og sagði það und- arlegt að það væri hægt að bjóða stéttinni upp á að vera samningslaus svo mánuðum skiptir. „Ég held að samnings- vilji sé lítill af hálfu ríkisins og menn þar séu ansi stífir og erf- iðir viðureignar. Þeir virðast ekki tilbúnir til að hliðra neitt til. Við erum að berjast fyrir bættum kjörum og verkfalls- vopnið er það síðasta sem við viljum grípa til en það verður að þrýsta á aðgerðir,“ sagði Inga og sagði unga hjúkrunarfræð- inga ekki tilbúna til að þiggja byrjunarlaun á spítalanum svo lengi sem þeim bjóðist önnur störf. „Það er alltaf þessi skort- ur á faglærðu fólki hér innan- húss og þegar fólk vantar í störf þá verður að saxa á þjónustuna og loka deildum. Við getum auðvitað ekki sinnt fleiru en við önnum, það segir sig sjálft.“ Brynja Ingadóttir, deildar- stjóri á hjarta- og lungnaskurð- deild, sagði hjúkrunarfræðinga orðna þreytta á að vera samn- ingslausir og hljóðið væri þungt í fólki. „Framgangskerfið sem var samþykkt eftir síðustu kjaradeilur hefur vissulega fært fólki betri kjör en nú eru samningar lausir og það er kom- inn tími til að endurnýja þá.“ Brynja sagði tímabært að tala um almennar grunnkaups- hækkanir innan stéttarinnar þar sem hjúkrunarfræðingar hefðu ekki enn náð sömu launa- kjörum og aðrir háskólamennt- aðir starfsmenn með sambæri- lega menntun. „Það er líka kominn tími til að tala um aukn- ar greiðslur í sambandi við næt- urvinnuálagið og við höfum einnig mikinn áhuga á að stytta vinnuvikuna. Fólk í hundrað prósent starfi vinnur alltaf langt yfir 40 tíma á viku og þá eru aukavaktir ekki meðtald- ar.“ María Davíðsdóttir, hjúkrun- arfræðingur á barnadeild Hringsins, sagðist líta boðað verkfall jákvæðum augum þar sem samningaviðræður hefðu enn engan árangur borið. „Hingað til höfum við verið algjörlega hundsaðar og það er ekki hægt að sjá neinn árangur af samningaviðræðunum, maður hefur á tilfinningunnni að ríkið vilji ekki semja við okkur af því þeir telji að við höfum náð svo góðum samning- um í síðustu kjaradeilum,“ sagði María og kvað hjúkrunarfræðinga alls ekki geta tekið undir þetta við- horf, heldur þyrfti stéttin að halda sínu striki og berjast fyrir betri kjör- um. Aðspurð hvaða kjarabætur væru mest aðkallandi sagði hún nauðsynlegt að ná hækkun á vinnu- álagi og endurskoðun á vaktafyrir- komulagi. María sagði kjaradeilurn- ar þó næstum drukkna í skipulags- breytingum sjúkrahússins og starfsfólk hefði ekki orku til að hugsa um þetta allt í einu. „Ástandið hér á spítalanum er mjög eldfimt út af öllu umrótinu sem á sér stað vegna sameiningar sjúkrahúsanna,“ sagði María og benti á að á barna- sviðinu einu væru 14 hjúkrunar- fræðingar, hún sjálf þar með talin, annaðhvort farnir eða á förum. Vinnudeilur sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga Hópuppsagnir frekar en annað langvinnt verkfall Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss hafa verið með lausa samninga í sjö mánuði eða síðan í nóvember í fyrra. Hægt miðar í samningaviðræðum og fer óánægja starfsmanna spítalans vaxandi. Jakobína Stefánsdóttir Þórdís Þorsteinsdóttir María Davíðsdóttir Brynja Ingadóttir Þorbjörg Einarsdóttir Inga Valdimarsdóttir ki og laxi ir Japana. ndiráða í eins fela í auka við- tuðli það samstarf vettvangi. nleg hags- gi, þ.á m. eimsfriði, rfisins og rgra ann- hafa lagt efla starf nnið að því að auka þýðingu öryggisráðsins og segir hann Japani kunna vel að meta stuðning Íslendinga á þeim vettvangi. Spurður um pólitískt og efna- hagslegt ástand í Japan um þessar mundir, segir Kawai Japana hafa verið að ganga í gegnum langt tíma- bil breytinga og uppstokkunar á báðum þessum sviðum. Nýkjörinn forsætisráðherra í Japan, Junichiro Koizumi, hefur lofað róttækum um- bótum eftir langt skeið efnahagserf- iðleika og segir Kawai Japana binda miklar vonir við hinn nýja forsætis- ráðherra. Nýr forsætisráðherra nýtur mikils stuðnings almennings Að sögn Kawai urðu miklar breytingar á japönskum stjórnmál- um eftir að kalda stríðinu lauk og greina megi augljós skil í lok níunda áratugar og byrjun þess tíunda á síðustu öld. Fram að þeim tíma ein- kenndust stjórnmál af átökum á milli eins stórs íhaldsflokks og jafn- aðarmanna sem skipuðu stærsta andstöðuflokkinn. Sá flokkur sýndi tengslum við Sovétríkin og Kína meira umburðarlyndi en nú eru þessi tengsl orðin allt öðruvísi. Nýi forsætisráðherrann, Koiz- umi, tók nýlega við völdum úr hendi Mori, óvinsælasta forsætisráðherra sem setið hefur í Japan. Vinsældir hans eru miklar meðal almennings en stuðningur við Mori hafði hrapað niður í 12%. Að sögn Kawai sýna skoðanakannanir að Koizumi nýtur stuðnings meira en 80% íbúa í Japan og samkvæmt skoðanakönnun eins dagblaðs mældist það 89%. „Sem þýðir að næstum allir Japanir styðja nýja forsætisráðherrann.“ Ástæðuna fyrir þessum vinsæld- um má skýra með ýmsum hætti. Kawai segir að mörgum hafi þótt umbætur hafa tekið of langan tíma en Koizumi hefur lofað raunveru- legum breytingum í Japan og marg- ir íbúar vænta þess að hann verði sterkur leiðtogi í enduruppbygg- ingu samfélagsins og efnahagslífs- ins. Í júlí fara fram kosningar í efri deild þingsins, en þar hefur flokkur Koizumi, Frjálslyndi lýðræðisflokk- urinn, ekki meirihluta og hefur þurft að mynda samsteypustjórn. Kawai segir því næstu tvo til þrjá mánuði vera afar þýðingarmikla fyrir þróun japanskra stjórnmála. Hagvöxtur mun aukast með tiltrú fólks á efnahagslífinu Að sögn Kawai hefur efnahagur landsins átt í erfiðleikum vegna skuldasöfnunar frá því um 1990 og þrátt fyrir ýmsar endurbætur hefur ekki tekist að losna við þá miklu skuldsöfnun sem íþyngt hefur efna- hagslífinu. Nikkei-vísitalan hefur þó farið heldur batnandi síðan í mars, en þrátt fyrir það hefur ekki tekist að endurvekja traust almennings á efnahagslífinu og markaðurinn bíð- ur eftir að sjá til hvaða aðgerða nýja stjórnin muni grípa í efnahagsmál- um. „Spurningin er sú hver ímynd markaðarins verður eftir kosning- arnar í júlí og það hvort almenning- ur fær aftur trú á efnahag landsins.“ Hann segir að þótt efnahagur landsins þjáist vegna samdráttar sé ástandið í Japan engu að síður ólíkt því sem þekkist hjá öðrum þjóðum sem standa frammi fyrir vanda- málum í efnahagslífinu. „Það sem ég á við, er að við höfum ennþá mjög hátt tæknistig og mjög skilvirkan markað. Þar á ofan bætist að Jap- anir eiga gríðarlega mikið sparifé. Almenningur á 13 billjónir dollara í sparifé, þannig að fólk á peninga. En vandamálið er að fólk eyðir ekki peningunum og það eyðir ekki pen- ingunum vegna þess að það treystir ekki á efnahagskerfið. Þegar búið verður að byggja upp tiltrú fólksins á efnahagskerfinu og fólk fer að eyða peningunum getum við aftur náð upp hagvextinum. Þessar miklu vinsældir Koizumi eru traustvekjandi og vekja upp miklar vonir. Þannig að það verður fróðlegt að sjá hvernig ástandið verður að hálfu ári liðnu.“ ráða landanna styrkja tengsl þjóðanna ir land- saman sviðum slandi og í Noregi, segir að ngurs sem Íslendingar hafa nnulífs í landinu, þrátt fyrir ur P. Jörundsson ræddi við guleika felast í auknum m þjóðanna. erra a þá þjón- . Upplýs- ekki ein- t um sjálft i hennar, gna. Tak- að tæknin nýtist í efnahagslegum tilgangi, skapi nú sóknarfæri og auki fram- leiðnina.“ Nýjum fyrirtækjum veitist auðvelt að hefja starfsemi Davíð sagði lykilatriði að nýjum fyrirtækjum veittist auðvelt að hefja starfsemi. Viðvíkjandi þessu minnt- ist hann á skýrslu um samkeppnis- hæfi ríkja heims, sem Harvard-há- skólinn gaf út á síðasta ári. „Meðal þess sem sérstaklega var kannað, var hversu auðvelt væri að stofna nýtt fyrirtæki. Var þá horft til þess hversu aðgengi að áhættufé og lánsfé væri auðvelt og einnig til þess, hversu skýr lagaramminn um ný fyrirtæki væri. Í þessum saman- burði var Ísland í þriðja sæti þjóða heims, næst á eftir Bandaríkjunum og Hong Kong. Þegar spurt er um verkefni stjórnvalda á sviði upplýs- ingatækni er svarið m.a. að gera allt sem hægt er til að tryggja stofnun nýrra fyrirtækja verði áfram auð- veld á Íslandi.“ Ingvar Kristinsson, formaður Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrir- tækja, sagði afskiptaleysi stjórn- valda af upplýsingaiðnaðum af hinu góða en taldi þörf á að greinin eign- aðist málsvara innan stjórnsýslunn- ar, sem kæmi málefnum greinarinn- ar á framfæri. Fram kom í máli hans að 2.600 starfsmenn störfuðu nú í hugbúnað- argeiranum, en fjöldi þeirra tvöfald- aðist frá 1995. Greinin velti 15,9 milljörðum króna í fyrra og sagði Ingvar greinina vera þá atvinnu- grein sem hraðast yxi í þjóðfélaginu um þessar mundir. Upplýsinga- tækniiðnaðurinn í heild sinni væri þá að auka hlut sinn í þjóðartekjum úr 3,2% 1996 í 4,3% 1999. Ingvar taldi íslensk fyrirtæki á sviði upplýsingatækni eiga eftir að sækja í vaxandi máli á erlenda mark- aði, meira en nú væri þegar raunin. Með þeim hætti kæmi meira fjár- magn inn í landið, enda væru fyr- irtækin að afla tekna í erlendum hagkerfum, sem skiluðu sér til móð- urfyrirtækja þeirra hérlendis. „Móð- urfélögin starfa hér áfram svo lengi sem rekstrar- og skattalegar að- stæður í okkur umhverfi er hag- stæðara en við þekkjum víða erlend- is,“ sagði Ingvar. „Meðan svo er, byggjum við upp greinina hér heima, flytjum þekkinguna út með ákveðn- um hætti, stofnum dótturfyrirtæki erlendis, flytjum svo fjármagnið til baka og reynum að skapa verðmæt- ustu störfum í öllum þessum geira hér heima. Þannig er unnt að auka enn frekar þjóðartekjurnar.“ nn fái að n á sviði atækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.