Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 23 Á AKUREYRI - Í MJÓDD - Á AKRANESI Y D D A / S ÍA Ve rð b irt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. Ti lb oð in g ild a á m eð an b irg ði r e nd as t. Nýtt kortatímabil. SUMARBYRJUN Helg ar- tilbo ð Helgarste ik f rá Bautabúr inu með spænsku kr yddi eða f ja l la jur tum 898 kr./kg 20% afsláttur við kassa NIVEA andlitslínan 25% afsláttur við kassa -fersk læri -ferskar bringur m/skinni KJÚLLI f rá ÍSFUGLI 169 kr./pk. ÞYKKVABÆJAR kar töf lugrat ín 350 g 199 kr./pokinn ÞYKKVABÆJAR gr i l lkar töf lur 6 stk. HREINDÝRASKYTTUR þreyttu skotpróf í tengslum við námskeið leiðsögumanna með hreindýraveið- um á dögunum sem haldið var á Eg- ilsstöðum. Skotprófið var þreytt á skotsvæði Skotfélags Austurlands að Þránda- stöðum. Á myndinni eru hreindýra- skyttur af Hornafirði að þreyta sitt skotpróf. Skotið var af fimm borðum í einu á batta á eitt hundrað metra færi og þurfti að hitta fimm skotum inn í tíu sentimetra hring til að stan- dast prófið. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Skotpróf hjá hreindýraskyttum Jökuldalur NÝR forstöðumaður hefur verið ráðinn til starfa við Minjasafn Aust- urlands. Það er Rannveig Þórhalls- dóttir sem tekur við starfinu af Steinunni Kristjánsdóttur. Minja- safn Austurlands er í Safnahúsinu á Egilsstöðum, sem jafnframt hýsir Bókasafn Héraðsbúa og Héraðs- skjalasafn Austurlands. Rannveig er fædd og uppalin á Egilsstöðum. Hún lagði stund á bókmenntafræði við Háskóla Ís- lands, fór á vegum Erasmus- verkefnisins til Grikklands í ár og kenndi við grunnskólann á Djúpa- vogi í tvö ár. Þá starfaði hún um skeið við Héraðsdóm Austurlands. Rannveig er um þessar mundir að útskrifast úr uppeldis- og kennslu- fræði frá Háskólanum á Akureyri. Langar að grúska Rannveig var innt eftir til- drögum þess að hún tók við for- stöðu Minjasafnsins á Austurlandi. „Ég var að leita að starfi sem væri skemmtilega fjölbreytt, fæli í sér mannleg tengsl og gæfi mér tækifæri til að grúska, sem veitir mér mikla ánægju. Þetta starf sam- einar svo marga skemmtilega kosti, svo sem rannsóknir, mannleg sam- skipti, sjálfstæð vinnubrögð og sjálfdæmi í ákvörðunum. Þá liggja heilmiklir möguleikar í Evrópu- samstarfi hvað varðar styrki og samvinnu.“ Rannveig segir starfið einkum felast í að reka safnið, koma fram með hugmyndir og halda út- gjöldum innan fjárhagsáætlunar. Fjárveiting safnsins, sem kemur frá fimm sveitarfélögum á svæðinu (Austur-Héraði, Fellahreppi, Norð- ur-Héraði, Borgarfjarðarhreppi og Fljótsdalshreppi), er um sjö millj- ónir króna. Tekjur af aðgangseyri eru hverfandi og segir Rannveig að vel þurfi að halda utan um rekst- urinn til að dæmið gangi upp. Niðji Stephans G. syngur við opnun „Ég byrjaði í fullu starfi 17. apríl sl. en hafði verið frá 1. apríl að vinna að hugmyndavinnu og ráðn- ingum starfsfólks fyrir sumarið,“ segir Rannveig. „Forveri minn kom hér í einn dag til aðstoðar, en að öðru leyti hef ég verið að lesa mér til og bjarga mér. Þá er verið að gera safnið tilbúið fyrir sumarið. Við ætlum að opna safnið formlega 20. maí nk. og þá kemur m.a. til okkar trúbador frá Kanada, en hann er dótturdóttursonur Steph- ans G. Stephanssonar sem allir þekkja. Það er líka margt að gera í samb- andi við samstarf í húsinu. Það er til dæmis verið að setja upp sýningu tengda Landsmóti UMFÍ hér í júlí um íþróttir á Austurlandi. Í sumar verðum við aðilar að samevrópsku verkefni um stúd- entaskipti. Hingað munu koma stúdentar frá Evrópu og vinna við uppbyggingu Geirsstaða í Hróars- tungu, til að kynnast arfleifð okkar í íslensku handverki úti í nátt- úrunni, svo sem því að byggja úr torfi.“ Vettvangsferðir á slóðir forn- leifafunda fyrir almenning Áhersla verður í sumar lögð á að bjóða upp á ferðir með leiðsögn að Geirsstöðum og Þórarinsstöðum á Seyðisfirði. Á Geirsstöðum var end- urbyggð torfkirkja, en á Þórarins- stöðum fundust árið 1999 minjar um timburkirkju og grafreit úr frumkristni. Ferðirnar verða skipu- lagðar fyrir bæði innlenda og er- lenda gesti og verða hluti af öflugu kynningarstarfi fyrir Minjasafnið sem Rannveig hyggst standa að á næstunni. Í framhaldinu hyggst Rannveig leggja drjúga áherslu á safn- akennslu og að fá eldra fólk til að koma og miðla þekkingu sinni til yngri kynslóða. Þá segist hún vilja efla samstarf safnanna þriggja í húsinu og efna með þeim til ýmissa viðburða. „Það mætti hugsa sér að hér yrði á vetrum rekin kaffistofa og menn gætu náð sér í lestrarefni, bækur og tímarit úr bókasafninu og Héraðsskjalasafni. Þannig gætum við eflt gestakomur og not almenn- ings af húsinu,“ sagði Rannveig að lokum. Þess má geta að bráðlega opnar safnið nýja heimasíðu, en slóðin hefur ekki verið ákveðin. Nýr forstöðumaður Minjasafns Austurlands Sumarið byrjar með söng Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Rannveig Þórhallsdóttir, nýráðinn forstöðumaður Minjasafns Austurlands. Egilsstaðir ÞÆR stöllur Stefanía Eiðsdóttir, Ólöf Rut Halldórsdóttir og Anna Þorsteinsdóttir voru að veiða horn- síli við Kirkjufellsá í Grundarfirði á dögunum. Þær kváðust vera að nýta veðurblíðuna og fá sér hressilegan hjólreiðatúr auk þess að veiða horn- síli. Veiðin var frekar dræm hjá þeim þótt þær hefðu séð eina og eina torfu eins og loðnusjómenn orða það. Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albert Veiðivon í veðurblíðu Grundarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.