Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 63
BIRGI Andréssyni myndlistar- manni voru nýlega veittir Ullarvett- lingar Gallerís Áhaldahússins 2001. Honum var veitt staðfestingarskjal þess efnis við látlausa en hátíðlega athöfn á horni Klapparstígs og Grettisgötu. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenningin er veitt. Gallerí Áhaldahúsið hefur verið starfandi í tvö ár með heimili og varnarþing nokkuð víða. Nú sem stendur er það starfrækt í vasa framkvæmda- og sýningastjóra þess, Benedikts Gestssonar. Gallerí- ið hefur reynt að halda uppi öflugri starfsemi í þágu myndlistar í land- inu, og eru viðurkenningin Ullar- vettlingarnir einn liður í því, en stefnt er á að veita þá ár hvert héð- an í frá. Til þess að standa vörð um þjóð- legar hneigðir og forn gen sem leynst gætu með íslenskum mynd- listarmönnum var ákveðið að veita viðurkenningu þeim myndlistar- manni sem ræktar hvað frumlegast slíkan arf í myndsköpun sinni, og uppfyllir Birgir Andrésson öll þau skilyrði. Í því skyni var ákveðið að prjóna ullarvettlinga úr íslenskum lopa í þeim litum sem hvað ríkulegastir hafa verið í prjónlesi þjóðarinnar allt frá landnámi. Benedikt segir ástæður þess að ákveðið var að hafa viðurkenn- inguna í formi ullarvettlinga vera þrjár. Fyrst það að hráefnið sjálft er fengið af reyfi sannanlegrar land- námsrollu. Í annan stað vegna hins grípandi forms vettlinganna, og í þriðja lagi vegna þeirrar vísunar sem prjónaskapur hefur til list- og handmennta á íslenskum baðstofu- loftum allt til vorra daga. „Og síðast en ekki síst vegna þess að myndlist- armönnum á Íslandi hefur alltaf verið kalt,“ bætir framkvæmda- stjórinn Benedikt við að lokum. Gallerí Áhaldahúsið veitir Ullarvettlingana Vísun í hand- menntir á bað- stofuloftum Birgir Andrésson veitir viðurkenningarskjalinu viðtöku hjá sýningar- og framkvæmdastjóra Gallerís Áhaldahússins, Benedikt Gestssyni. Ljósmynd/Odd Stefán FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 63 Hálft í hvoru Vesturgötu 2, sími 551 8900 Nýr matseðill, léttir og spennandi réttir EINS OG áður hefur komið fram í Morgunblaðinu hélt Borgarholts- skóli í Grafarvogi spurningakeppni fyrir grunnskólana í Grafarvogi og Mosfellsbæ nú í byrjun maí. Til- gangurinn með keppninni var að vekja athygli á framhaldsskólanum í hverfinu og ekki síður að leita eft- ir efnilegum kandídötum í framtíð- arlið Borgarholtsskóla í Gettu bet- ur, spurningakeppni fram- haldsskóla. Hamraskóli sigraði Rimaskóla í úrslitaviðureign. Bæði liðin komu vel undirbúin en úrslitin voru af- gerandi. Í Hamraskóla varð mikill fögn- uður, ekki síður en í Borgarholts- skóla fyrr, eftir að skólinn hafði sigrað í þessari skemmtilegu keppni. Jafnt yngstu nemendurnir sem hinir eldri horfðu með aðdáun- araugum á voldugan verðlaunagrip sem skólinn fékk að launum. Sigursveit Hamraskóla skipuðu Guðrún Lísa Einarsdóttir, Hildur Sif Haraldsdóttir og Jónas Örn Helgason. Lið Rimaskóla var ánægt með keppnina og eigin frammistöðu: Daníel Ólafsson, Helga Aradóttir og Ívar Kristleifsson. Sigurlið Hamraskóla með forláta verðlaunagrip sem unninn var af málmsmíðadeild skólans. Guðrún Lísa, Hildur Sif og Jónas Örn ásamt Yngva Hagalínssyni skólastjóra. Spurningakeppni grunnskólanna í Grafarvogi Afgerandi úrslit Í KVÖLD er seinasta sýningin í vor á einleiknum Kontrabassanum eftir Patrick Süskind, þar sem Ell- ert A. Ingimundarson leikur kontrabassaleikara í sinfóníu- hljómsveit. „Ég á alveg örugglega eftir að sakna hans,“ segir Ellert. „Það er búið að vera alveg meiriháttar að fá að vera einn með honum og fólk að fylgjast með. En þetta er líka sérstök reynsla þar sem maður hefur engan annan að treysta á en sjálfan sig,“ segir Ellert og lofar að þeir sem enn hafa ekki fengið að kynnast kontrabassaleikaran- um, vonbrigðum hans og sigrum í lífinu, fái tækifæri til þess í haust þegar hann stígur aftur upp á svið. Hvernig hefurðu það í dag? Svolítið kvefaður. Hvað ertu með í vösunum í augna- blikinu? Lyklana og veskið. Ef þú værir ekki leikari hvað vild- irðu þá helst vera? Ég veit það ekki. Ef það hefur einhvern tímann verið eitthvað annað, þá er svo langt síðan að ég man það ekki. Wham eða Duran Duran? Ha, ha, ái... þetta er sárt. Hvað er það nú eiginlega? Var ekki Dur- an Duran með James Bond-lag? Ég held upp á James Bond þannig að ég kýs Duran Duran út á það. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Það var skólaball með Rooftops hm... í kringum 1970. Það var æð- islegt. Hver er þinn helsti veikleiki? Það er hversu gaman ég hef af því að ferðast. Ég verð alltaf að vera á in the Dark. Það er engin skömm að því. Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel Áræðinn, vinur vina minna, fjöl- skyldumaður, afslappaður og ég hef gaman af hraða. Hvaða lag kveikir blossann? Ég set bara Dean Martin á. Og þá dofna ljósin... Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Það er svo ljótt að ég vil helst ekki segja það. Ég sýndi hund- unum í sveitinni hvar músaholan var. Ég skammast mín ennþá fyrir það. Það var bara af því að strákurinn sem var með mér í sveit vildi það ekki. Þetta var meira kvikindisskapur en prakkaraskapur. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Kæstur hákarl. Hvaða plötu keyptirðu síð- ast? Silungakvintettinn eftir Schubert. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Eric Roberts, bróðir Júl- íu. Hann er ömurleg- ur. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Ég sé ekki eftir neinu. Trúirðu á líf eftir dauðann? Já. Það hlýtur að vera líf eftir dauð- ann. Það er ekki bara þetta. Á ferð og flugi SOS SPURT & SVARAÐ Ellert A. Ingimundarson ferð og flugi. Hefurðu tárast í bíó? Já, iðulega. Ég táraðist á Dancer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.