Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 31 ANDSPÆNIS íslenskasendiráðinu í Berlínstendur Stofnun KonradAdenauers, en Adenauer var einn stofnenda Kristilega demókrataflokksins og kanslari Vestur-Þýskalands á árunum 1949 til 1963. Á þriðjudag hafði Tolli lokið við að setja upp sýningu sína í Stofnun Konrad Adenauers sem opna átti á íslensku menningar- kvöldi á miðvikudaginn var. Á meðan Tolli sinnti farsímaviðtölum frá væntanlegum kaupendum á Ís- landi kom fyrrverandi formaður CDU, Wolfgang Schäuble, þjótandi framhjá okkur í hjólastólnum um- kringdur lífvörðum sínum. Vonir stóðu til að Helmut Kohl sæi sér fært að líta við á íslenska menn- ingarkvöldinu en hann varð þó að afboða komu sína. Það kom þó ekki að sök því aðsóknin var svo mikil að færri komust að í salnum en vildu og þurftu talsvert margir þeirra að standa, en þeir sem ekki komust að fylgdust með uppákom- unni á sjónvarpsskjám víða um bygginguna. Íslenski sendiherrann kveður Berlínarbúa Menningarkvöldið hófst á ræðu sendiherra Íslands, Ingimundar Sigfússonar. Hann sagði það mik- inn heiður fyrir íslenska sendiráðið að Stofnun Konrad Adenauers í Berlín hefði ákveðið að hafa ís- lenskt menningarkvöld á dagskrá stofnunarinnar og kynna þannig Berlínarbúum málverk, tónlist og bókmenntir frá Íslandi. Hann sagði þessa uppákomu einn af há- punktum menningarstarfsemi ís- lenska sendiráðsins frá því það fluttist frá Bonn til Berlínar. Sendiherrann sagðist gleðjast yfir því að eiga kost á að upplifa svo skemmtilega uppákomu í lok starfstíma síns sem sendiherra í Þýskalandi. Hann greindi við- stöddum frá því að hann yfirgæfi Berlín í júlímánuði til að taka við stöðu sendiherra í íslenska sendi- ráðinu í Japan sem opnað verður í haust. Ingimundur sagði að hann og kona hans hefðu haft mjög góð kynni af Þjóðverjum og ættu eftir að sakna Þýskalands. Í ræðu sinni sagði Wilhelm Staudacher, framkvæmdastjóri Stofnunar Konrad Adenauers, þetta kvöld í senn einkennast af gleði og sorg þar sem það markaði upphafið að lokum dvalar Þýska- lands-vinar og persónulegs vinar síns í Berlín. Hann sagði Ingimund hafa verið stórkostlegan sendi- herra og einn þeirra bestu sem hann hefði kynnst. Staudacher sagði íslenska sendiherrann hafa eignast ótal vini í Þýskalandi og kvaðst þekkja fáa aðra sendiherra sem náð hefðu slíkum vinsældum. Hann sagðist ennfremur sannfærð- ur um að nú tækju Japanir brátt að streyma í stríðum straumum til Íslands þar sem Ingimundur yrði að sjálfsögðu jafnduglegur við að koma á vinasamböndum þar og raunin var í Þýskalandi. Auk þess myndu Þjóðverjar taka að streyma til Japans í auknum mæli, þar yrði nóg pláss þar sem svo margir Jap- anir væru þá á Íslandi. Staudacher sagðist sjálfur vera einn margra sem hygðust nú heimsækja Japan af fyrrnefndri ástæðu. Þýsk þýðing á smásögum Gyrðis Elíassonar Kynnir kvöldsins, Hans-Jörg Clement, kynnti klassíska tónlist á Íslandi sem unga listgrein. Hann sagði frá því að Arndís Halla Ás- geirsdóttir sópransöngkona hefði hafið söngnám sitt á Íslandi og haldið til Berlínar í framhaldsnám við listaháskólann árið 1994 og fengið síðan fastráðningu við „Komische Oper“ árið 1997. Hann fór síðan fögrum orðum um hæfi- leika Arndísar sem stóð undir því lofi. Með skemmtilegu látbragði söng hún verk eftir Jón Laxdal, Pál Ísolfsson, Jórunni Viðar og Karl Ó. Runólfsson. Líkt og Ingi- mundur benti á í ræðu sinni hefur Arndís Halla (sópran) sungið við undirleik Burghard Kehrings (flygill) á nokkrum uppákomum ís- lenska sendiráðsins, og var henni fagnað ákaft af viðstöddum. Að því loknu var komið að Gyrði Elías- syni. Í ræðu sinni hafði Ingimund- ur þakkað Flugleiðum fyrir að styrkja komu Gyrðis til Berlínar og bætt því við á léttu nótunum að seinkun hefði verið á vélinni frá Ís- landi sem orðið hefði til þess að Gyrðir náði ekki rétta tengiflug- inu, fékk ekki farangur sinn og hefði því mætt án jakkafata á menningarkvöldið. Þegar liggja fyrir þýskar þýðingar á „Bréfbát- arigningunni“ og „Svefnhjólinu“, og Ingimundur greindi viðstöddum frá því að á næstu dögum kæmi út þýsk þýðing á smásögum Gyrðis með myndskreytingum listmálar- ans Bernd Koberling. Gyrðir las skemmtilega og gaf viðstöddum sýnishorn af því hvernig smásagan „Hundarnir“ hljómar í uppruna- legu útgáfunni. Leikarinn Otto Sander las þýðingar á textum Gyrðis, en Sander er mörgum kunnur úr myndinni „Himinn yfir Berlín“ (1987) í leikstjórn Wim Wenders þar sem hann leikur ann- an engilinn á móti Bruno Ganz. Eftir skemmtilegan upplestur Sanders á tveimur smásögum las Sólveig Arnardóttir leikari úr „Englum alheimsins“ eftir Einar Má Guðmundsson, en um þessar mundir er verið að sýna myndina í þýskum kvikmyndahúsum. Í fram- haldi af því las Sander úr þýsku þýðingunni og barðist hetjulega við götuheitin í Reykjavík. Lýs- ingin á kvöldstund þremenning- anna á Grillinu á Hótel Sögu kitl- aði hláturtaugar viðstaddra. Ferðalag á ókunnugan áfangastað Kynnirinn sagði líf Tolla vera bók, ferðalag með viðkomu í sjó- mennsku, pólitík og rokktónlist. Hann greindi frá því að í „Art News“ hafi nýlega birst grein sem ber yfirskriftina „Paradísarmissir? Listamenn enduruppgötva lands- lagið“ og tengdi Tolla við þessa endurreisn landslagsmálverksins. Hann bar jafnframt myndband Bjarkar þar sem sungið er um „Emotional landscapes“ saman við tilfinningalandslag Tolla. Hann sagði myndir Tolla krefjast ná- kvæmrar skoðunar og að í þeim væri margt að uppgötva. Að lokum bað Tolli um að fá að segja nokkur þakkarorð á íslensku sem Sólveig sneri yfir á þýsku. Tolli þakkaði sérstaklega Ingi- mundi Sigfússyni fyrir að hafa unnið gott starf í þágu Þýskalands og Íslands í tíð sinni sem sendi- herra, og þá sérstaklega á menn- ingarsviðinu þar sem hann hefði stutt ferðir listamanna milli land- anna tveggja. Í öðru lagi þakkaði Tolli listamanninum og Íslands- vininum Bernd Koberling fyrir að hafa opnað fyrir honum Berlín fyr- ir sautján árum og sagði að ef hans hefði ekki notið við hefði hann ekki verið hér í kvöld. Tolli þakkaði Koberling einnig fyrir samstarf hans við íslenska rithöf- unda og myndlistarmenn. Að lok- um þakkaði hann Koberling fyrir að hafa lyft laxveiðum á Íslandi upp á æðra plan. Samhliða sýningunni „Ljósið handan sjóndeildarhringsins“ kom út á þýsku og ensku bókin „Tolli“ með myndum og ljóðum eftir lista- manninn. Formaður Stofnunar Konrad Adenauers og Björn Bjarnason menntamálaráðherra skrifa inngang og Aðalsteinn Ing- ólfsson skrifar síðan lengra texta um listamanninn. Í bókinni er að finna eldri verk eftir Tolla en einn- ig verk þau sem hann málaði fyrir sýninguna í Stofnun Konrad Aden- auers og sýninguna á Hotel Sorat í vor. Hin fjölmörgu íslensku Nóbelsskáld Samkoman var mjög vel sótt og að uppákomunni lokinni var boðið upp á léttar veitingar. Betri gest- um var boðið í einkamóttöku en þeir sem ekki höfðu aðgang að henni furðuðu sig margir hverjir á því að hvítvínið reyndist eplasafi og rauðvínið berjasafi. Einhverjum íslensku gestanna fannst Staud- acher, sem sagði Ísland risa á sviði menningar, hafa verið fullrausn- arlegur í ræðu sinni þegar hann nefndi Gunnar Gunnarsson, Guð- berg Bergsson og Halldór Laxness sem aðeins hluta hinna fjölmörgu Nóbelsverðlaunahafa frá þessu litla landi. Íslenska tónlistarfólkinu þótti hann einnig fullrausnarlegur þegar hann talaði um að þeir fjöl- mörgu þýsku ferðamenn sem sæktu Ísland heim hefðu ekki ein- ungis kost á að skoða fallegt land heldur einnig stórar hljómsveitir, stóra hljómsveitarstjóra og stóra listamenn, og kynnirinn tók undir þá fullyrðingu Staudachers að Ís- lendingar ættu fjölmarga stóra hljómsveitarstjóra. Og á meðan ís- lenskir tónlistarmenn vildu ekki kannast við þennan fjölda ís- lenskra hljómsveita og hljómsveit- arstjóra fannst öðrum fullrausn- arlegt að segja bókaforlög á Íslandi fimmtíu talsins. Íslending- unum var þó ljóst að þessi rausnarlega landkynning Staud- achers var velviljuð og almennt voru menn ánægðir með uppákom- una. Íslensk menning kynnt í Berlín Kristilegir demókratar í Berlín efndu í fyrrakvöld til íslenskrar menningarkynn- ingar með þátttöku myndlistarmannsins Tolla, Gyrðis Elíassonar skálds, Sólveigar Arnardóttur leikara og Arndísar Höllu Ás- geirsdóttur sópransöngkonu. Davíð Krist- insson var í hópi áhorfenda. Otto Sander og Sólveig Arnardóttir lesa kafla úr Englum alheimsins. Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópran og Burghard Kehring píanóleikari. Í LISTASAFNI Kópavogs verður opnuð sölusýning á um áttatíu verkum eftir marga af fremstu listamönnum landsins á morgun, laugardag, kl. 15. Á sýningunni eru m.a. málverk eftir Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveins- dóttur, Gunnlaug Scheving, Gunn- laug Blöndal, Finn Jónsson og Jón Engilberts auk þess sem finna má hátt á annan tug málverka eftir Jó- hannes S. Kjarval. Einnig eru á sýningunni abstraktverk eftir Guð- mundu Andrésdóttur, Karl Kvaran, Svavar Guðnason og Valtý Péturs- son. Loks eru teikningar og vatns- litamyndir eftir ýmsa listamenn svo sem Snorra Arinbjarnar, Flóka og Jón Engilberts og þrykk eftir þekkta erlenda listamenn svo sem Robert Jakobsen og Bram van Velde. Listasafn Kópavogs hefur frá upphafi verið rekið bæði sem lista- safn og sýningarsalur. Er þetta þó í fyrsta sinn sem það stendur fyrir sölusýningu af þessu tagi, en hún er unnin í samvinnu við Guðmund Axelsson listaverkasala. „Guð- mundur kom að máli við okkur með þá hugmynd að efna til sýn- ingar af þessu tagi, og leist okkur vel á það, enda höfum við lagt áherslu á fjölbreytni í okkar sýn- ingum. Við höfum safnað saman verkum í eigu einstaklinga sem eru til sölu og verða þau seld meðan á sýningunni stendur á föstu verði,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður safnsins. Hún segir sýninguna einnig vera tilraun til að styrkja sölu íslenskra listaverka í landinu. „Listaverkasala hefur vissulega verið í lægð á Íslandi og kemur þar margt til. Fátt hefur þó haft jafn mikil áhrif og falsana- málið og hefur orðið til þess að fólk er tortryggið og hrætt við að kaupa. Þetta form á listaverkasöl- unni kemur ef til vill til móts við fólk með því að gefa því kost á að skoða verkin í ró og næði í fal- legum sýningarsölum,“ segir Guð- björg. Á sýningunni er að finna úrval mynda eftir helstu listamenn frá ólíkum tímabilum íslenskrar mynd- listarsögu, gömlu meistarana og abstraktkynslóðina auk verka eftir erlenda listamenn. Að sögn Guð- bjargar er um að ræða bæði stór málverk og minni myndir, olíu- myndir, teikningar, vatnslitamynd- ir og grafík. Hún segir að erfitt sé að nefna einhverjar myndir um- fram aðrar, þótt vel megi slá því föstu að nokkur tíðindi séu að finna megi fimmtán málverk eftir Kjar- val til sölu á einum stað. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá 11–17 og henni lýkur laugardaginn 2. júní. Úrval íslenskra verka á sölusýningu Jón Stefánsson. Hekla. Olía á striga 74x99. Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.