Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 41 ✝ Sigurður ÁrniKristinsson frá Höfða, fæddist 10. maí 1926 á Végeirs- stöðum í Fnjóskadal. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri að kveldi 11. maí síðastliðins. Foreldrar hans voru Kristinn Indriðason bóndi og Sigrún Jó- hannesardóttir, hús- freyja í Höfða, Höfð- ahverfi S-Þingeyj- arsýslu. Eignuðust þau 15 börn og var Sigurður Árni 7. í röðinni. Hin systkinin eru Jóhannes Steinþór, f. 15.2. 1917, d. 9.5. 1934, Ragn- heiður, f. 24.12. 1918, d. 18.03. 1991, Valdemar Gestur, f. 6.10. 1921, d. 30.9. 1984, Sigríður Rósa, f. 10.8. 1923, búsett á Eskifirði, Indriði, f. 16.11. 1924, d. 6.1. 1974, Ásmundur Hreiðar, f. 16.6. 1927, bóndi í Höfða, Flosi, f. 10.3. 1929, bóndi í Höfða, María Soffía, f. 16.5. Gísladóttir og eiga þau tvo syni. 3) Hólmfríður, f. 1.9. 1957, búsett í Reykjavík, maki Karl Rúnar Guð- bjartsson og eiga þau eina dóttur. 4) Atli Brynjar, f. 15.4. 1962, bú- settur á Akureyri, á hann tvo syni. 5) Sigríður Rósa, f. 2.9. 1967, bú- sett á Akureyri, maki Magnús Jón Antonsson og eiga þau tvær dætur og fósturdóttur. 6) Jóhannes, f. 22.9. 1972, búsettur í Reykjavík. Sigurður Árni kom víða við á lífsleiðinni. Var hann mikið til sjós, aðallega sem kokkur, varð búfræðingur frá Hvanneyri, vann við leigubílaakstur og á gröfu. Þau hjónin fluttust að Gilsá, Eyja- fjarðarsveit, og stunduðu þar bú- skap í nokkur ár. Árið 1978 fluttu þau til Akureyrar og vann hann þar ýmis störf þar til hann varð að hætta að vinna vegna hjartasjúk- dóms. Hin síðari ár sá Sigurður Árni um æðarvarpið í Höfða, sinnti samferðafólki sínu af kost- gæfni og væntumþykju. Eigin- konu sinni sýndi hann ómetanlega umhyggju og umönnun er hennar sjúkdómur fór að ágerast, dvelur hún nú á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Útför Sigurðar Árna fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1930, d. 19.2. 2000, Anna Kristbjörg, f. 6.11.1931, d. 9.10. 1996, Jón Ingvi, f. 24.2. 1933, d. 30.10. 1999,Jóhannes, f. 19.4. 1934, búsettur á Tálknafirði, Ásgeir, f. 25.11. 1935, búsettur á Grenivík, Haraldur Kristófer, f. 9.10. 1938, búsettur í Kefla- vík. Sigurður Árni kvæntist 25. nóvem- ber 1953 eftirlifandi eiginkonu sinni Sig- rúnu Stefánsdóttur frá Gautsstöð- um á Svalbarðsströnd, f. 5.7. 1934. Foreldrar hennar voru Stefán Ás- geirsson og Ída Kamilla Þórarins- dóttir. Börn Sigurðar Árna og Sig- rúnar eru 1) Kristinn f. 22.7. 1953, búsettur í Reykjavík, fyrrverandi maki Signý Halla Helgadóttir og eiga þau tvo syni og sonarson. 2) Stefán, f. 6.5. 1956, búsettur í Vestmannaeyjum, maki Guðrún Kæri tengdapabbi og vinur. Þínum starfsdegi er nú lokið og þú ert farinn heim. Þó ertu ekki farinn því að allt sem þú skildir eftir og all- ar minningarnar lifa enn og munu lifa um ókomna tíð. Það voru vissulega forréttindi að fá að kynnast þér og ganga með þér þau ár sem við þekktumst, og ég vil þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig, því að það er sannarlega þér og dóttur þinni Sigríði Rósu að þakka hvar ég stend í dag og hvað ég á dag, því að alltaf varstu tilbúinn að rétta mér hjálparhönd, og allar þær leiðir og allar þær dyr sem þú bentir mér á leiddu mig undantekningarlaust á réttar brautir. En þó að þú gangir ekki við hlið mér lengur mun ég halda ótrauður áfram, og reyna að byggja dóttur þinni og barnabörnum eins gott líf og áhyggjulaust og ég framast get. Já. Ég veit að þú vakir enn yfir mér og heldur áfram að styðja mig og gefa mér allan þann styrk sem ég þarf. Þetta eru erfið tímamót í lífi mínu. Þú varst mér svo miklu meira en tengdafaðir og vinur, og daginn sem þú gafst mér dóttur þína fyrir eig- inkonu varðst þú mitt gullna hlið að hamingju lífsins og öllu því góða sem lífið getur boðið okkur á meðan við göngum í gegnum það. Eins og þú sagðir við mig einu sinni: Við verðum bara að vera jákvæð. Við minningu þína ég huga minn dvel, er þú þrammaðir lífsins lendur. Öllu verki og starfi þú skilaðir vel, nú stoltur með pálmann þú stendur. (Magnús J. Antonsson.) Ég sendi öllum aðstandendum þínum og öllum þeim óteljandi vin- um sem þú átt mínar dýpstu sam- úðarkveðjur um leið og ég bið allt þetta góða fólk að minnast þín fyrir það sem þú varst, traustur vinur og heiðarlegur maður. Þinn tengdasonur Magnús Jón Antonsson. Það vorar vel hér við Eyjafjörðinn þetta árið, þó síðustu dagar hafi bor- ið yfirbragð haustsins. En þannig er það í veðurfarinu eins og mannlífinu, - það skiptast á skin og skúrir. Í hlýindunum í byrjun maí hvarf ísinn af grunni við ósa Fnjóskár fremur fljótt og æðarfuglinn átti greiða leið í varpstöðvar sínar hér í Höfðahverfinu. Það viðraði vel til hreiðurgerðar og hvarvetna á Lauf- ásshólmum mátti sjá og heyra lífið í náttúrunni lofa skapara himins og jarðar. En það hvíldi engu að síður skuggi yfir varpstöðvunum hér þetta vorið, því „æðarkóngurinn“ og „kollupabb- inn“, hann Sigurður Kristinsson frá Höfða, kom ekki í varpið, og þar verða sporin hans ekki fleiri. Sem hendi væri veifað var líf hans fjötr- um slegið á öðrum degi sumars. Mik- il heilablæðing dró þennan góða vin inn í þögn svefnsins, þar sem ein- ungis ósýnilegir draumar höfðu til- verurétt. Og þann 11. maí, daginn eftir 75 ára afmælisdag hans, flaug „æðarkóngurinn“ til himinsins heim. Guði sé lof fyrir þá lausn, úr því sem komið var. En við hér í Laufási söknum hans, og ósjálfrátt kalla verkin í æðarvarp- inu fram ótal ljúfar minningamyndir af góðum samskiptum okkar. Siggi frá Höfða var góðmenni, sem vildi allt fyrir alla gera, - ekki síst þá sem þurftu á stuðningi og leiðsögn að halda. Og slíka leiðsögn fengum við ríku- lega frá honum þegar við, núverandi ábúendur í Laufási, hófum að vinna æðarvarpinu þar gagn fyrir 10 árum. Þá kom hann kjagandi, líkt og æð- arfuglinn, heim á hlað í Laufási, - ekki með vandlætingarsvip þess sem allt veit betur en aðrir. Nei, hann stóð við dyr prestssetursins með bros á vör og hvíta plastfötu í ann- arri hendi eins og hver annar far- andsali. „Er ekki þröngt í búi hjá smáfuglunum?“ spurði hann um leið og hann rétti mér fötuna með nýrri grásleppu, sem búið var að gera að, og ekkert annað eftir en að hengja hana upp. „Hún er allra meina bót sigin“ bætti hann við og glettnin skein úr augum hans. Þannig kom Siggi inn í líf okkar í Laufási, - og oft kom hann færandi hendi, en alltaf fús að gefa góð ráð um æðarvarpið og verndun þess fyrir minki og vargi. Heimsóknir Sigga í Laufás voru okkur mikils virði, því Siggi var sjálf- menntaður fræðingur um hegðan og háttu æðarfugla. Ár eftir ár vaktaði hann hið mikla æðarvarp í Höfða og liðsinnti okkur nágrönnum sínum í Laufási og Nesi við okkar varplönd. En heimsóknir Sigga voru meira en fræðsla um fugla því gamansemi hans og glettni sköpuðu líflegar um- ræður við eldhúsborðið og oft kom það fyrir að erfitt var að greina í milli gríns og alvöru hjá honum. Siggi var spaugari af Guðs náð. Og þrátt fyrir mjög erfið veikindi Sigrúnar konu hans síðustu ár, sem bundu Sigga mikið heima, þá hélt hann sínum gáska hið ytra, þó í fylgsnum sálarinnar hafi undiraldan verið þung. Nú í vetur fékk Sigrún vist á Dval- arheimilinu Hlíð, og álagið á Sigga minnkaði. Með vissri tilhlökkun horfðum við báðir til vorsins, þegar æðarfuglinn kæmi og settist upp. Þá gæfust góðar stundir fyrir Sigga að koma í heimsókn og gefa góð ráð og hnittin tilsvör. En enginn veit staðinn né stund- ina, er kallið kemur og ferðin hans Sigga í varpið í Laufási þetta vorið var aldrei farin. En hans góði andi og gagnleg ráð hverfa ekki frá okkur, og í minningunni mun Siggi lifa okk- ar á meðal um ókomin ár. Við þökkum honum fyrir vináttu og vönduð ráð, og vottum ástvinum hans samúð okkar. Guð blessi minn- ingu Sigurðar Kristinssonar. Með kveðju og þakklæti frá öllum í Laufási, Pétur Þórarinsson. Á vorin koma farfuglarnir heim og ég og Siggi frændi fórum heim í Höfða. Siggi til að annast kollurnar og ég til að reyna að koma að ein- hverju gagni við sauðburðinn. Mikið þótti mér alltaf gott að vita af þér í nágrenninu með bros á vör og nýjan brandara eða bara einhvern af þess- um gömlu sem alltaf voru jafn fyndn- ir þegar þú sagðir þá. Ef eitthvað bjátaði á þurfti maður ekki annað en að hverfa augnablik í stóra mjúka faðminn þinn og þá var allt gott á ný, þú farinn að stríða mér og ég farin að hlæja. Stundum ef vel lá á kollunum niðri í varpi, þeim Friðriku, ömmu Þóru, Dísu, Fönn, Ingu, Þóru Guð- laugu, Jósu Mýrdal og hinum öllum, sem allar báru nöfn og áttu sína sögu, fékk maður að fara rúnt í varp- inu með þér í Lödunni góðu og það voru sko hátíðarstundir. Þú hugsaðir svo vel um kollurnar og talaðir svo vel um þær að ég lærði að bera óhemjumikla virðingu fyrir þeim og geri enn. Alltaf varstu mér svo góð- ur, stundum laumaðirðu ópalpakka í vasann minn og hvíslaðir að mér: Láttu nú ekki stelpurnar sjá þetta svo þú fáir nú eitthvað! og það brást ekki að ef þú komst að sækja mig á flugvöllinn eða skutlaðir mér þegar ég var á heimleið þá komum við alltaf við í Brynju og þú bauðst upp á ís. Enn á ný kemur vorið og farfugl- arnir fljúga heim en ég og Siggi för- um ekki lengur í vorferðina okkar heim í Höfða, ég þykist vera orðin alltof upptekin og þú ert farinn til að létta þeim lundina hinum megin eins og þú gerir best allra. Elsku Siggi, þér gleymi ég aldrei, minningarnar um þig geymi ég í gullbikar, þú átt stóran stað í hjarta mínu. Þín Jóhanna Friðrika (Jósa Mýrdal). Frændi minn er fallinn frá, á besta aldri. Það er erfitt að sjá eitthvert réttlæti í því að maður á besta aldri sé tekinn frá fjölskyldu sinni og öðr- um ástvinum. Við sem eftir sitjum reynum að skilja tilganginn en get- um það ekki, það eina sem við getum er að vona. Við vonum að sorgin muni sefast, við vonum að fjölskyld- an geti litið fram á veginn björtum augum og við vonum að Siggi eins og hann var kallaður sé kominn á góðan stað þar sem m.a. afi minn ásamt öðrum taka á móti honum. Og vonin er sterk, hún mun hjálpa okkur! Elsku Siggi, ég gleymi því heldur aldrei þegar ég kom í heimsókn til þín og Siggu á Akureyri þar sem þú áttir heima, að ég hringdi í mömmu og spurði hvort Fríða frænka dóttir þín mætti klippa mig eins og strák- urinn í sveitinni var klipptur og hún svaraði játandi, svo klippti hún mig og þá vorum við alveg eins og ég á ennþá myndina. Ég horfði síðast á myndina í gær og fór þá að hugsa út í hvað það var alltaf gaman að heim- sækja ykkur fjölskylduna til Akur- eyrar. Elsku Siggi, eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi hefur þú fengið hvíldina. Elsku Sigrún, Kristinn, Stebbi, Fríða, Atli, Sigga, Jói og aðrir að- standendur, ég votta ykkur mína fyllstu samúð, megi guð geyma ykk- ur. Ykkar, Jón Oddur. SIGURÐUR ÁRNI KRISTINSSON AAGE HANSEN ✝ Aage Hansenfæddist í Ball- erup í Danmörku 25. desember 1919. Hann lést á sjúkra- húsi Akraness 11. maí síðastliðinn. For- eldrar Aage voru Einar Hansen og Martha Nielsen. Systkini Aage voru Paul Hansen, f. 1920, látinn, Julie Marie Manny Rasmussen, f. 1922, og Ásgeir Han- sen, f. 1923, látinn. Aage fluttist til Ís- lands 6. maí 1939 og vann sem vinnumaður á Hvítanesi í Skil- mannahreppi hjá Þórði Guðna- syni og Þórunni Jónsdóttur. Að þeim látnum fluttist hann til Akraness þar sem hann vann hjá Trésmiðjunni Akri til starfsloka. Aage var ógiftur og barnlaus. Útför Aages fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. skoða það, þó ekki væri nema bara að þú sæir það að utan. Þú fylgdist með bílabraskinu hans Tryggva og þið gátuð skrafað endalaust um bíla og hvað Súkkan þín væri nú góð. Þótt Ásta María og Jón Þór væru komin stutt í lífinu voru þau í miklu uppáhaldi hjá þér, og þú hjá þeim, enda voru þau dugleg að fara með mömmu á sjúkrahúsið í heimsókn til þín, þá spurðir þú alltaf um kanínubú- skapinn hjá þeim og lagðir ýmislegt til málanna. Jólin og áramótin verða skrýtin án þín, tölum nú ekki um jólaboðið hjá Hvítanesfjölskyldunni á jóladag en þá var alltaf byrjað á því að óska þér til hamingju með afmælisdaginn og síðan var óskað gleðilegra jóla. Þú fræddir okkur mikið um lang- ömmu og langafa og frá þér höfum við fengið margar óborganlegar sög- ur af þeim ásamt Jóni, Guðmundi, Ástu og Auðuni. Þessar skemmtilegu minningar um þau, ásamt mörgum öðrum sem tengja þig við okkur, ætt- um við ekki nema af því að þú gafst okkur þær. Hann hvarf oss í rökkrið, heimtur af óvæntu kalli, en heiðar og runnar og lækir minning hans geyma, Störin og fífan, blundandi blóm á fjalli, bláklukkan smá á þúfnakollunum heima. Hann hvarf oss á braut. Og birtunni sé hann falinn sem bjó í sál hans og var honum styrkur í nauðum. Vér hlustum, vér spyrjum, og horfum með trega um dalinn sem húmnóttin fyllir að slökktum glóðunum rauðum. (Ólafur Jóhann Sigurðsson.) Þórunn, Tryggvi Þór, Ásta María og Jón Þór. Þó svo dauðinn sé eðlilegur endir lífsins er alltaf erfitt að kveðja. Aage átti langt líf að baki og vissum við að tími hans hérna megin væri senn á enda. Hann kom til Íslands að vori til fyrir meira en sextíu árum er hann réð sig í vinnu hjá afa og ömmu í Hvítanesi og varð fljótlega einn af fjölskyldunni. Minningarnar um hann úr sveitinni eru margar og hlýj- ar. Hann var á margan hátt mjög merkilegur í barnsminn mínu, svo sem fyrir það að eiga afmæli á jól- unum og fyrir íslensku sína sem hann talaði með sínum danska hreim. Aage var barngóður og föst venja var að skríða upp í fangið á honum á kvöldin og horfa á sjónvarpið. Eftir fráfall afa og ömmu flutti Aage út á Akranes þar sem hann lauk starfsævi sinni hjá Trésmiðj- unni Akri og síðasta áratuginn dvaldi hann á Höfða við gott atlæti. Hann kom oft að Hvítanesi þar sem hann naut tryggrar vináttu og stuðnings fjölskyldunnar þar. Aage hélt alltaf góðu sambandi við fjölskyldu sína í Danmörku og fór hann þangað síðast á áttræðisafmælinu sínu og var sú ferð honum mikils virði. En eftir það fór heilsu hans að hraka mikið og hann kvaddi nú að vori á sama tíma og hann kom. Blessuð sé minning hans. Þórdís G. Magnúsdóttir. Okkur systkynin langar til að minnast þín Aage. Þú hefur fylgt okkur í gegnum lífið sem þriðji afinn og fylgst með okkur frá því við fædd- umst. Þú varst alltaf með á hreinu hvað við vorum að gera hverju sinni og hvað var næst á dagskrá hjá okk- ur. Þú hefur alltaf verið skammt und- an. Þú spurðir mikið um húsið sem Tóta og Jói eru að byggja en komst því miður aldrei sjálfur til að sjá það. Við mamma vorum búin að ákveða að þegar þú kæmir út af sjúkrahúsinu næst kæmi hún með þig suður að þann illvíga sjúkdóm sem að lokum sigraði þig. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðard.) Fjölskyldu þinni og öllum að- standendum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. María Ingimundardóttir. Elsku vinkona. Nú ertu farin frá mér. Eftir sit ég og hugsa um þær yndislegu stundir sem við áttum saman á þínum erfiða tíma. Það var alveg sama hvenær ég kom til þín, þá sagðir þú alltaf allt gott og brostir til mín þínu blíða brosi. Þín einkenni voru mikil fegurð. Þú hafðir svo ákveðnar skoðanir á feg- urð og vildir alltaf vera fín og að aðr- ir væru það líka. Þú varst hetja í mín- um augum, ekki síst þegar þú lagðir upp í þína síðustu ferð, á annan í jól- um, til Bandaríkjanna í uppskurð. Elsku Bára mín, ég vil þakka þér fyrir allt. Þau fallegu orð sem þú kvaddir mig með þegar ég hitti þig í síðasta sinn munu ylja mér í sorg- inni. Elsku James, Gígja, Mirra og Kalli, Hrefna mín og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Þín vinkona Halla Karls. Valdís Bára eða Bára, jafnan köll- uð, er nú látin eftir langa og stranga baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er sorglegt og óréttlætanlegt að svo ung og efnileg kona skuli vera kölluð burt frá þremur ungum börnum, eig- inmanni og fjölskyldu. Ég minnist Báru sem einstaklega fallegrar konu sem bar með sér kvenlegan þokka og fegurð. Í sveitinni á Álfhólum litum við á hana sem prinsessuna á bæn- um, hún var fegurri en flestar konur og bar með sér „útlenskan“ ljóma því hún var farin að stunda nám í Þýska- landi á þeim tíma sem ég var á Álf- hólum. Mig langar með þessum fá- tæklegu orðum að votta öllum aðstandendum Valdísar Báru okkar dýpstu samúð og biðja góðan Guð um að veita ykkur styrk á þessum erfiðu stundum. Ólöf Rún Tryggvadóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.