Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ENN hefur risaurriði verið dreginn á land úr Þingvallavatni, en í vikunni veiddist 14 punda fiskur í vatninu frá einkalóð í Grafningi. Veiðimaðurinn var Örn Marinó Arnarson og veiddi hann fiskinn á rækju sem hann beitti á lítinn öngul með flotholti. Kristinn Halldórsson, veiðifélagi Arnar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að fiskurinn hefði verið stór- glæsilegur, silfurbjartur og spikfeit- ur. „Örn var búinn að reyna allt mögulegt og við höfðum séð urriða vera að skvetta sér. Hann reyndi rækjuna eiginlega í hálfgerðu gríni, af því að það var ekkert eftir að reyna. En það dugði og hann var hálftíma að landa ferlíkinu sem ým- ist stökk hátt upp úr vatninu, eða þumbaðist og kafaði djúpt. Þetta var 82 sentimetra langur fiskur og þegar hann var slægður voru fjórar murtur í maga hans. Ein þeirra var alveg 20 sentimetrar þó það hafi ekkert verið eftir nema beingarðurinn. Skrítið að hann skuli svo hafa haft áhuga á svo litlum bita sem rækjan var,“ sagði Kristinn. Kristinn sagði svona stórurriða hafa verið nokkuð áberandi í vor. Annar félagi hans hefði t.d. misst einn, um það bil 10-12 punda, sem hann var kominn með hálfa leið ofan í háfinn. Sá var á Öfugsnáða í þjóð- garðinum og var með bleikjubúnað. „Hann hefði kannski náð honum ef hann hefði ekki reynt að koma honum í háfinn. Reynt frekar að leggja fiskinn að landi og sporðtaka. Urriðinn trylltist þegar háfurinn þrengdi að honum, hann komst út og strikaði svo hratt út í vatn að taum- urinn slitnaði við átökin,“ sagði Kristinn. Þetta er þriðji urriðinn í yfir- þungavigt sem frést hefur af í Þing- vallavatni í vor, hinir voru 18 og 12 pund. Enn einn risaurriðinn úr Þingvallavatni Örn Marinó Arnarson með 14 punda Þingvallaurriða. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? KONRÁÐ Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, segir að þessi niðurstaða á Alþingi sé sorg- legur endir á baráttu sjómanna fyrir bættum kjörum. Þetta sé sorgardag- ur í sögu kjarabaráttu sjómanna. Hann sagði að engu breytti hvort verkfallinu hefði verið aflýst eða ekki, en Sjómannafélag Eyjafjarðar ákvað að aflýsa ekki verkfallinu þeg- ar Sjómannasambandið gerði það. Það væru allir spyrtir saman þarna. Umboðið væri hins vegar ekki leng- ur hjá Sjómannasambandinu og það þyrfti að funda um það innan félags- ins hvort það yrði látið aftur til Sjó- mannasambandsins. Konráð sagðist ekki kunna skýr- ingu á því að löggjafinn hefði ítrekað afskipti af kjaradeilum sjómanna. Hins vegar lýsti hann allri ábyrgð á hendur löggjafanum á því í hvaða farvegi kjaramál sjómanna væru. Á síðasta áratug hefðu þeir gripið inn í deilur sjómanna svo snemma að sjó- menn hafi varla verið komnir í start- holurnar þegar búið hafi verið að leysa deiluna með lögum og þetta væri að hans mati ástæða þess að það gengi svo illa að semja nú. Stjórnvöld hefðu gripið alltof snemma inn í mál hér áður fyrr. Nú þegar verkfallið hefði loksins verið farið að bíta hefðu þeir haft afskipti af málinu og hent þeim út á sjó. „Ég get ekki sagt annað og það er mín skoðun að þetta er nánast eingöngu stjórnvöldum að kenna hvernig staða sjómanna er,“ sagði Konráð. Hann sagði að nú væri allur þrýst- ingur farinn. Hann vildi trúa því að menn vildu ná samningi, en hann væri mjög svartsýnn á að hann næð- ist. Það væri ekkert sjálfvirkt í því að útgerðarmönnum stæði til boða það sem boðið hefði verið til að ná samn- ingum rétt fyrir afskipti stjórnvalda af deilunni. Það væri alveg ljóst af hans hálfu. Þá hefðu þeir teygt sig mjög langt til samkomulags til að reyna að komast undan því að sett yrðu lög á sjómenn. Þeir hefðu ekki þáð það og þeim stæði það ekki til boða aftur. Formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar um lögin Sorglegur endir á baráttu sjómanna PÉTUR Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða, telur lík- legt að verkbanni, sem LÍÚ setti á sjómenn á Vestfjörðum, verði skotið fyrir félagsdóm en Pétur telur að boðun þess hafi verið ólögleg. „Samkvæmt lögum er ekki lengur talað um verkbann heldur verkfall. Til þess að vinnuveitendur geti boð- að verkfall verður að fara eftir ná- kvæmlega sama ferli og gildir um verkfallsboðanir verkalýðsfélaga. Áður gátu vinnuveitendur samþykkt verkbann á hverja sem var sem jafn- vel voru ekki tengdir deilum. Við teljum að útgerðarmenn hafi ekki farið að lögum og þetta mál fer fyrir félagsdóm því við verðum að fá úr þessu skorið. Deilan stendur um það hvort við höfum haldið með þeim ár- angurslausan samningafund með ríkissáttasemjara, eins og útgerðar- menn halda fram. Við teljum slíkan fund ekki hafa farið fram. Fundur sem útgerðarmenn vitna í fór fram að minni ósk um verkbannið sem þeir höfðu boðað á okkur. Á þessum fundi viðurkenndu þeir að hafa ekki uppfyllt skilyrði fyrir verkbanninu og drógu það til baka. Um leið af- hentu þeir mér annað bréf þar sem sagði að farið hefði fram sáttafundur og það átti þá að vera þessi sami fundur sem ég hafði óskað eftir og var einn á,“ segir Pétur. Lagasetningin hlýtur að verða gríðarlega umdeild Pétur segir að lagasetning um verkfall sjómanna sé afar flókin og hljóti að verða gríðarlega umdeild. „Ég tel að það sé ekki hægt að draga félög og sambönd sem eru ekki að- ilar að deilunni inn í það sem lögin eiga að upphefja. Lögin eiga að koma þeim á flot sem eru í verkfalli. Sjó- mannasambandið og flest félög inn- an þess eru ekki í verkfalli lengur og við höfum aldrei boðað verkfall,“ segir Pétur. „Auðvitað er það mjög sárt að ná ekki samningum. Það er líka rétt, sama hver afstaða okkar er til lag- anna, að tregðan milli samningsað- ilanna var ekki einungis á annan veg- inn, þótt okkur hafi fundist útgerðarmenn stífir og harðir á því að fá meira í sinn hlut út úr kjara- samningum heldur en þeir höfðu. Þegar launagreiðandinn fer af stað í kjarasamninga með þeim ásetningi hlýtur að vera mjög erfitt að ná samningum. Þess vegna var ekki samningsflötur,“ segir Pétur. Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða Boðun verkbanns verður skotið fyrir félagsdóm GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þing- maður Sjálfsstæðisflokksins, var andvígur frumvarpi ríkisstjórnar- innar um að binda endi á verkfall sjó- manna og greiddi því atkvæði gegn því við lokaafgreiðslu þess á mið- vikudag. „Ég hef verið andvígur lagasetningum á verkalýðshreyf- inguna og tel að það sé orðið um- hugsunarefni að mál hafi fallið í þennan farveg gagnvart sjómanna- stéttinni á umliðnum árum. Þarna kemur margt til, þ.e. vilji og geta samningsaðilanna beggja megin borðsins og síðast en ekki síst að mál eru dregin á langinn af hálfu vinnu- veitenda vegna þess sem á undan er gengið í lagasetningum. Ég tel að það sé eðlilegra, setji löggjafinn á annað borð lög um vinnudeilur, að hann taki afgerandi afstöðu í deilu- málum sem hann náttúrulega á þó ekki að gera. Það vekur upp spurn- ingar hvers vegna þetta gerist ítrek- að þegar útgerðir kaupskipa geta samið við sína umbjóðendur,“ segir Guðmundur. Hann segir að þegar kallað er til þriðja aðila til að leysa mál sé ekki eðlilegt að vísa til samninga lítils hóps sjómanna. Þarna vísar Guð- mundur til kjarasamnings Vélstjóra- félags Íslands við útgerðarmenn. „Þarna hefur þriðjungur sjómanna tekið afstöðu til mála sem snerta alla stéttina,“ segir Guðmundur. Þess má geta að Guðmundur var eini stjórnarliðinn sem greiddi at- kvæði gegn frumvarpinu, en alls sögðu 33 já og 20 nei. Tíu voru fjar- verandi, þeir Ögmundur Jónasson, Bryndís Hlöðversdóttir, Geir H. Haarde, Guðmundur Árni Stefáns- son, Guðrún Ögmundsdóttir, Gunn- ar Birgisson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Margrét Frímannsdóttir og Rann- veig Guðmundsdóttir. Þau Guðrún og Geir höfðu fjarvistarleyfi, enda erlendis. Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Var andvígur lagasetningunni ÁSTRÁÐUR Haraldsson, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, telur lagasetningu í vinnudeilum alltaf orka tvímælis. „Það er mín skoðun að stjórnvöld og löggjafinn eigi alls ekki að skipta sér af svona málum. Það er grundvallaratriði að aðilum sé sjálf- um gert að útkljá sín mál,“ segir Ást- ráður. Hann telur að ein ástæðan fyrir því að löggjafinn er stöðugt að grípa inn í vinnudeilur með þessum hætti sé sú að aðilarnir hafi verið firrtir ábyrgð. „Menn eru orðnir vanir því að þetta gangi svona til og þeirra vinnulag er farið að bera þess merki. Ég held að þetta sé afar óhollt og slæmt samfélagsfyrirbæri. Á hinn bóginn er það auðvitað þannig að hægt er að hugsa sér að stjórnvöld lendi í þeirri aðstöðu að þau verði að grípa til ráðstafana. Ég held þó að í þessu máli séu aðstæðurnar miklu flóknari og margþættari en oft hefur verið þegar gripið hefur verið til lagasetningar, og mun meiri hætta á því að þarna sé að koma fram lang- tíma tilhneiging hjá stjórnvöldum,“ segir Ástráður. Hann segir að lögformlega eigi þeir aðilar sem lögin ná yfir aðild að deilunni. Þegar talað er um vinnu- deilu sé þar annaðhvort um verkfall eða verkbann að ræða. Í þeim skiln- ingi nái lögin yfir alla aðila deilunnar. „Það er líka mín skoðun að það sé rétt sem sjávarútvegsráðherra hefur sagt að málið sé þess eðlis að það verði ekki útkljáð nema í heildarsam- hengi, og þar á ég sérstaklega við það sem varðar mönnun á fiskiskipunum og aðferðir við ákvörðun fiskverðs. Sjávarútvegsráðherra gleymir sér hins vegar aðeins því hann nefnir það ekki að það er einn aðili þarna sem ekki á aðild að málinu og það er Vél- stjórafélag Íslands. Mér sýnist það ekki ganga upp að lögin skuli ekki gefa möguleika til þess að hnika til þeim atriðum í vélstjórasamningnum sem snerta þetta stóra samhengi,“ segir Ástráður. Hann segir að laga- setningin sé vond tíðindi en ef stjórn- völd telja sig hafa verið nauðbeygð til þess að grípa til hennar megi jafn- framt segja að lagasetningin hafi ekki gengið nógu langt. Ástráður Haraldsson, sérfræðingur í vinnurétti Lagasetning í vinnudeilum orkar alltaf tvímælis KARL Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu í fjölmiðlum um að djáknar og prestar sem starfa á sjúkrahúsum þurfi hugsanlega að skrá upplýsingar í gagnagrunn á heilbrigðissviði. „Að gefnu tilefni skal áréttað að vígðir þjónar þjóðkirkjunnar, prest- ar og djáknar, eru bundnir þagnar- skyldu um allt er þeir verða áskynja í starfi og leynt skal fara. Í sálgæslu og skriftum er prestur áheyrandi í Krists stað. Það sem hann verður þannig áskynja má hann því aldrei láta uppi án samþykkis viðkomandi skjólstæðings nema landslög kveði á um eða stórfelldir hagsmunir ein- staklings eða almennings séu í húfi. Er prestum og djáknum því með öllu óheimilt að skrá slíkar upplýsingar í skýrslur sem ætlaðar eru öðrum.“ Fyrirhugað er að gera breytingar á ákvæði samninga sem sjúkrastofn- arnir hafa gert um skráningu í gagnagrunn, sem taka af allan vafa um að upplýsingar frá prestum og djáknum fari ekki inn í grunninn. Þagnarskylda presta og djákna áréttuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.