Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN
48 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÚ berast fréttir af mestu stein-
bítsveiði fyrir vestan fyrr og síðar.
Er þá forsenda fyrir því að kvóta-
setja smábáta í steinbít? Steinbíts-
og ýsuveiðar krókabáta hafa bjarg-
að milljarðaverðmætum sem ann-
ars hefðu glatast. Útgerðir stærri
skipa í aflamarki nýttu úthlutaða
steinbíts- og ýsukvóta m.a. með því
að breyta þeim kvótum í karfa, grá-
lúðu o.fl. og fengu þannig að veiða
umfram ráðgjöf í þeim tegundum.
Steinbítur og ýsa urðu þess vegna
vannýtt. Það verður ekki bæði
sleppt og haldið. Ef krókabátar
hefðu ekki náð að bjarga þessu
hefðu glatast verðmæti á sex árum
fyrir allt að 30 milljarða króna. Við-
skiptahalli væri þá þessu meiri,
gengi krónunnar lægra og verð-
bólga meiri og atvinnuleysi. Hver
hefði hagnast á því? Ef
svarið er enginn, hver
hagnast þá á því að
kvótasetja krókabáta
1. sept nk?
Hollensk
fagmennska
og samanburður
Hollensk rannsókn
á kolastofnum var birt
1991. Safnað hafði ver-
ið gögnum um kola-
stofna frá 20 þjóðum
og gögnin samkeyrð í
einn gagnagrunn. Nið-
urstaða rannsókna
var: „Veiðar á kola
leiða til hraðari vaxtar og betri ný-
liðunar.“
Frjálsar steinbítsveiðar fyrir
vestan undanfarin ár benda til
sömu niðurstöðu. Ábyrg afstaða er
að aukið veiðiálag á steinbít hafi
aukið afrakstur stofnsins. Þetta
sjónarmið styðst við margvíslegar
aðrar staðreyndir og grundvallar-
atriði í fiskilíffræði.
Stefna Hafrannsóknarstofnunar í
þorskveiðum undanfarna tvo ára-
tugi bendir til sömu niðurstöðu.
Minnkandi sókn í þorsk hérlendis
og lækkað veiðiálag virðist minnka
afrakstur stofnsins. Þarmeð er ég
ekki að segja að það eigi alls ekki að
sýna neina varkárni við veiðar. Að-
alatriðið er að of mikil friðun á
þorski virðist hafa verið skaðleg.
Árin 1972–1976 var veiðiálag á
þorskstofninn hérlendis að meðal-
tali 45% þessi fjögur ár. Þetta leiddi
af sér að þorskstofninn tvöfaldaði
stærð sína frá 1976–1980. Þetta er
staðreynd úr gögnum
Hafrannsóknarstofn-
unar. Við getum ekki
annað en dregið þá
ályktun af þessari
reynslu að mikið veiði-
álag hafi aukið afrakst-
ur í þorskstofninum.
Þótt gagnagrunnur
Hollendinga um kola-
rannsóknir hafi legið
fyrir hérlendis 1991
var koli samt kvóta-
settur. Hvaða önnur
skrifleg gögn um betri
faglegar rannsóknar-
niðurstöður voru fyrir-
liggjandi þegar koli
var settur í kvóta hérlendis?
Um takmörkun
atvinnufrelsis
75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins
hljóðar svo: „Öllum er heimilt að
stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.
Þessu frelsi má þó setja skorður
með lögum, enda krefjist almanna-
hagsmunir þess.“
Samkvæmt þessu er takmörkun
atvinnufrelsis skilyrt að sannanleg-
ir almannahagsmunir liggi að baki
slíkri takmörkun. Til að fram-
kvæma takmörkun atvinnufrelsis
eins og stefnt er að 1. sept. nk.
verða að liggja fyrir áreiðanleg
gögn um að brýn nauðsyn sé til að
beita takmörkun á atvinnufrelsi.
Liggi ekki áreiðanleg gögn til
grundvallar, þá hafa lögin verið
samþykkt á vafasömum forsendum
og spurning hvort löggjöfin stenst.
Til samlíkingar má benda á að
hæpið væri að halda fólki í fangelsi í
lengri tíma ef gögn sem voru tilefni
frelsissviptingar hafa reynst röng,
eða byggð á vafasömum eða mis-
skildum forsendum. Í slíku tilfelli
væri ekki bara skylt að veita fólki
frelsi aftur, heldur myndi verða
krafist hárra skaðabóta og refsinga
yfir þeim sem ábyrgð bæru á frels-
issviptingu umræddra einstaklinga.
Áreiðanleg gögn, eða óvefengdur
sannanlegur vitnisburður, eru al-
gjör forsenda þess að það megi
fangelsa fjölda fólks – eða skerða
atvinnufrelsi fólks. Hvort tveggja
er grundvallarmannréttindi.
Nokkrar staðreyndir skulu hér
nefndar sem mæla á móti fram-
kvæmd laga um kvótasetningu
smábáta 1. sept. nk:
1. Rannsóknir Hollendinga sem
voru nefndar hér að framan.
2. Góð reynsla af frjálsum stein-
bítsveiðum fyrir vestan síðustu ár.
3. Góð reynsla af miklu veðiálagi
á þorskstofninn árin 1972–1976.
4. Ítrekuð slæm reynsla af litlu
veiðiálagi á þorsk.
5. Grundvallaratriði í fiskilíffræði
um vaxtarhraða og rými.
6. Margar fleiri vísbendingar sem
styðja þessi sjónarmið.
Þessi gögn eru öll fyrirliggjandi.
Hins vegar er mér er ekki kunnugt
um nein gögn eða rannsóknarskjöl
sem sýna ótvírætt að það varði al-
mannahagsmuni að smábátar skuli
kvótasettir í haust. Þetta er mik-
ilvægt aðalatriði þessa máls.
Til að gæta jafnræðis við stjórn
fiskveiða væri jafnframt eðlilegt að
taka steinbít, ýsu, kola og ufsa út úr
kvóta í aflamarkskerfinu 1. sept nk.
Jafnframt væri eðlilegt að auka
þorskveiðar í 40% veiðiálag eins og
áður reyndist vel. Með vísan til 75.
gr. stjórnarskrár eru það almanna-
hagsmunir að halda sig við það sem
hefur reynst best og það er alls ekki
ríkjandi stefna um 25% veiðiálag í
þorski.
Ekki á að vera nein hætta á of-
veiði fyrr en eftirfarandi aðstæður
skapast í einhverjum fiskistofni;
aukinn vaxtarhraði samfara minnk-
andi veiði.
Skapist slíkt ástand í einhverjum
fiskistofni, sem virðist aldrei hafa
gerst hérlendis, nema hugsanlega í
síld, þá má alltaf loka veiðisvæðum
tímabundið. Til þess eru heimildir í
gildandi lögum. Hugsanleg áhætta
af hóflegum frjálsum veiðum eins
og t.d. línuveiðum takmarkast að
þessu leyti. Alltaf má beita tíma-
bundnum svæðalokunum, ef tilefni
er til. Þar sem beita má svæðalok-
unum er almannaheill borgið. Öll
umræða um áhættu af veiðum fiski-
manna hefur verið stórlega ofmetin
og endurtekið oftúlkuð af Hafrann-
sóknarstofnun.
Stjórnarskrá er sett til verndar
borgurum lýðveldisins. Stjórnar-
skrá íslenska lýðveldisins er ætlað
að koma í veg fyrir að hægt sé að
takmarka atvinnufrelsi einstak-
linga eftir ágiskunum, eða forsend-
um sem ekki standast. Ekki er
heimilt að svipta fólk frelsi, eða
skerða önnur grundvallarmann-
réttindi, eftir forsendum sem eru
vafasamar eða hafa reynst rangar.
Af þessum ástæðum er bæði rétt og
skylt að fresta gildistöku laga um
frekari kvótasetningu krókabáta
um óákveðinn tíma.
Steinbítur
og mannréttindi
Kristinn Pétursson
Fiskveiðistjórn
Til að gæta jafnræðis
við stjórn fiskveiða telur
Kristinn Pétursson að
eðlilegt væri að taka
steinbít, ýsu, kola og
ufsa út úr kvóta í
aflamarkskerfinu
1. sept. nk.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Uppboð
Laugardaginn 19. maí nk. fer fram uppboð á
reiðhjólum og öðrum óskilamunum sem eru
í vörslu lögreglunnar í Hafnarfirði.
Uppboðið verður haldið í Suðurhrauni 2b í
Garðabæ og hefst kl. 13:00.
Lögreglan í Hafnarfirði.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri sem hér segir:
Austurvegur 13, Vík í Mýrdal, þingl. eig. Símon Gunnarsson, gerðar-
beiðendur Íbúðalánasjóður, Samvinnulífeyrissjóðurinn og Sparisjóð-
ur Kópavogs, miðvikudaginn 23. maí 2001 kl. 13.30.
Sýslumaðurinn í Vík,
16. maí 2001.
Sigurður Gunnarsson.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Geislagata 10, 010202, Akureyri, þingl. eig. Geislagata ehf., gerðarbeið-
andi Þórður Sveinbjörnsson, miðvikudaginn 23. maí 2001 kl. 10:45.
Geislagata 10, 010203, Akureyri, þingl. eig. Geislagata ehf., gerðarbeið-
andi Þórður Sveinbjörnsson, miðvikudaginn 23. maí 2001 kl. 11:00.
Geislagata 7, gistihús, Akureyri, þingl. eig. Lykilhótel hf., gerðarbeið-
endur Akureyrarkaupstaður og Fjármögnun ehf., miðvikudaginn
23. maí 2001 kl. 10:30.
Klapparstígur 17, Hauganesi, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Ingibjörg
Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Byko hf., Íbúðalánasjóður, Íslands-
banki-FBA hf., Rydenskaffi hf., Reykjavík, og Tæknival hf., þriðjudag-
inn 22. maí 2001 kl. 9:00.
Land úr Efri-Sandvík, íb. 01, Grímseyjarhreppur, þingl. eig. Haraldur
Jóhannsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki-FBA hf. og Vátrygginga-
félag Íslands hf., þriðjudaginn 22. maí 2001 kl. 12:55.
Land úr Efri-Sandvík, íb. 02, Grímseyjarhreppur, þingl. eig. Haraldur
Jóhannsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki-FBA hf. og Vátrygginga-
félag Íslands hf., þriðjudaginn 22. maí 2001 kl. 13:00.
Litli-Dunhagi III, íbúðarhús, 0001 og 0101, Arnarneshreppi, þingl.
eig. Örn Heimir Björnsson og Birna Ásgeirsdóttir, gerðarbeiðandi
Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 22. maí 2001 kl. 14:30.
Melasíða 5b, Akureyri, þingl. eig. Helga Margrét Arnardóttir og Arnar
Sverrisson, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður, Greiðslumiðlun
hf. — Visa Ísland, Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki-FBA hf. og Melasíða
5, húsfélag, miðvikudaginn 23. maí 2001 kl. 10:00.
Norðurgata 31, neðsta hæð, Akureyri, þingl. eig. Helga Kristjánsdóttir,
gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Jaxlinn sf., miðvikudaginn
23. maí 2001 kl. 13:30.
Tjarnarlundur 7g, Akureyri, þingl. eig. Gunnar Helgi Kristjánsson,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 23. maí 2001 kl.
14:30.
Urðargil 1—3, Akureyri, þingl. eig. Hafnarverk ehf., gerðarbeiðandi
Akureyrarkaupstaður, miðvikudaginn 23. maí 2001 kl. 15:00.
Þórunnarstræti 128, efsta hæð, Akureyri, þingl. eig. Halldóra Krist-
jánsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 23. maí
2001 kl. 15:30.
Ægisgata 11, Hrísey , þingl. eig. Stefán Björnsson, gerðarbeiðendur
Byggðastofnun og sýslumaðurinn á Akureyri, þriðjudaginn 22. maí
2001 kl. 10:15.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
17. maí 2001.
Harpa Ævarrsdóttir, ftr.
TIL SÖLU
240 m2 einbýlishús í Vættaborgum.
Frábært útsýni. 4 svefnherb. auk vinnu-
herbergis, innbyggður bílskúr.
Sjá myndir bls. 32—36 í nýjasta tölublaði
Lífsstíls.
Nánari upplýsingar í símum 896 4662 og
864 3817.
TILKYNNINGAR
Tillaga að sérstöku svæð-
isskipulagi fyrir legu ljós-
leiðara, Vatnsfell-Akureyri
Skipulagsstofnun auglýsir hér með tillögu
Fjarska hf. að sérstöku svæðisskipulagi fyrir
ljósleiðara frá Vatnsfelli til Akureyrar sam-
kvæmt 15. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Í skipulagstillögunni er sett fram tillaga að legu
ljósleiðarans, lýst lagningu hans og sett fram
tillaga um gögn og málsmeðferð vegna fram-
kvæmdaleyfisveitinga fyrir ljósleiðaranum.
Skipulagstillagan liggur frammi til kynningar frá
18. maí til 29. júní 2001 á eftirtöldum stöðum:
Á skrifstofum Ásahrepps, Bárðdælahrepps,
Hálshrepps, Eyjafjarðarsveitar og Akureyrar-
bæjar og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík.
Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta,
er hér með gefinn kostur á að gera athuga-
semdir við tillöguna. Frestur til þess að skila
inn athugasemdum er til 29. júní 2001.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast
til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166,
150 Reykjavík.
Skipulagsstofnun.
UPPBOÐ
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar
ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR
Mörkinni 3, sími 588 0640
G
læ
si
le
g
hú
sg
ög
n
Sérpantanir
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.