Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ tekur tryggðinni í skóvarp, sem tröllum er ekki vætt,“ orti Stephan G. Stephansson, er hugur hans leitaði yfir hafið og heim til Ís- lands. Nú hefur Sigrid Carole (Thorsteinson) Davis, eins og hún titlar sig í efnisskrá, leitað heim til átthaga forfeðra sinna og söng heimamönnum söngva sína í Salnum sl. miðvikudagskvöld. Það er eins og opnast hafi flóðgátt, fyrir tilstilli landafundaævintýrisins og nú vilja menn vita hver af öðrum, austan hafs og vestan, við hér heima leitum uppi ættfólk okkar og vestanmenn heimsækja forfeðranna slóðir. Sigríður (Sigrid) hóf tónleikana með þremur sönglögum eftir Moz- art, Als Luies, Dans un Bois og An Chloë og síðan komu þrjú lög eftir Faure, Clare de Lune, Les Roses d’Isphan og Les Berceaux. Sigríður hefur þokkafulla rödd, fer vel með en þó var söngur hennar heldur ris- lítill og fékk auk þess litla aðstoð frá píanistanum, fyrir einstaklega daufan undirleik. Þessi daufleiki var sérlega áberandi í a-moll ron- dóinu K. 511 (ekki 551, Júpíter- sinfónían) eftir Mozart, sem undir- leikarinn Harold Brown lék. Held- ur brá til meiri átaka í þremur lögum úr Des Knaben Wunderhorn eftir Mahler, Ich ging mit lust, Scheiden und Meiden og Nicht Wiedersehen, enda eru þessi fal- legu lög sérlega gagnsæ og féll tón- túlkun Sigríðar vel að þessum lög- um. Eftir hlé voru á efnisskránni tvö lög við indíánatexta, Ástarsöngur og Góðviðrasöngur, þokkafull tónlist en of evrópsk til að eiga samleið með því sem gæti átt við frumstæðan og sérkennilegan indíánasöng. Vel hefði Sigríður mátt syngja meira af kanadískum söngvum, Því um þá kunnum við næsta lítið, hér uppi á Íslandi. Allur seinni hluti söngskrárinnar var byggur upp af íslenskum söng- lögum og þar gat að heyra Við Vatnsmýrina eftir Sigfús Halldórs- son, Komdu, komdu kiðlingur eftir Emil Thoroddsen, Hvert örstutt spor eftir Jón Nordal, Vísur Vatns- enda-Rósu (Augun mín og augun þín) eftir undirritaðan (að engu get- ið í efnisskrá), Draumalandið og Sofnar lóa eftir Sigfús Einarsson, Karl sat undir kletti og Ungling- urinn í skóginum eftir Jórunni Við- ar. Sem millispil flutti undirleikar- inn Intermezzo (millspil) op. 118, 2 og 119, 1 eftir Brahms og er óþarfi að fjalla nokkuð um leik hans, sem var daufur og ekki „brahmslegur“ í hljóman. Sigríður söng íslensku lögin af þokka og það sem var óvenjulegt, sérlega veikt (sotto voce), er gaf lög- unum töluverðan innileika, sérstak- lega í Komdu, komdu kiðlingur og Hvert örstutt spor, en einstaklega fallega í Sofnar lóa, þar sem Sigríði tókst að túlka mjög vel náttúru- kyrrð texta og lags. Sama má segja um Við Vatnsmýrina, þó þar væri framburður hennar mjög óskýr, sem var í öðrum íslensku lögunum oft nokkuð vel mótaður. Sigríður mun halda tónleika víða um land og kynnast landi og þjóð forferða sinna og fylgja hér með góðar ferðakveðj- ur. TÓNLIST S a l u r i n n Sigrid Carole (Thorsteinson) Davis og Harold Brown fluttu verk eftir evrópsk, kanadísk og íslensk tónskáld. Miðvikudag- urinn 16. maí 2001. EINSÖNGUR OG PÍANÓLEIKUR Á forfeðranna slóðum Jón Ásgeirsson ÞRENNIR einsöngstónleikar Söngskólans í Reykjavík verða næstu daga í Tónleikasal Söng- skólans, Smára, Veghúsastíg 7. Tónleikarnir eru liður í burtfar- arprófi frá skólanum. Á efnis- skránni eru m.a. íslensk söngljóð, erlendir ljóðasöngvar, lög úr söng- leikjum og aríur úr óperettum. Tónleikar Kristveigar Sig- urðardóttur sópransöngkonu verða á morgun, laugardag, kl. 17. Undirleikari á píanó er Elín Guðmundsdótt- ir. Kristveig hef- ur sl. þrjú ár stundað framhaldsnám við Söng- skólann í Reykjavík hjá Elísabetu F. Eiríksdóttur og Elínu Guð- mundsdóttur. Tónleikar Auðar Guðjohn- sen mezzó-sópr- ansöngkonu verða á sunnu- dag kl. 15. Und- irleikari á píanó er Ólafur Vignir Albertsson. Auður hefur verið í söngnámi við Söngskólann í Reykjavík frá hausti 1996 og hef- ur hún frá upphafi verið nemandi Dóru Reyndal en einnig notið leið- sagnar píanóleikaranna Kolbrúnar Sæmundsdóttur og Ólafs Vignis Albertssonar. Tónleikar Sig- urlaugar Jónu Hannesdóttur sópransöngkonu verða nk. þriðju- dagskvöld kl. 20. Undirleikari á píanó er Ólafur Vignir Alberts- son. Sigurlaug Jóna hóf söng- nám í Söng- skólanum haustið 1996, þar sem hún nam hjá Valgerði Jónu Gunn- arsdóttur og Elínu Guðmundsdótt- ur en hefur nú í vetur verið nem- andi Ólafar Kolbrúnar Harðar- dóttur og Ólafs Vignis Alberts- sonar. Undirleikararanir eru kennarar við skólann. Nýi tónlistarskólinn Gyða Björg- vinsdóttir lýkur 8. stigsprófi frá Nýja tónlistar- skólanum með söngtónleikum í Gerðubergi í kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 20. Richard Simm verður við píanóið. Gyða syngur innlend og erlend ljóð, Händel og aríu úr óperunni Faust e. Gounod. Tónleikar Strengja- og kamm- ersveitar skólans verða á morgun, laugardag, kl. 14, í sal skólans. Tónleikar yngri nemenda verða á mánudag kl. 18 og tónleikar eldri nemenda kl. 18 á þriðjudag, og al- mennir söngtónleikar kl. 19.30 sama kvöld. Útskriftartónleikar FÍH Útskriftar- tónleikar Þor- gríms Jóns- sonar bassaleikara frá djassdeild FÍH, Rauða- gerði 27, verða í dag, föstudag, kl. 17. Þorgrímur hefur stundað nám við tónlistarskólann frá 1993 undir handleiðslu Gunnars Hrafnssonar, Sigurðar Flosason- ar, Hilmars Jenssonar og Ólafs Jónssonar en allir eru þeir kenn- arar við tónlistarskólann. Þor- grímur hefur einnig spilað mikið með hinum ýmsu tónlistarmönn- um. Meðleikarar hans á tónleik- unum verða Ólafur Jónsson saxó- fónleikari, Eyþór Kolbeins básúnuleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari og Erik Qvick trommuleikari. Dagskráin samanstendur af verkum eftir Þorgrím auk laga eft- ir þekkta erlenda bassaleikara. Einsöngs- og útskriftartónleikar Kristveig Sigurðardóttir Auður Guðjohnsen Sigurlaug Jóna Hann- esdóttir SÍÐASTA sýning á gleðileiknum Skáldanótt eftir Hallgrím Helga- son verður á morgun, laugardag, á stóra sviði Borgarleikhússins. Leikritið Skáldanótt er að miklu leyti skrifað í bundnu máli. Leik- félag Reykjavíkur frumsýndi verkið í nóvember og hefur það gengið fyrir nær fullu húsi í allan vetur. Leikar eru Árni Pétur Guð- jónsson, Bergur Þór Ingólfsson, Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Eggert Þor- leifsson, Ellert A. Ingimundarson, Gunnar Hansson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Theodór Júlíusson, Þór Tulinius. Leikstjóri sýningarinnar er Benedikt Erlingsson. Skáldanótt af sviðinu Benedikt Gröndal og Steinn Steinarr stumra yfir Jónasi Hallgrímssyni í leikritinu Skáldanótt. VÖLUSPÁ Þórarins Eldjárns og Möguleikhússins var valin af sjö manna dómnefnd leiklistar- gagnrýnenda og annarra sér- legra barnaleikhúsaðilja, til að vera fulltrúi Íslands á norrænu barnaleikhúshátíð Assitej- samtakanna í Falun, sem hefst í dag, föstudag. John Swedenmark snaraði textanum yfir á sænsku. Guðni Franzson samdi og stýrði tónlistinni í verkinu sem Stefán Örn Arnarson flytur á selló. Pétur Eggerz leikur öll hlutverkin í Völuspá.ns. Leik- mynda hönnun var í höndum norska leikmyndahönnuðarins Anette Werenskiold. Leikverkið er byggt á Völuspá og sögum úr norrænni goðafræði og veitir innsýn í sagnaheim for- feðra okkar. Hátíðinni lýkur á mándag. Völuspá fulltrúi Íslands á barnaleikhúshátíð Stefán Örn Arnarson sellóleikari og Pétur Eggerz leikari í Völuspá. Gyða Björgvinsdóttir KRISTINN Sigmundsson óperusöngvari mun á næst- unni syngja fyrir landann í smáhléi frá önnum erlend- is. Fyrstu tónleikarnir verða í kirkjunni í Reyk- holti í Borgarfirði á upps- tigningardag 24. maí kl. 20.30 og þeir næstu föstu- daginn 25. maí kl. 21 á Laugalandi í Holtum í Rangárvallasýslu. Að undanförnu hefur Kristinn sungið mest í Stokkhólmi, Münch- en, Köln og París þar sem hann tók m.a. þátt í flutningi á óperu eftir Händel og var henni út- varpað hér fyrir skömmu á Rás 1. Með honum verður eins og svo oft áður píanóleik- arinn Jónas Ingimundar- son. Þeir Kristinn og Jónas eiga að baki áralangt sam- starf. Efnistökin að þessu sinni eru íslensk lög eftir Árna Thorsteinsson og Sigvalda Kaldalóns, söngvar eftir Schubert, amerísk lög og ítölsk en tónleik- unum lýkur á þremur stórum atrið- um úr óperum eftir Verdi. Kristinn Sigmunds- son syngur á Íslandi Kristinn Sigmundsson EBU tónleikar frá Skálholti 29. apríl síðastliðinn verða endurtekn- ir á Rás 1 kl. 13.00 á morgun, sunnudaginn 20. maí. Í fréttatilkynningu frá Ríkisút- varpinu er vakin athygli á því að samstarf evrópskra útvarps- og sjónvarpsstöða snýst ekki einungis umEvróvisjón, hina árlegu dæg- urlagakeppni sem mikið hefur ver- ið í fréttum upp á síðkastið. Tónleikunum í í Skálholti var út- varpað beint til 12 útvarpsstöðva í Evrópu. Á tónleikunum var fléttað saman tónlist Snorra Sigfúsar Birgissonar, miðaldasöng og harm- sögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskupsdóttur. Viðbrögð í erlend- um útvarpsstöðvum voru mjög sterk. Sænska útvarpið talaði um flutninginn sem „hreina töfra“ og danska útvarpið hefur í hyggju að endurtaka tónleikana vegna ein- dreginna óska hlustenda. List- rænn stjórnandi var Sverrir Guð- jónsson. Flytjendur eru Arnar Jónsson sögumaður, Hallveig Rún- arsdóttir sópran, Nora Kornblueh selló og Voces Thules. Í upphafi og í lok tónleika heyr- ist í hinni frægu Íslandsklukku, líklega elstu klukku á Íslandi. Má segja að hljómur hennar hafi sleg- ið í gegn hjá evrópskum útvarps- stöðvum. Evróputónleikar endurteknir Þorgrímur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.