Morgunblaðið - 18.05.2001, Blaðsíða 35
FJÖLMIÐLUN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 35
FIDEL Castro þurfti eitt sinn fyrir
44 árum nauðsynlega á uppslætti í
fjölmiðlum að halda. Þetta var árið
1957, hann var ungur skæruliðafor-
ingi og andstæðingar hans héldu því
fram að hann væri dauður. Hann var
með blaðamann frá New York Times
hjá sér í Sierra Maestra-fjöllunum á
Kúbu og þurfti ekki aðeins að koma
því á framfæri að hann væri lífs, held-
ur einnig að hann hefði yfir öflugum
bardagaflokki að ráða, þótt í raun
væru liðsmenn hans aðeins 18.
Hann ákvað að þyrla ryki í augu
blaðamannsins með því að láta menn
sína arka fram og til baka meðan á
viðtalinu stóð til þess að láta svo virð-
ast sem búðir þeirra iðuðu af lífi.
Einnig lét hann blaðamanninn bíða
eftir sér á meðan hann heimsótti aðr-
ar skæruliðabúðir, sem reyndar voru
ekki til.
Blaðamaðurinn féll í báðar gildr-
urnar. „Maður fær á tilfinninguna að
hann sé nú ósigrandi,“ skrifaði Her-
bert Matthews í fréttinni, sem átti
þátt í að opna augu heimsins fyrir
Castro, sem skömmu síðar, 1. janúar
1959, steypti Fulgencio Batista af
stóli í byltingunni á Kúbu.
Þetta atvik sýnir að þegar í upphafi
gerði Castro sér grein fyrir mikil-
vægi fjölmiðla og hann hefur gert það
æ síðan. Castro hefur verið við völd í
42 ár og hlutverk fjölmiðla - bæði inn-
lendra og erlendra - er sérstaklega
viðkvæmt málefni.
Kúbönsku ríkisfjölmiðlarnir leiða
nú herferð, sem nefnd er „Orrustan
um hugmyndirnar“. Þar á bæ er full-
yrt að stunduð sé hrein og tær blaða-
mennska, ómenguð af gráðugum eig-
endum eða þorstanum eftir slúðri.
Þeir, sem fylgjast með frammistöðu
fjölmiðla á alþjóðlegum vettvangi,
eru hins vegar á öðru máli um rík-
isfjölmiðlun á Kúbu og setja Castro
iðulega ofarlega á lista yfir helstu
fjendur fjölmiðlunar í heiminum.
Þannig sakaði hin svokallaða Nefnd
til verndar blaðamönnum Castro um
að hafa skilið eftir sig sviðna jörð í of-
sóknum sínum á hendur sjálfstæðum
blaðamönnum, sem fælust í því að yf-
irheyra og handtaka blaðamenn,
fylgjast með þeim, trufla símtöl
þeirra, takmarka ferðafrelsi og setja
þá reglulega í stofufangelsi til að
koma í veg fyrir fréttaflutning af
ákveðnum atburðum. Hún sagði að á
Kúbu væri einnig reynt að skjóta
andófsblaðamönnum skelk í bringu
með því að handtaka þá og skilja eftir
mörg hundruð kílómetra frá heimil-
um sínum. Einnig væri Kúba eina
landið á vesturhveli jarðar, sem um
þessar mundir héldi blaðamanni í
fangelsi og var þar átt við Bernardo
Arevalo Padron.
Erlendir fréttaritarar á Kúbu hafa
iðulega lent í eldlínu hinnar hug-
myndafræðilegu baráttu milli Kúbu
og Bandaríkjanna. Mjög hefur verið
þrýst á þá undanfarið og á þessu ári
hafa stjórnvöld á Kúbu sakað þá um
að skrumskæla veruleikann. Einn
fréttaritari átti ekki annars kost en
að hverfa á braut eftir að hann hafði
verið uppnefndur Gosi í dagblaðinu
Granma, opinberu málgagni komm-
únistaflokksins.
Erlendu fréttaritararnir eru ekki
aðeins gagnrýndir af vinstrisinnum.
Andófsmenn og Kúbanar í Banda-
ríkjunum veitast einnig iðulega að
þeim og segja þá ekki taka nógu hart
á Castro og stjórn hans.
Að auki eru um 80 kúbanskir
blaðamenn, sem teljast til andófs-
manna. Þeir eru að hluta styrktir
með bandarísku fé, sem berst til
þeirra í gegnum samtök andstæðinga
Castros í Bandaríkjunum, og starfa í
óþökk stjórnvalda, sem kalla þá
„málaliða“ og „svikara“.
Þá útvarpa andstæðingar Castros
erlendis daglega mörg hundruð
klukkustundum af efni til eyjarinnar í
gegnum útvarp Marti og aðrar stöðv-
ar til að grafa undan leiðtoganum.
Castro ritskoðar
fréttaskeyti
Castro er sagður jafn áhugasamur
núum fréttir af Kúbu og hann var
1957. Daglega fer hann nákvæmlega
yfir fréttir erlendra fréttastofa og ný-
lega gekk hann svo langt í ræðu að í
lok hennar vitnaði hann í það hvernig
ítalska fréttastofan ANSA hefði
greint frá upphafsorðum sínum.
Blaðamenn ríkisfjölmiðlanna hafa
snúist til varnar störfum sínum og
segja vestræna „heimsvalda“-blaða-
mennsku þjóna markaðsöflunum og
valdinu.
„Þeirra siðaboð er að það sem ekki
er gróðavænlegt eigi ekki heima hér
á jörð,“ sagði Tubel Paez, formaður
hins opinbera blaðamannafélags á
Kúbu, nýlega í sjónvarpsviðræðum
um frelsi fjölmiðla. Í grein á heima-
síðu félagsins í tilefni af degi frjálsrar
fjölmiðlunar sagði að fimm fréttastof-
ur dreifðu 96 af hundraði frétta og
„afleiðingin er sú að suðrið líður fyrir
þá mótsögn að sama fólkið fylgist
með og greinir frá því og drottnar yf-
ir suðrinu menningarlega og efna-
hagslega.“
„Baráttan um hugmyndirnar“
hófst á sama tíma og deilan um
drenginn Elian Gonzales í nóvember
1999. Hana leiða blaðamenn ríkisfjöl-
miðlana á Kúbu og kallar Castro þá
„byltingarherdeild í broddi fylking-
ar“.
Fjöldasamkundum hefur fjölgað
mjög upp á síðkastið og frá þeim er
rækilega sagt í fjölmiðlum á Kúbu.
Að auki eru daglegar fréttaskýringar
um þá kosti, sem sósíalisminn á Kúbu
hefur umfram vestrænan kapítal-
isma.
Castro hefur fordæmt leiðtoga-
dýrkun og á Kúbu hafa ekki verið
reistir neinir minnisvarðar honum til
heiðurs. Í fjölmiðlum er hann hins
vegar alls staðar, bæði í orði og
mynd. Neikvæðar fréttir á borð við
slys fá hins vegar lítið sem ekkert
rými og aðgerðir andófsmanna kom-
ast ekki í fréttir.
Lesendur á Kúbu lesa blaðið
Granma oft og tíðum í leit að vísbend-
ingum um það hvað sé að gerast bak
við tjöldin og oft eru þær faldar aft-
arlega í löngum frásögnum.
Það hefur aldrei leikið neinn vafi
um hlutverk blaðamannsins á Kúbu.
Í siðareglum blaðamannafélagsins
frá 1984 stendur til dæmis skýrum
stöfum að blaðamenn eigi að „vera
hugmyndafræðilega fastir fyrir á for-
sendum marx-lenínískra grundvall-
arlögmála og berjast af þrjósku gegn
birtingarmyndum borgaralegrar
hugmyndafræði“.
Andófsblaðamennska
Á hinum enda litrófsins eru tugir
„óháðra“ blaðamanna, sem starfa án
leyfis og senda fréttir úr landi, eink-
um með því að lesa upp fyrir tengiliði
í Flórída. Sumir þeirra eru óánægðir
blaðamenn ríkisfjölmiðlanna, en
flestir eru andstæðingar Castros,
sem að eigin sögn hafa snúið sér frá
andófi að blaðamennsku.
Raul Rivero stofnaði hreyfingu
andófsblaðamanna um miðjan síðasta
áratug. Hann segir að hæfni þessara
blaðamanna sé ekki mikil, enda hafi
þeir enga formlega þjálfun og lélegan
tækjakost: „Opinberir fjölmiðlar
stunda „byltingarblaðamennsku“ og
þeir bregðast við með því að stunda
„andbyltingarblaðamennsku“. Hvor-
ugt er góð blaðamennska.“ Rivera
var á sínum tíma fréttaritari fyrir
fréttastofuna Prensa Latina í
Moskvu og lítur með vanþóknun á
ríkisfjölmiðlana: „Það er meiri áróð-
ur en nokkru sinni áður. Þetta eru
fullkomnar öfgar.“
Andófshreyfing blaðamanna skipt-
ist í um 20 litla hópa. Öryggislögregl-
an á Kúbu stendur starfsemi þeirra
fyrir þrifum bæði með nánu eftirliti
og jafnvel útsendurum, sem hafa
laumað sér í raðir þeirra. Einnig hafa
menn misnotað samtökin til að reyna
að verða sér úti um vegabréfsáritun
til Bandaríkjanna.
Rivero hefur hins vegar hlotið
nokkrar alþjóðlegar viðurkenningar,
þótt hann hafi ekki fengið að fara úr
landi í 13 ár, ekki einu sinni til að
veita þeim viðtöku.
Jose Fornaris heitir annar blaða-
maður, sem hefur beitt sér gegn
stjórn Castros. Hann sagði í nýlegri
grein að starfssystkin sín ættu heiður
skilinn fyrir það eitt að vera til: „Haf-
ið í huga að óháðir blaðamenn eiga
hvorki tölvur né bíla, flestir hafa ekki
síma, sumir eiga ekki einu sinni heim-
ili, peninga, föt, mat eða frelsi. Það
eina, sem þeir eiga meira en nóg af,
er áhætta.“
Hugmyndafræðileg
barátta tröllríður
fjölmiðlun á Kúbu
Reuters
Í Havana eru söluturnar oft pósthús og símaklefar auk þess að selja opinber málgögn.
Havana. Reuter.
SKIPTAR skoðanir eru á meðal
danskra fjölmiðlafræðinga hvort
síðdegisblaðið BT hafi gert rétt er
stjórnendur þess ákváðu að gera
það að morgunblaði. Salan á BT
hefur hríðfallið síðustu mánuði og
ár og er breytingin úrslitatilraun
Berlingske útgáfunnar til að auka
söluna. Breytingin tók gildi 2. apríl
og kemur blaðið nú út á morgnana
og önnur útgáfa í hádeginu, en of
snemmt er að segja til um það enn
hvernig til hefur tekist.
Hörð samkeppni
á síðdegismarkaði
BT hefur verið í harðri sam-
keppni við Extra Bladet um les-
endur á síðdegismarkaðnum og um
árabil hefur hið síðarnefnda haft
betur. Upplag BT var um 135.000
eintök árið 1999 en dregið hefur
jafnt og þétt úr og í janúar sl. fór
það niður í 115.000. Extra Bladet
kemur hins vegar út í um 146.000
eintökum á dag.
Þegar best lét, fyrir 10 árum,
seldust blöðin í helmingi stærra
upplagi. Tapið á rekstri BT var um
600 milljónir ísl. kr. á síðasta ári en
Extra Bladet hagnaðist um sömu
upphæð þrátt fyrir að bæði blöðin
hafi tapað áskrifendum. Extra
Bladet hefur hins vegar fengið mun
fleiri auglýsingar en BT, einkum
smáauglýsingar frá svokölluðum
nuddstofum og annarri kynlífs-
þjónustu.
Vegna kreppunnar í lausasölu
BT beina stjórnendur þess nú sjón-
um að því að selja blaðið meira í
áskrift og á á morgnana. Ekki
stendur þó til að breyta innihaldi
blaðsins, það á eftir sem áður að
fjalla um hneykslismál sem slegið
er upp á forsíðunni, vera sem fyrr
það sem kallað hefur verið gul
pressa með vísan til litar bókstaf-
anna á forsíðunni.
Óttast að salan
muni enn minnka
Fyrir nokkrum mánuðum keypti
norska fyrirtækið Orkla Berl-
ingske útgáfuna, sem gefur út
morgunblaðið Berlingske Tidende,
síðdegisblaðið BT og fjölda héraðs-
blaða. Raddir hafa heyrst sem
segja að breytingin sé tilraun til
þess að sanna að rekstur BT gangi
en margir óttast að haldi salan
áfram að minnka, muni eigendurn-
ir einfaldlega losa sig við blaðið.
Fjölmiðlafræðingurinn Anker
Brink Lund, sem kennir við blaða-
mannaháskólann í Óðinsvéum telur
breytinguna vera af hinu góða og
til marks um framsýni útgefend-
anna. Kollegi hans, Jørgen Poul-
sen, við háskólann í Hróarskeldu,
telur hins vegar litlar líkur á að til-
raunin takist, nema stjórnendur
systurblaðsins, Berlingske Tid-
ende, leyfi að blöðin deili efni og
blaðamönnum.
BT verð-
ur að
morg-
unblaði
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
PETER Wivel, aðalritstjóri Berl-
ingske Tidende, tilkynnti óvænt í
gær að hann hygðist láta af störf-
um eigi síðar en í haust. Wivel, sem
er 57 ára, kvaðst telja rétt að yngri
ritstjóri tæki að sér að koma á
þeim breytingum sem fyrirhugaðar
væru á rekstri blaðsins.
Blásið hefur hraustlega um rit-
stjórann og á það vafalaust sinn
þátt í ákvörðun Wivels, sem hyggst
snúa sér að bókaskrifum, auk þess
sem hann mun skrifa fyrir Berl-
ingske Tidende.
Wivel hefur verið ritstjóri frá
1998 en hann var áður ritstjóri
Weekend Avisen þar hann þótti
standa sig frábærlega. Hins vegar
hefur hann verið umdeildur í rit-
stjórastól Berlingske og verið
harðlega gagnrýndur af eigin
blaðamönnum. Ástæðan er einkum
og sér í lagi örlagarík greinaskrif
blaðsins um vopnaframleiðslu A.P.
Møller fyrirtækisins sem var eitt
aðaleigenda Berlingske. Stöðvaði
Wivel birtingu greinarinnar á
þeirri forsendu að ásakanirnar
væru ekki nægilega vel rökstudd-
ar. Blaðamennirnir hótuðu verk-
falli og á endanum var greininni
breytt lítillega og hún birt. A.P.
Møller brást við með því að selja
hlut sinn í blaðinu til norska fyrir-
tækisins Orkla en Peter Wivel
virðist ekki hafa tekist að ávinna
sér traust undirmanna sinna að
nýju.
Fyrr í vikunni var tilkynnt að
tap hefði orðið á rekstri Berlingske
á fyrsta ársfjórðungi þessa árs upp
á tæplega 300 milljónir ísl. kr. Fyr-
ir liggur að gera á umfangsmiklar
breytingar á rekstri blaðsins en
fyrir mánuði gekk Wivel úr í vinnu-
hópnum sem undirbúið hefur þess-
ar breytingar. Að sögn Politiken er
óljóst hvort það var af fúsum og
frjálsum vilja en ljóst hafi verið að
hann myndi ekki verða langlífur í
starfi eftir að þetta gerðist. Tíma-
setningin hafi engu að síður komið
á óvart þar sem búist var við að
hann myndi gefa stjórninni færi á
að finna eftirmann áður en hann
tilkynnti um uppsögn sína.
Wivel mun sitja þar til eftirmað-
ur hans hefur verið fundinn.
Wivel kveður
Berlingske
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.